Morgunblaðið - 29.02.2000, Page 66

Morgunblaðið - 29.02.2000, Page 66
,66 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ J_______________________________________________________________ <$> ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stora si/iSií kl. 20.00 KRÍf ARHRINGURINN í KÁKASUS - Bertolt Brecht Fös. 3/3 nokkur sæti laus, næst síðasta sýning, fös. 10/3 nokkur sæti laus. Síðusta sýning. GLANNI GLÆPUR í LATABÆ Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson. Sun. 5/3 kl. 14 uppselt, kl. 17, uppselt, sun. 12/3 kl. 14 örfá sæti laus, sun. 19/3 kl. 14 örfá sæti laus, sun. 26/3 kl. 14 uppselt, sun. 2/4 kl. 14 nokkur sæti laus, sun. 9/4 kl. 14 nokkur sæti laus, sun. 16/4 kl. 14 nokkur sæti laus. KOMDU NÆR — Patrick Marber 5. sýn. fim. 2/3 örfá sæti laus, mið. 8/3 örfá sæti laus, 7. sýn. fim. 9/3 nokkur sæti laus, 8. sýn. lau. 18/3 nokkur sæti laus. Sýningin er hvorki við hæfi barna né við- kvæmra. ABEL SNORKO BÝR EINN — Eric-Emmanuel Schmitt Lau. 4/3 kl. 15.00. sun. 12/3 örfá sæti laus. Takmarkaður sýningafjöldi. GULLNA HLIÐIÐ — Davíð Stefánsson Lau. 4/3 örfá sæti laus, lau. 11/3 kl. 15.00 örfá sæti laus, lau. 11/3 kl. 20.00 nokkur sæti laus, mið. 15/3 uppselt. ' Litla si/iðiS kt. 20.30: HÆGAN, ELEKTRA — Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir Fös. 3/3 uppselt, sun. 5/3 uppselt, fim. 9/3 nokkur sæti laus, fös. 10/3 nokkur sæti laus. SmiSaVerksUeSiS kl. 20.00: VÉR MORÐINGJAR — Guðmundur Kamban Fim. 2/3 nokkur sæti laus, lau. 4/3, fös. 11/3, lau. 12/3. Ath. breyttan sýningartíma á Smíðaverkstæðinu. Miðasalan er opin mánud.—þriðjud. kl. 13—18, miðvikud.—sunnud. kl. 13—20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. thorev@theatre.is. Sími 551-1200. ISI.I NSKA OIMilt.W ^1111 Simi 51! 4200 Vortónleikar auqlýstir síðar REYKJAVÍK Amim 2000 Listahátíð og M 2000: Don Ciovanni, brúðuleikhús frá Prag 2. og 3. júní. SALKA ásta rsag a eftir Halldór- Laxness Fös. 3/3 kl. 20.00 laus sæti Fös. 10/3 kl. 20.00 laus sæti Takmarkaður sýningafjöldi vegna leikferða Susfii i hléif I MIÐASALA S. 555 2222 I 5 30 30 30 SJEIKSPÍR EINS OG HANN LEGGUR SIG Frumsýning mið. 1/3 kl. 20 uppselt fös. 3/3 kl 21 - 2. sýning örfá sæti mið. 8/3 kl. 20 - 3.sýning örfá sæti STJÖRNUR Á MORG UNHIMNI lau 4/3 kl. 20 örfá sæti laus fim 9/3 kl. 20 nokkur sæti laus fim. 16/3 kl. 20 Leikaran Jón Gnarr, Katla Margrét Þor- geirsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Ingi- björg Stefánsdóttir, Jón Atli Jónasson. Leikstjóri: Hallur Helgason. Höfundur: Woody Allen. lau. 4/3 kl. 20.30 örfá sæti laus sun. 5/3 kl. 20.30 fös. 10/3 kl. 20.30 fös. 17/3 kl. 20.30 fim 2. mars fös 3. mars miðnætursýn kl. 24 Athugið - Síðustu sýningar Jón Gnarr ÉG VAR EINU SINNI NÖRD Upphjtari: Pétur Sigfússon. * fös. 3/3 kl. 21 lau. 11/3 kl. 21 lau. 18/3 kl. 21 lau. 25/3 kl. 21 Gamansöngleikur byggdur á lögum Michael Jackson MIÐASALA I S. 552 3000 Miðasala er opin virka daga 10-18, frá kl. 14 lau./sun. og fram að sýningu sýningardaga. Athugið — ósóttar pantanir seldar þremur dögum fyrir sýningu Rauður þráður 2. mars kl. 20 Hljómsveitarstjóri: Anne Manson Einleikari: Bryndís Halla Gylfadóttir Hjálmar H. Ragnarsson: Rauöur þráður Dimitri Shostakovich: Sellókonsert nr. 1 Piotr Tchaikovsky: Sinfónla nr. 2 I Háskólabíó v/Hagatorg Slmi 562 2255 Miðasala kl. 9-17 vlrka daga www.sinfonia.is 0 SfNFÓNÍAN FÓLK í FRÉTTUM Ankannalegur ást- aróður til Cohens Morgunblaðið/Ásdís Valur Gunnarsson snýr textum Leonards Cohen yfir á fslensku og syngur á Reykjavík er köld, diski Vals og regnúlpanna. TOJVLIST Geisladiskur REYKJAVÍK ER KÖLD Reykjavík er köld, geisladiskur Vals og Regnúlpnanna. Þeir sem fremja diskinn eru Valur (muldur og væl), Kvennakór Evu Hrannar (söngur), Jón Gunnar Þórarinsson (gítar, orgel í „Lýðræðið"), Magnús Þór Magnússon (trommur), Ari (nikka), Hrafnkcll (fiðla), Gilli (nikka í „Skipstjórinn (Siðasti ís- lendingurinn)“), Grillaður þriller og Sfldarsmellirnir (kór í „Skip- stjórinn (Síðasti Islendingurinn)“), fjölskyldan á LiIIeput (kemur við sögu á „Það sem eftir varð“). Öll lög og textar eru eftir Leonard Cohen. Textum snúið yfir á ís- lcnsku af Vali Gunnarssyni. Upptökustjórn og andleg leiðbein- ing var í höndum Mása. Mási og Manús (sic) sáu um hljóðblöndun og -jöfnun. 46,36 mín. Valur gefur sjálfur út. FÍFLDIRFSKA var orðið sem mér datt fyrst í hug. Að gefa út heilan hljómdisk, heiðraðan Leonard Cohen í einu og öllu. Vissulega hugrakkt, jafnvel hetjuiegt framtak. Og jafnvel fáránlega fíflalegt um leið. Önnur Embla? (sjá síðasta dóm undirritaðs). A flestum bæjum er aðeins til eitt hugtak yfir svona framtak: guðlast. Valur hefði komist upp með þetta til- tæki í góðra vina hópi, sem væri vel að merkja, vel við skál. En að gefa út tíu laga disk með lögum Leonard Cohen, sum þeirra eins og „ Joan of Arc“ (hér: Jóhanna af Örk), „Who by Fire“ (hér: Hver í logum) og „Bird on a Wire“ (hér: Þröstur á þaki) löngu orðnar sí- gildai- perlur, verður að teljast, eins og áður segir, hetjuleg fífldirfska. Hér hangir samt ansi margt á spýt- unni og það viðurkennist fúslega að undirritaður var vakinn til umhugs- unar um hin margvíslegustu málefni við áhlustun. Eitt prik til þín, Valur! Nú hafa ljóða- og skáldsöguþýðingar tíðkast um aldur og ævi og sjaldnast mikil úlfúð í kringum þann sjálfsagða hlut. Hvað er Valur þá að gera á ofan- greindum diski? Jú, hann er að yfir- færa ljóð Leonards Cohen á íslensku. En hann lætur sér ekki þýðingamar nægja, heldur flytur hann lögin við þau einnig. Og þar skýtur hann sig í löppina ef ég má gerast skáldlegur. Eg er viss um að lítill úlfaþytur hefði orðið ef hann hefði látið sér nægja að gefa út ijóð Cohens á bók í íslenskri þýðingu. En þetta fullstigna skref verður þeim sem þekkja vel til Cohen, því miður hlálegt. Eg spyr: Hver myndi taka diskinn „Rauði Kafbátur- inn - Bítlamir á íslensku“ með Jóni og Bjöllunum alvarlega? Það gildir sama um þetta framtak og disk fjöl- listahópsins Abbababb frá Akranesi. Þetta væri best óútgefið, í besta falli dreift á milli vina og vandamanna í smáu upplagi. En diskurinn sem slíkur á sína já- kvæðu hliðar, og þær nokkrar reynd- ar. Til dæmis hef ég, sem hef vanrækt Cohen, vaknað til aukinnai- vitundar um manninn sem bráðgott og skarpt skáld. „Greatest Hits“ með Cohen liggur einmitt við plötuspilarann í skrifuðum orðum. Valur má og vel eiga það að sumar þýðingar hans hér em dável heppnaðar og synd að þýð- ingar hans séu ekki birtar í umslagi disksins. Einnig er lagaflutningur góður, platan er vel spiluð og rödd Vals er einstrengingslega heillandi, svona mátulega í stíl við Cohen al- fóður. Best heppnaða lagið að mínu mati er „Það er stríð“, kannski af því að það er það lag sem ég þekki hvað minnst. Hin lögin líða, eðlilega, fyrir samanburð við uppmnalegar útgáfur sem taka eftirhermunum fram á flest- an hátt. Eg vildi óska þess að Valur hefði fremur gefið út frumsamin lög sem hefðu verið undir áhrifúm frá Cohen, enda á hann til nokkuð sannfærandi, tregafulla takta og er með hreint ágætis spilamenn með sér á plötunni. Valur virðist þó ekki sneyddur allri kímnigáfu fyrir þessu verkefni, vöm- tala (e. catalog nr.) disksins er t.d. „slátur 1“. Flæði „ótrúlegra" diska á Islandi virðist ekki lokið í bili, því miður eða sem betur fer. Manninum virðist eðl- islægt að skapa, burtséð frá afurðun- um. Að lokum vitna ég í orð Vals sem hægt er að finna í bæklingi disksins: „Leonard Cohen, ég þakka þér. Ég þakka þér fyrir að gegna skyldu þinni. Þú vörður sannleikans. Þú sem ert til varnar fegurðinni. Sýn þín er rétt, sýn mín er röng. Ég biðst afsök- unar á að óhreinka loftið með mínum söng. Ég vona að mér verði fyrirgef- ið.“ Arnar Eggert Thoroddsen s SALURINN Miðvikudagur 1. mars kl. 20.30 Við slaghörpuna, TÍBRÁ RÖÐ 3 Rannveig Fríða Bragadóttir og Jónas Ingimundarson flytja söng- lög eftir Brahms, m.a. sígaunalögin átta, ísl. sönglög og 3 aríur eftir Mozart, úr „Don Giovanni“ o.fl. ATH! Þessir tónleikar áttu að vera 4. apríl en hefur verið flýtt til 1. mars. Fimmtudagur 2. mars kl. 20.00 Egils Saga. Kennari: Jón Böðvarsson. Laugardagur 4. mars kl.16.00 Píanótónleikar TÍBRÁ RÖÐ 1 (talski píanóleikarinn Domenico Codispoti leikur Davids búndler- tánze eftir Schumann, Sónötu 1x1905 eftir Janácek og Sónötu op. 58 eftir Chopin. Sunnudagur 5. mars kl. 20.30 KÓPÍA CAPUT hópurinn, ásamt Camillu Söderberg, Tatum Kantomaa o.fl., frumflytur verk eftir Hauk Tóm- asson, Hilmar Þórðarson o.fl. Miðvikudagur 8. mars kl. 20.30 Fiðla og píanó Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla, og Valgerður Andrésdóttir, píanó, leika verk eftir Jón Nordal, Pro- koffieff og Brahms. Miðapantanir og sala í Tónlistarhúsi Kópavogs virka daga frá kl. 9:00 -16:00 Tónleikadaga fra kl. 19:00-20:30 Aheitasöfnun í Dalvíkurskóla Furðulegur ferðamáti TÍUNDI bekkur Dalvíkurskóla stendur í stórræðum við fjáröflun skólaferðalags síns um þessar mundir en farið verður í lok mars til vinabæjar Dalvíkurbyggðar, Viborgar í Danmörku. Bekkurinn hefur á annað ár átt í samskiptum við jafnaldra sína í Sondre Skole í Viborg með ýmsum hætti. Skipst hefur verið á bréfum, tölvupósti, myndböndum og gjöfum. Nemendur hafa sinnt losun á rr^-'r t' Bama- lojratwoLi oa,i^;du- sunnudag 5/3 kl. 14 Miðapantanir allan sólarhr. í símsvara 552 8515. Miðaverð kr. 1200. heimilissorpi, selt kökur og hátíð- arkaffi við ýmis tækifæri, þrifið í félagsmiðstöðinni og notað öll tækifæri til fjáröfiunar. Nýverið stóðu þau fyrir áheitasöfnun, gengu í hús og einstaklingar, fyr- irtæki og stofnanir beðin um áheit. Að þessu sinni var ákveðið að aka hvert öðru í Sæplastkeri á skíðum um götur Dalvíkur í heil- an sólarhring. Sæplast styrkti áheitin og útvegaði kar sem fest voru undir gömul skíði úr safni Sveins Torfasonar skíðaþjálfara hjá Skíðafélagi Dalvíkur. Vissu- lega hefði veðrið mátt vera betra en krakkarnir létu það ekki á sig fá heldur óku um bæinn í stormi, stórhríð og náttmyrkri um tíma! Þeir sem leitað var til með áheit létu sitt ekki eftir liggja og safn- aðist myndarleg upphæð sem rennur í ferðasjóð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.