Morgunblaðið - 09.03.2000, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 09.03.2000, Qupperneq 64
64 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Dans- og söngvamyndin Regína er að komast á legg Form sem víkkar út raunveruleikann Margréti Örnólfsdóttur hefur alltaf langað að vera persóna í dans- og söngvamynd, og henni tókst að sannfæra Hildi Loftsdóttur um að það væri skemmtilegt að beisla ekki tilfínningarnar heldur bresta í söng. Morgunblaðið/Jim Smart Margrét Ornólfsdóttir er að gera dans- og söngvamyndina Regínu. „REGÍNA þýðir drottning, en hún var búin að heita öðrum nöfnum; Karólína og Stefanía... “ - Eins og prinsessurnar af Món- akó! „Já, ég var að vísu ekki búin að fátta mig á því en þegar búið var að skíra Pétur og Regínu þróaðist það þannig að fiestar persónurnar heita kónganöfnum,“ segir Margrét og hlær. „Mér finnst Regína líka flott stelpunafn, og ég man að mér fannst það flott þegar ég var sjálf stelpa." Hjartað í fararbroddi Islenska kvikmyndasamsteypan hlaut framleiðslustyrk í janúar sl. til að gera dans- og söngvamyndina Regínu eftir handriti Margrétar, og mun María Sigurðardóttir leikstýra myndinni. Margi-ét segir að hún haf! lengi gengið með þessa eftirlitslausu og -Ihvatvísu stelpu í maganum. „Myndin fjallar um Regínu sem er svona 10, 11 ára. Snemma í sög- unni uppgötvar hún fyrir tilviljun að hún er gædd þeim ágæta hæfi- leika að þegar hún syngur um hlut- inn sem hún er að eiga við, getur hún haft ýmis áhrif, sérstaklega á fólk, sem hún fær til að gera hluti,“ útskýrir Margrét. „Hún kynnist síðan stráknum Pétri, sem er orðs- ins maður. Og þegar þau leggja saman í púkk, hann með rím og flott orð, og hún með sönginn, gerast "rígaldrar. Þau fara að nota sé þetta óspart, og það hrindir af stað mjög ævintýralegri atburðarás." - Hvernig galdrar eru þetta? „Ekki neinir Disney-galdrar. Eða kannski, stundum, ha, ha... ef ég fer að hugsa um það. Þetta eru galdrar sem mér fmnst að ætti alveg að vera hægt að gera; að baka bleika köku með rjómaskreytingu og súkkulaði- stöfum á meðan maður syngur eitt lag. Eg fer alltaf eftir uppskrift og það kemur aldrei út eins og í bók- inni. En það ætti að takast ef maður er með rétta lagið... ef maður setur hjartað í hlutina." Hvað sem er leyfist „Mig hefur alltaf dreymt um að vera persóna í dans- og söngva- mynd. Eg dansa mjög mikið heima þegar ég er að gera eitthvað leiðin- legt, einsog að taka til. En ég er eig- inlega hætt því, alla vega þegar börnin mín eru heima, sérstaklega finnst dóttur minni, sem er að verða ellefu ára, það mjög vandræðalegt. Mér finnst þetta mjög heillandi form sem býður upp á að víkka að- eins út raunveruleikann. Því um leið og fólk byrjar að dansa og syngja leyfist því í rauninni hvað sem er, og enginn kippir sér upp við það þótt það skipti fimm sinnum um búning í sama laginu, eða sé allt í einu statt einhvers staðar annars staðar. En annars er ástæðan fyrir því að ég skrifaði dans- og söngvamynd aug- ljós eiginhagsmunasemi því ég ætla að semja alla tónlistina og vil alltaf hafa tónlist í öllu.“ - Verður tónlistin notuð til að tjá tilfmningar persónanna? „Já, því það gengur ýmislegt á í sögunni og galdrarnir ganga ekki alltaf upp hjá krökkunum. Pétur er svona botnari. Regína kemur með fyrri parta, en Pétur kemur með smellna og fullkomna seinni parta, hann er pínulítið jarðbundnari en Regína, og hugsar sig alltaf aðeins um á meðan hún fer alltaf og fram- kvæmir hlutina strax. Þannig eru þau mjög góð saman. Það er Olga Guðrún Arnadóttir, frænka mín, sem semur fyrir mig lagatextana. hún er þegar búin með einn og hann er alveg frábær. Hún hefur alveg réttu tilfinninguna fyrir þessu.“ - Syngja og dansa aðrar persón- ur í myndinni? „Já, næstum því allir. Mamma Regínu átti sér þann draum að verða söngkona en hún vinnur tómstundastarf á elliheimili, þar sem hún fær gamla fólkið til að syngja og steppa. Þangað kemur síðan skuggalega týpa sem svindlar sér inn í danskennsluna. En krakk- arnir syngja sennilega mest.“ Hreinn súrrealismi Margrét segist mikið hafa horft á dans- og söngvamyndir sl. tvö ár, en að áhuginn hafi hreiðrað um sig snemma því þegar hún var krakki var hún strax farin að taka eftir þessum myndum. „Það hefur reyndar ekki mikið verið gert af þeim upp á síðkastið en mér finnst Dennis Potter sem gerði sjónvarpsþættina „The Singing Detective" og „Pennies in Heaven“ hafa endurlífgað þetta form. John Waters notaði það í „Hairspray", og svo má maður ekki glejuna Grease og diskómyndunum, þannig áð for- mið hefur aldrei dáið. Ég hef líka horft á gömlu Gene Kelly-myndirn- ar, og mér finnst hann hafa verið al- gjör snillingur. Það er svo flott hvernig sagan í myndum hans er mjög einföld, oft ástarsaga, en þeg- ar persónurnar byrja að syngja og dansa koma 10-15 mínútur af hrein- um súrrealisma. Svo eru það indversku kvikmynd- ir. Það hefur varla verið gerð ind- versk kvikmynd án þess að í henni séu söngatriði. Þegar ég dvaldi mik- ið í London reyndi ég alltaf að ná þannig myndum á pakistönskum sjónvarpsstöðvum. Þetta eru rosa- lega skemmtilegar myndir, og þeg- ar tilfinningarnar bera fólk ofurliði þá brestur það í söng.“ - Verður þaðþannigíRegínu? „Já,“ segir Margrét og hlær, „og ég vildi að það væri þannig hjá öll- um. Fólk væri ekki að halda tilfinn- ingum niðri heldur léti það eftir sér að sleppa fram af sér beislinu.“ Engin skrípaveröld Ef allt gengur að óskum við fjár- mögnun er áætlað að fara í tökur í ágúst og september, því Regína er sumarmynd og það verður að ná útitökunum þá. „Þeir sem fá hlutverk Regínu og Péturs þurfa að gera gert ansi margt,“ segir Margrét hugsandi, „og það þarf að vanda valið rosalega vel, því þetta verður svo mikil vinna fyrir þessa krakka. María hefur mikla reynslu af því að prófa krakka, og hún segir að það sé ekki nóg að krakkarnir komi vel út í prufum, þau verði líka að hafa mikið úthald." Og verða leikmyndirnar súrrealískar eða... ? „Við þurfum ekki að taka bíla af götunum eða fjarlægja skilti, en mér finnst samt að þurfi að búa til myndrænan heim fyrir myndina með búningum og leikmynd, án þess að það sé skrípaveröld. Það er sérstakur andi sem ríkir í myndinni og sérstakt fas sem einkennir fólk, eins og t.d. að það tileinki sér ákveðið göngulag. Annars verður myndin tekin öll í vesturbænum og það lengsta sem er farið er niður á höfn. Þetta er mjög íslensk mynd, það er ekkert amerískt við myndina þótt hún sé dans- og söngvamynd." - Nú hlaustu líka handritsstyrk fyrir verkefnið Úthverfadrottning- in. Hefur alltaf leynst ríthöfundur í tónlistarkonunni? „Ég pældi aldrei í því þótt ég skrifaði heilmikið þegar ég var krakki, leikrit og fleira. Kannski er ástæðan fyrir því að ég fór að skrifa kvikmyndahandrit sú að mér finnst mjög gaman að horfa á fólk, skoða það, hvernig það tjáir sig og sjá hvað allt fólk er í rauninni skrítið. Ég lít ekki á mig sem rithöfund en ég held að kvikmyndaformið henti mér ágætlega af því að ég hef alltaf verið heilluð af því og ætlaði alltaf að verða kvikmyndagerðarmaður en ekki tónlistarmaður. En lífið fer í krókaleiðum og ég veit ekki hvar þetta endar,“ segir Margrét glott- andi að lokum, og virðist búa yfir enn fleiri hæfileikum sem fá að líta dagsins ljós í framtíðinni. Morgunblaðið/Jira Smart Meðal atriða var rappsveit sem samanstóð af þremur nemendum úr sitthvorum skólanum. Unglingar safna fyrir einhverfa Kór Hólabrekkuskóla, ÞAÐ var glatt á hjalla um helgina í — yHólabrekkuskóla þar sem nemend- ur unglingadeildar héldu skemmt- un til styrktar einhverfum börnum í skólanum. „Það var unglingadeildin í Hóla- brekkuskóla sem stóð fyrir söfnun- inni og áttu krakkarnir sjálfir hug- myndina en ég sem starfsmaður Miðbergs hjálpaði þeim með £etta,“ segir Hermann Kristinn Hreinsson tómstundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðinni Miðbergi í Breið- holti. Tóku allir nemendur þátt? „Nei, það voru um þrjátíu krakk- ar sem komu að dagskránni, en á undan voru þemadagar og þemað var fötlun.“ Hvað var gert á þessum þema- dögum? „Það var farið í fréttasmiðju, búið til blað, gerð heimildarmynd um þemadagana og athugað að- gengi fatlaðra, svo að allir nemend- ur komu einhvers staðar að þessu efni.“ Hefur áður veríð efnt til svona söfnunar? „ Nei, þetta var í fyrsta skipti.“ Hvað var á dagskránni? „ Það var danssýning, rapp, sýnd heimildarmynd, það voru söng- atriði og einnig fræðsla um ein- hverfu sem kom inn á milli atriða, þar sem talað var um orsök ein- hverfu og ýmislegt annað.“ Fyrír hverju voruð þið að safna ? „Það var verið að safna fyrir skammtímavistun fyrir einhverfa í Hólabergi." Hvað söfnuðuð þið miklu ? „Það söfnuðust 50 þúsund krón- ur en við erum að hugsa um að vera kannski með einhverja frekari söfnun.“ Tók Miðberg einhvern þátt í þessu? „Það eina sem Miðberg tengdist þessu var það að krakkarnir töluðu fyrst við mig um þessa hugmynd og ég hjálpaði þeim að framkvæma hana, ásamt námsráðgjafanum í Hólabrekkuskóla,“ sagði Hermann að lokum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.