Morgunblaðið - 09.03.2000, Side 1

Morgunblaðið - 09.03.2000, Side 1
STOFNAÐ 1913 58. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Israelar og Pal- estínumenn ræðast aftur við Ramallah, Jerúsalem. Reuters, AFP. FULLTRÚAR ísraela og Palestínu- manna munu taka aftur upp viðræð- ur í Washington síðar í mánuðinum með það f'yrir augum að undii-rita endanlegan friðarsamning í septem- ber. Þá munu þeir Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, Ehud Bar- ak, forsaetisráðherra Israels, og Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, eiga með sér fund í egypska bænum Sharm el-Sheikh í dag. Dennis Ross, sendimaður Banda- ríkjastjórnar í Miðausturlöndum, skýrði frá þessu í gær að loknum fundi með þeim Barak og Arafat í bænum Ramallah á Vesturbakkan- um. Sagði hann stefnt að því að ljúka sem fyrst drögum að friðarsamningi og undirrita hann ekki síðar en 13. september. Nefndi hann ekki hvort þeir Arafat og Barak tækju þátt í viðræðunum. Palestínumenn slitu viðræðum við ísraela í síðasta mánuði vegna ágreinings um hvaða land skyldi heyra undir það 6,1% sem ísraelar áttu þá að skila þeim. Palestínskur embættismaður sagði í gær að þessu 6,1% yrði nú skilað en sundurgreindi það ekki. Deilt um land og sjálfstæði Ahmed Korei, forseti palestínska þingsins, sagði í gær, að á fundinum í dag í Sharm el-Sheikh myndu þeir Arafat og Barak reyna að greiða úr ýmsum ágreiningsmálum en eitt helsta deilumálið hefur verið hvenær og hve miklu landi Israelar skuli skila Palestínumönnum í þriðja og síðasta sinn. Líklegt er að einnig verði rætt um þá yfirlýsingu Arafats, að lýst verði yfir sjálfstæði Palestínu á þessu ári. ítrekaði hann hana í fyrradag, nokkrum klukkustundum áður en þeir Barak áttu með sér óvæntan fund. Reuters Barak og Arafat takast í hendur að loknum fundi þeirra í Ramallah. Yst til vinstri er David Levy, utanríkisráðherra fsraels. Baráttu- dagur kvenna Alþjdðabaráttudagur kvenna var í gær og minntust konur þess með ýmsum hætti víða um heim. I Genf gengu nokkur þúsund kvenna fyrsta áfangann í heimsgöngu, sem haldið verður áfram á næstu mán- uðum og á að ljúka við aðalstöðvar Sameinuðu þjdðanna í New York í oktdber. Lögðu þær áherslu á að berjast yrði gegn ofbeldi gagnvart konum og fátækt meðal þeirra, og voru svipaðar kröfur hafðar uppi á fundum í tugum borga víða um heim. Martine Aubry, atvinnu- málaráðherra í frönsku stjdrninni, tilkynnti í gær að í hvert sinn sem cinhver léti niðurlægjandi ummæli um konur falla á franska þinginu, myndu allar þingkonur ganga út. Þorskurinn að hrynja í Norðursjó Rányrkja og auk- inn sjávarhiti París. AFP. ÞORSKSTOFNINN í Norðursjó er um það bil að hrynja og það er fyrst og fremst tvennt, sem veldur því; rányrkja og aukinn sjávarhiti. Vegna allt of mikillar sóknar í þorskinn í Norðursjó í fjóra ára- tugi samfellt er svo komið að afl- inn er að mestu fiskur sem er inn- an við þriggja ára gamall eða með öðrum orðum ókynþroska. Af þessum sökum hefur ICES, Al- þjóðahafrannsóknaráðið, lagt til að þorskaflinn verði skorinn niður um allt að 60% en í grein eftir ýmsa sérfræðinga, sem birtist í tímaritinu Nature í dag, segir að ekki sé víst, að það dugi til. Sjáv- arhiti í Norður-Atlantshafi hafi verið að aukast frá 1988 og það hafi komið mjög hart niður á þorskinum og hrygningarstöðv- um hans í Norðursjó. Árgangarn- ir frá 1997 og 1998 séu þeir lang- minnstu, sem nokkru sinni hafi verið mældir. í greininni var engum getum að því leitt hvers vegna sjávarhitinn hefur aukist en ýmsir aðrir sér- fræðingar kenna það gróðurhúsa- áhrifunum svokölluðu. Nokkuð öruggt að Bush og Gore muni takast á í forsetakosningunum Bradley ákveður að hætta og beðið er eftir McCain Washington. Reuters, AP, AFP. BILL Bradley, fyrrverandi öldungadeildarþing- maður, ákvað í gær að játa sig sigraðan í for- kosningabaráttu bandarískra demókrata og mun hann lýsa því yfir formlega í dag. í herbúðum repúblikana er þess beðið að John McCain, öld- ungadeildarþingmaður fyrir Arizona, fari eins að en segja má að vonir þeirra Bradleys um að verða forsetaefni flokka sinna hafi orðið að engu í for- kosningahrinunni í fyrradag. Nokkuð öruggt er, að þeir George W. Bush og A1 Gore muni takast á í kosningunum í haust og er spáð jafnri og harðri baráttu. Búist hafði verið við að línurnar myndu skýrast með „ofurþriðjudeginum“, sem svo er kallaður vegna þess að þá er kosið í mörgum ríkjum og þeim fjölmennustu. Niðurstaðan varð sú að Gore vann Bradley alls staðar með miklum mun og Bush sigraði McCain í níu ríkjum af 13, þ. á m. í Kalif- orníu, New York og Ohio. McCain sigraði í fjórum ríkjum í Nýja-Englandi en það breytir litlu vegna þess hve fáa kjörmenn þau hafa. „Hann sigraði, ég tapaði," sagði Bradley þegar ljóst var orðið á þriðjudagskvöld hvernig forkosn- ingarnar höfðu farið. Sögðu aðstoðarmenn hans að hann ætlaði að tilkynna í dag að forkosningabar- áttunni væri lokið af hans hálfu og jafnframt lýsa yfir stuðningi við Gore. Skilyrtur stuðningur við Bush? McCain hélt í gær til síns heima í Arizona þar sem hann ætlaði að íhuga sín mál. Var haft eftir að- stoðarmönnum hans að líklega myndi hann til- kynna fyrir helgi eða um helgina að hann væri hættur. Búist er við að hann muni lýsa yfir stuðn- ingi við Bush en þó ekki án skilyrða. Hann leggur t.d. mikla áherslu á að Bush heiti að berjast fyrir umbótum og nýjum reglum um fjármögnun kosn- ingabaráttunnar hjá flokkunum. Jafnræði með Bush og Gore Þeir Bush og Gore eru nú farnir að beina spjót- unum meira hvor að öðrum og er því spáð að kosn- ingabaráttan framundan verði mjög hörð og úrslit- in tvísýn. Til þessa hefur Bush ávallt haft betur í skoðanakönnunum en Gore og stundum haft 10-20 prósentustig umfram. I skoðanakönnun sem Wali Street Journal birti í fyrradag eru þeir þó jafnir í fyrsta sinn, hvor með 46%. Leitaði Reiitere-frétta- stofan álits átta stjómmálaskýrenda víðs vegar um Bandaríkin og spáðu þeir allir Gore sigri í kosning- unum í haust. Væri ástæðan fyrst og fremst það efnahagslega góðæri sem væri í Bandaríkjunum. ■ Sækja inn á miðjuna/26 Hull með rík- ustu borgum London. Daily Telegraph. HULL hefur lengi verið meðal fátæk- ustu sveitarfélaga í Bretlandi en ekki lengur. Nú er það komið í flokk með þeim ríkustu. I fyrrasumar var síma- fyrirtæki borgarinnar skráð á al- mennum markaði og í fyrradag var það orðið eitt af 100 verðmestu fyrir- tækjunum í kauphöllinni. Þegar símafyrirtækið, Kingston Communications, fór á almennan markað keyptu 50.000 íbúar í Hull hlut í því og síðan hefur hann sjö- faldast. Það er þó borgarsjóður sem hefur hagnast mest því að hann á enn 43% í fyrirtækinu. Hann á nú rúm- lega 292 milljarða ísl. kr„ a.m.k. á pappírnum. Er Hull eina borgin í Bretlandi, sem á símafyrirtæki. Vonast er til að velgengni fyrirtæk- isins laði að önnur fj arskiptafyrirtæki. MORGUNBLAÐiÐ 9. MARS 2000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.