Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR N orrænu bókmennta- og tónlistaverð- launin afhent Danskt ljóðskáld og fínnskt tónskáld kynntu verk sín í Kaupmannahöfn á mánu- dag og þar hitti Sigrún Davíðsdóttir þau. G ER auðvitað dskaplega glaður,“ sagði danska ljóðskáldið Henrik Nord-brandt á blaða- mannafundi í Kaupmannahöfn á mánudag í tilefni af veitingu Bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Verðlaunin fyrir bókmenntir og tónlist voru afhent við hátíð- lega athöfn í nýbyggingu Kon- unglega bókasafnsins, Den sorte diamant, á mánudagskvöld. Hvor verðlaunin um sig nema 350 þús- und dönskum krónum, tæplega ijórum milljónum íslenskra króna. Finnska tónskáldið Kaija Saari- aho, sem býr í París, hlaut tónlist- arverðlaunin að þessu sinni. „Ljóð á að vera bæði fallegt og endingargott“ Á danska vísu gerði Nord- brandt ögn grín að sjálfum sér er hann lýsti þvf hvernig honum hefði orðiðvið þegar tilkynnt var um verðlaunin í þetta skipti, en það var í janúar. Þetta var í fjórða skipti að bók eftir Nord- brandt var tilnefnd. Hingað til sagðist hann alltaf hafa verið óskaplega taugastrekktur þegar liðið hefði að verðlaunatilkynn- ingunni og fundist hann vera að taka þátt í keppni, þar sem hann vildi gjarnan sigra. í þetta skiptið tók hann öðruvísi á málum. „Henrik, sagði ég við sjálfan mig. Nú verðurðu að kom- ast frá þessum barnalegum keppnishugmyndum. Og mér tókst það líka, hugsaði ekki einu sinni út í þetta,“ sagði kátur og glaður Nordbrandt á blaðamanna- fundinum á mánudag. Hann var á Spáni, þar sem hann á hús, þegar skilaboðin komu. Hann var með slökkt á farsímanum, því hann hafði öldungis ekki hugsað út í að þetta væri dagurinn, sem niður- staðan yrði tilkynnt. „Þegar ég kveikti á símanum undir kvöld lágu 72 skilaboð í símanum. Ég vona mér fyrirgefist það, en það var ekkert annað að gera en að eyða þeim öllum." Nordbrandt hefur lifað flökku- lífi undanfarna áratugi og mest búið erlendis. Á mánudag sagði hann að það væri kannski ekki hægt að segja að langdvöl erlend- is hefði verið forsenda fyrir því að hann gæti skrifað, en vissulega hefur það haft áhrif á hann. Bæði efniviður hans og form hefur mót- ast af kynnum af útlöndum, er- lendum bókmenntum og framandi tungum. „Það er ekki hægt að skrifa ljóð sínkt og heilagt, svo í frítímanum hef ég fengist við að læra tungu- mál,“ sagði Nordbrandt. Hann hefur lagt sig eftir kínversku, arabisku og tyrknesku svo eitt- hvað sé nefnt. „Ég hefði gjarnan viljað læra fínnsku, en sá að ég gat ekki gert það í hjáverkum og hef ekki gefíð mér tíma til þess,“ bætti hann við. I heimsóknum á heimaslóðir hefur hann oft beitt ummæli á takteinum um landa sína, en heldur hefur þó dregið úr því með árunum. Ekki hélt skáldið að hann ætti eftir að verða í erfíðleikum með Ljósraynd/Nordfoto Danska ljóðskáldið Henrik Nordbrandt tekur við verðlaununum úr hendi Sigríðar Önnu Þórðardóttur, forseta Norðurlandaráðs. Ljósmynd/N ordfoto Kaija Saariaho sem hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs ásamt Ánu Komsi sópran, t.v., sem flutti verk eftir hana við afíiendinguna. að eyða peningunum. „Ég hef aldrei hitt neinn sem átti í vand- ræðum með að eyða peningum," sagði hann með bros á vör, þegar verðlaunaféð bar á góma. „Nú get ég allt í einu valið um að gera ým- islegt. Þið haldið kannski að það séu ýkjur, en það er ekkert bað í húsinu mínu á Spáni, svo kannski ég komi mér upp baðherbergi núna,“ og bætti við að í hlýjunni þar væri bara hægt að bregða sér út undir húsvegg og ausa sig vatni, jafnvel í febrúar. Húsið keypti hann fyrir ellefu árum og hefur verið að gera það upp hægt og bítandi. Lestrarvenjur sínar sagði Nord- brandt vera mjög óreglubundnar. „Ég les mér til ánægju, ekki sem bókmenntamaður og gríp því nið- ur í hvaðeina, sem mér dettur í hug, ekki aðeins bókmenntir held- ur jafnvel líka um plöntur og páfagauka." Nordbrandt sagðist ekki geta kvartað yfir viðtökum á eigin verkum, en honum þætti mörg góð dönsk skáld njóta lítillar at- hygli og kom í því sambandi í hug Ivan Malinovsky, sem á sínum tíma sagði „Ljóð á að vera bæði fallegt og endingargott.“ Það gildir að mati Nordbrandts um öll góð ljóð. Tónlist með duldum krafti Kaija Saariaho kynnti nokkur verka sinna á tónleikum á mánu- dag í Konunglega danska tónlist- arskólanum á vegum finnska sendiráðsins. Hún er fædd 1952, lærði tónsmíðar á Sibelíusar Aka- demíunni 1976-1981 hjá Paavo Heininen, hélt síðan í framhalds- nám í Freiburg hjá Brian Fern- eyhough og Klaus Huber áður en hún fór að Ircam í París til að taka fyrir raftónlist. Verkin, sem voru leikin eftir hana, voru nokkur stutt verk, meðal annars Nocturne fyrir ein- leiksfíðlu, skrifað í minningu pólska tónskáldsins Witold Lutos- lavski. Það verk er byggt á fiðlu- konsert, sem var frumfluttur af Gidon Kremer á tónleikum BBC í London 1994. Um þessar mundir er Saariaho að leggja síðustu hönd á óperu, „L’amour de loin“, Ást úr fjarlægð, sem frumflutt verður á tónlistarhátíðinni í Salz- borg í ágúst. í samtali við Morgunblaðið sagði Peter Johannes Erichsen, tónlistargagnrýnandi Weekend- avisen, að tónlist Saariaho fæli í sér undarlega hörku. Það mætti kannski líkja tónlist hennar við þyt í svipu, sem maður sæi ekki, en vissi að haldið væri um svipu- skaftið styrkum höndum. Verk hennar leyndu mjög á sér, fælu mikið í sér og áhugavert yrði að heyra óperu hennar. Tímabær N or ðurlanda- ráðsverðlaun Að dómi Arnar Ólafssonar var það löngu tímabært að danska skáldið Henrik Nordbrandt fengí Bókmenntaverðlaun N orðurlandaráðs. HENRIK Nordbrandt fékk Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs nú á dögunum, og þótti mörgum löngu tímabært, ég held þetta hafi verið fjórða sinn sem Danir stungu upp á hon- um til verðlaunanna. Enda hefur hann verið eitt virtasta ljóðskáld Dana, síðan hann kom fram fyrir þrjátíu og fjórum árum, en hann er nú hálfsextugur. Á þeim tíma hefur hann sent frá sér tvo tugi ljóðabóka auk nokkurra safna ljóðaúrvals, reyfara, matreiðslubókar o.fl. Reyfarinn var svo lítilfjörlegur, að hann sann- aði enn einu sinni að færni á einu sviði rit- starfaleiðir ekki auðveldlega til sigurs á öðru, og ekki þótt það þyki minniháttar en hið fyrra. En sérhver ljóðabók Nordbrandts þykir mér merkileg. Nýlega birtist eigið ljóðaúrval hans, en eldri ljóðabækur eru auk þess stöð- ugt endurútgefnar. Á íslensku hefur birst úr- val ljóða hans í þýðingu Hjartar Pálssonar. Nordbrandt hefur lengstum búið við Mið- jarðarhaf, einkum í Tyrklandi, og setur það mikinn svip á ljóð hans. Nýjasta ljóðabók hans, auk ljóðaúrvalsins, heitir Draumabrýr, og birtist 1998. En þar kveður við annan tón en áður. Svo sem titillinn gefur til kynna eru ljóðin mikið í formi drauma, en þá eins og brýr yfir tímann. Nú er umhverfið danskt, einkum eins og fyrir þrjátíu, fjörutíu árum, sporvagn- ar eru áberandi. Ólíkt þeirri rómantík sem oft þótti setja svip sinn á Ijóð Nordbrandt, þá er umhverfið hér jafnan slitið, þvælt og fátæk- legt, svo sem í eftirfarandi ljóði. Lykt af soðnu káli er löngu orðið alþjóðlegt tákn fyrir ömur- legan hversdagsleika, en einnig flesk og kart- öflur eru af sama tagi í Danmörku. Eldhús- stigi í blokk er auðvitað heimkynni slíkrar lyktar, þar er allt niðurnítt og fátæklegt, og skerpist við glæsimyndina frá Miðjarðarhafs- löndum, sem mælandi minnist. Skrítið finnst mér að sjá hve nafn mitt þykir undarlegt, en það þera þó þrír tugir manna í símaskrá Kaupmannahafnar, margir með dönsk for- nöfn, og svo auðvitað Tryggvi málari og séra Felix. En þetta er bara dæmi þess sem ein- kennir þessi ljóð, sérstök tilvik, sem betur að gáð eru dæmigerð, svo sem læknirinn, sem drengurinn reyndi að ljúga vottorð út úr, til að komast hjá leikfimi. Og lok ljóðsins sýna hve hverfular allar þessar skörpu endurminn- ingar þó eru. Það sýnist mér vera aðalatriðið hér, þannig skynjast hverfulleik lífsins. Draumur um heimilisfang „Ég dey þann dag sem ég finn heimilisfangið." Og af því að ég veit ekki, hvaðan þessi orð koma finn ég lykt þeirra: Kál, flesk og kartöflur og körfur með óhrein föt (borið fram óhreinfót). Ég stend í myrkrinu í eldhússtiganum með vasaljós og hugga mig við að það er keypt í smábúð bak við hvít súlnagöng út að Miðjarðarhafinu. Svo það er þá stjórn á hlutunum. Dr. Moller! Til yðar kem ég ekki aftur og ég þarf heldur ekki fleiri vottorð. Vilji ég ekki fara í fótbolta, læt ég það bara eiga sig. Og verði ég alvarlega veikur, á ég nóga peninga til að kaupa hvaða eitur sem er ólöglega. Það var sú hæð. A þeirri næstu búa hljóðfæraleikar- amir sem enginn hefur séð en sem allir njóta þess að kvarta yfir. Og ungfrúrnar með það undarlega nafn Olafsson. Skráargötin nýtast sem röntgentæki. Beinagrindurnar eru lyktarlausar og mjög skrautleg- ar, það virðast þær sjálfar kunna að meta fyrst þær spegla sig í stað þess að borða. En það er hún á fimmtu hæð sem ég kom til að hitta, litla stúlkan, sem aldrei varð fullorðin. Og þá slær það mig að vegna reynslu sem ég varð fyrir löngu síðar og þó aðeins vegna þess að ég hafði verið fangi hér hlýt ég að hafa lent á alrangri götu, í röngu húsi sem bara líkist einhverju sem líka líktist einu sinni. Hér eru líka Ijóð sem minna meira á fyrri Ijóð Nordbrandt, t.d. þetta, sem enn tekur upp hverfulleikann. Þetta stutta ljóð er borið uppi af sterkum andstæðum, sem bókstaflega holdgerast í vörunum. Annarsvegar eru þær til að nálgast aðra mannveru í kossi, en hins- vegar er orðið „burtu“ það sem eðlilegast sprettur frá þeim. Svipaðar andstæður rísa í lok Ijóðsins. Frá forngrískum goðsögum er sefflautan tákn Pans, guðs lífsgleði. Enn móta varirnar hljóð hennar og tengjast þannig sef- inu, en mynd svartra mýra er í beinni and- stæðu við þetta lífsgleðihljóð: Rökkursöngur Burtu er líklega það orð, sem varimar móta af mestu öryggi og sem nákvæmlegast sýnir form varanna. Koss þekkir það og endurgerir bara hvískur sefsins. Sá sem sker sér flautu veit hve langt og hve skammt þegar svartar mýrar bera hljóðið heim. í öðru stuttu ljóði kann titillinn að minna á frægustu mynd Eduard Munch, en lok ljóðs- ins á Tímann og vatnið eftir Stein Steinarr. En það er sjálfsagt bara vegna þess að allir þessir listamenn halda sig við frumatriði í heimsmyndinni og sambandi fólks. Þannig grípa þeir líka lesendur (-áhorfendur). Náttúrumyndin drottnar sem sagt yfir ljóð- mælanda, en hún er eyðileg, og sýnir þannig tilfinningaástandið. *?P Eg hefði getað æpt hefði ekki verið himinninn. Ég hefði getað farið hefði ekki jörðin verið. Ég hefði getað sagt allt hefði ekki hafið verið. Himinninn er þakinn skýjum. Jörðin er nakin, sprangin og rykug. Hafið er ekkert miðað við fjarlægðina milli mín og þín. Henrik Nordbrandt: Drommebroer. Gyldendal 1998.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.