Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 27 ERLENT Nýfæddum börnum skilað inn um lúgu Berlín. The Daily Telegraph. SIÐAR í þessum mánuði verður opnað fyrir nýstárlega þjónustu í Hamborg í Þýzkalandi. Þá munu mæður, sem af einhverjum ástæð- um sjá sér ekki fært að annast eig- in smábörn, geta skilað barni sínu - nafn- og umyrðalaust - inn um þar til gerða lúgu, þar sem starfs- menn félagsmálayfirvalda taka það í sína umsjá. Það eru borgaryfirvöld í Ham- borg, þar sem vandamál af völdum vændis og fíkniefnaneyzlu hafa verið áberandi, sem standa fyrir þessari tilraun, sem er hugsuð til að reyna að hindra að mæður, sem enga útleið sjá, skilji börn sín eftir á víðavangi eða á dyratröppum, þar sem þau geta dáið drottni sín- um áður en einhver uppgötvar þau. Með hinni nýju þjónustu mun mæðrum sem svo illa er komið fýr- ir gefast kostur á að leggja barnið í upphitað barnarúm inn um þar til gerða lúgu, og ganga sjálf af vett- vangi án þess að þekkjast eða eftir- litsmyndavél sé beint að henni. Síð- an er hugmyndin sú að bamið verði í umsjá starfsfólks félags- málayfírvalda í þrjá mánuði. Hafí móðirin ekki gefið sig fram á því tímabili og óskað eftir að fá barnið sitt aftur yrði leyft að setja hið yf- irgefna barn í fóstur eða ættleið- ingu. Uli Gierse er ein þeirra sem standa að þessu verkefni. „Við vilj- um að mæður viti af einhverjum stað þangað sem þær geta farið með barnið sitt og skilið það eftir í öryggi og leiðist því ekki út í að henda því í ruslagám eða að drepa það í örvæntingu," segir hún. í fyrra fundust í borginni að minnsta kosti 30 börn látin eftir að hafa verið yfirgefín, en um 100 fundust nógu snemma til að hægt væri að bjarga lífi þeirra. AP Hér er sýnt með dúkku hvernig örvæntingarfullar mæður geta skilið barn sitt eftir með því að leggja það inn um þar til gerða lúgu á húsi fé- lagsmálaþjónustu Hamborgar. Skrefi lengra með Fujitsu Siemens tölvum Fujfrsu COM PUTERS Smith & Norland eykur enn vöruval sitt og býður nú Fujitsu Siemens gæðatölvur þar sem japanskt hugvit og hagkvæmni sameinast þýskum gæðum og nákvæmni. Bjóðum einnig gott úrval af prenturum og faxtækjum frá Olivetti. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • Fax 520 3011 www.smmor.is 5. rammaáætlun ESB Kynningarfundur um upplýsingatæknisamfélagið (IST) auglýst er eftir umsóknum í eftirfarandi lykilsvið • Upplýsingakerfi og þjónusta fyrir þegnana • Nýir vinnuhættir og rafræn viðskipti e Margmiðlunarefni og tól • Nauðsynleg grunntækni og innviðir • Rannsóknamet • Framtíðartækni • Sértækar stuðningsaðgerðir Umsóknarfrestur er til 10. maí 2000 Umsóknargögn er að finna á: http://www.cordis.lu/ist/calls/200001.htm Morgunverðarfundur Þriðjudaginn 14. mars 2000, kl. 08:15 -10:00, Borgartúni 6 YFIRLIT YFIR UPPLÝSINGATÆKNIÁÆTLUN ESB Vinnuáætlun IST fyrir árið 2000. Snœbjörn Kristjánsson, verkfr. RANNÍS LYKILSVIÐ ÁÆTLUNARINNAR Upplýsingakerfi og þjónusta fyrir borgarana (KAl) Nýir vinnuhættir og rafræn viðskipti (KA2) Óskar Einarsson, Framkvœmdastjórn Evrópusambandsins DGXIII Margmiðlunarefni og tól (KA3). Dr. Ebba Þóra Hvannberg, Háskóli Islands MATOGGÆÐI UMSÓKNA Sigurður T. Björgvinsson, PricewaterhouseCoopers AÐSTOÐ VIÐ UMSÆKJENDUR Eiríkur Bergmann Einarsson, Rannsókaþjónustu Háskóla Islands Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis en en nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirÍTam í síma 525 4900 eða með tölvupósti: ee@rthj.hi.is. Einnig gefst kostur á viðtali við Óskar Einarsson, sétfrœðing Upplýsingatœkniáœtlunar ESB. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að hafa samband við Eirík Bergmann Einarsson hjá Rannsóknaþjónustu H.I. í síma 525 4900. <§) SAMTOK IÐNAÐARINS Rannsóknaþjónusta RANMÍS Menntaskólinn i Kópavogi - Hótel- og matvælaskólinn - Ferdamálaskólinn - v/Digranesveg HNOTSKÓQUR Rf 307-00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.