Morgunblaðið - 29.02.2000, Page 55

Morgunblaðið - 29.02.2000, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 55 + Páll Guðnason fæddist í Reykja- vík 22. júní 1920. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðni Páls- son, skipstjóri í Reykjavík, f. 29. apr- fl 1891 í Götu í Sel- vogshreppi í Ár- nessýslu, d. 9. júní 1967, og Jórunn Þór- ey Magnúsdóttir húsmóðir, f. 16. júlí 1897 í Reykjavík, d. 24. mars 1981. Systkini Páls eru: Magnús, f. 9. nóvember 1926, eiginkona hans er Margrét Magnúsdóttir; Gyða, f. 9. nóvem- ber 1926, eiginmaður hennar er Elías Arnlaugsson; Svanhildur, f. 3. janúar 1924, eiginmaður henn- ar er Þórður Þorkelsson; og Ragnar, f. 12 aprfl 1919, d. 29. desember 1975, eiginkona hans var Laufey Hermannsdóttir; og Rannveig, f. 16. sept 1922, dó á fyrsta aldursári. Hinn 28. mars 1945 kvæntist Páll eftirlifandi eiginkonu sinni, Paulu Andreu Jónsdóttur, f. 13. janúar 1920. Foreldrar hennar voru Jón B. Jónsson smiður, f. 23. febrúar 1889 á Melum í Kjal- arneshreppi, d. 22. ágúst 1981, og Elise Sivrine Jónsson húsmóð- ir, f. 12. júlí 1884 í Álasundi í Noregi, d. 20. maí 1969. Börn Páls og Paulu eru: Guðni Berg- þór, f. 29.12. 1946, kvæntur Guð- ríði Tómasdóttur, börn: Andrea Guðrún, Ragnheiður Elísa, Dag- ur Tómas og Ragnheiður And- rea, sem lést á fyrsta aldursári. Þór Elís, f. 23.9. 1952, kvæntur Fyrir tæpum sextán árum kynnt- ist ég þeim hjónum Paulu og Páli. Það var fallegur sumardagur í Reykjavík, himinninn heiður, óvenju hlýtt í veðri og gróðurinn skartaði sínu fegursta. A slíkum degi hugsar maður með sér að Reykjavík hljóti að teljast til feg- urstu borga heims. Þennan dag kom ég á glæsilegt heimili þeirra hjóna og átti með þeim notalega stund, sem áttu eftir að verða margar á komandi árum. Eg man hvað mér leið vel í návist þeirra og hve gaman var að vera með þeim. Þannig hefur það verið ávallt síðan. Páll kom mér fyrir sjónir sem greindur og skapríkur maður ef því var að skipta, en umfram allt velvilj- aður og vakandi fyrir mönnum og málefnum. Páll Guðnason sparaði ekki spor- in fyrir aðra. Hann hafði um langt skeið verið virkur í félagsmálum en þrátt fyrir annríki var ljóst að fjöl- skyldan sat alltaf í fyrirrúmi. Hann skapaði henni gott atlæti og heimili þeirra Paulu og Páls var ávallt opið fyrir vinum barna þeirra og síðar tengdabörnum og barnabörnum. Nú, þegar litið er yfir farinn veg, leita margar góðar minningar á hugann. Oft kom fjölskyldan saman á heimili þeirra Paulu og Páls og gladdist við hin ýmsu tímamót. Paula hafði þá undirbúið dýrindis veislu sem ég fullyrði að fáir leika eftir. Páll var félagslyndur maður og kunni frá mörgu að segja sem á daga hans hafði drifið. Bestu minn- ingarnar á ég samt frá þeim stund- um sem ég var ein með þeim hjón- um og þau töluðu um æskuár sín og annað sem geymist í kistu minning- anna. Maður verður ríkari eftir slíka fundi. Páll hafði átt við veikindi að stríða um nokkurt skeið og sýndi á þeim tíma mikla prúðmennsku og lífs- vilja. I veikindunum naut Páll afar góðrar heilbrigðisþjónustu á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og frá Heimahlynningu Krabbameinsfé- lagsins. Þessir aðilar eiga góðar þakkir skilið. Að leiðarlokum kveð ég tengda- Jóhönnu Bernharðs- dóttur, börn: Bern- harð, Tómas og Harpa Elísa. Lísa, f. 13.12 1953, gift Björgúlfi Egilssyni, börn: Egill, Helga Dís og Páll Úlfar. Rannveig, f. 18.12. 1958, gift Juan Carlos Pardo Pardo, börn: Rober- to Andrés, Valdimar Kristján og Stefán Úlfur. Einnig eign- uðust Páll og Paula tvo syni, Pál Hilmar og Hilmar, þeir létust báðir á fyrsta aldursári. Páll ólst upp í Skuggahverfinu í Reykjavfk og voru höfnin og Kveldúlfsbryggja mikilvægt at- hafnasvæði hans í bernsku. Ung- ur sótti hann fundi KFUM og kynntist þannig Knattspynufé- lagi Vals, sem síðar varð stór þáttur í lífi hans. Hann útskrifað- ist frá Verzlunarskóla íslands 1939. Hann starfaði sem verslun- armaður þar til hann hóf störf hjá Útvegsbanka íslands þar sem hann vann um langt árabil. Síðan réðst hann til Rafmagnsveitu Reykjavíkur og starfaði þar fram á áttræðisaldur er hann lauk störfum árið 1993. Um alllangt skeið tók Páll virkan þátt í fé- lagsstörfum knattspyrnuhreyf- ingarinnar, m.a. sat hann í stjórn Vals og var formaður félagsins í fjögur ár. Hann var einnig full- trúi Vals í sljórn Knattspynuráðs Reykjavíkur og var formaður þess í tvö ár. Útför Páls fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. föður minn með þökk fyrir allt og allt. Jóhanna. Við fráfall Páls Guðnasonar er horfinn á braut mikill fjölskylduvin- ur og góður félagi í rúm 50 ár. Kynni mín af Páli og eftirlifandi eiginkonu hans Paulu hófust þegar ég trúlof- aðist systur hans Svanhildi árið 1947 og héldust þau góðu kynni alla tíð síðan. Mikill og góður kunningsskapur tókst fljótt með fjölskyldum okkar, sem varð meðal annars til þess að við ferðuðumst mikið saman, bæði hér heima og erlendis. Þegar leiðir skilur kemur í hugann ferð okkar til Kaupmannahafnar árið 1947, sem þótti á þeim tíma þó nokkurt ferða- lag og áttum við þar ógleymanlegar stundir saman. Þegar árin liðu og fjölskyldurnar stækkuðu voru farn- ar margar fjölskylduferðir hér heima og í minningunni ber hæst ferðimar í Hvannadalsá á Vest- fjörðum sem vom í raun ævintýri líkastar, þar sem dögunum var eytt í veiðiskap og aðra skemmtan. Era þær sérstaklega minnisstæðar dótt- ur okkar Guðrúnu. Páll var félagslyndur alla tíð og hafði frá unga aldri mikinn áhuga á íþróttum, einkum knattspyi-nu. Hann gekk ungur í Knattspyrnufé- lagið Val og lék knattspyru með yngri flokkum félagsins. Þegar árin liðu varð hann mjög virkur í félags- störfum fyrir Val, gegndi þar mörg- um trúnaðarstörfum og var meðal annars formaður í 4 ár. Annars var honum mjög hugleikin þjálfun og uppbygging yngri flokka félagsins. Valshjartað í Páli var alla tíð stórt og velgengni félagsins var honum ofarlega í huga. Ég átti þess kost að starfa með Páli í stjórn Vals og var það mjög ánægjulegt samstarf. Hann var góður og hagsýnn félags- málamaður, sanngjarn, en ákveðinn ef því var að skipta. Eftir að Páll veiktist fyrir um þremur árum, ræddum við oft saman og voru mál- efni Vals þá jafnan efst á blaði. Alla tíð hefur Paula skapað eigin- manni sínum og börnum vistlegt og fallegt heimili. Enda voru þau hjón ætíð mjög gestrisin og góð heim að sækja. Á tyllidögum og við sérstök tækifæri var oft glatt á hjalla, veit- ingar rausnarlegar í mat og drykk, smekklega fram bornar, sem var svo einkennandi fyrir allt heimilis- hald þeirra hjóna. Þau Páll og Paula vora sérstak- lega samiýnd alla tíð, hlúðu vel að fjölskyldu sinni bæði í gleði og sorg. Þau eignuðust sex börn, misstu tvö á unga aldri. Þau sem lifa föður sinn eru Guðni, Þór, Lísa og Rannveig. Öll eru þau gift og búin að koma sér vel fyrir í lífinu. Það var 13. janúar sl. að Paula varð 80 ára. Páll, sem þá var orðinn mjög veikur, tók ekki annað í mál en að fjölskyldan og nánustu vinir kæmu saman á heimili þeirra hjóna og fögnuðu þessum tímamótum í ævi Paulu. Þannig var Páll gagnvart fjölskyldu og vinum. Þótt illa stæði á mátti engu breyta. Þetta var í síð- asta skiptið, sem fundum okkar bar saman. Nú er góður vinur og samferða- maður í rúm 50 ár horfinn yfir móð- una miklu, en minningin mun lifa. Við færum Paulu, börnum, tengdabörnum og bamabömum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau 1 sorg sinni. Svana, Þórður og fjölskylda. Við andlát góðra vina koma fram í huga manns allar þær góðu endur- minningar, sem samverustundirnar skilja eftir. Páll Guðnason og kona hans Paula Jónsdóttir, urðu einstaklega nánir og góðir vinir mínir eftir að yngsta dóttir mín Guðríður og sonur þeirra Guðni gengu í hjónaband tæpu ári eftir andlát eiginmanns míns Tómasar Péturssonar. Mér fannst ég fá andlegan stuðn- ing af samvistum við þessa nýju vini mína. Þegar ungu hjónin fluttu til Kaupmannahafnar til náms nokkru seinna, höfðum við möguleika á að heimsækja þau þangað og notuðum þá oft tækifærið og fórum stuttar ferðir til nálægra landa. Alltaf var Páll jafnelskulegur ferðafélagi. Ég á eingöngu góðar og ljúfar endur- minningar frá öllum þeim mörgu ferðum okkar. Þar bar aldrei neinn skugga á. Vinkonu minni Paulu og börnum þein-a samhryggist ég innilega. Blessuð sé mining Páls Guðnasonar. Ragnheiður Einarsdóttir. Ég kynntist Palla fyrst í sex- tugsafmæli hans fyrir margt löngu. Ekki var ég nú viss um hvernig hon- um litist á þetta langa hulstur með hár niður á bak sem kom þarna með dóttur hans upp á arminn. Það kom strax í Ijós að þetta voru óþarfa áhyggjur, enda Palli einn fordóma- lausasti maður sem ég hef kynnst. Hann tók öllum vel. Palli var mikið selskapsljón og fátt þótti honum skemmtilegra en að bjóða ættingjum og vinum í mat og teiti. Hann var mjög traustur og sannkallað höfuð fjölskyldunnar og alltaf var hægt að leita til hans ef greiða þurfti úr einhverjum málum. Hann átti það til að taka upp á ýmsu kostulegu eins og þegar hann var einu sinni sem oftar staddur í Köben. Hann nennti ekki að bíða lengur eftir syni og tengdadóttur, en þau voru á leið á ströndina, hann tók Paulu undir arminn og stormaði á næstu hverfiskrá, og osv þau hin, sem eftir komu gætu nú fundið þau, skildi hann skóna eftir á gangstétt- inni fyrir utan. Maður verður að bjarga sér, eins og hann sagði. Palli átti við erfið veikindi að stríða undir það síðasta en hefur nú loks fengið frið og hans verður sárt saknað í fjölskylduboðunum. En svo ég noti hans orðatiltæki, þá vona ég að nú sé „alt i orden med Forden“. Paulu, börnum þeiraa og öðrum ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. Björgúlfur Egilsson. Látinn er Páll Guðnason, fyrrver- andi formaður Knattspyrnufélags- ins Vals, og missti félagið þar einn af sínum tryggu og traustu félags- mönnum. Páll, sem aðeins vantaði fjóra mánuði í 80 ára afmælið, gekk til liðs við félagið þegar hann var tíu ára gamall, árið 1930, og hóf að æfa knattspyrnu. Hann var vel liðtækur á því sviði og var í liði 3. flokks Vals sem fékk það skemmtilega verkefni að vígja knattspyrnuvöll félagsins að Haukalandi árið 1936. Honum var þó ekki nóg að vera sjálfur keppandi heldur sneri hann sér einnig fljótlega að þjálfun og fé- lagsmálum og varð þekktur fyrir starf sitt sem unglingaleiðtogi Vals. Það starf var í senn umfangsmikið og mikilvægt, því taka þurfti vel á móti ungum félagsmönnum og styðja þá fyrstu sporin innan Vals. Páll vann þessi störf af mikilli sam- viskusemi og margir Valsmenn tengdust félaginu tryggum böndum undir handleiðslu hans. Snemma varð því ljóst að Páll var einn af þessum mönnum sem íþróttahreyfingunni er nauðsyn að eiga innan sinna vébanda og hann var boðinn og búinn að starfa fyrir Val og íþróttafólk í Reykjavík. Hann fór sem þjálfari og fararstjóri í margar keppnisferðir innan lands og utan og náði athyglisverðum ára- ngri í starfi sínu sem þjálfari. Eins og gjarnan verður þegar menn gefa kost á sér til félagsstarfa urðu störfin mörg. Páll tók fyrst sæti í aðalstjórn Vals, sem unglinga- leiðtogi og síðar varaformaður á ár- unum 1951-1954. Síðan tók við starf fyrir íþróttahreyfinguna í Reykja- vík þegar hann var á næstu árum fulltrúi félagsins í stjórn Knattpyrn- uráðs Reykjavíkur og gegndi þar meðal annars formennsku í tvö ár. En tryggð Páls við Val og félags- starfið þar var mikil og hann var kallaður aftur til stjórnarstarfa og var gjaldkeri aðalstjórnar árin 1960 og 1961. Formaður Vals varð hann síðan árið 1963 og gegndi því starfi í fjögur ár eða til ársins 1966. Þegar hann lét af formennsku í Val hafði hann gegnt stjórnarstörfum fyrir ¥ íþróttahreyfinguna í 16 ár samfellt. Eins og tíðkast með forvígismenn Vals tók Páll sæti í fulltrúaráði fé- lagsins og starfaði þar sem fulltrúi, og um tíma sem stjórnarmaður, til dauðadags. Áhugi hans á félaginu og framgangi þess var alltaf til stað- ar og hann sótti kappleiki' að Hlíðar- enda þegar hann gat. Þrátt fyrir veikindi sín hin síðari ár fylgdist hann stöðugt með starfi félagsins og bar hag þess fyrir brjósti. Hann gerði sér vel grein fyrir því að í starfi íþróttafélags skiptast á skin og skúrir en trú hans á félagið * var ætíð til staðar. Því var það mjög gleðilegt að daginn áður en hann lést unnu handknattleikskonur Vals sigur í bikarkeppninni í handknatt- leik og undirstrikuðu enn og aftur að félagið er sigursælt og á glæsi- legu íþróttafólki á að skipa, sem oft- ar en ekki keppir um sigurlaun í sinni grein. Þátttaka í starfi Vals og sigur- gleði voru þau laun sem Páll fékk einkum fyrir sitt framlag fyrir fé- lagið. Hann bar silfur- og gullmerki Vals og orðu félagsins úr gulli var hann sæmdur þegar Valur hélt upp á 70 ára afmæli sitt árið 1981. Oll þau ár sem Páll starfaði fyrir Val naut hann stuðnings eiginkonu ^ sinnar, Paulu Andreu Jónsdóttur, og bama þeiraa, enda tekur enginn þátt í félagsstarfi með þeim hætti sem hann gerði án mikils stuðnings fjölskyldunnar. Fyrir hönd Knattspyrnufélagsins Vals færi ég Paulu, börnum þeirra og öðrum ættingjum innilegar sam- úðarkveðjur. Valsmenn minnast Páls Guðna- sonar með miklu þakklæti og virð- ingu. Reynir Vignir, formaður. t Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, GUÐBJÖRG SVAFA BJÖRNSDÓTTIR, áður til heimilis í Miðtúni 18, Selfossi, lést á Ljósheimum mánudaginn 28. febrúar. Hörður Þórhallsson, Erla Þórhallsdóttir, Halldóra Guðjónsdóttir, Ástráður Ólafsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FANNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, (frá Ólafsvík), Holtsgötu 41, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 26. febrúar. Sveinbjörn Helgason, Aud Mary Helgason, Guðmundur Helgason, Sólveig Bótólfsdóttir, Helga Helgadóttir, Bent Bjarnason, Sólveig Sjöfn Helgadóttir, Jón Sören Jónsson, Birna S. Helgadóttir, Bogi Ingimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir og tengdafaðir, EINAR ÁSGEIRSSON skipstjóri, Stöðvarfirði, lést miðvikudaginn 23. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Stöðvarfjarðarkirkju laugardaginn 4. mars kl. 14.00. Fyrir hönd systkina og annarra aðstandenda, Bára Ólafsdóttir, Stefanía Magnúsdóttir, Valur Mörk Einarsson, Erla Rán Kjartansdóttir, Anna Dögg Einarsdóttir. PALL GUÐNASON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.