Morgunblaðið - 29.02.2000, Page 58

Morgunblaðið - 29.02.2000, Page 58
■ 58 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUGLYSINGAR / NT VMi rr X i I 'Leikskólar Reykjavíkur auglýsa lausarstöður & \J /ÁWi Leikskólasérkennarar og þroskaþjálfar Lausar stöður við leikskólana Múlaborg og Sólborg. Um er að ræða teymisvinnu í fjölbreyttu og krefjandi leikskólastarfi. í leikskólunum eru börn með fjölbreyttar þarfir og unnið er í nánu samstarfi við foreldra. ré -f Umsækjandi þarf að hafa jákvætt viðhorf og góða samstarfshæfileika. -f Boðið er upp á táknmálsnámskeið og handleiðslu í starfi. A fafj Upplýsingar um kjör og ráðningatíma veita leikskólastjórar í Sólborg s. 551 5380 og Múlaborg s. 568 5154. Lelkskólar Reykjavlkur hafa það að markmiðl HFI Leikskólar Reykjavikur, Hafnarhúsinu að fjölga karlmönnum við stofnunina. H B | Tryggvagötu 17,101 Reykjavík, sími 563 5800 Mosfellsbær Frædslu- og menningarsvið Gagnfræðaskólinn í Mosfellsbæ 7.—10. bekkur Kennara vantar til að kenna handmennt — sauma í 100% starf vegna forfalla. Upplýsingar gefa skólastjóri eða aðstoð- arskólastjóri í síma 566 6186. Laun skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ/HÍK. Einnig er í gildi sérsamningur milli grunnskóla- kennara og Mosfellsbæjar. Skólafulltrúi. Þróunarsamvinnu- stofnun íslands óskar að ráða: Skipstjómarkennara við sjómannaskóla Namibíu í Walvis Bay. Viðkomandi þarf að hafa skipstjórnarpróf 4. stigs, fjölbreytilega reynslu af skipstjórnarstörfum og reynsíu af kennslu skipstjórnarnema. Góð enskukunnátta er + nauðsynleg og stjórnunarreynsla æskileg. Matvælafræðing við eftirlitsdeild Fiskimála- stjórnar (Fiskistofu) Mósambík. Viðkomandi verður að hafa mikla reynslu af gæðaeftirliti með sjávarafurðum og góða þekkingu á kröf- um til innflutnings á fiskafurðum til Evrópu, Bandaríkjanna og Japans. Góð enskukunnátta er nauðsynleg og viðkomandi verður að vera reiðubúin(n) til að sækja námskeið í portú- gölsku áður en starfið hefst. Sérfræding í fullorðinsfræðslu og jafnrétt- ismálumtil að starfa að undirbúningi slíkra verkefna í kvennamálaráðuneyti Mósambík. Viðkomandi þarf að hafa menntun á sviði skólamála og sérþekkingu á fullorðinsfræðslu og ennfremur reynslu af verkefnum á sviði jafnréttismála og stjórnun slíkra verkefna. Góð enskukunnátta er nauðsynleg og viðkomandi verðurað vera reiðubúin(n) að sækja námskeið í portúgölsku áður en starfið hefst. Kennara í fiskeldisfræðum við Bunda land- búnaðarháskólann í Malaví. Viðkomandi þarf að hafa háskólamenntun (a.m.k. M.Sc.) í fisk- eldisfræðum eða skyldum greinum og góða starfsreynslu í faginu, helst við kennslu og rannsóknir eða tilraunastarfsemi. Æskilegt er að viðkomandi hafi kynnt sér sérstaklega erfðafræði fiska (genetics), fisksjúkdóma eða aðrar sérgreinar tengdar fiskeldi. Góð ensku- kunnátta er nauðsynleg. Lækni til að starfa í tengslum við heilsugæslu- stöðina í Monkey Bay í Malaví. Viðkomandi þarf að hafa nokkra þekkingu á hitabeltissjúk- dómum og reynsla af störfum í Afríku er æski- leg. Reynsla í skipulagningu grunnfræðslu á heilbrigðissviði og þjálfun heilsugæslufólks er einnig æskileg. Góð enskukunnátta er nauðsynleg. Miðað er við að störfin hefjist á tímabilinu júní til september nk. og ráðningartími ertil tveggja _ ára. Laun eru skv. launakerfi Sameinuðu þjóð- anna. Umsóknir, ásamt ferilskrá á ensku yfir nám, störf og persónulega hagi, skulu ber- ast fyrir 15. mars nk. til skrifstofu ÞSSÍ, Þverholti 14, pósthólf 5330, 125 Reykjavík, sími 545 8980, fax 545 8985, netfang .. iceida@utn.stjr.is. Þar eru einnig veittar nánari upplýsingar. Veiðimaðurinn óskar eftir sölumanni Veiðimaðurinn ehf. selur sportveiðivörur og útivistarvörur í heildsölu, m.a. ABU-Garcia, Berkley, Fenwick, Snowbee o.fl. Við erum 60 ára í ár og þurfum liðsauka, sem eflist með okkur og getur tekist á við aukin verkefni. Umsækjandi þarf að hafa áhuga á og reynslu af sölumennsku, þó ekki sérstaklega sport- veiðivöru, vera jákvæður í samstarfi og með fagmennsku, frumkvæði, sjálfsaga og sjálf- stæði í vinnubrögðum. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sendið einungis skriflegar um- sóknirtil Veiðimannsinsehf., pósthólf 1703, 121 Reykjavík. Veiðimaðurinn Elli- og hjúkrunarheimilið Grund Starfsfólk óskast Óskum eftirtraustu og ábyggilegu fólki til starfa við umönnun aldraðra. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Starfsfólk vantar í eldhús og borðstofu. Einnig vantar starfskraft á saumastofu, um er að ræða 50% starf, vinnutími frá kl. 8.00—12.00 virka daga. Upplýsingar veitirstarfsmannastjóri í síma 552 6222 frá kl. 8.30-12.30. Hárgreiðslusveinn Óskum eftir að ráða nú þegar hárgreiðslusvein í fullt starf. Nánari upplýsingar eru gefnar á staðnum eða í síma 551 6160. Hár- og snyrtihúsið Ónix, Laugavegi 101. Matreiðslumaður Júmbósamlokur óska eftir að ráða matreiðslu- mann til starfa nú þegar. Upplýsingar gefur Einar Árnason í síma 554 6694 eða 893 2345. Pípulagningamenn eða aðstoðarmenn Óskum eftir pípulagningamönnum eða aðstoð- armönnum í vinnu við pípulagnir. Upplýsingar í síma 587 2025. Vanir smiðir óskast til starfa fýrir íslenskan aðila í Danmörku (nálægt Kaupmannahöfn). Þurfa að vera 25 ára eða eldri og tala helst eitt Norðurlandamálanna. Umsóknir sendisttil augld. Mbl. merktar: „Atorka — 9314". SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF □ HL(N 6000022919 VI □ Hamar 6000022919 1 □EDDA 6000022919 I - 1 Kjör STM Aðaldeild KFUK, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. Starfskonum úr barna- og unglingastarfi boðið á fund. Vitnisburður. Frásaga úr deildar- starfi. KSS-kórinn syngur. Hugleiðing Gyða Karlsdóttir. Allar konur velkomnar. LIFSSYN Samtök tll sjálfsþckkingar ÍNámskeið í Ishamanisma jverður haldið Isunnudagana 5. iog 12. mars, (1. jjhluti), frá kl. 111.00—15.00 í Bol- holti 4, 4. hæð, (inngangur bak- dyramegin). „Shaman þýðir „sá sem veit". Shaman er sá sem breytir vitundarástandi sínu að vild í þeim tilgangi að ná sam- bandi við og/eða ferðast til ann- arra vídda til að öðlast mátt og visku sem hann síðan notar sjálf- um sér til hjálpar eða öðrum." 2. hluti námskeiðsins verður 9. og 16. apríl. Skráning og nánari upplýsingar veita Erla í s. 552 1189, Kristín í s. 552 7870 og Jó- hanna í s. 552 4707. ÝMISLEGT Mömmur athugið, ef barnið pissar undir Undraverður árangur með nýrri uppgötvun í óhefðb. aðferðum. Sigurður Guðleifsson, svæða- nuddfr., ilmolíufræðingur og reikimeistari, sími 587 1164. DULSPEKI Lífsins blóm — námskeið eftir Drunvalo Melchicedek 10/3—12/3. Merkaba-hugleiðsla: Einfaldasta leiðin til að virkja Ijós- líkamann. Virkur Ijóslíkami opnar okkur alla mannlega möguleika. Að tengjast æðra sjálfi, skilja breytingar á jörðinni o.m.fl. Upplýsingar í síma 451 2486 og merkaba@simnet.is, Kerstin. Skyggnilýsingafundur Margrét Hafsteinsdóttir miðill verður með skyggnilýsinga- fund á Sogavegi 108, Rvík, 2. hæð (fyrir ofan Garðs- apótek) fimmtu- dagskvöldið 2. mars kl. 20.30. Húsið opnað kl. 20. Miðaverð kr. 1.200. TILKYNNINGAFt AFrá Sálarrann- sóknarfélagi Reykjavíkur Miðlarnir og huglæknarnir Lára Halla Snæfells, Þórhallur Guðmundsson og Bíbí Ólafs- dóttir starfa hjá Sálarrannsókn- arfélagi Reykjavíkur og bjóða félagsmönnum og öðrum uppá einkatíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og timapantanir eru alla virka daga kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara félagsins. Auk þess er líka hægt að senda okkur fyrirspurnir með tölvu- pósti. Netfang okkar er: mhs@vortex.is. Sálarrannsóknarfélag Reykjavík- ur starfar m.a. i nánum tengslum við Sálarrannsóknarskólann á sama stað. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Siðumúla 31, sími 588 6060.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.