Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU AUGLÝBIN GAR w Listaháskóli Islands -myndlistardeild- íiuglýsir störf prófessora listaháskóli íslands auglýsir eftir umsóknum um störf prófessora viö myndlistardeild/myndlistarsvið. Umsækjendur skulu vera myndlistarmenn og hafa meistaragráðu eða sambærilega háskólagráðu á sínu sviði, eöa jafngilda þekkingu og reynslu. Umsókn skal fylgja greinargóð skýrsla um listræn störf umsækjanda, rannsóknir og ritsmíðar, fyrirlestra, sýningar- hald, verk i opinberri eigu, útgefið efni um eigin verk og list- feril, og aörar þær upplýsingar sem tengjast listköpun hans og starfi. Afrit af ritsmíðum og útgefnu efni skulu fylgja með umsókninni. Ennfremur yfirlit um námsferil og afrit af próf- skirteinum. Hafi umsækjandi stundað kennslustörf skal hann gera grein fyrir þeim með sérstakri greinargerð. Loks er ætlast til aö umsækjandi láti fylgja með upplýsingar um hver þau önnur störf sem hann hefur sinnt, þ.m.t. félags- og stjómunarstörf, og láti fylgja með staðfestar umsagnir um þau eftir því sem við á. Hlutverk prófessora við myndlistardeild Listaháskóla íslands er auk almennrar kennslu að hafa umsjón með námi nemenda, veita ráðgjöf um listræn atriöi i verkum þeirra, og stýra verkefnum sem lúta að skólastarfinu. Þeir vinna að upp- byggingu deildarinnar undir stjóm deildarforseta og taka þátt i mótun stefnu fyriT skólann. Ennfremur skulu prófessorar vinna að eigin listsköpun og þegar svo ber undir geta tekiö þátt i almennri listumræðu jafnt innan skólans sem utan. Við ráðningu í stöðumar verður m.a. tekið tillit til þeirra hæfileika sem ætla má að umsækjandinn hafi til samstarfs við aðra og hvemig eiginleikar hans geti nýst til forystustarfa innan skólans. Starf prófessors skiptist í kennslu 60%, stjórnun 15% og listsköpun 25%. Rektor TæðuT í stöðumar að undangengnu mati sérstakrar dómnefndar sem dæmir um hæfi umsækjenda í samræmi við sérstakar reglur um veitingu starfa viö Listaháskóla íslands. Ráðningartimi er allt að þijú ár. Launakjör samkvæmt samkomulagi. Listaháskóli íslands er sjálfseignarstofnun sem er ætlað það hlutverk að sinna æðri menntun á sviði listgreina. Menntunin skal uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til kennslu og rannsókna/listsköpunar á háskólastigi. lMám i myndlistardeild er 90 eininga nám til BA gráðu. Það greinist i myndlistar- og hönnunarsviö. Námstími er 3 ár. Náminu lýkur með lokaverkefni (sýningu) og BA ritgerö. Gert er ráð fyrir að prófessorar hefji störf 1. ágúst 2000 en komi strax i vor aö undirbúningi kennslu á næsta skólári. Umsóknum og meöfylgjandi gögnum skal skila ekki síöar en 30. mars n.k. til Listaháskóla íslands, aöalskrifstofu, Skipholti 1, 105 Reykjavík. Fariö verður meö umsóknir sem trúnaðarmál. M LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS • ICELAND ACADEMY OF THE ARTS • Elli- og hjúkrunarheimilið Grund Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga eru lausar nú þegar eða eftir nánara samkomulagi: Deildarstjóri á hjúkrunardeild. Aðstoðardeildarstjóri á hjúkrunardeild. Húsvakt 40—50% starf. Sumarafleysingar — ýmsar vaktir. Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast á dag- og kvöldvaktir í fastar stöður og sumarafleysingar. Vinnuhlutfall eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 552 6222. V A L D I M A R G ( S L A S O N [ S P A K K Austurhrauni 7, 210 Garðabæ, sími 575 8000, netfang: vgis@vgis.is Sölumaður/kona Óskum að ráða reyndan sölumann/konu til starfa sem fyrst. Starfssvið: Sala á umbúðum og tengdum vörum til verslana og iðnaðarfyrirtækja. Um er að ræða framtíðarstarf. Skriflegar umsóknir óskast sendar skrifstofu til fyrirtækisins, Austurhrauni 7, Garðabæ, fyrir 17. mars 2000. Förðunarfræðingar! Ert þú á aldrinum 25—50 ára? Ert þú sölumaður í þér? Hefur þú á huga á árangurstengdum tekjum? Ef svo er, þá ert þú ein af þeim konum sem ég leita að til að kynna og selja í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu og um land alltfyrsta flokks krem- og förðunarlínu frá Bandaríkjunum. Hafið þú áhuga, þá vinsamlega sendu upp- lýsingar um faglega menntun þína og fyrri störf til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „Förðunarfræðingur — 9351" fyrir 17. mars. Öllum umsóknum svarað. Gott sumarstarf Skátafélagið Mosverjar, Mosfellsbæ, auglýsir eftir starfsmanni til að hafa umsjón með úti- lífsnámskeiðum fyrir börn á aldrinum 9 — 13 ára sumarið 2000. Umsóknum skal skila í tölvupósti til asta@vista.is fyrir 15. mars 2000. FOÐURBIANDAN HF. Starfsmenn óskast Fóðurblandan hf. óskar að ráða laghentan mann í viðhaldsvinnu í fóðurverksmiðju sinni í Sundahöfn. Einnig vantar mann á lyftara á lager. •sHafið samband við skrifstofuna í síma 568 7766. Fóðurblandan hf. er stærsti fóðurframleiðandi landsins og rekur fullkomna, tölvustýrða verksmiðju í Sundahöfn í Reykjavík. Þar eru framleiddar fóðurvörur fyrir allar tegund- ir búfjár. Starfsmenn eru nú um 20. Fóðurblandan hf., Korngörðum 12,104 Reykjavík. Margmiðlun lceland Complete er margmiðlunarfyrirtæki sem hefur sérhæft sig í gerð margmiðlunar- disksins lceland Complete undanfarin ár. Framundan eru mörg ný og spennandi verkefni sem kalla á nýtt starfsólk, og leitum við eftir afburða fólki í eftirfarandi stöður: Netstjórn og vefsíðugerð • Góð þekking á Linux stýrikerfinu og uppsetn- ing á Apache vefþjóni með stuðning við staðla eins og php3 og perl, einnig þekking á gagnagrunnsviðbótum við Apache eins og mySQL. • Góð þekking á netkerfum og uppsetningu á netþjónum tengdu því (proxy, dns o.fl.). • Góð þekking á php3, perl, javascript, html, shtml og xml (ekki nauðsynleg en væri gott). Grafískur hönnuður • Góð þekking á helstu forritum sem tengjast myndvinnslu og hönnun. • Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af viðmótshönnun, hafi gott auga fyrir upp- setningu, séu skapandi og hugmyndaríkir og hafi reynslu af flash og grafíkvinnslu fyrir margmiðlun. Við bjóðum góð laun fyrir gott fólk, skapandi og sjálfstætt vinnuumhverfi þar sem þínir kraftar fá að njóta sín til fulls. Sævar veitir allar nánari upplýsingar í síma 553 9600 milli kl. 17 og 19 eða e-mail: saevar@icelandcomplete.is. VALDIMAR GÍSLASON-ÍSPAKK ehf. er leiðandi fyrirtæki í þjón- ustu við matvælaiðnaðinn i umbúðum, vélum, tækjum, kryddum, hjálparefnum, verð- og vörumerkingakerfum. Hjá fyrirtækinu starfa 16 manns. FUNOIR/ MANNFAGNAOUR Aðalfundur Þróunarfélags miðborgarinnar verður haldinn á Hótel Borg fimmtu- daginn 23. mars 2000 kl. 18.30. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Tillögur um breytingar á samþykktum félags- ins skulu berast skrifstofu félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Þróunarfélag miðborgarinnar, Laugavegi 51. Aðalfundur 2000 Aðalfundur Rauða kross íslands — Kópavogs- deildar verður haldinn í borðsal Sunnuhlíðar, Kópavogsbraut 1, miðvikudaginn 15. mars nk. kl. 20.30. Hefðbundin aðalfundarstörf. Fundarseta er öllum heimil. Stjórnin. Starfsmaður óskast Fyrirtæki í þjónustu við sjávarútveg óskar eftir starfsmanni. Umsóknir berist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 14. mars, merktar: „Öryggi — 2000". Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Ármanns verður haldinn í Ármannsheimilinu við Sóltún miðvikudaginn 22. mars kl. 20.30. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.