Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 URVERINU ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Viðskipti með kvóta skattskyld í Noregi NORSKA fjármálaráðuneytið stend- ur á bak við kröfu skattayfirvalda um að reikna skuli veiðiheimildir sem eign viðkomandi útgerðar og hver fleyta skuli skattlögð miðað við það. Þessi afstaða gengur þvert á hina op- inberu afstöðu norskra stjómvalda í sjávarútvegsmálum, að fiskistofnam- ir séu sameiginlegar auðlindir íbúa Noregs, en yfirvöld hafi óskoraðan rétt til að deila út veiðiheimildum. Frá þessu er skýrt í norska blaðinu Dagens Næringsliv nú í vikunni og sagt að verðmæti aflaheimilda við Noreg upp úr sjó sé um 92 milljarðar króna. Það að veiðiheimildir verði taldar eign viðkomandi útgerðarmanna eða skipa og báta er í raun afleiðing þein'ar baráttu skattayfirvalda að fá opinberlega staðfest að viðskipti með aflaheimildir eigi sér stað í Noregi og Aflaheimildir teljast eign útgerðanna slík viðskipti beri að skattleggja. Fjármálaráðuneytið og skatt- heimtan hafa í þessu máli haft betur en sjávarútvegsráðuneytið og nú skulu útgerðarmenn greiða skatt af veiðiheimildum, enda teljist þær eign þeirra. Þessi skattheimta nær fyrst og fremst tU stærri skipa, (havfisk- eflaaten), en veiðiheimildum er út- hlutað beint á þann flota eftir ákveðnum reglum. Minni bátar fiska úr sameiginlegum kvóta eftir öðru stjórnkerfi. Samtök útgerðarmanna hafa mót- mælt þessari skat.theimtu og fyrir- hugað er að fara í prófmál vegna hennar. Beint framsal aflaheimilda er ekki leyfilegt, en sé skip selt fylgja heimildirnar með því. Síðan er heim- ilt að sameina veiðiheimildir skipa innan sömu útgerðar og leggja skip- um sem engar heimildir hafa. Við slík viðskipti hefur ekki verið skilið á milli verðmæta aflaheimilda og skipa, en verð á skipum sem seld hafa verið með veiðiheimildum er miklu hærra en raunverulegt skipsverð. Skatt- heimtan telur einnig að aflaheimild- irnar séu endurnýjanlegar og því sé ekki hægt að afskrifa þær. Þetta þýðir minni afskriftir, hærri skattstofn og meiri skattbjrði. Lög- fræðingar og ráðgjafar útgerðar- manna telja að reikningurinn til þessa hluta norska flotans geti numið um einum milljarði íslenzkra króna, þai- sem skattheimtan muni verða afturvirk. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Sveinn Benediktsson SU 77 á siglingu á Héraðsflóa. Anægja með flottrollið LOÐNUVERTÍÐINNI lýkur senn og eru um 210.000 tonn eftir af út- gefnum kvóta en ljóst er að veiðar í flottroll frá ársbyrjun fram í fyrri hluta febrúar höfðu mikið að segja. Stór hluti flotans notar flottroll frá Egersund Traal A/S í Noregi, að sögn Stefáns Ingvarssonar hjá Neta- verkstæði Hraðfrystihúss Eskifjarð- ar og segir Halldór Jónasson, skip- stjóri á nóta- og togveiðiskipinu Sveini Benediktssyni SU, að trollið hafi reynst ágætlega á loðnu-, síld- og kolmunnaveiðum, en Hoffell SU hóf kolmunnavertíð íslensku skipanna í fyrradag. Sveinn Benediktsson var keyptur til landsins í fyrra og fór beint á kol- munnaveiðar. Á veiðunum var notað Egersund troli sem er 1.600 metrar að ummáli, en í haust var endurbætt gerð af sömu stærð tekin í notkun. Opnunin á nýja trollinu er stærri en á því eldra, svipuð og á 1.800 metra VasHhugi A L H L I Ð A VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR i Fjárhagsbókhald i Sölukerfi ) Viðskiptamanna kerfi I Birgðakerfi l Tilboðskerfi ) Verkefna- og pantanakerfi I Launakerfi I Tollakerfi Vaskhugi ehf. Síðumúla 15 - Sími 568-2680 Stór hluti loðnu- og kolmunnaflot- ans notar trollið trolli af eldri gerð flottrolla, en samt ekki þyngra í drætti. „Það er ágætt að vinna með það,“ segir Halldór en Sveinn Benediktsson veiddi um 18.200 tonn af kolmunna frá apríl á liðnu ári. Notað á kolmunna, loðnu og sfld Skipið hefur líka verið á síldveið- um, veiddi um 2.000 tonn af sumar- síldinni í 1.600 metra flottroll og um 3.700 tonn síðan í haust en byrjaði á loðnunni með 1.000 metra Egersund troll. „Flottrollið kemur ágætlega út, hvort sem er á kolmunna, síld eða loðnu,“ segir Halldór. „Flestir eni með þessi Egersund troll, eins og Óli í Sandgerði, Hákon, Jón Kjartansson og Hólmaborg, og þeir hafa fiskað manna mest af loðnu í þessi troll,“ segir hann, en Hólmaborgin, sem er aflahæst á loðnuvertíðinni með um 27.000 tonn, fékk um 15.000 tonn í trollið í byrjun vertíðar. Viðger ðarþj ónusta á þremur stöðum Útgerðarmenn fara að huga að kolmunnaveiðum eftir loðnuvertíð- ina. Hoffell SU er reyndar komið á miðin og bytjaði að veiða í fyrradag en sprengdi eftir 30 mínútna tog. 19 Egersund kolmunnatroll voru í notkun hjá íslenskum skipum á liðnu ári, að sögn Stefáns Ingvarssonar hjá Netaverkstæði Hraðfrystihúss Eski- fjarðar, en Netaverkstæðið er eitt þriggja slíkra í landinu sem veitir viðgerðarþjónustu fyrir norska fyrir- tækið. Hin eru Net hf. í Vestmanna- eyjum og Nótastöðin hf. á Akranesi. Að sögn Stefáns er mikill lager af við- gerðarefni í trollin á Eskifirði til að hægt sé að bregðast fljótt og vel við þegar á þarf að halda en umboðsmað- ur Egersund Traal á Islandi er Guð- jón Margeirsson ehf. í Reykjavík. Nesvegur - storglæsileg útsýnisíbúð Vorum að (á í einkasölu í þessu fallega húsi nýlega stórglæsil. ca 140-150 fm íbúð á efstu hæð ásamt stæði í bílsk. Sérsmíðaðar kirsuberja-innréttingar. Gegnheilt parket. Hátt til lofts og vítt til veggja. 3 rúmgóð svefnherbergi. Glæsi- legt baðherb. Stórar suðursvalir með glæsiútsýni. Eign í algjörum sérflokki. Oskaö er eftir tilboðum í eignina. Áhv. eru húsbréf ca 6,7 m. VALHÖLL FASTEIGNASALA Sími 588 4477 Morgunblaðið/Jim Smart John M. Burkoff, prófessor í lögum við Pittsburg-háskóla: „Ummæli lögmanna í fjölmiðlum fela oft í sér brot á þagnaskyldu." Brýnt að lögmenn styðjist við skýrar siðareglur I vikunni var staddur hér á landi banda- rískur sérfræðingur um lagasiðfræði, John M. Burkoff, og hélt erindi um siðareglur lögmanna. Oli Jón Jónsson ræddi við hann. JOHN M. Burkoff er prófessor í lög- um við lagadeild Pittsburg-háskóla. Hann hefur einkum fengist við refsi- rétt, stjórnskipunarrétt og lagasið- fræði og á að baki langan feril sem háskólakennari og fræðimaður. Burkoff hefm- einnig veitt lagalega ráðgjöf við samningu lagafi-umvarpa í Pennsylvaníu-ríki og víðar, var meðal annars álitsgjafí við mótun refsi- löggjafar í nokkmm fyrrverandi lýð- veldum Sovétríkjanna. Burkoff kom hingað til iands á veg- um Willard Fiske Center á Islandi og hélt meðal annars erindi á fundi með íslenskum lögmönnum og dómurum. Hann segir að siðferðileg álitaefni tengd störfum lögmanna séu fjöl- mörg og að brýnt sé að lögmenn styðjist við skýrar siðareglur. „I málaferlum koma sífellt upp til- felli þar sem spumingar vakna um rétt viðbrögð eða hegðun lögmanna. I erindi mínu fjallaði ég einkum um þau siðferðislegu vandamál sem bandarískir lögmenn og dómarar standa frammi fyrir í starfi sínu en í Bandaríkjunum er, vel að merkja, allt annars konar réttarkerfi og lagahefð en hér á landi og víðast annars staðar í Evrópu. í Bandaríkjunum nota iögmenn ýmsar aðferðir við málflutning sem ekki tíðkast hér á landi og kunna að vera umdeilanlegar frá siðferðilegu sjónarmiði. Eitt dæmi um þetta er þegar lögmenn efna til fréttamanna- funda og ræða við fjölmiðla um málsatvik eða aðrar upplýsingar tengdar málaferlum. Mjög mikið er um að bandarískir lögmenn tjái sig í fjölmiðlum og má í mörgum tilfellum túlka ummæli þeirra sem brot á þagnarskyldu. Fyrr á árum kom þetta varía fyrir en breytingin er til komin vegna þeiiTar ofm-áherslu sem lögð er á tjáningarfrelsið í banda- rísku samféiagi. Fyrir utan hættu á að þagnar- skylda sé vanvirt eru ýmsir þættir í réttarkerfi okkar þess valdandi að það getur verið siðferðilega ámælis- vert ef að lögmenn tjá sig opinberlega um mál. Ein ástæðan er sú að í Bandaríkjunum eru kviðdómar, sem skipaðir eru venjulegu fólki, látnir kveða upp úr um sekt eða sakleysi sakborninga. Bandain'skir lögmenn, sem koma fram í fjölmiðlum, beina gjaman orðum sínum til kviðdóm- enda og tekst án efa oft að hafa áhrif á þá. Með þessu móti getur niðurstað- an orðið allt önnur en í réttarkerfi þar sem dómari úrskurðar í málum.“ Að láta ekki kaupa sig Annað dæmi sem Burkoff nefnir snýr að faglegu sjálfstæði lögmanna. „Lögmenn í Bandan'kjunum hafa mjög misjafna stöðu að því er varðar laun og staifskjör. Byijunarlaun ungs lögfræðings í Bandaríkjunum sem ræðst til starfa hjá einhverri hinna stærri lögmannsstofa era um 125.000 dollarar á ári [jafnvirði rúm- lega 9 milljóna íslenskra króna]. Á þessum stofum er einkum fengist við mál sem snerta rekstur fyrirtækja með einum eða öðrum hætti. Ef aftur á móti lögfræðingur leggur fyrir sig önnur svið lögíræðinnar, með það t.d. fyrir augum að starfa í dómskerfmu eða annars staðar hjá hinu opinbera, eru byrjunariaunin kanneki ekki nema um 14.000 dollarar á ári [jafn- virði rúmlega einnar milljónar króna]. Það er augljóslega hætta á því að lögfræðingar sem fara í best launuðu störfin missi sjálfstæði sitt að einhveiju leyti og eflaust er hægt að finna mörg dæmi um það í Banda- ríkjum. Það eru enn sem komið er mjög fá- ar alþjóðlegar lögmannsstofur með umsvif á Islandi en það mun eflaust breytast í takt við aukin heimsvið- skipti og tengsl milli landa. Ég er ekki þeirrar skoðunar að þetta sé slæmt í sjálfu sér en hvet menn til að fara hægt í sakimar og halda vöku sinni svo menn átti sig á því hvenær verið er að kaupa þá.“ Dómari verður að hlýða samvisku sinni Fjölmiðlaumfjöllun um dómstóla og dóma í einstökum málum er mjög lífleg í Bandaríkjunum og hefur verið um langt skeið. Þetta helgast meðal annars af því að staða dómstóla er önnur í bandarískri stjórnskipun og samfélagi en a.m.k. hingað til hefur verið raunin í Vestur-Evrópu. I Bandaríkjunum era dómstólar virkur hluti stjómkerfisins og blandast iðu- lega í pólitísk deilumál. Þetta er ólíkt þeirri hefð sem ríki í Vestur-Evrópu hafa búið við, þar sem valdi er dreift með öðrum hætti og lengst af hefui- verið litið svo á að dómstólum beri fyrst og fremst að framfylgja vilja löggjafans. Opinber gagnrýni á störf lögmanna og dómara er oft mjög hörð í Bandaríkjunum og reyna almenn- ingur, samtök og fyrirtæki gjarnan að hafa áhrif á niðurstöðu mála gegn- um fjölmiðla. „I Bandaríkjunum er dómurum al- gerlega óheimilt að láta undan slíkum þrýstingi. Við höfum í sögu okkar dæmi um að dómarar hafi tekið mjög óvinsælai' ákvarðanii- og goldið fyrir með lífi sínu. En dómarar eru auð- vitað mannlegir og þeir þuifa oft að vega og meta hvaða afleiðingar ákvarðanfr þeiira hafa fyrir fjöl- skyldu þeiraa og ástvini og samfélag- ið í heild. Dómari sem tekur óvinsæla ákvörðun verður ávallt að standa við hana. Hann verður að gera það sem samviska hans segir honum að sé rétt,“ segir Burkoff.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.