Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís Það var sögnleg stund í Kringlunni í gær, en þar sameinuðust indíánar og kúrekar í söng. Morgunblaðið/Sverrir I leikskólanum Hamraborg við Grænuhlíð 24 voru allir klæddir eins og Karíus og Baktus. Reykjavík ÖSKUDAGURINN var hald- inn hátíðlegur um allt land í gær og á höfuðborgarsvæð- inu var stemmningin mjög skemmtileg enda litlir kúrek- ar, kanínur og trúðar spás- serandi um stræti og torg syngjandi íslensk sönglög í von um að fá smágóðgæti í poka. Sumir voru þó í bænum í öðrum erindagjörðum, en þeir eltu þá sem annars hug- ar voru og hengdu á þá ösk- upoka þegar þeir sáu ekki til. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu var grunnskólum það í sjálf- vald sett hvort þeir gæfu nemendum frí í gær eða ekki. Greinilegt var að margir skólar gáfu frí því margt var um manninn í Kringlunni og Skautahöllinni, þar sem fram fór skipulögð skemmtun. Þeir allra hörðustu fóru nið- ur í miðbæ, en veður var með besta móti á höfuðborgar- svæðinu, vægt frost og sól- skin. I Kringlunni var margt um manninn og voru grímu- klædd börn komin þangað eldsnemma um morguninn og biðu eftir að verslunareig- endur opnuðu búðir sínar, en þá þustu þau inn og buðust til að syngja í skiptum fyrir nammi. „Það var heill hellingur af krökkum hérna,“ sagði Sig- urþór Gunnlaugsson, mark- aðsstjóri Kringlunnar. „Kringlan er örugglega eitt stærsta barnaheimili heims á þessum degi, en það er rétt að það komi fram að þrátt fyrir fjöldann gekk allt að óskum og krakkarnir komu vel fram.“ Sigurþór sagði að í Kringl- unni hefði öllum krökkunum verið boðið upp á and- litsmálun og síðan hefði kost- að 100 krónur í bíó. Kata kanína og Skúbí Dú Margir lögðu leið sína í Skautahöllina í gær en þar buðu fþrótta- og tómstundar- áð, Bylgjan, Skautahöllin og nokkur fyrirtæki upp á skemmtidagskrá. Hilmar Björnsson, framkvæmda- stjóri Skautahallarinnar, sagði að um 3.000 krakkar hefðu lagt leið sína í Skauta- höllina frá klukkan 10 í gær- morgun og til klukkan 15. Hann sagði að farið hefði verið f leiki og kötturinn sleginn úr tunnunni. Þá hefði einnig verið haldin skauta- sýning. Systkinin Guðný Erla Sig- urðardóttir, 3 ára, og Björn Axel Sigurðarson, 4 ára, komu ásamt foreldrum sín- um, en þeir höfðu tekið sér frí í vinnu fyrir hádegi til að geta farið með börnin í SkautahöIIina. Guðný Erla, sem var klædd eins og Kata kanína í bleikum skautabún- ingi, skemmti sér vel á skaut- um með bróður sínum, sem Oskudagur í borginni var í gervi teiknimyndahelj- unnar Skúbí Dú, hún ætlaði samt að fara I leikskólann eftir hádegi að hitta vini sína. Katla Kristjánsdóttir var ásamt frænkum sínum, Ár- óru Björk Pétursdóttur og Ingu Heiðu Pétursdóttur, að fylgjast með hinum krökkun- um slá köttinn úr tunnunni. Katla, sem var í kisubúningi sem mamma hennar hafði saumað, sagðist ekki nenna að slá köttinn úr tunnunni, heldur vildi hún miklu frekar bara fylgjast með, enda svo- lítið strembið að slá tunnuna á skautum með drumb í hendi. Katla, sem er í Folda- skóla, sagðist vera ánægð með að fá frí í skólanum og var Lína langsokkur eða Ár- óra Björk, einnig mjög sátt við það, en hún er í Linda- skóla. Þær frænkur sögðust ætla að nýta daginn vel og skreppa í Kringluna síðar til að sníkja smánammi. Karíus og Baktus í leik- skólanum Hamraborg í leikskólanum Hamra- borg við Grænuhlíð 24 var mikið um að vera í gær, en að sögn Bryndísar Stefánsdótt- ur leikskólastjóra hafa síð- ustu tvær vikur farið í grímubúningagerð. Hún sagði að allir krakkarnir hefðu, með aðstoð starfs- fólksins, búið sér til búninga og að þetta væri þriðja árið sem sá háttur væri hafður á. Bryndís sagði að til að koma í veg fyrir meting milli krakkanna hefðu allir bún- ingarnir verið eins, en að þessu sinni voru allir klæddir í gervi Karíusar og Baktusar. „Þetta er búið að vera einn heljarinnar skemmtidagur,“ sagði Bryndís. „Starfsfólkið setti upp leikritið Karíus og Baktus og síðan fengu allir „hollt“ ávaxtanammi og að sjálfsögðu voru tennurnar burstaðar vel á eftir.“ Morgunblaðið/Ásdís Nokkrar skrýtnar kynjaveijur voru á leið niður Vestur- götu, en í miðborginni er gott að vera á Öskudag, því þar er mikið um verslarnir og annarshugar fólk, sem hægt er að hengja öskupoka á. Morgunblaðið/Golli Sumir hættu sér ekki út á ísinn í Skauthöllinni heldur horfðu bara dolfallnir á stóru krakkana á skautum. Morgunblaðið/Golli Systkynin Guðný Erla Sigurðardóttir (Kata kanína) og Björn Axel Sigurðarson (Skúbí Dú) fóru með foreldrum sínum í Skautahöllina fyrir hádegi í gær áður en þau hittu félagana í' leikskólanum. Morgunblaðið/Golli Frænkurnar Áróra Björk Pétursdóttir (Li'na langsokkur), Katla Kristjánsdóttir (kisa) og Inga Heiða Pétursdóttir (bangsi) skemmtu sér vel í Skauthöllinni í gær. Iþrdttadagur aldraðra í Austurbergi Aldrei meiri þátttaka Morgunblaðið/Sverrir fþrótta- og leikdagur aldraðra fór fram í íþróttahúsinu Austurbergi í gær og tóku um 600 manns þátt. Breiöholt Árlegur íþróttadagur Félags áhugamanna um íþróttir aldraðra, var haldinn í Iþróttahúsinu Austurbergi í gærdag og var metþátttaka, en rúmlega 600 manns tóku þátt. Þetta kom fram í sam- tali Morgunblaðsins við Guð- rúnu Nielsen, formann fé- lagsins, en það verður 15 ára á þessu ári. „Þetta gekk allt að ósk- um,“ sagði Guðrán. „Dag- skráin var mjög fjölbreytt. Dansaðir voru tveir hringd- ansar, nokkrir minni hópar sýndu leikfimi og dansa og þá sungu nokkrar ömmur úr Kópavoginum lög.“ Að sögn Guðrúnar hefur íþróttadagurinn, sem ber heitið „íþrótta- og leikdag- ur,“ verið haldinn árlega frá 1988, en síðustu fimm ár hef- ur hann verið haldinn í Iþróttahúsinu Austurbergi á Öskudag. Að þessu sinni tóku hópar frá félagsmiðstöðvum aldraðra í Reykjavík, Kópa- vogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Seltjarn- arnesi, þátt í íþróttadeginum. Guðrán sagði að íþrótta- dagurinn væri í raun bara einn af mörgum viðburðum félagsins á hverju ári. Hún sagði að margt skemmtilegt væri framundan, t.d. boccia- mót, ratleikur í Grasagarðin- um í Laugardal, púttmót og hin árlega íþróttavika á Laugarvatni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.