Morgunblaðið - 29.02.2000, Síða 44
- 44 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Er samningur ríkisins við sauðfjár-
bændur landeyðingarsamningur?
AÐ MÍNU mati fer
það þannig með
óbreyttri stefnu. Nú-
verandi samningur er
framleiðsluhvetjandi og
verður ennþá verri
hvað það varðar ef farið
yrði að greiða út á alla
framleiðslu, á vöru sem
fæst mjög lítið verð fyr-
* ir í útflutningi og neyslu
á innanlandsmarkaði
fer verulega minnk-
andi.
Markaðsspár gera
ráð íyrir 15-16 kg
neyslu á mann af dilka-
kjöti eftir fimm ár, en
núna er hún um 25 kg,
en var 43 kg fyrir fimmtán árum,
þegar fyrsti sauðfjársamningurinn
var gerður. Af dilkakjötsframleiðsl-
unni 1999 þarf að flytja út 25%, en
fyrir það fæst tæplega 150 kr. pr. kg
eða 33% af framleiðslukostnaðinum,
en þessi útflutningur rýrir brúttó-
tekjur sauðfjárbænda sem ekki eru í
70% reglunni um 23% og þar með eru
- öll launin farin og aðeins eftir fyrir
útlögðum framleiðslukostnaði. A
hverju á sauðfjárbóndinn þá að hfa?
Þessi framleiðsluhvetjandi stefna
samfara tekjuleysinu kemur til með
að stuðla að áframhaldandi fólks-
flótta úr sveitum landsins.
Við verðum að taka upp nýja
byggðastefnu og nýta
það fjármagn sem not-
að er í sauðfjársamn-
inginn á annan hátt til
að styrkja sauðfjár-
ræktina og aðra at-
vinnustarfsemi í dreifð-
um byggðum landsins.
Eg vil setja hér fram
hugmyndir að nýrri
byggðastefnu og hvem-
ig nýta ber þetta fjár-
magn í framtíðinni.
Samið verði til
tveggja ára, á meðan
verið er að þróa þessa
nýju stefnu og hafa
þann samning lítið
breyttan frá núverandi
samningi. Þó þarf að leggja fram auk-
ið fjármagn til aðlögunar að framtíð-
inni.
í fyrsta lagi fá verðbætur á gamla
samninginn. I öðru lagi fá viðbótar-
fjármagn að upphæð ca 45 milljónir á
ári sem notað yrði til að gera lokatil-
raun í markaðsleit erlendis fyrir
dilkalqöt og jafnframt greiða þeim
bændum sem hafa greiðslumark og
ekki eru í 70% reglunni markaðs-
stuðning að upphæð 200 kr. pr. kg á
útflutninginn.
Þeir sem sömdu sig frá því að taka
þátt í að markaðssetja kjötið erlendis
með því að vera í 70% reglunni geti
ekki snúið til baka á samningstíman-
Sauðfjársamningur
Hér er ég ekki að gera
tillögur um aukið fjár-
magn, segir Einar E.
Gíslason, heldur um
breytta áherslu á því
hvernig fjármagninu
verði varið til að styðja
við byggð í dreifbýlinu.
um.
í þriðja lagi fá inn viðbótarfjár-
magn til að kaupa þá bændur frá
sauðfjárframleiðslunni sem vilja
hætta. Það tilboð standi aðeins í eitt
ár og greitt verði 25-30 þúsund krón-
ur fyrir ærgildið.
Þeir peningar sem sparast í fram-
tíðinni vegna þessara uppkaupa verði
nýttir til að greiða byggðastuðning-
inn á jarðir með öðrum atvinnu-
rekstri eins og fram kemur hér á eft-
ir.
Frjáls sala verði ekki leyfð enda
samræmist hún ekki byggðastefn-
unni né fjárhag sauðfjárbænda til
uppkaupa á beingreiðslum sém ekk-
ert gefa af sér á næstu árum. Jafn-
framt verði tilkynnt að ekki.verði oft-
ar samið á þessum forsendum, en í
þess stað tekinn upp búsetustuðning-
ur á allar jarðir sem nú stunda sauð-
fjárrækt, óháð framleiðsluskyldu á
sauðfjárafurðum.
Þessi tvö ár verði notuð til að að-
laga þetta nýja byggðaþróunarverk-
efni og kanna til j'ulls markaðsstöð-
una erlendis. Ástæða þess að
landbúnaður er styrktur í öllum hin-
um vestræna heimi er að bæta kjör
launafólks og halda niðri vísitölunni,
en þó er það aðeins hálfur sannleikur-
inn, því allar þjóðir vilja halda landi
sínu í byggð. Norðmenn greiða t.d.
byggðastyrki í ýmsu formi til hinna
dreifðu byggða sinna, til að halda
landinu í byggð og að lífskjörin hald-
ist þar svipuð og í þéttbýli. Ef sam-
svarandi stefna yrði tekin upp hér
yrði það val hvers og eins sem býr á
lögbýli hvaða atvinnugrein hann
stundar. Fara yrði yfir allar jarðir
sem eru í ábúð og með annan at-
vinnurekstur en sauðfjárrækt og
bæta þeim inn í kerfi svo framarlega
að 70-430% af árstekjum bóndans séu
af atvinnustarfsemi sem stunduð er á
viðkomandi býli. í framtíðinn þarf
ekki nema um sex hundruð bændur
til að framleiða sauðfjárafurðir fyrir
þjóðina. En núna eru um 1600 sauð-
fjárbú í landinu svo stórt skarð
myndaðist í byggðir landsins ef þeir
hyrfu á brott, því set ég fram þessar
Einar E.
Gíslason
tillögui-. Yæri ekki nær að hætta
framleiðsluþvingun á þessari vöru
sem svo erfitt er að afsetja, en leyfa
hinu frjálsa framtaki til atvinnusköp-
unar að þróast með byggðastuðningi.
Þar kemur margt til greina t.d. loð-
dýrarækt, ferðaþjónusta þar sem
heimaunnar vörur eru á boðstólnum,
hrossarækt og tamningar, fiskeldi,
skógrækt, handverk og m.fl. Allir
þessir atvinnuvegir eru atvinnu- og
gjaldeyrisskapandi og þurfa á svip-
uðum stuðningi að halda og viðgengst
í samkeppnislöndum okkai-. Slíkar
grænar greiðslur sem stuðla að
áframhaldandi búsetu á landsbyggð-
inni, samræmast vel kröfum ESB.
Stærsti hluti þjóðarinnar vill við-
halda byggð á öllu landinu, því ekki
að söðla um og hvetja dugmikla
bændur til dáða með byggðastuðn-
ing, þannig að þeir hafi möguleika á
að skapa sér önnur atvinnutækifæri
þegar svo mikill samdráttur er í sauð-
fjárræktinni.
Þessi stuðningur fylgi jörðinni og
búsetunni og verði ekki seljanlegur
af henni og því aðeins greiddur að bú-
seta og starfsemi sé þar allt árið. Hér
er ég ekki að gera tillögur um aukið
fjármagn heldur um breytta áherslu
á því hvemig fjármangninu verði var-
ið til að styðja við byggð í dreifbýlinu.
Höfundur er bóndi í Syðra-
Skörðugili f Skagafirði.
Um samgöngur
á sunnanverðum
Austfjörðum
ENN einu sinni er sú staða upp
komin hjá okkur, sem höfðum hugs-
að okkur að eiga heima í byggðarlög-
um við syðstu firði í S-
Múlasýslu, að nokkur
hluti íbúanna er svipt-
ur þeim sjálfsögðu
mannréttindum að
geta á sæmilega að-
gengilegan hátt brugð-
* ið sér af bæ, skroppið í
næstu byggðarlög eða
jafnvel til Reykjavíkur.
Allt sem kalla má við-
unandi samgöngur fyr-
ir almenning, hefur
með einu pennastriki
verið þurrkað burt.
Þarna á ég fyrst og
fremst við ferðir áætl-
unarbíla á hringvegin-
um. Þennan sam-
gönguvalkost höfum
við haft í meira en 30 ár og margir
þurfa á honum að halda, ekki síst
ungt fólk vegna skólasóknar o.fl.
Algengt er líka að fólk þurfi að
leita sér iækninga út fyrir fjórðung-
f inn og margt tekjulágt eldra fólk er
ákaflega illa sett. Nöturleg stað-
reynd að nýloknu ári aldraðra.
Þá má og benda á að nokkur til-
flutningur er á verkafólki, iðnaðar-
mönnum og sjómönnum. Mál hafa
skipast þannig að fólk sækir í tölu-
verðum mæli vinnu fjarri heimilum
sínum og á þá oft rétt á samnings-
bundnum fríum til að heimsækja
fjölskyldm- og vini. Er þá oft nær-
tækast að hoppa upp í áætlunarbíl til
að komast á flugvöll.
Ekki má vanmeta það mikla átak
sem gert hefur verið af hálfu stjóm-
valda með lagningu bundins slitlags,
jarðgangagerð o.fl.
Þær framkvæmdir
hafa kostað milljarð af
peningum skattborgar-
anna. Þeim fjármunum
er vissulega vel varið
og þær framkvæmdir
gagnast landsmönnum
öllum og þeim fjölda
erlendra ferðamanna
sem kjósa að sækja
okkur heim. Það skort-
ir bara á að nokkur
hluti íslendinga geti
nýtt sér þessar sam-
göngubætur að fullu og
sérstaklega eru vetrar-
mánuðir mörgum erfið-
ir.
Margir vilja notfæra
sér örugga og góða þjónustu ís-
lenskra flugfélaga en sumar byggðir
eru illa tengdar við flugvelli og er
nauðsynlegt að gerðar verði úrbæt-
ur á því. Þetta gildir m.a. um sunn-
anverða Austfirði. Við höfum haft
dugmikla bílstjóra sem ekið hafa á
áætlunarleiðum í þessum lands-
hluta, bæði frá Breiðdalsvík og
Djúpavogi. Með vanhugsuðum
stjómvaldsaðgerðum hefur þessum
mönnum verið gert erfitt fyrir að
sinna þessu starfi. Mér virðist fólk
þó almennt sammála um að þessar
áætlunarferðir séu einar af forsend-
um fyrir því að byggð haldist í þess-
um landshluta.
Hjörtur Ásgeirsson á Djúpavogi,
sem annast hefur þessa þjónustu í
um 20 ár með miklum ágætum, hef-
ur gefist upp á að halda áfram
rekstri á þessari leið við þær aðstæð-
ur sem gilt hafa síðustu árin. Um leið
og Hirti eru þökkuð góð og örugg
störf vil ég láta þess getið að marga
hef ég heyrt lýsa áhyggjum sínum
yfir því ástandi sem er að skapast í
samgöngumálum í okkar heima-
byggð, Djúpavogi og nágrenni.
Allar líkur eru á því að Hjörtur og
fjölskylda hans hverfi burt úr
byggðarlaginu. Þá gætum við líka
misst ágæta verslun með fjölbreytt
vöruúrval sem kona hans hefur rek-
ið. Mig grunar að mörgum íbúanna,
og þá sérstaklega konum, bregði við
og telji ófýsilegra að eiga þarna
heima að þessum breytingum áorðn-
um.
Það er slæmt þegar margháttaðri
þjónustu af þessu tagi er kippt burtu
Byggðamál
Að missa eina dugmikla
barnafjölskyldu á besta
aldri er meira tjón, segír
Ingimar Sveinsson, fyr-
ir lítið sveitarfélag en í
tölum verði talið.
í einu vetfangi. Að missa eina dug-
mikla barnafjölskyldu á besta aldri
er meira tjón fyrir lítið sveitarfélag
en í tölum verði talið.
Miklum fjármunum er varið til
samgöngumála í landinu og er illt til
þess að vita ef ekki er hægt að leysa
smámál eins og þetta. Þetta er ekki
aðeins hagsmunamál fólksins í
byggðarlaginu, heldur líka ferða-
manna, bæði útlendra og innlendra.
Bættar almennar samgöngur geta
líka dregið úr þeirri slysahættu sem
óneitanlega er fyrir hendi í vetrar-
akstri eins og dæmin sanna þegar
fólk ferðast af illri nauðsyn á mis-
jafnlega vel búnum bflum.
Byggðirnar á Austfjörðum hafa á
síðustu misserum misst alltof margt
af góðu fólki. Það verður að treysta
því að þeir, sem einhverju ráða í
landinu, leiti þeirra kosta sem eru
fyrir hendi til að styrkja hina dreifðu
byggð. Hætt er við að álver á Reyð-
arfirði eitt og sér nægi ekki til að
snúa þessari óheillaþróun við.
Höfundur er fyrrverandi skólastjóri.
„r
Fjárfestar athugið!
Öll almenn verðbréfaviðskipti með
skráð og óskráð verðbréf.
yiVerðbréfamiðlunin
a mAnnarhf-Verðbréf
Löggilt óháð fyrirtæki í verðbréfaþjónustu
• Aðili að Verðbréfaþingi íslands •
Suðurlandsbraut 46 • Sími: 568 10 20
Ingimar
Sveinsson
Slysagildrur
í þínu boði
SLYS í heimahúsum
eru algeng hér á landi
og samkvæmt nýjum
tölum frá slysa- og
bráðamóttöku Sjúkra-
húss Reykjavíkur fer
þeim fjölgandi. í
tengslum við Hollráð
Landlæknisembættis-
ins í febrúar voru birt-
ar nýjar tölur um tíðni
heimaslysa. Þegar litið
er tilvika sem skráð
hafa verið á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur frá árun-
um 1998 og 19991 kem-
ur margt athyglisvert í
ljós. Fjölgun þeirra
sem koma á slysa- og
bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykja-
víkur er 17% milli þessara ára. Þetta
jafngildir þvi að árið 1998 komu að
meðaltali 21 á hverjum degi eftir að
hafa slasast heima en árið 1999 voru
þeir 24.
Slysin gera stundum boð á undan
sér og oftar en ekki hafa íbúar talið
sig hafa lært að búa með sumum
slysagildrunum og vara sig á þeim.
Slysagildrurnar vilja gleymast þeg-
ar við erum þreytt, að flýta okkur
eða þegar lýsingu er ábótavant.
Gestir þekkja sysagildrurnar okkar
ekki og geta því síður varað sig á
þeim, það á sérstaklega við um börn
og eldra fólk.
Ýmislegt er hægt að gera til þess
að draga úr slysum í heimahúsum
en það er alltaf háð aðgerðum okkar
sjálfra. Fyrst þarf að átta sig á því
hvar hætturnar eru. Það má taka
hvern stað á heimilinu fyrir sig og
reyna að finna út hvar hafa orðið
slys og hvar hefur legið við slysum.
Það er mikilvægt að taka alvarlega
þegar slys hafa nærri orðið, því að
oft er það fyrirboði verra atviks.
Þegar farið hefur verið í gegnum
alla staði heimilisins er gott að raða
hlutunum í forgangsröð með tilliti til
þess hve alvarleg slys geta orðið. Ég
mæli með því að þetta sé gert í sam-
vinnu sem flestra á heimilinu og
mikilvægt er að börn séu einnig
frædd um slysahættur heimilisins
og séu fengin með í að taka ákvarð-
anirnar.
í þessu sambandi vil ég benda á
að ýmis öryggistæki
eru fáanleg hér á landi
en notkun þeirra hefur
kannski ekki verið
mjög útbreidd. Það er
hins vegar ljóst að
þessi tæki hafa sannað
gildi sitt og því hvet ég
til notkunar á þeim.
Öryggisbúnaður fyrir
heimilið getur bæði
auðveldað okkur dag-
legar athafnir og dreg-
ið úr slysahættu.
Vanda skal valið á
þessum búnaði og miða
val á honum frekar við
persónulegar þarfir og
notagildi en útlitið. Það
ætti kannski ekki að þurfa að taka
það fram en ég minni á að því fyrr
sem hann er tekin í notkun því
betra. Hafa skal í huga þegar örygg-
Oryggi
Öryggisbúnaður
fyrir heimilið, segir
Aðalheiður Sigur-
sveinsdóttir, getur bæði
auðveldað okkur dag-
legar athafnir og dregið
úr slysahættu.
isbúnaður er valinn að það dýrasta
er ekki alltaf best, mestu máli skipt-
ir að hann þjóni tilgangi sínum.
Mundu að þú skalt aldrei treysta al-
gjörlega á öryggisbúnaðinn, að-
gæsla og eftirlit með börnum er
samt sem áður nauðsynlegt.
Á vef landlæknisembættisins,
www.landlaeknir.is (undir kaflanum
Hollráð), er að finna lista yfir örygg-
isbúnað og hvar hann fæst.
Ég hvet þig lesandi góður til að
taka málin í þínar hendur. Þannig
getum við fækkað slysum í heima-
húsum.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Slysavamaráðs.
Aðalheiður
Sigursveinsdóttir