Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Matthíasdóttir Morgunblaðið/Einar Falur ^ jÞeir sem þekktu hana sögðu að þar færi hlédræg, fáguð og hæglát kona, en það þýðir ekki að Louisu hafi skort skap eða festu. List hennar ljómar af hvoru tveggja um leið og sérstaða hennar skín úr hverri mynd. 6 6 Louisa Eftir Halldór Bjöm Runólfsson Louisa Matthíasdóttir er látin og með henni er genginn einn litrík- asti og persónulegasti listmálari okkar. Hún fæddist í Reykjavík 20. febrúar árið 1917 og var því rétt orðin 83 ára gömul. Louisa var dóttir hjónanna Matt- híasar Einarssonar yfirlæknis á Landakots- spítala og Ellenar Johannessen, Matthíasar kaupmanns í Reykjavík. Það leið ekki á löngu uns foreldrar Louisu gerðu sér grein fyrir hæfileikum hennar, enda var Matthías mikill áhugamaður um myndlist og átti dágott safn af málverkum eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval og Jón Stefánsson. Sá síðastnefndi var í sér- stöku uppáhaldi hjá yfirlækninum, enda naut Jón ríkulega stuðnings Matthíasar þegar syrti í álinn fjárhagslega. Það er heldur eng- um blöðum um það að fletta að af þessum þremur svokölluðu frumherjum stóð Louisa Jóni næst hvað sýn og stíl varðar. Það þarf ekki lengi að skoða ærnar og hrossin í mál- verkum hennar frá 8. og 9. áratugnum til að sjá skyldleika þeirra við Utigangshesta Jóns frá lokum þriðja áratugarins. Meitluð, kyrr- stæð sýn var báðum svo eiginleg. Þó var sá reginmunur á Louisu og Jóni að hann átti jafnerfitt með að mála og hlutirnir gengu snurðulaust upp fyrir henni. Louisa var aðeins sautján ára gömul þegar hún hélt til náms til Danmerkur og settist á skólabekk í Kunsthándværkerskolen í Kaup- mannahöfn. Ætlunin var að hún lærði auglýsingateiknun. Frá námsárunum hafa varðveist töluvert margar tússteikningar og vatnslitamyndir sem sýna að snemma beyg- ist krókurinn. í desember 1936 mátti til dæmis sjá vatnslitamynd eftir hana frá Þing- völlum á forsíðu sunnudagsblaðs Politiken. Sú mynd og fleiri, sem oftast eru af tillögum að auglýsingum eða bókakápum, koma óvenjuvel heim og saman við síðari stílþróun hennar. Einföld og afgerandi formbygging og óvenjulegt litaval þar sem sægrænn litur fer með áberandi rullu móti rauðum, sítrón- gulum eða svörtum formflötum, er ekkert minna en fyrirheit um það sem síðar kom. Það er til dæmis merkilegt að skoða tillögu að auglýsingu á matarstelli sem Louisa mál- aði einhvem tima á skólaárunum í Kaup- mannahöfn, 1935 til 1937. Það er engu líkara en þar sé þegar kominn efniviðurinn í kyrra- lífsmyndirnar sem hún mótaði um þrjátíu ár- um síðar. Þetta er vert að hafa í huga þegar framhaldið er skoðað, en 1938-39 dvaldi Lou- isa í París, þar sem hún stundaði nám við Académie Scandinave, hjá ágætum kennara, Marcel Gromaire. Það var þá sem hún kynnt- ist Nínu Tryggvadóttur en þær áttu eftir að hafa náið samflot í listinni næstu árin. Þessi ár voru afdrifarík því Louisa tók þá ákvörðun að leggja auglýsingateiknunina á hilluna og gerast listmálari. Heimsstyrjöldin síðari braust út og breytti heimsmynd Is- lendinga í einu vetfangi, og Unuhús í Garða- stræti, heimili Erlendar Guðmundssonar, skrifstofumanns hjá Tollstjóra, breytti af- stöðu þeirra til menningar og lista með jafn- afgerandi hætti. Unuhús varð griðastaður reykvískra skálda og listamanna á stríðsár- unum og þar mótuðust hugmyndir heillar kynslóðar, þeirrar fyrstu í landinu sem kalla má borgarbörn í listinni. Af ljósmynd sem tekin er í Unuhúsi 1939 má sjá að Louisa var þá þegar orðin hagvön í félagsskap Erlendar, Selmu Jónsdóttur listfræðings og Svavars Guðnasonar. Stríðsárin voru einnig mikilvægt mótunar- skeið í ferli Louisu. Af portrettmyndum hennar og uppstillingum í upphafi fimmta áratugarins má ráða hve hratt hún þroskað- ist. Þær stöllurnar, Louisa og Nína Tryggva- dóttir, urðu frægar fyrir að vera á eilífum þönum út um borg og bý í leit að myndefni. Stíll þeirra var á þessum árum mjög áþekkur svo stundum var erfitt að greina verk þeirra að. Pensilförin voru látin móta þétta og þykka fleti en öllum smáatriðum var sleppt. Málverk Louisu af Halldóri Laxness og Ér- lendi í Unuhúsi, frá 1941 til 1942, eru afargóð dæmi um þann stfl sem hún hafði með sér í farteskinu til New York, en þangað hélt hún í árslok 1942. Þar gerðist hún nemandi þýsk- bandaríska málarans Hans Hofmann og skömmu síðar kynntist hún Leland Bell, verðandi eiginmanni sínum. Segja má að það sem eftir lifði af ára- tugnum hafi stíll Louisu færst óðfluga í átt til abstraktlistar. Fletirnir urðu einfaldari og myndefnið þokaði fyrir flatakenndu litaspili sem ekki gaf mikla möguleika á fígúratífum smáatriðum. Þó sýndi sig að listakonan gekk aldrei alla leið á vit abstraktlistarinnar þótt flest vötn hnigu í þá átt. Trommur íherbergi, frá 1945 til 1946, og Drengur með flugvél, frá 1946, eru meðal þeirra mynda sem eru hvað mest abstrakt af öllum verkum Louisu. En þau eru einnig mjög skýr vitnisburður um ákveðnar grundvallarbreytingar í málverki hennar. Árin sem á eftir fóru sýna hæga en afar markvissa þróun frá abstraktlistinni til nýfígúratífrar listar, sumpart undir áhrifum frá franska málaranum Jean Hélion, en sumpart undir áhrifum frá Leland Bell. Svo virðist sem sjötti og sjöundi áratugur- inn hafi ráðið úrslitum í þróun Louisu. Það er eins og þá hafi hún fundið þann streng sem síðan átti eftir að styrkjast og skýrast eftir því sem á leið. Það má vel vera að kalla megi þessa framvindu þróun í átt til raunsæis. En Louisa er ekki raunsæismálari í eiginlegri merkingu orðsins. Um það vitnar málverkið af Nínu Sóley, frá 1995. Það þarf að teygja hugtakið raunsæi býsna langt til að það nái yfir list Louisu. Það er miklu nær að líta á hana sem kjarnsækinn listamann, eða essensíalista, á borð við þá fjölmörgu lista- menn bandaríska og evrópska sem stóðu frammi fyrir þeim kosti að ganga abstrakt- listinni á hönd, eða fylgja fígúratífum hátt- um. Hið mikla andrúmsloft sem einkennir mál- verk Louisu, og lýsir sér hvað best í bláa litn- um, hefur ekkert með raunsæi að gera. Litir hennar eru of táknrænir til að geta kallast því nafni. Þeir eru boðberar ferskleika, kuls- ins sem ekki verður dregið fram öðru vísi en með því að ýkja styrk blámans. Eins er það með verurnar í verkum Louisu. Þær eru kyrrstæðar og einar sér. En þetta er einmitt eitt af sterkustu einkennum íslensks samfé- lags. Hver persóna og hver skepna er svo skýrt afmörkuð að hún virðist soga til sín alla athygli. Það er reyndar frábær kapítuli í list Louisu þegar hún gerir sér mat úr götulífinu í Reykjavík. Þar fer hún töluvert nærri Ed- vard Munch, sem einnig dró fram einmana- leik mannverunnar á götunni með því að bregða upp óendanleik rýmisins kringum hana og ýkja skugga hennar. Ef staðsetja skal Louisu þá á hún heima í hópi þeirra listamanna sem fóru gegnum abstraktmúrinn til þess eins að sjá tilveruna í nýju ljósi. Nefna mætti marga samferða- menn hennar, svo sem Richard Diebenkorn og Grace Hartigan. Þegar þessir listamenn eru skoðaðir í samhengi kemur í ljós að bak- við þá stendur sú fígúrasjón sem Henri Mat- isse mótaði í upphafi aldarinnar og þróaði markvisst til klippimyndanna á fimmta og sjötta áratugnum. í afar heillandi mynd frá París, sem Louisa málaði 1978, má einmitt sjá skyldleikann milli brúarinnar sem hún bregður upp og brúarinnar framan við Frúarkirkjuna í samnefndri mynd eftir Mat- isse. I báðum málverkunum er andrúmsloft- ið, hitinn og lyktin meginatriðið, á kostnað allrar raunsærrar túlkunar. Því væri nær að tala um impressjónisma eða atmosferíska málaralist þegar rætt er um list Louisu. Þessa afstöðu mótaði hún mjög snemma og treysti hana hægt og bít- andi án þess að láta nokkurn tíma færa sig af leið. Þeir sem þekktu hana sögðu að þar færi hlédræg, fáguð og hæglát kona, en það þýðir ekki að Louisu hafi skort skap eða festu. List hennar ljómar af hvoru tveggja um leið og sérstaða hennar skín úr hverri mynd. Eins og manneskjurnar í myndum hennar, einar og uppteknar af undarlegri kyrrð augna- bliksins, virðist Louisa ekki hafa þurft að staðfesta sig með því að halla sér að hópnum. Það er eins og myndir hennar vilji segja: „I sérstöðu sinni og með sjálfum sér er reisn mannsins best borgið." Vortónleikar Fóstbræðra óvenju snemma HINIR áriegu vortónleikar Karla- kórsins Fóstbræðra verða heldur fyrr á ferðinni að þessu sinni en áð- ur, sökum óvenju umfangsmikilla verkefna sem kórinn hefur ráðist í á þessu starfsári. Fyrstu tónleikarnir af femum verða í kvöld kl. 20 í Lang- holtskirkju, aðrir verða á fimmtu- dagskvöld, þriðju á fostudagskvöld, einnig kl. 20, og hinir fjórðu laugar- daginn 4. mars kl. 15. Einsöngvari með Fóstbræðrum á tónleikunum verður Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón og á hið nýja orgel Lang- holtskirkju leikur Claudio Rizzi. Stjómandi er Ámi Harðarson. Á fyrri hluta tónleikanna munu Fóstbræður eingöngu flytja innlend lög: Ár vas alda í útsetningu Þórar- ins Jónssonar, þá kemur Móðurmál- ið eftir Sveinbjöm Sveinbjörnsson, Skarphéðinn í brennunni eftir Helga Helgason, Kirkjuhvoll eftir Bjama Þorsteinsson, Bára blá í útsetningu Sigfúsar Einarssonar, Tíminn líður í útsetningu Árna Harðarsonar og tvö lög eftir Karl O. Runólfsson, Föra- mannaflokkar og Nú sigla svörtu skipin. I tveimur síðastnefndu lögun- um leikur Claudio Rizzi á orgel kirkjunnar og að sögn Jóns Þor- steins Gunnarssonar, formanns Karlakórsins Fóstbræðra, er ekki vitað til þess að orgel hafi áður verið notað við flutning þeirra. Ólafur Kjartan syngur einsöng Ólafur Kjartan Sigurðarson bari- tón syngur einsöng með kómum í nokkram lögum en auk þess syngur hann einn með Jónasi Ingimundar- syni píanóleikara lögin: ^ Enn ertu fögur sem forðum eftir Áma Thor- steinsson, Plágan eftir Sigvalda Kaldalóns og Útlaginn eftir Karl 0. Runólfsson. Eftir hlé taka við Gamlir Fóst- bræður og syngja fimm sígild karla- kórslög, en þeir héldu nýlega upp á 40 ára starfsafmæli sitt. Stjórnandi Gamalla Fóstbræðra er Jónas Ingi- mundarson. Frönsk tónskáld setja ennfremur svip á tónleikana en kórinn mun flytja Litla bæn heilags Frans frá Morgunblaðið/Jón Svavarsson Karlakórinn Fóstbræður og Ólafur Kjartan Sigurðarson syngja á fern- um tónleikum í Langholtskirkju í vikunni, hinum fyrstu í kvöld kl. 20. Stiórnandi er Árni Harðarson. Assisí eftir Francis Poulenc. Þetta er ein af fjóram bænum eftir Poulenc og hafa Fóstbræður flutt þær allar áður. Vegna tilkomu hins nýja orgels í Langholtskirkju var ákveðið að flytja þrjá þætti úr Missa Jubilo eftir franska tónskáldið Maurice Duraflé. Verkið er samið 1966 íyrir karlakór, einsöngvara og orgel. Tónleikunum lýkur með því að Fóstbræður og Gamlir Fóstbræður syngja saman lagið Landkjending eftir Edvard Grieg og Ólafur Kjart- an syngur einsöng. Verkið var samið í tilefni af endurbyggingu Niðaróss- dómkirkju 1872. Ljóðið er eftir Björnstjerne Björnsson og byggir hann það á Konungasögum Snorra Sturlusonar. Það lýsir heimkomu Ól- afs Tryggvasonar til Noregs árið 995 og draumsýn hans um að byggja dómkirkju í Niðarósi. Formaðurinn, Jón Þorsteinn, seg- ir óvenjulega tímasetningu tónleik- anna helgast af venju fremur mörg- um og fjölbreyttum verkefnum hjá kómum. „Við eram eiginlega að syngja þrefaldan skammt á þessu starfsári," segir hann. Hinn 29. aprfl nk. taka Fóstbræð- ur þátt í tónleikum í Hallgrímskirkju undir merkjum Reykjavíkur menn- ingarborgar Evrópu árið 2000. Á tónleikunum, sem era eitt af sam- vinnuverkefnum menningarborg- anna, verður flutt spænska miðalda- verkið Codex Calixtinus, sem er fyrir kór og einsöngvara. Flytjendur verða Karlakórinn Fóstbræður ásamt erlendum einsöngvuram. Codex Calixtinus verður flutt í öllum níu menningarborgum Evrópu og munu sömu einsöngvarar flytja verkið á öllum stöðum, en listrænn stjórnandi verksins valdi kór í hverju landi fyrir sig til flutningsins. Jón Þorsteinn segir þetta verkefni, sem er með munkasöngsyfirbragði, gjöróh'kt öllu því sem Fóstbræður hafi verið að fást við hingað til og mjög áhugavert og sérstætt. Nýverið tóku Fóstbræður þátt í flutningi óperannar Aidu eftir Verdi í Laugardalshöll, ásamt Sinfón- íuhljómsveit Islands, Kór íslensku óperannar, Kór Söngskólans í Reykjavík og einsöngvuram, undir stjórn Rico Saccanis. Af öðram verkum kórsins á þessu starfsári nefnir Jón Þorsteinn þátt- töku í tónleikum sem haldnir vora við vígslu Ymis, hins nýja húsnæðis Karlakórs Reykjavíkur, í lok janúar, þátttöku hóps Fóstbræðra í söng- skemmtun á Broadway og væntan- lega ferð kórsins á Sæluviku í Skaga- firði í maí næstkomandi. „Þetta hefur auðvitað verið aukið álag. I venjulegu árferði æfum við tvisvar í viku en nú höfum við æft þrisvar í viku frá því í október, auk nokkurra helgaræfinga. Kórinn hef- ur komið að mörgum ólíkum verkum á síðustu áram og fyrir bragðið era menn í gríðarlega góðri þjálfun. Vinnubrögðin eru mjög öguð hjá stjómandanum, Árna Harðarsyni, og fyrir vikið tekst honum að komast yfir og láta menn læra miklu meira en nokkru sinni áður,“ segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.