Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 51 enda voru sterk bönd á milli þeirra og segja má að hún hafi átt meira í hon- um en aðrir. Engh- komust þar upp á milli. Og oft þurfti Flóki að leita til móður sinnar. Guðrún hafði gaman af að segja sög- ur. Hún gat brugðið sér í líki þeirra sem hún sagði frá og skoplegu hUðam- ar voru í uppáhaldi hjá henni. Sjálf fékkst hún við listsköpun og náði athyglisverðum árangri á því sviði. En sjaldan voru verk hennar til um- ræðu. Verk Flóka, þróun hans í listínni, aftur á móti það sem allt snerist um. Flóki fór aðrar leiðir en íslenskir listamenn. Hann var eins konar Beardsley eða Dalí. Erlendur listamað- ur sem kom á heimili þeirra Guðrúnar og Alfreðs á Bárugötu sagði við mig á eftir: „Nú skil ég Flóka betur.“ Hann hreifst af því sérstaka hámenningar- lega andrúmi sem þar var að finna. Alfreð Flóki var ekki auðveldur sonur og ég hygg að hann hafi reynt á foreldra sína. Ekki kvartaði þó Guð- rún en Alfreð hafði stundum áhyggj- ur af félagsskapnum. Pað tók mjög á Guðrúnu þegar Flóki lést svo skyndilega og óvænt frá óunnum verkum. Verst þótti henni að fá hann ekki lengur í mat, en þá gátu þau rætt ákaft og frjálslega um mál- efni dagsins og hið liðna. Það var líf í Kópavoginum þá. A sínum tíma var Flóki meðal þeirra listamanna sem mest voru ræddir. Nú er þögnin stundum hávær um nafn hans og hið athyglisverða framlag hans tíl íslenskrar listar. Það var eitt af því sem Guðrúnu féll ekki, gat alls ekki sætt sig við. Spá mín er aftur á móti sú að list Flóka verði tekin til endurskoðunar og þá muni margt koma í ljós sem áð- ur var hulið. Auðvelt ætti að vera að skipa honum á bekk með þeirri kyn- slóð nýsúrrealista sem hóf súrreal- ismann til virðingar á ný. Einkum er þá að finna í AusturnTd, en líka í Dan- mörku þar sem Flóki bjó svo oft. Þegar heimui- Alfreðs Flóka verður skoðaður og metinn verður hlutur móður hans mestur. Jóhann Hjálmarsson. í dag er tO moldar borin góð vin- kona mín og amma minnar kæru vin- konu, Helgu Maríu. Ég kynntist Tótu fyrir rúmum áratug þegar Helga kynnti mig fyiir henni og eftir það lá leiðin reglulega tO hennar. Þær ferðir og lestur í bolla á sunnudagsmorgn- um voru skemmtun í lífinu sem ég hefði ekki vdjað vera án. Hún var ólík ílestum ömmum og reyndar ein- kenndust samskipti hennar og Helgu, og okkar allra þriggja, af vinskap, trúnaði og gáska. Tóta var kynngimögnuð og hjá henni bjó álfurinn Búri í áratugi. I raun flutti hún inn tO Búra þegar hún fluttist í Hamraborgina í Kópavogi og urðu þau upp frá því mestu mátar. Einhver kann að hafa efast um tOvist Búra en það hvarflaði aldrei að mér að draga hana í efa. Tóta var mjög greind og sannfærandi kona, víðlesin og djúpvitm’. Hún vissi sínu viti og hafði reynt meira en margur, bæði í lífi sínu hér og á leiðum sínum um heiminn. Hún fór ótroðnar slóðir í orðsins fyllstu merkingu og heimsótti fjarlægar heimsálfur og lönd áður en ferðamenn héðan af íslandi fóru al- mennt að leggjast í ferðalög. Hún var ferðalangur og hennar ósk var að leggja í sína hinstu ferð í safarískón- um og með ferðafötin sér við hlið. Nú verður henni vonandi að þeirri ósk að hitta að nýju góða vini, ættingja og samferðafólk frá yngri árum. Hún kvartaði oft yfir því að sér leiddist að samferðamenn frá hennar bestu ár- um væru ýmist dauðir eða ruglaðir. Hún talaði alltaf tæpitungulaust og þótt hún saknaði margs naut hún samt oftast lífsins og dvalarinnar hér ájörðinni. Það er erfitt að kveðja konu eins og Tótu í minningargrein og ætla sér að draga upp mynd sem gerir verðug skil margbrotnum karakter hennar. I bókinni um son Tótu, Alfreð Flóka, sem Nína Björk skrifaði lýsir hann móður sinni sem hann kallaði yfirleitt Tótu sem mögnuðum persónuleika sem yrði allt að stórbrotnum lífs- myndum. Og hann segir: „A heimili Tótu er andrúm engu lfkt sem þessa heims er - sannleikans skáldverk - fullt með duld og ófreski - fullt með rósemdar forvitni. Galdur án ótta- leika. Gagntekning draumveruleika. Þetta er arfur hennar frá móður sinni og fólki. Og frá álfum og öndum sem eiga greiðan aðgang að nærveru hennar. Hið yfirskilvitlega hjúpast um Tótu og verustað hennar." Undir þessi orð geta eflaust allir tekið sem kynntust Tótu vel. Heimsóknir mínar til Tótu í gegn- um árin einkenndust af ævintýraleg- um blæ þar sem blandaðist saman raunveruleiki og óraunveruleiki, and- blær þessa heims og annars. A ein- hvem hátt var ekkert hefðbundið við þessa sterku konu, hún var einhvem veginn tímalaus, aldin að ámm en nú- tímalegri, ferskari og tærari í anda en almennt gerist. Sterk og rík af skoð- unum sem hún lá aldrei á. Ég er ríkari eftir kynnin við hana, þakka þau og votta Helgu Maríu, Braga og öðrum afkomendum hennar samúð mína. Sigrún Ámadóttir. Undirritaður kynntist Guðrúnu Nielsen 1990 við undirbúning sýning- arinnar í Hjartans einlægni sem haldin var í Nýlistasafninu í Reykjavík í upp- hafi árs 1991 og í Listasafni Ámesinga á Selfossi um sumarið. Sú sýning dró fram í dagsljósið verk fjölda alþýðul- istamanna sem fram að þeim tíma höfðu verið lítt kunnh’ eða víðsljarri markaði og dálæti gölmiðla. Guðrúna lánaði 27 listaverk og vöktu þau verð- skuldaða hiifmngu sýningargesta. í megindráttum má skipa verkum Guðrúnar Nielsen í þrjá flokka. Fyrst er að nefna útskurðarverk úr sykur- fura sem hún skar út og seldi flest til bandarískra hermanna. Þau era létt og leikandi í formi, hver flötur er framhald hins næsta, heildarmyndin skýr og lýsir þekktum íslenskum persónum, t.d. prestum, kór og leik- uram, eða líflegum athöfnum og mannlegum breyskleik. I öðru lagi era grjótverk sem mörg hver urðu þannig til, að listakonan fann ef til vill stein upp í fjalli sem gat verið höfuð, en hina líkamspartana á förnum vegi, jafnvel mörgum áram síðar. Þessi verk era glaðleg og gagnrýnin. í þriðja lagi era rótarverk með alþjóð- legum minnum, framandi dýr og skógarpúkar, einfalt hnífsbragð dreg- ur fram það sem máli skiptir, skerpir það og lífgar. I þessum verkum er ýmislegt sem síðar birtist í myndum Alfreðs Flóka, margbrotinni teikn- ingu, dulúðinni sem þar ríkir. Strangt til tekið eru verk Guðrúnar Nielsen ekki alþýðulist, að minnsta kosti ekki I þeim skilningi sem menn leggja yfirleitt I það orð og eiga þá við nafn eða sjálfsprottið barnslegt verk. Þau era þvert á móti gerð í yfirveg- aðri leit að réttu formi, réttri listhugs- un. Þau eiga ekkert skylt við föndur eða stirðnað handverk sem um of byggir á þolinmæðistækni og dekri við gamlar hefðir og arfleifð, eins og útskurður gerir oftast á íslandi. Þau rísa hátt yfir allt slíkt, því þau era listaverk, taka sífelldum breytingum í ijósinu, skína frá öllum hliðum jafnt. Guðrún Nielsen hefði getað orðið mikilvirkur myndhöggvari og unnið stórbrotin verk, ef hún hefði kært sig um, því hún var gædd einstökum hæfileikum til listrænnar tjáningar, meðfæddum galdri, formgáfu og teiknileikni. Ail lék I höndunum á henni. Verk hennar geisla af þokka sem er sjaldgæfur og persónulegur, því hann er birting þroskaðar vitund- ar. En Guðrún Nielsen var listamaður sem unni því lífí sem er undirstaða hins stóra lífs, því smáa og viðkvæma, sem hún gekk fram á iyrir tilviijun, tók upp, hlúði að og fóstraði, ósjálf- rátt, fyrirhafnalaust, án kröfu til við- urkenningar og vinsælda. Það er að sínu leyti list alþýðu, lífslist og náttúralist. Fyrir þremur áram spurði ég hana, hvort hún gæti ekki búið til eitthvað I leir fyrst hún treysti sér ekki lengur til að tálga. í næstu heimsókn minni rétti hún mér tröllkonu sem bar öll helstu einkenni útskurðarverkanna og sagðist hafa verið frekar fljót að skera hana til: „En ánægjan yfir unnu verki er farin að fölna, þrekið búið. Þetta er síðasta stykkið.“ Þá var hún þjökuð af astma og þurfti stöðugt súr- efni úr kút sem hún hafði hjá sér. Eln- aði sóttin frekar en hitt. Eftir það ræddum við saman I síma, vissum að við mundum ekki hittast framar. Guðrún ákvað að gefa Safnasafninu stóran hluta af listaverkum sínum og bætti um betur þegar þau vora tekin til sýningar hér fyrir norðan vorið 1998. Alls era 30 verk í safninu, öll úr tveimur síðari flokkunum. Hún vissi að þau mynduðu eina heild og vildi að þau yrðu varðveitt þannig. Þá gaf hún tvö stór sérsöfn, sem hún sagðist ógjaman henda í raslið, eldspýtna- stokka sem hún geymdi í dragkistu og miða af vínflöskum í þykkri úrkl- ippubók. Flöskumar fékk hún hjá vinum og kunningjum, og varð ávallt að fylgja lögg til að leiða ilm og blæ inn I andrúm dagsins. Þau söfn verða sýnd I fyllingu tímans. Heimili Guðrúnar var afar sér- stakt, dökkleitt, dularfullt og fram- andi af þungum húsbúnaði og íburð- armiklum listgripum frá fjarlægum þjóðum, Asíu og Afrfku, bronssteyp- ur og útskurður. Sjálf var hún mið- punktur þeirrar heillandi stemmning- ar sem þar ríkti, heimsborgari, margfróð og minnug, víðsýn og glæsi- leg kona. Hún hélt andlegri reisn sinni þar til yfir lauk. Guðrúnar Nielsen verður lengi minnst í Safnasafninu fyrir hlýtt við- mót, vináttu, traust og höfðinglegar gjafir. Verk hennar verða sett upp aft- ur í safninu innan örfárra ára, á nýjan hátt á sérstakri minningarsýningu sem ætlað er að draga betur fram ein- kenni hennar og stfl. Það era forrétt- indi að varðveita slíka dýrgripi og kynna þá fyrir komandi kynslóðum. Guðrún Nielsen lifir í listaverkum sínum og minningum þeirra sem henni unnu - og hún endurgalt ríku- lega. Níels Hafstein. Gróðrarstöðin ^ zimm ♦ Hús blómanna Blómaskreytingar við öll lækifæri. Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 2480 H H H H H H H H H H H H H H H H 3r Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 XXXXXJXIIIIXXJI £ H H H H H H H H £ + Eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, ÓLAFUR KRISTINN STEFÁNSSON, Brekastíg 11B, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þriðjudaginn 29. febrúar síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram að ósk hins látna. Hulda Þorsteinsdóttir, Henný Dröfn Ólafsdóttir, Aðalheiður Óiafsdóttir, Sóley Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, HANSÍNA KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR, Sunnuhvoli, Hvammstanga, andaðist á Sjúkrahúsi Hvammstanga sunnu- daginn 5. mars. Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju föstu- daginn 10. mars kl. 14.00. Hrólfur Egilsson, Guðrún Hauksdóttir, Hrefna Hrólfsdóttir, Viðar Örn Hauksson, Arnar Hrólfsson, Jóhanna M. E. Matthíasdóttir, Sigursteinn Hrólfsson og langömmubörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR WEDHOLM STEINDÓRSSON, Tjarnarbóli 6, Seltjarnarnesi, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 7. mars. Jóna Jóhannesdóttir, Bjarney W. Gunnarsdóttir, Gunnar Vilhelmsson, Soffía Wedholm, Helgi Björnsson, Regína W. Gunnarsdóttir, Björn Gunnlaugsson, barnabörn og langafabarn. + Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR JÓNSSON bóndi á Víkingsstöðum á Völlum, lést á heimili sínu mánudaginn 6. mars. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugar- daginn 11. mars nk. kl. 14.00. Jarðsett verður í Vallanesi. ína Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir, Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, Magnús Sigurðsson, Halldóra Magna Sveinsdóttir, Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, Þorsteinn Jóhannsson, Sigurður Orri Magnússon. + MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR, Sólvangi, Hafnarfirði, áðurtil heimilis á Frakkastíg 17, Reykjavík, lést þriðjudaginn 22. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum starfsfólki Sólvangs fyrir góða umönnun. Svava Hauksdóttir, Ragnheiður Hauksdóttir, Sveinbjörn E. Hauksson. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN VILBORG GÍSLADÓTTIR, Þórunnarstræti 134, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 10. mars kl. 13:30. Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hennar, láti dvalarheimilið Hlíð eða Minningarsjóð heimahlynningar Akureyrar njóta þess Jón Gísli Sigfússon, Helga Sigfúsdóttir, Rúnar H. Sigmundsson, Gunnar Örn Rúnarsson, Bryndís Valgarðsdóttir, Sigrún Rúnarsdóttir, Magnús Magnússon, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Elín Sveinsdóttir, Guðrún Rúnarsdóttir, Sigfús Arnar Karlsson og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.