Morgunblaðið - 29.02.2000, Side 42

Morgunblaðið - 29.02.2000, Side 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Um sýnd- armarkað Getur verið að sýndarmarkaðurinn og táknaskilmingar verðbréfa- drengjanna marki endalok markaðarins, úrkynjun kans? MUNURINN á sýndogreynd vefst ekki fyrir verðbréfadrengj- unum. Hver á fætur öðrum koma þeir í sjónvar- pið og spá fyrir um gengi hluta- bréfa í fyrirtækjum á markaði. Kauptu í þessu en seldu í hinu, segja þeir og tala eins og sá sem valdið hefur. Og þannig er það líka á markaði, vit er vald, að þekkja upplýsingamar, að kunna að afla þeirra og miðla þeim á réttan hátt er lykillinn að gróðanum. Þetta er eins konar sjónvarps- leikur eða íþrótt. Þátttakendur em allir í sama búning og sama ald- ursflokki. Leikvöllurinn er mark- aðstorgið og reglurnar einfaldar, framboð og eftirspum. Til að ná árangri þarftu að vita hvað hefur áhrif á þessi lögmál en ekki sakar að geta sýnt einhver tilþrif líka, svona eins og þegar menn skora með hælnum í knattspymu - hér felast þau í frasólógískri útfærslu á af- komutölum og stjómunarað- VIÐHORF Eftir Þröst Helgason ferðum sem erfitt er að hafa eftir. Sigurvegari er síðan sá sem spáir réttast fyrir um gengi bréfanna. En hér er þó ekki allt sem sýn- ist. Markaðurinn er í gagnvirkum tengslum við fjölmiðla og því er leikurinn einn af þeim þáttum sem hafa áhrif á hann. Daginn eftir að verðbréfadrengirnir hafa þulur sínar yfir í kassanum rýkur gengið upp á bréfunum sem þeir mæltu með, en hin falla. Spádómurinn gengur því að sjálfsögðu eftir, að minnsta kosti þann daginn, enda áhrif miðilsins mikil. Hvort ein- hveijar raunveralegar ástæður réttlæta hækkun eða lækkun á við- komandi bréfum er annað mál og óháð þessu; gengi bréfa þarf ekki að eiga sér neina forsendu í innra virði fyrirtækis. Hér vakna siðferðilegar spum- ingar sem stjómendur viðkomandi sjónvarpsþátta ættu ef til vill að leiða hugann að. En hvað þýðir þessi gagnvirkni markaðar og fjöl- miðla í raun? Hún þýðir að á mark- aði hafa skilin milli sýndar og reyndar máðst burt, þau era úrelt, tilheyra hugsunarhætti síðustu kynslóða fyrir upplýsinga- og fjölmiðlabyltingu. Sjónvar- pskynslóðin, sem verðbréfadreng- imir tilheyra, gerir ekki þennan greinarmun, í hennar huga er táknbylurinn á skjánum jafn- raunveralegur og snjóbylurinn úti á götu. Það sem þyrfti að hafa í huga er að áhrif beggja era hin sömu, þeir geta byrgt okkur sýn á hlutina. Það hefur í raun orðið til sýnd- armarkaður sem er að hluta til annars eðlis en hinn hefðbundni markaður. Sýndarmarkaðurinn lýtur sömu lögmálum og sýndar- veraleikinn sem franski menning- arrýnirinn Jean Baudrillard talar um. I sýndarveraleikanum hefur veraleikinn horfið á bak við þykkt net tákna. Við eram flækt í þessu neti sem myndar eins konar vera- leikalíki. Þar sem veruleikinn er horfinn höfum við einungis táknin tii að reiða okkur á í þessu líki hans, en vandamálið er að táknin vísa ekki til frummyndarinnar (horfins veraleikans) heldur á sig sjálf og hugsanlega hvort annað. Hér hafa mörkin milli sýndar og reyndar máðst burt þannig að myndimar sem við sjáum á sjón- varpsskjánum - hellisvegg sýnd- arveraleikans - era jafnraunvera- legar og veruleikinn sjálfur. Hægt er að nefna óteljandi skýringai'dæmi um sýndarverana en sjálfur hefur Baudrillard haldið því fram (á svolítið öfga- og mót- sagnakenndan hátt) að Pers- aflóastríðið hafi aldrei átt sér stað 1 raun og vera, það sem við sáum í sjónvarpinu vora einungis tákn- myndir stríðs. Fréttamenn CNN í beinni útsendingu frá vettvangi viðurkenndu enda að hafa þurft að fylgjast með fréttatíma stöðvar- innar til þess að vita hvað væri að gerast; fréttamennirnir sögðu fréttir byggðar á því sem þeir sáu í fréttum en vora þó sjálfir á vígvell- inum. Stríðið átti sér stað í sjón- varpinu og fyrst fréttamennimir sáu það þar töldu þeir að það væri raunveralegt. Fréttimar sem þeir sendu okkur vora hins vegar bara tákn um tákn, eftirmynd af eftir- mynd (sem hugsanlega átti sér frammynd í kvikmyndum um stríð). Flóabardaginn var sem sé stríð í táknheimum og það sama á við um sýndarmarkaðinn, þar geysar ann- ar eyðimerkurstormur. A sýndar- markaði skortir frammyndina á bak við virði fyrirtækjanna, rétt eins og það virtist ekki vera nein frammynd á bak við fréttir CNN frá Persaflóa. Gengi bréfanna er byggt á tákngildi þeirra, táknlegri skírskotun til hugtaka á borð við „þekkingu", „vísindi", „tækni“ og kannski umfram allt „glæsta fram- tíð“. Það geysar ímyndastríð þar sem hjörtu kaupenda era brædd með útspekúleraðri en hófstilltri retórík. í stað vöra eða framleiðslu era orð, orð sem vekja væntingar. Hvort varan verður einhvem tím- ann að veraleika skiptir í sjálfu sér engu máli á meðan hægt er að nota fjölmiðla til að endurframleiða væntingar um hana og hlaða hana táknlegu gildi. Samkvæmt einni af grandvallarreglum verðbréfa- markaðarins, sem kynnt var sem meirafíflsreglan (e. „bigger fool theory of investing") hér í blaðinu fyrir skömmu, má lengi teygja lop- ann því að markaðurinn er fullur af fiflum sem vilja kaupa á of háu verði og svo enn meiri fíflum sem munu kaupa á enn hærra verði. Það geysar sem sé táknstríð á markaði. Eins og í Flóabardagan- um era sigurvegarar og fórnar- lömb í þessu stríði. Það era alltaf einhverjir að græða og einhverjir að tapa, gengi hækkar og gengi lækkar. En liggur eitthvað meira undir niðri? Hvaða sögu segir allt þetta sjónarspii í kringum mark- aðinn okkur? Hvað merkir það að skil sýndar og reyndar hafa máðst út á markaði? Að mati Baudrillards snerist Flóabardaginn ekki um viljann tii valds heldur um endalok fyrirbær- isins stríðs. Eftir hran austan- tjaldsblokkarinnar var Persa- flóastríðið tilraun Bandaríkja- manna til að enduríramleiða gildi kalda stríðsins en stríðið varð aldrei annað en innantómt tákn um stríð. Getur verið að sýndarmarkað- urinn og táknaskilmingar verð- bréfadrengjanna marki endalok markaðarins, úrkynjun hans? Mun markaðurinn ef til vill leys- ast upp í þessu ofhlaðna sjónarspili sem við verðum vitni að þessa dag- MENNTUN Námsráðgjöf - Nýlega komu út bækur um námsráðaöf hjá Háskólaút- gáfunni. Námsráðgjafínn getur verið lykill að samstarfí milli skóla og heimilis. Gunnar Hersveinn spurði Guðrúnu Friðgeirsdóttur um þetta. Brottfall minnkar með jafningjastarfi Morgunblaðið/Ásdís Jafningjastarf í skólum getur verið kjarninn í forvarnarstarfi," segir Guðrún Friðgeirsdóttir, náms- og uppeldisráðgjafi. HVERJAR eru þarfir nemenda í grunn- og framhaldsskólum? Vita námsráðgjafar svarið? Guðrún Friðgeirsdóttir hefur skrifað bók til að kynna foreldrum og skólafólki faglega náms- og starfsráðgjöf og starfsfr æðslu í grunn- og framhaldsskól- um og einnig um hlutverk náms- ráðgjafa. Hún fjallar t.d. um jafningjastarf í skólum, sorg og einelti. Hún skrifar: „Námsráðgjafi verður að hafa haldgóða þekkingu á eðli og orsök- um eineltis og kunna aðferðir til að stemma stigu við því. Námsráð- gjafi getur gegnt mikilvægu hlut- verki í samstarfi við aðra starfs- menn skólans, nemendur og foreldra, til að efla forvarnir og þekkingu til að takast á við þetta samfélagslega böl sem veldur langvarandi óhamingju margra einstaklinga og kostar samfélagið mikið." Guðrún Friðgeirsdóttir er náms- og uppeldisráðgjafi. Hún var lengi menntaskólakennari og var náms- ráðgjafi við öldungadeild Mennta- skólans við Hamrahlíð, og hefur einnig verið skólastjóri Bréfaskól- ans. Hún lauk meistaraprófi í ráð- gjafarsálfræði frá University of British Columbia í Kanada árið 1984. „Ég hef alltaf verið tengd uppeldisstörfum," segir hún, „og mig langar tO að miðla einhverju af því. Hún telur að nemar í námsráð- gjöf geti nýtt sér bókina og einnig margir sem stundi þessi störf en um 40% þeirra sem gera það eru ekki sérstaklega menntaðir til þess. „Hlutverk námsráðgjafa er að aðstoða nemendur, kennara, skóla- stjórnendur og foreldra," segir Guðrún, „þeir hafa menntun til að takast á við minniháttar andleg vandamál nemenda, og geta vísað þeim á aðra aðila ef vandinn er af alvarlegum toga.“ Hún segir að al- varleg mál eins og þau sem tengj- ast eiturlyfjum, ofbeldi, nauðgun, fátækt og öðrum félagslegum vandamálum, þarfnist mikils tíma. Námsráðgjafar eru þó ekki litlir sálfræðingar eða geðlæknar. Hlutverk þeirra er að aðstoða við nám, en það tengist ávallt óhjá- kvæmilega andlegri líðan. Sam- starf þeirra við kennara og for- eldra er því mjög mikilvægt. „Til dæmis er mjög mikilvægt fyrir kennara að vita ef nemandi hefur misst foreldri eða ef foreldrar eru • Að nemendur fínni til ábyrgðar og láti sig aðra varða að skilja eða ef hann býr við sorg af öðrum ástæðum.“ Vitneskjan get- ur bæði komið í veg fyrir óþægindi fyrir nemandann og kennarann. Þannig er samstarf allra mikilvægt og námsráðgjafinn getur gegnt lykilhlutverki í því. Að stöðva brottfall nýbúa Jafningjastarf er nokkuð sem Guð- rún kynnir í bókinni; „Jafningja- starf byggist á þeirri þekktu stað- reynd að nemendur í framhaldsskólum oefstu bekkjum grunnskólans leita oftast til jafn- ingja, vina sinna, þegar þeir kljást við vonbrigði, áhyggjur, kvíða eða standa frammi fyrir vandamálum. Fyrir unglinga skiptir jafningja- hópurinn miklu máli. Það er eitt höfuðeinkenni aldursskeiðsins." Jafningjastarf er þýðing á enska heitinu Peer Helping. Orðið peer getur þýtt jafn eða jafningi og peer group þýðir hópur fólks á sama aldri, með svipaða stöðu, áhugamál o.fl. (bls. 98). Guðrún rekur upphaf jafningja- starfs til skóla í Kanada en það hafi þaðan rutt sér til rúms um allan heim, sumir segja að það hafi farið sigurför um heiminn. „Sumir hætta í skóla vegna þess að þeir eiga enga vini þar, það má koma í veg fyrir það með jafningjastarfí. Einnig mætti stöðva 100% brott- fa.ll nýbúa úr íslenskum skólum með jafningjastarfi með því að stuðla að vináttu og félagsskap.“ Allir læra af jafningjastarfinu að hennar mati, þeir finna til ábyrgð- ar og læra að láta sig aðra varða. Það þarf að byggja þessa nemend- ur upp, uppörva þá og leiðbeina. Nemendur, sem vinna í jafn- ingjastarfi, eru sjálfboðaliðar sem láta sér annt um líðan annarra nemenda. Þeir hafa fengið sér- staka þjálfun til að verða betur fæiir um að styðja við bakið á fé- lögum sínum, svo sem í að hlusta, uppörva og hjálpa þeim við nám og tfi að finna lausnir á vandamálum eða hjálpa þeim til að leita sér að- stoðar hjá sérmenntuðu fólki. (bls. 98). Guðrún gerir góða grein fyrir jafningjastarfinu í bókinni. Hún hefur fengið tækifæri til að prófa þetta kerfi, eða fyrir nokkrum ár- um með einum hópi nemenda í MH. Háskólaútgáfan gefur bókina út en þess má geta að hún sendi einnig frá sér bókina Ráðgjöf í skólum, handbók í félagsráðgjöf og námsráðgjöf, eftir Guðrúnu Helgu Sederholm. I inngangi þeirrar bókar stendur m.a.: „Handbókin er samin í þeim tilgangi að kynna vinnulag mitt sem félagsráðgjafa og námsráðgjafa í grunn- og fram- haldsskólum, í rúman áratug. Með- al annars með það fyrir augum að það megi gagnast þeim sem eru að hefja störf sem ráðgjafar ungs fólks og einnig þeim sem hafa starfað við ráðgjöf í einhvern tíma.“ Starfsmenn Fræðslumiðstöðv- ar Reykjavíkur horfa nú fram á veginn í ljósi nýrrar upp- lýsingatækni og vilja koma auga á hvemig best sé að þróa skól- ann. „ Við blasa opin rými, bása- landslag og einstök lokuð, mis- stór afdrep en opið á milli þeirra,“ skrifaði Gerður G. Ósk- arsdóttir fræðslusljóri til dæmis í hugleiðingu í desember í blað miðstöðvarinnar um framtíðar- skólann. Eftir innihaldi blaðsins að dæma munu eftirfarandi þættir verða meira áberandi í skóla- starfi en hefur verið undanfarið: Hugmyndaauðgi, frumkvæði og gagnrýnin hugsun, auk fæmi í að leysa vandamál, taka ákvarðanir, hafa yfirsýn og skipuleggja verk. Núna í febrúar gaf Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur út yfirlit með markmiðum borgarinnar um málefni grunnskóla 2000- Sjö stunda skóladagur og máltíð 2003, en í starfsáætlun fræðslu- mála fyrir árið 2000 em sett markmið til þriggja ára. Hér er stiklað á nokkmm atriðum: ► „Á næstu þremur ámm verði allir grunnskólar í Reykja- vík einsetnir og skóladagur nem- enda um 6-7 klukkustundir. Dagurinn verði brotinn upp með hádegishléi með máltíð, heitri og/eða kaldri." ► „Síðdegis eigi nemendur í 1.-4. bekk kost á dvöl í skóla- dagvist frá kl. 14:00 til 17:00, eða þar um bil. Nemendur á öllum aldri eigi jafnframt völ á margs konar tómstundastarfi og aðstoð við heimanám.“ ► „Á næstu þremur ámm leggi skólar áherslu á þríhliða samninga nemenda, skóla og for- eldra um námið og að nýta netið í samskiptum sínum við foreldra." ► „Skólar leggi einnig áherslu á náin tengsl við hverfið sem skólinn er hluti af, þ.m.t. íbúa í hverfinu, atvinnulíf, menn- ingarstofnanir og félagasamtök, auk náttúrannar umhverfís skól- ann.“ ► „Á næstu ámm verði unnið að þróun kennsluhátta þannig að skipulag námsins verði nem- endamiðaðra en nú er og aukin áhersla lögð á þemanám og sam- vinnu nemenda, sbr. aðal- námskrá gmnnskóla." ► „Gerðir verði sérstakir skólasamningar við hvera skóla um markmið og heildarrekstur og skólarnir geri árlega rekstr- aráætlun."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.