Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ferð Albright um SA-Evrópu Kaldar mót- tökur í Bosníu Prag, Brcko. AFP, AP. MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hélt frá ættlandi sínu Tékklandi í gær, eftir þriggja daga opinbera heimsókn, með fyrirheit um að eiga eftir að leggja leið sína þangað aftur - ekki þó sem forseti. Breytti þar engu um að Vaclav Havel Tékídandsforseti hvetti hana opinberlega til að gefa kost á sér til að verða eftirmaður sinn þegar kjörtímabilinu lýkur árið 2003. Albright var greinilega hrærð yfir móttökunum sem hún fékk í fæðing- arlandi sínu, en í heimsókninni tók hún meðal annars þátt í minningar- athöfnum í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá fæðingu Tomas Masaryks, íyrsta forseta Tékkóslóvakíu, og var veitt heiðursviðurkenning háskólans í Brno (Brúnn). Tékkland var fyrsta landið af fjórum í Mið- og Austur- Evrópu, sem hún hyggst sækja heim í þessari ferð, sem væntanlega verð- ur hennar síðasta til þessara landa áður en ráðherratíð hennar lýkur í haust, er kjörtímabil Bills Chntons forseta rennur út. Mótttökumar sem hún fékk í Brcko í Bosníu, þangað sem hún hélt frá Prag, voru ekki eins hjartnæm. Hundruð Bosníu-Serba hrópuðu ók- væðisorð að henni og reyndu að grýta hana með eggjum, en heimsókn AI- bright til þessarar stríðshrjáðu borg- ar var fyrst og fremst til að leggja lið tilraunum til að koma þar á friðsam- legu samlífi þjóðabrotanna þriggja, Serba, Króata og Bosniu-múslíma. Og í bænum Kiseljak, sunnarlega í Bosm'u, voru allt að 10.000 Króatar saman komnir til að mótmæla 45 ára fangelsisdómi sem stríðsglæpadóm- stóll Sameinuðu þjóðanna í Haag felldi yfir króatíska herforingjanum Tihomir Blaskic íyrir skemmstu, fyrir voðaverk framin í Bosníu-stríð- inu gegn óbreyttum borgurum af þjóðemi múslíma. Brcko lýst fjölþjóðlegt stjórnsýslusvæði Til stóð að Albright tæki í Brcko þátt í athöfn þar sem formlega átti að lýsa borgina fjölþjóðlegt stjómsýslu- svæði, en ákvörðun hafði verið tekin um það í fyrra í því skyni að koma til móts við kröfur allra þjóðabrotanna þriggja. Brcko hefur á að skipa fjölþjóð- legri borgarstjóm, sem heíúr hlotið staðfestingu hinna alþjóðlegu emb- ættismanna sem farið hafa með yfir- AP Madeleine Albright, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, sem fæddist í Prag undir nafninu Marie Korbelova, flyt- ur ræðu utan við Hradjín-forselahöllina á þriðjudag. stjóm borgarinnar frá því Bosníu- stríðinu lauk fyrir fimm ámm. íbúar Brcko em undanþegnir herþjónustu, sem er hugsað sem táknræn aðgerð í þágu friðar. En þegar bílalest Albright nálgað- ist byggingu borgarstjómarinnar hófu um 300 mann hópur Serba að hrópa „morðingjar", „þjófar“ og önn- ur ókvæðisorð. Einnig heyrðist „Dodik svikari", en Milorad Dodik fer fyrir stjóm Bosníu-Serba, sem ráða yfir helmingi landsvæðis Bosn- íu, en hann hefur fylgt samstarfsfúsri stefnu gagnvart Vesturlöndum. Albrigth hélt aftur til Sarajevo, höfuðborgar Bosníu, siðdegis í gær, þar sem hún átti að hitta æðstu stjómmálamenn landsins. Siðan á leið hennar að liggja á fúnd Dokiks í Banja Luka, stjómarsetri hlutalýð- veldis Bosníu-Serba. Dodik hefur boðið stjóm Slobodans Milosevics í Belgrad birginn og ekki farið að fyr: irmælum hennar. Bandaríkin og fleiri lönd saka Milosevic um að kynda áfram undir misklíð milli þjóð- ernahópa, ekki bara í Kosovo heldur ekki síður í Bosníu, þar sem hann hefur leynt og ljóst reynt að grafa undan bosm'u-serbneskum stjórn- málamönnum sem sýnt hafa vilja til málamiðlana. Brcko hafði frá því stríðinu lauk verið þar til í fyrra á valdi Bosníu- Serba einna, en fyrir ári var borgin færð undir samstjóm þeirra og sam- bandsstjórnar Bosmu-Króata og múslíma. Kohl býð- ur veð- setningu á eigin húsi Berlfn. AFP, AP. Myra Hindley og Ian Brady enn í fréttunum í Bretlandi Saman myrtu þau fímm ungmenni fyrir 40 árum Daily Telegraph Ian Brady og Myra Hindley. Myndirnar voru teknar er réttað var í máli þeirra í Bretlandi fyrir fjörutíu árum. HELMUT Kohl, fyrrverandi kanzl- ari Þýzkalands, hefur lýst sig reiðu- búinn að veðsetja eigið hús til að hjálpa til við að mæta sektum sem flokkur hans, Kristilegir demókratar (CDU), þarf að greiða vegna ólög- legra leynisjóða flokksins sem haldið var úti í valdatíð Kohls. Þýzka viku- blaðið Wirtschaftswoche greindi frá því í gær að þetta kæmi fram í næsta hefti blaðsins, sem kemur út í dag. Blaðið segir Kohl tilbúinn að veð- setja hús sitt í Oggersheim við Ludwigshafen, en hann er nú að safna yfir sex milljónum marka, um 220 milljónum króna, til að mæta sektum sem reiknað má með að flokknum verði gert að greiða, í sam- ræmi við ákvæði laga um fjármögn- un stjórnmálaflokka, fyrir þær u.þ.b. tvær milljónir marka sem Kohl hefur viðurkennt að hafa tekið við frá ónafngreindum velunnurum og geymdar voru á leynireikningum, framhjá opinberu bókhaldi flokks- ins, á árunum 1993-1998. Kohl hefur ítrekað neitað að gefa upp hverjir hinir ónafngreindu vel- unnarar voru, og sætir rannsókn málið rannsókn bæði af hálfu þings og saksóknara. En hann hefur nú þegar nefnt nokkra þeirra sem hafa lagt honum lið í nýjustu fjársöfnuninni. Þar á meðal eru, að sögn Wirtschafts- woche, leikkonan Uschi Glas og Berti Vogts, fyrrverandi landslið- sþjálfari Þýzkalands í knattspymu. London. Morgunblaðið. HANN er 62 ára. Hún er 57. Fyrir nær 40 árum myrtu þau fimm ung- menni. Nú berst Ian Brady fyrir því að fá að deyja í friði en Myra Hind- ley vill fá frelsi sitt á nýjan leik. 1966 var Ian Brady fundinn sekur um morð á John Kilbride, tólf ára, Lesley-Ann Downey, tíu ára, og Edward Evans, sautján ára. Hann var dæmdur í þrisvar sinnum lífstíð- arfangelsi án möguleika til náðunar. Myra Hindley var fundin sek um morðin á Lesley-Ann og Edward og um vitorð í morðinu á John. Hún var dæmd í ævilangt fangelsi. Sannað þótti, að Myra Hindley hefði lokkað fórnarlömbin á vald sitt og Brady og þau síðan verið svívirt og myrt. Líkin voru grafin á Moor- heiði. Þegar Brady og Hindley voru handtekin var henging enn við lýði á Bretlandi en var afnumin rétt áður en dómarnir féllu. 1987 játuðu þau svo að hafa einnig myrt Keith Benn- ett, tólf ára, og Pauline Reed, sextán ára. Myra Hindley og Ian Brady stóðu í bréfaskiptum í fangelsunum í sex ár en þá batt Myra endi á það sam- band þeirra. Brady fór í hungurverkfall Ian Brady gisti ýmis fangelsi framan af en 1985 var hann fluttur í Ashworth-sjúkrahúsið. f lok sept- ember sl. hóf hann hungurverkfall vegna þess að hann var fluttur fyrir- varalaust á deild fyrir sjúklinga með alvarleg, geðræn vandamál. For- ráðamenn sjúkrahússins gáfu þá skýringu, að þeir hefðu óttast að Brady stytti sér aldur. Þegar ekkert lát varð á hungurverkfallinu tóku sjúkrahúsmenn fram fyrir hendurn- ar á Brady og neyddu ofan í hann næringu. Hann hefur nú höfðað mál vegna þess og krefst þess að fá að deyja í friði. Staða fanga í fangelsi er ljós. Hann hefur rétt til að fara í hungur- verkfall og fangelsisyfirvöld mega hvorki bera honum vott né þurrt, hafi hann mælt svo um áður en hungurverkfallið hófst og hann þá verið talinn heill á geðsmunum. Á sjúkrahúsum gilda aðrar reglur. Og yfirmenn Ashworth benda á, að Ian Brady hafi verið úrskurðaður trufl- aður á geði. Ian Brady hefur sagt, að hann eigi þá ósk eina eftir að fá að deyja. Hann segist reiðubúinn til að fara með málið fyrir mannréttindadóm- stólinn í Haag, neiti brezka dóm- skerfið honum um þessa bón. Brady hefur skrifað BBC langt bréf, þar sem hann m.a. segist dauð- þreyttur á lífinu í Ashworth, sem hann kallar ruslakistu fyrir geð- sjúklinga. Segist hann vart geta beðið þess dags, sem hann yfirgefi þennan óþverrastað í líkkistu. Hindley rekur mál sitt í BBC Hindley hefur líka staðið í bréfa- skiptum við fjölmiðla. Fyrir fimm árum sendi hún The Guardian grein um sín yngri ár og síðar stóð hún m.a. í bréfasambandi við Duncan Staff hjá BBC, þar sem hún á 150 blaðsíðum rakti sína hlið mála. Þessi bréf urðu undirstaða sjónvarpsþátt- ar, sem sýndur var í BBC á miðviku- dagskvöld. Þar var lesið úr bréfum Hindley, þar sem hún lýsti sjálfri sér sem viljalausu verkfæri Brady og fjallaði einhliða um sekt sína og eftirsjá. I einu tilviki er til segulbandsupptaka af pyndingum þeirra Brady, en um það atvik kaus Hindley að fjalla sem allra minnst. Þannig var ekki síður áberandi, hverju hún kaus að sneiða hjá, en hvað hún sagði. Margir urðu til að mótmæla þætt- inum, þ. á m. aðstandendur fórnar- lamba hennar og Brady og Ian Bra- dy, sem hefur jafnan mótmælt öllum röddum þess efnis, að Myra Hindley kunni að fá að fara frjáls ferða sinna. Fyrr á árinu var Hindley flutt úr fangelsi í sjúkrahús, þar sem gerð var á henni höfuðaðgerð; önnur að- gerðin á nokkrum árum. Hún var þá úrskurðuð nægilega heil á geðsmun- um til að tekið væri mark á ósk hennar um það, að ef hún félli í dá á meðan á uppskurðinum stæði, yrði ekki reynt að lífga hana við. Að sögn lækna tókst uppskurðurinn vel. Ber brigður á rétt ráðherra Þegar Myra Hindley var dæmd í ævilangt fangelsi, lagði dómarinn ekki aðrar línur um framkvæmd dómsins en þær, að fangelsisdvölin skyldi vera til mjög langs tíma. Sext- án árum síðar var ákveðið, að refs- ingin skyldi vera 25 ára fangelsi en síðan breyttu ráðherrar því í lífstíð- arfangelsi og Jack Straw, sem nú situr á innanríkisráðherrastóli, hef- ur sagt, að ekki hvarfli að honum að láta Hindley lausa. En hún heldur því nú fram, að ráðherrar hafi ekk- ert vald til þess að hringla með fang- elsisdóm sinn. Hún segist hafa setið inni þau 25 ár, sem tiltekin voru, og gott betur og nú eigi hún allan rétt á því að fá að ganga laus. Mál hennar er nú fyrir dómstóli lávarðadeildarinnar. En eins og Brady segist hún vera reiðubúinn að leita réttar síns fyrir mannréttinda- dómstóli Evrópu, fái hún ekki sínu framgengt í Bretlandi. Ávordögum 1966 stóðu Ian Brady og Myra Hindley hlið við hlið í rétt- arsalnum í Chester Castle. Nú, 34 árum síðar, standa þau aftur í rétt- arsal; reyndar ekki þeim sama og ekki saman, því hann sækir sitt mál í Liverpool, en hún í London. Málatil- búnaðurinn er líka ólíkur, en takm- arkið er eitt og hið sama; að losna úr þeirri fangavist, sem þau voru dæmd í eftir morðin á Moorheiðinni. ■ --------..— -C //Ifmadisþakkir Innilegar þakkir fœri ég öllum þeim, sem heimsóttu mig og glöddu með gjöfum og skeyt- um á nírœðisafmœli mínu 25. febrúar. Guð geymi ykkur öll. Anna Jónsdóttir, Langagerði 9. ^ 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.