Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 67 FÓLK í FRÉTTUM Heimildamynd um samkynhneigða á tímum þriðja ríkisins Mismunun, ofsóknir o fjöldamor Bandarísk heimildamynd um ofsóknir þýskra nasista gegn samkynhneigðum fyrir og á stríðsárunum vann til verðlauna ____á kvikmyndahátíðinni í Berlín._ Rósa Erlingsdóttir sá myndina og mætti á blaðamannafund með leikstjórum hennar sem báðir eru samkynhneigðir gyðingar. I Grein 175 er sögð saga homma og lesbía undir ógnarstjórn þriðja ríkisins í Þýskalandi. Saga þeirra er saga um þjóðfélagslega mismunun, ofsóknir og fjöldamorð. KVIKMYNDIN Grein 175 (Paragraph 175) vann til Bangsa-verðlaunanna i flokki heimildamynda á sérstakri dagskrá kvikmyndahátíð- arinnar í Berlín þar sem sýndar eru myndir er lúta að málefnum sam- kynhneigðra. í myndinni er sögð saga homma og lesbía undir ógnar- stjórn Þriðja ríkisins í Þýskalandi. Saga þeirra er saga um þjóðfélags- lega mismunun, ofsóknir og fjölda- morð. Reyni maður að gera sér í hugarlund þjáningar þessa fólks finnst manni saga þess ekki endilega frábrugðin sögu fórnarlamba Hel- fararinnar, en samt er eitthvað mjög sérstakt við hana. Þó svo að saga samkynhneigðra hafi ekki beinlínis verið þöguð í hel hefur heldur lítið farið fyrir henni í pólitískri og þjóð- félagslegri umræðu, en skýrasta merki þess er að eftirlifandi fórnar- lömb þessara ofsókna hafa ekki enn hlotið neinar skaðabætur frá þýska ríkinu. Samkynhneigðir eiga rétt á að fjallað sé um þjóðfélagslega mis- munun þeirra og þess vegna sýnir myndin ekki eingöngu löngu liðna atburði, heldur lifandi einstaklinga sem segja sögu sem á fullt erindi við samtímann. Þeir sem urðu vitni að ofsóknum nasista gegn hommum og lesbíum og/eða þeir sem upplifðu þrælkunar- vinnu og pyntingar vegna kyn- hneigðar sinnar eru nú komnir mjög til ára sinna. Enn fleiri fórnarlömb eru dáin án þess að nokkur kærði sig um heyra sögu þeirra. Leikstjórum myndarinnar, þeim Rob Epstein og Jefferey Friedman, tókst að finna fimm einstaklinga, fjóra menn og eina konu, sem voru tilbúin til að leggja sitt af mörkum við gerð myndarinnar. Sá árangur er af mörgum talinn merkilegastur, að fá þetta fólk til þess að tala um næstum ólýsanlegar hörmungar fyrir framan kvikmyndatökuvélina. Þau segja áð- ur ósagða sögu um hluta af mann- réttindabrotum þriðja ríkisins. Sögulegar staðreyndir Fram að valdatöku Hitlers var þó mjög sjaldan gripið til refsiákvæða vegna laganna. A millistríðsárunum var Berlín höfuðborg samkyn- hneigðra af báðum kynjum. Arið 1935, tveimur árum eftir að Hitler komst til valda, var greininni breytt í grein 175a. Viðbótin kvað á um að hefði fólk minnsta grun um sam- kynhneigð karlmanna væri því skylt að tilkynna slíkt og að vikomandi yrði tafarlaust sviptur borgaraleg- um réttindum sínum. Samkynhneigð kvenmanna var ekki talin eins alvarleg þar sem kon- ur voru taldnar meira veikgeðja en karlmenn og þess vegna væri aðeins um „tímabundinn galla“ að ræða. Nasistar vonuðu að hægt væri að koma í veg fyrir eða jafnvel lækna fyrrnefndan galla með öflugri póli- tískri fjöldskyldustefnu er höfðaði til kvenna. Göbbels sagði eitt sinn að samkynhneigðir karlmenn gerðust sekir um mun alvarlegri glæp eða þann að ræna þýska kynstofninn börnunum sem hann ætti tilkall til. Á tímum þriðja ríkisins voru um hundrað þúsund karlmenn teknir fastir og dæmdir til fangavistar á grundvelli greinar 175a. Tíu til fimmtán þúsund voru merkt bleik- um þríhyrningi og fluttir í út- rýmingarbúðir. Aætlað er að um sextíu prósent þeirra hafi látið lífið í búðunum. Lögin voru í fullu gildi allt til ársins 1969. Enn blæðandi sár Við kynnumst Frakkanum Pierre Seel við útganginn á lestarstöð í París. Hann segist ekki vilja tala um nasismann. „Haldið þið virkilega að ég geti talað um þennan tíma?“ Sá sem tekur viðtölin er þýskur sagn- fræðingur að nafni Klaus Mueller. Klaus er samkynhneigður ungur maður sem vinnur á safni í New York sem helgað er Helförinni. En hann er Þjóðverji og Pierre Seel sér í honum andstæðing. Áhorfandinn finnur að Seel vill tala, en hann veit ekki hvernig hann á að finna réttu orðin, sem brýst út í reglulegum reiðiköstum gegn Klaus Mueller. Hann öskrar á hann ýmist á frönsku eða þýsku að hann hafi aldrei ætlað að tala þýsku aftur, að hann hafi aldrei farið til Þýskalands eftir stríðið. Hann brestur reglulega í grát á meðan hann segir okkur frá elskuhuga sínum, sem þýskir nasist- ar myrtu berum höndum fyrir fram- an augu hans í vinnubúðunum í Schirmeck. Líkinu hentu þeir síðan til varðhundanna og neyddu Pierre Seel til að horfa á hundana rífa í sig líkama ástvinar síns. Að því loknu nauðguðu hermennirnir Seel. Gad Beck, samkynhneigður gyð- ingur, minnist fyrstu ástarinnar í lífi sínu og blómaskeiðs næturlífsins í Berlín á millistríðsárunum. Hann minnist einnig ofsókna gegn gyðing- um fyrir og við upphaf stríðsins og hvernig skólafélagarnir breyttust úr V/SA VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 Afgreiöslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA (SLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. bömum í áróðursmaskínu nasista klædd brúnum búningum Hitlers- æskunnar á aðeins tveimur mánuð- um. Hann hittir draumaprisinn, sem næsta dag er numinn á brott af nas- istum. Þeir hittust aldrei aftur. Heinz Dörner sýnir myndir frá þeim tíma þegar hann var skátafor- ingi. Hann var handtekinn fyrir mótspymu gegn Hitlers-æskunni og dvaldi alls átta ár í fangelsum og í vinnubúðum. í þessari mynd talaði hann grátandi í fyrsta skipti um þessi ár. Albert Becker, ljósmyndari og dyggur þýskur þegn, var dæmd- ur til fangelsisvistar fyrir samkyn- hneigð sína. Eftir að hafa afplánað dóminn gekk hann af fúsum og frjálsum vilja í þýska herinn og vinnur sem ljósmyndari. Epstein og Friedman fylgja minn- ingunum eftir með undurfögrum myndum af nöktum, ungum og fal- legum karlmönnum í guðsgrænni náttúmnni. Myndir af fanatískum fjöldahreyfingum nasista sem fylgja í kjölfarið virka sem æpandi mót- sögn. Annette Eick segir sögu les- bíuhreyfingarinnar í Berlín, en hún var látin óáreitt frá 1920 fram að síð- ari heimsstyrjöld. Undir sögu Eick syngur Marlene Dietrich á hvíta tjaldinu, ungar „pin-up-girls“ dansa uppáklæddar í jakkafötum og ham- ingjan skín úr andlitum þeirra. Þýsk stjórnvökl ósamvinnuþýð Árið 1997 hittu Friedman og Ep- stein Klaus Mueller á kvikmyndahá- tíð í Amsterdam þar sem þeir ákváðu að ráðast til samvinnu við gerð heimildamyndar um ofsóknir þýskra nasista gegn samkynhneigð- um. Friedman og Epstein segja persónulegar ástæður hafa kveikt áhuga þeirra gagnvart þessu við- fangsefni. En fyrir fáeinum árum gerðu þeir félagar heimildamynd um fyrsta samkynhneigða borgarstjóra Los Angeles, Havery Milk, sem var skotinn til bana af fanatískum and- stæðingi homma og lesbía. Þeir vildu segja sögu samkynhneigðra í Þýskalandi Þriðja ríkisins. Hvað er það sem gerir eina manneskju að hetju og aðra að villimanni og af hverju finnst fólki almennt óþægi- legt að fjallað sé um svokölluð „grá svæði“ mannlegrar reynslu eru spurningar sem leikstjórarnir leitast við að finna svör við. Að þeirra mati er mesti ávinningur myndarinnar að samkynhneigðir fái tækifæri til að segja sögu sína sem manneskjur með ólíkan bakgrunn rétt eins og allir aðrir. Friedman og Epstein eru Beint flug á miðvikudögum frá 12.07-30.08. Verð frá *kr. 27.535 fyrir fullorðna og böm 2-11 ára *kr. 22.850 Vika í Róm frá ‘kr. 47.335 á mann á hótel Stella í 2m herb. Urval af góðum hótelum í hjarta Rómar. íslenskur fararstjóri Skoðunarferðir Góð kjör fyrir hópa. Barcelona Beint flug á miðvikudögum frá 12.07-30.08. Verð frá *kr. 27.390 fyrir fullorðna og börn 2-11 ára *kr. 22.720 Vika í Barcelona frá *kr. 49.490 á mann á hótel De L'Arc í 2m herb. Úrval af góðum hótelum í hjarta Barcelona. íslenskur fararstjóri Skoðunarferðir Góð kjör fyrir hópa. Flogið með nýlegri og glæsilegri Boeing 737-400. Véiin er glæsilega innréttuð með öllum nýjustu þægindu, s.s. sjónvarpskjám við hvert sæti o.s.fr. TERRA fSU NOVA -Spennandi valkostur- *Flugvallargjöld innifalinn Stangarhyl 3A ■ 110 Reykjavik Simi: 587 1919 & 567 8545 Fax: 587 0036 • www.terranova.is Bandaríkjamenn. Þeim var synjað um styrki frá Þýskalandi við gerð myndarinnar en fengu þess í stað lán frá kvikmyndasjóði Berlínar- borgar, sem þeir borga til baka með vöxtum. Auk þess þurfa þeir félagar að borga þýska ríkinu fyrir að birta gamlar áróðursmyndir frá valdatíð Hitlers. Á skjalasafninu í Washing- ton er einnig að finna sumar af þess- um myndum og afnot þeirra eru ókeypis. Ef myndirnar eru hins veg- ar notaðar í Þýskalandi komast þeir ekki hjá því að borga fyrrnefnt gjald. Augljóst er að blaðamönnum þykja þetta óhugnanlegar upp- lýsingar, sem hægt var að finna í hverju þýsku blaði daginn eftir, rétt eins og um væri að ræða alveg nýjar fréttir. í mynd Epsteins og Fried- mans eru vissar eyður, en ef myndin ýtir við þýskum kvikmyndagerðar- mönnum fylla þeir jafnvel í þær á komandi árum. Barcelona kr. 27.500 Alicante kr. 27.500 Malaga kr. 29.900 London kr. 7.900 Heimsferðir bjóða vikulegt flug til Barcelona, Alicante og London og tvö flug í viku til Malaga í allt sumar. Njóttu þess að fljúga beint í fríið í sumar, á lægsta verðinu. Tilboð gilda ef bókað fyrir 15. mars, tilboð til Alicante gilda fyrir Félag húseigenda á Spáni. Flugvallarskattar kr. 2.490 bætast við fargjald. Flugsæti til London er verð aðra leiðina. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.