Morgunblaðið - 09.03.2000, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 09.03.2000, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS 50 ÁRA Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/Ásdís Petri Sakari hljómsveitarstjóri. Barbara Deaver mezzosópransöngkona. Hin ógnvekj- andi skylda SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur á afmælistónleikum sínum - flytur Þriðju sinfóníu austurríska tónskáldsins Gustavs Mahlers. Um upphaf verksins, sem mörgum þykir ein mikilfenglegasta byrjun á sinfónísku verki sem um getur, sagði tónskáldið: „Það er ógnvekjandi að fínna hvernig þátturinn vex og þenst út yfir allt sem ég hef áður samið. Það gengur svo langt að 2. sinfónían mín virðist vera eins og bam við hliðina á þessu. Ég verð gripinn skelfingu þeg- ar ég geri mér grein fyrir því hvert þetta stefnir, - þegar ég sé hvaða leið tónlistinni er mörkuð og geri mér ljóst að hin ógnvekjandi skylda að ná þessu markmiði skuli lögð mér á herðar." Mahler hóf samningu sinfóníunnar sumarið 1893 og lauk henni þrem ár- um síðar. Enn liðu þijú ár áður en hún var frumflutt. Mahler var óvenju nákvæmur í útskýringum á verkinu. í bréfi til söngkonunnar Önnu von Mildenburg sagði hann að í sinfón- íunni ætti að vera hægt að skynja alla náttúruna og að hún ætti að lýsa dýpstu og leyndustu tilfínningum. Hann útskýrði fyrir Natalie Bauer- Lechner, sem var mikill fjölskyldu- vinur og heimildarmaður um líf Mahlers, að fyrsti þáttur ætti að tákna þegar sumarið gangi í garð og því mætti hann heita: „Der Sommer marschiert ein“ og þar á eftir íylgdi „Pan erwacht", þegar Pan vaknar. Annar þáttur: „Was mir die Blumen in der Weise erzahlen“ fjallaði um hvað blómin á akrinum segja mér. Þriðji þáttur: „Was mir die Tiere im Walde erzahlen" hvað dýrin í skógin- um segja mér. Fjórði þáttar fjallaði um „Was mir die Nacht erzáhlt", hvað nóttin segir mér og fimmti þátt- ur „Was mir die Morgenglocken erzáhlen", hvað morgunklukkumar segja mér. Sjötti þáttur „Was mir die Liebe erzáhlt", hvað ástin segir mér. Sjöundi og síðasti þáttur „Was das Kind mir erzáhlt", hvað bamið segir mér. Endanleg gerð sinfóníunnar er hinsvegar í sex þáttum. I fyrri hluta tónleikanna í kvöld er einungis íyrsti þáttur leikinn en hinir fimm þættimir í síðari hluta. Þröng á þingi Svið Háskólabíós hefur að sögn Helgu Hauksdóttur tónleikastjóra aðeins einu sinni verið jafnþéttskipað og á þessum tónleikum - á fjörutíu ára afmælistónleikunum. I hljóm- sveitinni munu verða 106 manns og í kómum um 70 manns. Samanstend- ur hann af kvenröddum úr Kór Is- lensku ópemnnar og Unglingakór Söngskólans í Reykjavík. Garðar Cortes hefur æft kórana og segir Helga að þeir syngi blaðlaust. Helga vekur athygli á þvi að keypt- ar hafa verið fjórar Wagner-túbur fyrir afmælið og verða þær vígðar á tónleikunum. Einsöngvari verður mezzosópr- ansöngkonan Barbara Deaver frá Bandaríkjunum. Frá þeirri stundu er Deaver kom fram í hlutverki Amnerisar í óper- unni Ai'du í Metropolitan ópemnni í New York árið 1994 hefur hún verið eftirsótt um heim allan í ópemhlut- verk jafnt sem á tónleikapalli. Deaver hefur sungið í öllum helstu mezzo- sópran-hlutverkum óperubókmenn- tanna svo sem hlutverk Dalílu á móti Placido Domingo í hlutverki Samsons í ópera Saint-Saens í Mexíkóborg, hlutverk Eboli í ópemnni Don Carlos og Azucenu í II Trovatore eftir Verdi hjá Metropolitan ópemnni. Hún hef- ur þegar verið ráðin til að syngja hlutverk Eboliar í Don Carlos og hlutverk Azucenar í II Trovatore hjá Vínarópemnni og Washington, í Grímudansleiknum eftir Verdi í San Diego, hlutverk Eboliar á Casals-há- tíðinni í Púertóríkó, hlutverk Amner- isar í Búdapest og hlutverk Heró- díasar í óperanni Salome í Fíladelfíu. í tónleikaferð Metropolitan óper- unnar til Japan söng Deaver hlutverk Frikku í Valkyrjunum eftir Wagner undir stjóm James Levine. I fmm- raun sinni á ópemsviði þýsku óper- unnar í Berlín söng hún hlutverk Amnerisar og framraun hennar í hlutverki Dalílu átti sér stað í Argen- tínu. Ennfremur hefur hún sungið í ópemhlutverkum í ísrael, Miami í Florída og hjá Cincinnati ópemnni. Deaver hefur einnig verið eftirsótt til að syngja einsöngshlutverk á tón- leikapalli með þekktum hljómsveit- um. Hún hefur sungið í Rúckert Lieder eftir Mahler með Sao Paulo hljómsveitinni, í Missa Solemnis og Messías með Zubin Mehta og fílharmóníuhljómsveitinni í Israel, í Des Knaben Wunderhom með hljómsveitinni í Louisville, í Sálu- messu Verdis með fílharrnóníu- hljómsveitum Flórída og Israels, Pacific sinfóníuhljómsveitinni og þjóðarhljómsveit Mexíkó. Hún hefur sungið í Elias eftir Mendelssohn með útvarpshljómsveit Hollands undir stjóm Hans Vonk og í mörgum upp- færslum á sinfómum nr. 2,3,8 og Das Lied von der Erde eftir Gustav Mahl- er með þjóðarhljómsveitinni í Mexíkó. Barbara Deaver söng hlutverk Amnerisar í hljóðritun á geislaplötu fyrir Naxos með írsku þjóðarhljóm- sveitinni undir stjórn Ricos Saccanis og mun koma fram á tónleikum með Luciano Pavarotti í þætti sem heitir Great Performers at Lincoln Center og sjónvarpað verður í beinni útsend- ingu um gjörvöll Bandaríkin. Sakari snýr aftur Hljómsveitarstjóri kvöldsins verð- ur Petri Sakari sem er íslenskum tónleíkagestum að góðu kunnur. Hann var fastráðinn aðalhljóm- sveitarstjóri eða gestastjómandi Sin- fómuhljómsveitar Islands samtals í tíu ár og hefur unnið mikið uppbygg- ingarstarf með hljómsveitinni. Eftir að Petri hætti störfum hér vorið 1998 hefur hann verið aðal- stjómandi Lohja-hljómsveitarinnar í Finnlandi, stjórnað hljómsveitum víða í Evrópu, s.s. Hollandi, Þýska- landi og Rúmeníu og í Mexíkóborg, og auk þess mörgum helstu hljóm- sveitum Norðurlanda. Fram undan hjá honum em tónleikar í Singapúr og tónleikaferð með svissnesku fíl- harmóníuhljómsveitinni. Ný vídd í menningarstarfsemi þjódarinnar BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra segir Sinfóníuhljóm- sveit íslands skipta miklu máli fyrir allt menningarlíf á íslandi. Hún hafí skapað nýja vídd í menningarstarf- semi þjóðarinnar. ,Á þessum fimmtíu áram hefur það sannast hve framsýnir þeir sem lögðu út í það ævintýri að stofna hljómsveitina vora. Nefni ég þar menn innan Ríkisútv- arpsins, dr. Pál ísólfs- son og Jón Þórarins- son, ásamt Jónasi Þorbergssyni, þáverandi útvarpsstjóra. Hljóm- sveitin hefur margsannað sig og gegnir miklu meira hlutverki en því einu að flytja okkur góða tónlist því hún er að mörgu leyti tákn þess að við íslendingar setjum okkur markið mjög hátt í menningarmálum.“ Ráðherra telur að hljómsveitin standi vel í listrænu tilliti en skapa þurfi henni góðar starfsaðstæður til frambúðar. „Þar er mikilvægt að Reykja- víkurborg og ríkis- stjóm íslands tóku um það ákvörðun í janúar í fyrra, í fyrsta sinn í sögu hljómsveitarinn- ar, að taka höndum saman um að reisa tónlistarhús sem verði framtíðarheimili henn- ar. Islendingum hefur nefnilega aldrei gefist kostur á að heyra hana flytja tónlist við viðun- andi aðstæður. Þeir sem hafa haft tækifæri til að heyra hljómsveit- ina leika í góðum hljómleikasölum erlendis vita hvers hún er raunvem- lega megnug." Stefnt var að því í upphafi að taka húsið í notkun innan fimm ára. Björn segir ómögulegt að meta það á þess- ari stundu hvort það takmark náist en unnið sé að því að hrinda áform- unum í framkvæmd. „Þessu miðar eins og til var stofnað en hér er vita- skuld um stórt verkefni að ræða.“ Björn Bjarnason ’ Vladimir Ashkenazy stjórnar Sinfóníuhljómsveit Islands á æfingu árið 1974. Ashkenazy stjórnar á ný VLADIMIR Ashkenazy mun stjórna Sinfóníuhljómsveit íslands á tónleikum í Reykjavík 18. janúar á næsta ári. Þetta staðfestir Þröst- ur Ólafsson, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, með þeim fyrir- vara að samningar hafa enn ekki verið undirritaðir. „Ashkenazy er búinn að samþykkja þetta og ég tel allar líkur á að af þessu geti orðið. Þetta em mjög ánægjuleg tíðindi fyrir hljómsveitina," segir Þröstur. Ashkenazy stjórnaði Sinfón- íuhljómsveitinni mai'gsinnis á sjöunda ártatugnum en hefur ekki gert það frá því á Listahátíð í Reykjavík í júní 1978, í tæp 22 ár. Hér verður því um endurkomu þessa virta píanóleikara og hljóm- sveitarstjóra að ræða. A tónleikunum verða flutt tvö stór verk, Níunda sinfónía Shosta- kovitsj og Das Lied von der Erde eftir Mahler.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.