Morgunblaðið - 29.02.2000, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
AP
Hárprýði í afrískri menningu
M-2000
Þriðjudagur 29. febrúar
Fögnuður - Netið
í dag verður margmiðlun-
arvefurinn opnaður. Þetta er
liður í verkefni sem stendur
út menningarárið og fjallar
um fagnaðarstundir íslend-
inga á 20. öld. í Fögnuði er
fléttað saman myndefni,
hljóði og texta um fögnuð og
ljósmyndir og kvikmyndir
sýndar auk þess sem útvarps-
þættir verða fluttir á Rás 1.
Verkefnið er unnið af Ljós-
myndasafni Reykjavíkur,
menningardeild Ríkisútvargs-
ins og Kvikmyndasafni ís-
lands.
FRANK Herreman, safnstjóri afr-
íska listasafnsins í New York, stend
ur hér við einn sýningarkassa nýrr-
ar sýningar safnsins sem nefnist
„Hár í afrískri list og menningu".
OPNUÐ verður farandsýning í Þjóð-
arbókhlöðu á morgun, miðvikudag, kl.
17, en þar er dregið fram hvemig bók-
in og textinn hafa verið örlagavaldar í
sögu íslensku þjóðarinnar. Varpað er
Ijósi á þróun prentlistar á íslandi og
hina sérstöku hefð handritaupp-
skrifta til nota á heimilum er hélst allt
fram á þessa öld. Brugðið verður ljósi
á sagnaritun frá upphafi og sýnd
tengsl hennar og nýjustu miðlunar-
tækni nútímans. Sýningin er sett upp
sem tíu stöðvar er hver um sig heftir
ákveðið þema. Margmiðlunarþáttur
er einnig í sýningarrýminu þar sem
safngestir geta fengið útskýrða ýmsa
þætti sagnahefðarinnar. Handritin
Leitast er við að sýna mikilvægi
hárprýði í afrískum þjóðfélögum og
má á sýningunni fínna rúmlega 170
grímur, tréfígúrur, kamba, hámál-
ar, glerperlur og fleira.
sem sýnd verða koma flest frá Lands-
bókasafni. Tvö handrit koma frá Libr-
ary of Congress, þijú frá háskólanum
í Manitoba og eitt skinnhandrit frá
Fiske-safninu í Comell.
Fyrirhugað er að sýningamar
verði á fjórum stöðum, í Reykjavík,
Library of Congress í Washington
DC (24. maí-15. júlí), Comell-háskóla
í íþöku (15. ágúst-10. október) og í
háskólanum í Manitoba, Winnipeg
(21. október-15. desember).
Sýningunni í Þjóðarbókhlöðu lýkur
30. apríl. Safnið er opið mánudaga til
fimmtudaga kl. 8:15-22, fóstudaga til
kl. 19, laugard. 9-17, sunnudaga frá
kl. 11-17.
Stefnumót við
íslenska sagnahefð
Boðið upp
í englavals
TÖIVLIST
llallgrímskirkja
ORGELTÓNLEIKAR
J. S. Bach: Tokkata í F-dúr;
Schiibler sálmforleikirnir. Páll ís-
ólfsson: Chaconne; Máríuvers. Jón
Leifs: Islenzkir dansar Op. 11.
Björn Steinar Sólbergsson, orgel.
Sunnudaginn 27 febrúar kl. 17.
VEÐRIÐ var ekki með blíðasta
móti þegar organisti Akureyrar-
kirkju, Björn Steinar Sólbergsson,
sló lykla Klaisorgels Hallgríms-
kirkju s.l. sunnudag, og hefðu hinir
miðað við aðstæður furðumörgu
áheyrendui- ugglaust orðið enn fleiri,
hefði hundi verið út sigandi.
Hafizt var handa með frægu verki
frá Weimar-árum Bachs, skv. Grove
samið eftir 1712 en í tónleikaskrár-
nótum Bjöms um 1710, þ.e. tokköt-
unni úr Tokkötu og fúgu í F-dúr. Að
þessu sinni því miður án fúgunnar,
sem Birni hefði varla orðið skota-
skuld úr að skila með sama glæsi-
brag. Sumir hafa talið helzta galla
þessa snilldarverks hvað stórbrotin
tokkatan raskar heildarhlutföllum
þess, enda fúgan helmingi styttri en
tokkatan að blaðsíðufjölda, og má
vera að mönnum þyki því frekar
verjandi að flytja umrædda tokkötu
fúgulaust en aðrar úr sams konar
tvíþættum orgelverkum Bachs.
Bjöm Steinar lék tignarlegt virt-
úósastykki Tómasarkantorsins, sem
í seinni hluta lyftist upp í sannkallað-
an himinsópandi erkienglavals, í líf-
legu en sannfærandi tempói og án
þess að dytti neins staðar niður í
ökklabrjótandi fótspilssólóköflun-
um; vel mótað og nánast örðulaust út
í gegn. Pedallinn var raunar sérlega
skýr, bæði vegna leiks og tærrar
registmnar, en síiðandi kanongengu
manúalsraddimar virtust aftur á
móti hvorki eins aðlaðandi né skýrar
í registmn og áttu til að renna sam-
an í þungri Gregorssöngvaheyrð
Hallgrímskirkju.
Orgelumritanir Bachs á sex kant-
ötuaríum fyrir nemanda sinn J. G.
Schubler vom næstar á dagskrá.
Sálmforleikir þessir spanna á tiltölu-
lega skömmum spilunartíma flestan
orgelrithátt Bachs, þótt minni
kannski oftast á tríósónötur hans,
a.m.k. þegar meginraddir eru þrjár
með frjálsan diskant og bassa og
sálmalagið, oft leikið af fótspili, sem
cantus firmus. Hér reynir bæði á
leikni organistans og smekkvísi hans
í raddvali, og tókst Birni vel upp í
báðum tilvikum. Svo stiklað sé á
stóru sat „Wachet auf“ - með nærri
því jafnkunnum kontrapunkti og í
Sláðu hjartans hörpustrengi (þökk
sé m.a. Swingle Singers á sínum
tíma) - mjög vel, og í „Wo soll ich
fliehen hin“ kom flóttalegur tónferl-
is-affektinn skemmtilega fram. Ein-
stakt hugauppherzlugildi Bachs,
sem sjúkir og sorgmæddir ættu al-
mennt að hafa sérstakar gætur á,
birtist í hinum hrífandi „Meine Seele
erhebt den Herren“ úr samnefndri
kantötu, er var leikinn af fjörmiklum
þokka.
Chaconne Páls ísólfssonar um
stef úr Þorlákstíðum frá 1939 er
meðal höfuðverka íslenzkra orgel-
bókmennta; kröfumikið en glæsilegt.
Það var leikið með miklum tilþrifum
í raddavali og túlkun og reis hæst í
nötrandi niðurlagskaflanum með
flest stoppin úti, svo leiddi hugann
að dynjandi vetrarbrimi í Stokkseyr-
arfjöru. Máríuvers Páls úr Gullna
hliðinu í mjúkhentri orgelumritun
Hauks Guðlaugssonar myndaði hug-
ljúfa andstæðu þar við og hvíldar-
punkt fyrir síðasta dagskrárliðinn,
Islenzka dansa Op. 11 eftir Jón
Leifs, er tónleikagestir fengu að
heyra í eigin umritun Bjöms Stein-
ars. Sjómannasvítan lék skemmti-
lega með andstæðum í styrk, raddlit-
um og áferð, og í Dýravísunum var
sem umritarinn gæti ekki stillt sig
um að brosa eilítið út í annað í „Hani,
krummi“, þó að allt væri lýtalítið
leikið, eins og við var að búast.
I pylsuenda fengu áheyrendur
sem rúsínu bráðskemmtilega útsetn-
ingu organistans á Kvölda tekur,
setzt er sól, sem bætti fýrir skort á
pólýfónískri úrvinnslu með miklu
hugviti í orkestrun, sem eiginlega er
sanngjarnt heiti á raddavali fyrir
„konung hljóðfæranna" (forðum
tíðkaðist ytra að nefna lútuna
,,drottningu“). Að vanda í sama
áreynslulausa og sallaörugga flutn-
ingi og hið undangengna, sem verið
hefur kennimerki á þessum fremsta
orgelleikara Hólastiftis í seinni tíð.
Ríkarður Ö. Pálsson
Dvorák en
Sjostakovitsj
TOJVLIST
BHstaðakirkja
KAMMERTÓNLEIKAR
Cíunerarctika í Kammermúsíkk-
lúbbnum. Strengjakvartett nr. 9 í
Es-dúr eftir Dimitri Sjostakovitsj,
Kvintett fyrir flautu, fíðlu, víúlu,
sellú og kontrabassa í C-dúr G-439
eftir Luigi Boccherini og Kvintett
fyrir tvær fiðlur, víúlu sellú og
pi'anú í A-dúr op. 81 eftir Antonín
Dvorák. Sunnudag kl. 20.30.
KAPPARNIR í Kammermúsík-
klúbbnum eru augljóslega farnir að
bíða eftir vori; lokatónleikar starfs-
ársins voru í Bústaðakirkju á
sunnudagskvöldið. Kammerhópur-
inn Camerarctica flutti þrjú verk;
Strengjakvartett nr. 9 í Es-dúr eft-
ir Dimitri Sjostakovitsj, kvintett
fyrir flautu, fiðlu, víólu, selló og
kontrabassa í C-dúr, G-439 eftir
Luigi Boccherini og kvintett fyrir
tvær fiðlur, víólu selló og píanó í A-
dúr opus 81 eftir Antonín Dvorák.
Hljóðfæraleikararnir sem léku
undir merkjum hópsins á tónleik-
unum voru Hildigunnur Halldórs-
dóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir á
fiðlur, Guðmundur Kristmundsson
á víólu, Sigurður Halldórsson á
Fínn
daufur
selló, Hallfríður Ólafsdóttir á
flautu, Richard Korn á kontrabassa
og Öm Magnússon á píanó. Sjosta-
kovitsj-kvartettinn er stórt og mik-
ið verk, samið 1964 og tileinkað
þriðju eiginkonu tónskáldsins, ír-
enu Antonóvnu Sjostakovitsj.
Verkið er í fimm þáttum, þar sem
þeir fjórir fyrstu eru eins og eins
konar aðleiðsla að lokaþættinum,
þar sem unnið er úr stefjum og
mótívum fyrri þáttanna. Gegnum-
gangandi stef er byggt á síendur-
tekinni tvíund, ólgandi öldugangi
tveggja tóna sem vex og dvín á víxl,
ummyndast í önnur stef og mótíf,
velkist milli hljóðfæranna og tekur
á sig ólíkar myndir. Upphaf verks-
ins er ómþýtt og veikt; vaggandi
dulúðin seytlar inn í vitundina.
Annar þátturinn er sem sálmur,
hljómrænn og dapurlegur. Þjóð-
legu stefin eru kynnt til sögunnar í
þriðja þættinum og í þeim fjórða
eru tvíundirnar enn sem fyrr
kjarnastef, en að þessu sinni í sam-
spili við þyngslalega hljómrænu
lægri strengjanna. Smám saman
hefur vefur verksins verið að þétt-
ast og magnast og í lokaþættinum
er hápunktinum náð í miklum
hamagangi og ólgandi fjöri. Þar er
stutt í sirkusvalsa og sirkuspolka,
þjóðlegu stefin, sálma, fúgur og
sitthvað fleira og tvíundin er þráð-
urinn sem bindur þetta saman.
Verkið var prýðilega leikið; oft
býsna fallega, en á köflum datt það
niður og var dauft. Túlkun Camer-
arctica kvartettsins var músíkölsk
og falleg, en í heild hefði leikurinn
mátt vera meira afgerandi og djarf-
ari, jafnvel i veikustu köflunum.
Kvintett Boccherinis er verk,
sem er nýkomið í leitirnar, - að
sögn fannst það í skjalasafni Spán-
arkonungs fyrir nokkrum árum, en
Boccherini starfaði einmitt við hirð
Spánarkonungs síðustu æviár sín.
Boccherini var mikill sellóvirtúós,
og ekki er ólíklegt að hann hafi ætl-
að sjálfum sér að leika sellópartinn
í kvintettnum. í það minnsta er
hann nokkuð óhefðbundinn; flautan
er augljóslega hljóðfæri númer eitt,
en númer tvö er sellóið, sem á oft
afar falleg samskipti við flautuna.
Kontrabassinn sér hins vegar um
að botna og halda uppi bassalínu.
Að öðru leyti er þetta hefðbundið
verk í þremur þáttum og heiðríkt, í
anda síns tíma. Cantabile þátturinn
er einstaklega falleg smíð og þar
fór Sigurlaug Eðvaldsdóttir á kost-
um í yndislega fallegum og lýn'sk-
um leik með syngjandi þéttum tón
fiðlunnar. Heildarsvipur flutnings-
ins var fallegur og leikurinn í jafn-
vægi, nema í bláupphafi verksins
þar sem vantaði meiri snerpu og
kraft. Samspil flautunnar og sellós-
ins þegar á leið verkið var sérstak-
lega fallegt, en stöku sinnum var
sellóið þó ekki nógu hreint.
Píanókvintett Dvoraks í A-dúr
op. 81 er mikið yndi. Þar opinber-
ast hvert ljúflingslagið á eftir öðru;
angurvært sveitastef fyrsta þáttar,
ægifagurt stef Dumka þáttarins,
glaðlegt og bjart stef þriðja þáttar
og rytmískt dansstef fjórða þáttar.
Þetta var best leikna verk tónleik-
anna og með sterkan heildarsvip.
Þarna komst Camerarctica á flug,
leikurinn var rytmískur og brattur
í hröðu þáttunum og dásamlega
ljúfur í lýríkinni. Dumka stefið fal-
lega sem var borið uppi af píanói og
lágfiðlu var hlýtt og kliðmjúkt, þar
voru Örn Magnússon og Guðmund-
ur Kristmundsson virkilega góðir.
Annars er píanóið í veigamesta
hlutverkinu í þessu verki og Örn
Magnússon bar það uppi af list-
fengi. I lokaþættinum rifu fiðlurnar
upp fjörið í feiknar músíkölskum og
rytmískum leik, allt til enda.
Að lokum má rétt nefna, að nú er
svo komið, að þegar allt er að fær-
ast framar á kvöldið, að manni
finnst orðið nokkuð áliðið að mæta
á tónleika þegar klukkan er orðin
hálfníu. Erlendis er ekki óalgengt
að tónleikar hefjist klukkan sjö, og
sjaldnast seinna en átta. Sinfón-
íuhljómsveit Islands reið á vaðið
fyrir nokkrum árum og byrjar nú
alla sína tónleika klukkan átta. Það
er til fyrirmyndar, og jafnvel
mættu tónleikar hefjast fyrr, tón-
leikagestum, en kannski ekki síður
flytjendum til þæginda.
Bergþóra Jónsdóttir