Morgunblaðið - 09.03.2000, Page 2

Morgunblaðið - 09.03.2000, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Suðvesturland að verða samræmt löggæslusvæði í fíkniefnamálum Hald lagt á talsvert mag'ii fíkniefna Morgunblaðið/Árni Sæberg Margrit Budert Waltz var hin kátasta í gær þegar hún millilenti á Reykjavíkurflugvelli í 500. ferjufluginu yfir N-Atlantshaf. Þýsk ferjuflugkona í sinni 500. ferð yfír N-Atlantshafíð s Oteljandi ævintýri yfir hafinu ÁTTA lögreglumenn af Suðvestur- landi hafa að undanförnu gert 14 húsleitir á Suðvesturlandi og haft afskipti af á fjórða tug manna í tengslum við fíkniefnamál. Lög- reglumennirnir hafa sérhæft sig í aðgerðum gegn fíkniefnasölum og -neytendum og lagt hald á 200 grömm af hassi, 100 grömm af am- fetamíni, 20 e-töflur, 10 grömm af kókaíni og 133 hassplöntur. Þá hafa lögreglumennirnir einnig átt þátt í að upplýsa önnur afbrot og lagt hald á ýmiss konar þýfi. Samstarf lögregluliða á Suðvesturlandi Aðgerðimar eiga rætur sínar að rekja til þess að lögregluliðin á Suð- vesturlandi hófu með sér samstarf í fíkniefnamálum. Markmið þess var að byggja upp öflugt samstarf lög- regluliðanna með þeim hætti að þau styrktu hvert annað við forvarnir, rannsóknir og önnur úrræði í fíkni- efnamálum og tengdum brotum. Lögregluliðin á Akranesi, í Borgar- nesi, Keflavík, Keflavíkurflugvelli, Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík og á Selfossi leggja til lögreglumennina en Ríkislögreglustjórinn kom sam- EIMSKIP hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar Bandaríkjanna dómi áfrýjunarréttar Washington frá því í janúar vegna varnarliðsflutninga. Ovíst er hvort rétturinn tekur málið fyrir, en Hæstiréttur Bandaríkjanna velur sjálfur þau mál sem hann tekur fyrir. Það mun væntanlega skýrast á síðari hluta ársins hvort rétturinn tekur málið fyrir. Áfrýjunarrétturinn hnekkti niður- stöðu undirréttar frá því í febrúar 1999 og komst að þeirri niðurstöðu að samningar bandaríska hersins um flutninga fyrir varnarliðið í Keflavík við Atlantsskip og bandarískt syst- urfyrirtæki þess skyldu standa. I fréttatilkynningu frá Eimskip segir að fyrirtækið hafi höfðað málið á þeim forsendum að niðurstaða út- boðs um flutninga fyrir varnarliðið haustið 1998 væri ekki í samræmi við útboðsskilmála hersins og milli- ríkjasamning íslands og Bandaríkj- starfinu á í samvinnu við dómsmála- ráðuneytið hinn 15. febrúar. Ymislegt hefur áunnist í fíkni- efnamálum síðan lögreglan og toll- gæslan hófu auknar aðgerðir gegn fíkniefnabrotum á síðasta ári, að sögn Guðmundar Guðjónssonar yf- irlögregluþjóns hjá Ríkislögreglu- stjóranum. Hann segir að meiri samvinna sé nú á milli lögreglulið- anna sem hafi í kjölfarið fengið betri yfirsýn en áður, m.a. yfir fíkniefna- vandann og brotamenn. Aðild efna- hagsbrotadeildar Ríkislögreglu- stjórans hefur leitt til enn frekari árangurs og þar hefur fengist rann- sóknarreynsla, sem hann segir afar mikilvæga í málaflokknum. „Það aukna samstarf sem nú hef- ur farið af stað á Suðvesturlandi er liður í því að ná enn betri árangri í þessari baráttu, sem þýðh- að lög- reglan er enn að herða tökin,“ segir Guðmundur. „Það má segja að verið sé að gera Suðvesturlandið að sam- ræmdu og öflugu löggæslusvæði í þessum málaflokki. Þótt stuttur tími sé liðinn hefur samstarfið þegar skilað góðum árangri, sem fyrst og fremst má þakka þeim mönnum sem hópinn skipa,“ segir hann. anna frá árinu 1986. Alríkisdómstóll hafi fallist á rök fyrirtækisins en áfrýjunardómstóll hafi hnekkt þeirri niðurstöðu og staðfest þar með nið- urstöðu útboðsins umdeilda. „Dómur áfrýjunardómstólsins tekur ekki tillit til þess að tilgangur milliríkjasamningsins frá 1986 var að tryggja skiptingu varnarliðsflutn- inganna á milli óháðra skipafélaga, annars bandarísks og hins íslensks. Nú eru allir flutningarnir í höndum fyrirtækja sem að meirihluta eru í eigu sömu bandarísku aðilanna og eru markmið milliríkjasamningsins frá 1986 þannig að engu höfð,“ segir í fréttatilkynningunni. Áfrýjunarrétturinn komst að þeirri niðurstöðu að samningur hers- ins á grundvelli útboðsins við At- lantsskip og systurfélag þess bryti ekki í bága við orðalag milli- ríkjasamnings íslands og Bandaríkj- anna og bókunar sem gerð var á ÞÝSKA flugkonan Margrit Budert Waltz hafði viðkomu hér á landi í gær en þá var hún að feija sína fimm hundruðustu flugvél yfir Norður- Atlantshafíð. Waltz er einn þekktasti feijuflugmaður heims og er í flug- heiminum sögð „sú harðasta í brans- anum“. Waltz hafði hér viðkomu á leið sinni frá meginlandi Evrópu til Bandaríkjanna með litla tveggja hreyfla vél af gerðinni Piper PA34. grundvelli samningsins. Ekki væri heldur að finna í samningnum eða bókuninni nákvæma skilgreiningu á því hvað fælist í hugtakinu „íslenskt skipafélag" samkvæmt samningn- um. Samdóma álit í fréttatilkynningu Eimskips seg- ir að fyrirtækið hafi leitað álits lög- fræðinga og annarra sérfræðinga í Bandaríkjunum og hérlendis. Sam- dóma álit þeirra sé að dómur áfrýj- unarréttarins sé reistur á veikum forsendum og gangi í berhögg við dóma Hæstaréttar Bandaríkjanna um túlkun milliríkjasamninga. , Að mati þessara sérfræðinga hef- ur Hæstiréttur Bandaríkjanna haft að leiðarljósi tilgang og markmið samningsaðila við gerð samninganna við úrlausn á ágreiningi um gagn- kvæma milliríkjasamninga. Hafa lögfræðilegir ráðgjafar félagsins Margrit viðurkennir að sennilega sé hentugra að vinna á skrifstofu frá 9 til 17, en að fljúga yfir Norður- Atlantshafið að vetri til. „En ég er þannig manneskja að mér myndi sennilega ekki líka slíkt starf. Eg geri mér þó grein fyrir að því er öf- ugt farið um flesta aðra,“ segir Mar- giit. Margrit segist ekki geta tiltekið nákvæmlega hvenær hún gerðist eindregið mælt með því að Eimskip áfrýi þessum dómi,“ segir í fréttatil- kynningunni. Síðan segir að samkvæmt banda- rísku réttarkerfi sé Hæstarétti Bandaríkjanna sérstaklega ætlað að úrskurða í deilum um milliríkja- samninga en alls óvíst sé hvort rétt- urinn taki málið fyrir; hann velji sjálfur þau mál sem hann tekur til umfjöllunar og taki eingöngu fyrir takmarkaðan hluta þeirra mála sem lögð eru fyrir hann á hverju ári. „Ljóst er því að veigamiklar ástæður þarf til að rétturinn samþykki að taka málið fyrir og mun væntanlega skýrast á síðari hluta árs hvort svo verður," segir í fréttatilkynningunni. Með áfiýjuninni vill Eimskip leita réttar síns og jafnframt lýsa óánægju með niðurstöðu áfiýjunar- dómstólsins á allri málsmeðferð af hálfu Bandaríkjahers og banda- riskra stjórnvalda. feijuflugmaður. Hún hafi smám saman „leiðst út í“ starfann, en fyrsta flugið hafi verið þegar hún var 19 ára. „Svo flaug ég aftur árið eftir, bara vegna þess hversu skemmtilegt það var. Þegar ég var 21 árs fór ég að vinna sem feijuflug- maður í hlutastarfi fyrir fyrirtæki í Þýskalandi og 22 ára í fullu starfi,“ segir hún. Margi-it segist fljúga að meðaltali þrisvar sinnum yfir N-Atlantshafið í mánuði, sem þýði að hún sé fjarri heimili sínu 10-12 daga í mánuði. „Hina dagana sinni ég fjölskyldunni, en ég á eigimnann og tvær dætur, 7 og 13 ára. Ég held því að ég hafi bara nokkuð mikinn tíma fyrir fjöl- skylduna, miðað við fólk sem vinnur kannski allan daginn fimm daga vik- unnar.“ Aðspurð segist hún hafa lent í óteljandi ævintýrum í háloftunum. „Það fer reyndar eftir því hvað mað- ur kallar ævintýri, en nú síðast fyrir tveimur vikum stöðvaðist vél flug- vélarinnar í 17.000 fetum yfír N- Atlantshafinu vegna óvenjulega mikils kulda. Hún fór svo í gang í 7.000 fetum og ég komst á endanum heilu og höldnu til Kanada." Margrit segist eiga von á því að halda áfram sem fetjuflugmaður næstu 3-4 ár. Þá sé að hennar mati nóg komið, enda sé starfið líkamlega erfítt. „Þá langar mig til að snúa mér alfarið að fjölskyldunni eða jafnvel skrifa bók. Ég á nógan efni- við.“ Starfsmenn Flugþjónustunnai' á Reykjavíkurflugvelli tóku á móti Waltz með blómum og ámaðarósk- um enda er þýska flugkonan í hópi bestu viðskiptavina Flugþjónustunn- ar. Fáir aðrir flugmenn hafa farið jafnmargar ferðir yfir óvægið og úf- ið Norður-Atlantshafið og Waltz, sem oftast nær flýgur á litlum vélum og oft við mjög erfiðar aðstæður. Flug Waltz í gegnum árin hefur ver- ið vandræðalaust og farsælt. Deilur um dómsniðurstöðu um varnarliðsflutninga Eimskip áfrýjar til Hæsta- réttar Bandaríkjanna Sérblöð í dag Viðskiptablað Morgunblaðsins Sérblað um viðskipti/atvinnulíf Með Morgun- blaðinu í dag fylgir tímaritið 24-7. Útgef- andi: Alltaf ehf. Ábyrgðarmað- ur: Snorri Jóns- son. jJSÍLdiJíí íÞféntR Logi Ólafsson ráðinn landslids- þjálfari kvenna / C1 Helga Torfadóttir, markvörður Vík- ings, segist spennufíkill / C2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.