Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ > Heiður hestsins / Islenski hesturinn hefur reyndarfengið óvænta vegsemd síðustu misserin og á þessi hrekklausa skepna minnstan þátt í því sjálf Hann er orðinn samnefnari við skattsvikarann. Vð blasir glæst mynd: fagurbrynhosaðir knapar sitja hnar- reistir á fákum fímum í heiðursskyni við er- lendan þjóðhöfðingja, sem fylgist með þessu andófi Islendinga við byssustingi hernaðarhyggjunnar með óræðum svip. Þegar numið er staðar við Bláa lónið til þess að fylgjast með hestum með menn á baki sér sýna hinar ýmsu tegundir gangs fer þjóðhöfðinginn hins veg- ar að velta fyrir sér hvað sé á seyði. Þegar nálgast Bessastaði verða hestar enn á leið gestsins og síðustu 800 metrana áður en komið er að bústað forseta fara þeir í veg fyrir bifreið hans og fara fetið. Hinum virðulega þjóðhöfðingja léttir þegar maður tekur á móti honum á VIÐHORF Eftir Karl Blöndal tröppum Bessastaða, en ekki hross. Manninum virðist reyndar brugðið við jódyn- inn í hlaðinu, en erlendi þjóðhöfð- inginn veit ekkert um svaðilfarir gestgjafa síns á hestbaki. Efa- semdir þjóðhöfðingjans ágerast á ný þegar hestasýningar eru felldar inn í dagskrá á Þingvöllum, Akur- eyri og við Mývatn. Hann prísar sig síðan sælan þegar hann kemst af landi brott án þess að vera kvaddur af hrossum. Þessi sýn blasir við nái tillögur nefndar um hlutverk íslenskra hesta og hestamanna við opinber- ar móttökur fram að ganga. Nefndin, sem skipuð var að undir- lagi mannsins, sem sagði að konur ættu heima bak við eldavélina, hef- ur lagt til að „þátttaka íslenskra hesta og hestamanna verði fastur liður við móttöku erlendra þjóð- höfðingja sem til landsins koma“ og telur að „hestinum [verði] með því sköpuð staða sem þjóðartákn“. Nefndin lagði ásamt fleirum fram ályktunartillögu á Alþingi um að landbúnaðarráðherra (sem nú er þessi sami maður) yrði falið að undirbúa aðgerðir til að auka vegsemd íslenska hestsins. Hingað til hafa augu manna einkum beinst að hrossum á hesta- mótum og öðrum slíkum upp- ákomum þar sem knapar hafa eignað sér heiðurinn af hraða þeirra eða gangfimi. En hesta- menn hafa ekki haft erindi sem erfiði í sókn sinni eftir viðurkenn- ingu á skeiðvellinum. Oft og tíðum hafa margfaldir heimsmeistarar mátt horfa á eftir hinni eftirsóttu vegsemd íþróttamaður ársins í hendur veifiskötum og það hefur ekkert breyst þótt margoft hefðu verið settar fram hinar traustustu kenningar um samsæri gegn hestamennsku. Islenski hesturinn hefur reynd- ar fengið óvænta vegsemd síðustu misserin og á þessi hrekklausa skepna minnstan þátt í því sjálf. Hann er orðinn samnefnari við skattsvikarann. Skattsvik hafa löngum verið þjóðaríþrótt á ís- landi og eimir þar eftir af því geni skattfælni, sem á sínum tíma leiddi okkur til þessarar paradísar veð- urs og vinda. Gen þetta er greini- lega ríkjandi þegar kemur að þeim, sem standa í hestaútflutn- ingi, og í 20 ár hefur vart verið flutt svo út hross héðan, sé eitt- hvað að marka endurteknar yfir- lýsingar þýskra tollyfirvalda, að hið raunverulega söluverð hafi ekki verið sýnu hæira en uppgefið var. Það skal hins vegar tekið fram að skattsvik eru að sönnu þjóðar- íþrótt og því er síst hallað á fólk þegar slík mál eru til umræðu þótt ekki sé um ólympíska keppnis- grein að ræða. Ekki þarf að leita lengi-a en í endurminningar eins ástsælasta stjórnmálamanns landsins, fyrrverandi forsætis- ráðheiTa, sem nýstiginn er upp úr stóli seðlabankastjóra, til að kom- ast að því að kinnroðalaust er hægt að tala um það þegar manni tekst að forða fé, sem aflað hefur verið með blóði svita og tárum, undan fíknum fálmurum skatt- heimtunnar: „Fyrsti bíllinn minn var forláta blæjujeppi af Willys-gerð,“ skrifar Steingrímur Hermannsson í fyrsta bindi ævisögu sinnar. „Ég keypti hann á nafni bónda í Borgarfirði því að bændur fengu niðurfellingu á tollum og gjöldum af slíkum bif- reiðum. Þær voru taldar til land- búnaðartækja. Pabbi var ekki hrif- inn af þessu í fyrstu en tók jepp- ann seinna í sátt og fór á honum í kosningaferðalög um landið." Þar sem skattsvik eru ekki opin- ber íþróttagrein er hins vegar hvergi minnst á slíka iðju í þeim plöggum og álitsgerðum, sem lagðar hafa verið fram um að auka vegferð hestsins. Þar eru önnur rök tínd til. Hestur í heiðursmót- töku yrði til dæmis mergjaður fríð- arboði ef marka má þingsályktun- artillöguna, sem lögð var fram í mars á liðnu ári. „Þessi heiðurs- vörður væri mikil andstaða við hermanninn með byssustinginn," segir þai’ um nýtt hlutverk þarf- asta þjónsins. í áliti nefndarinnar er skotið á að útgjöld yrðu rúmlega 100 þús- und krónur við hverja móttöku auk gjalds fyrir sýningarstjóra. I fyrra var um þrjár slíkar heim- sóknir að ræða þannig að ekki myndi þessi biti ríða ríkissjóði á shg. I tillögunum er reyndar einn- ig gert ráð fyrir því að reglulegar reiðsýningar verði fyrir ferða- menn á Þingvöllum og gæti kostn- aður af því orðið um þijár milljónir króna á ári, sem reynt yrði að herja út úr sjóðum og fyrirtækj- um. Tillagan um hestasýningar í heimsóknum erlendra fyrirmenna var prufukeyrð þegar Hillary Clinton forsetaM kom til íslands í fyrra. Þá fór hópur knapa mikinn á Þingvöllum og að endingu var for- setafrúnni afhentur hestur frá ís- lenskum börnum til bandarískra. Það er Ijóst að eitthvað þarf að gera eigi að bæta greininni upp það áfall, sem hlýst af því að þurfa að fara með útflutning hrossa upp á yfirborðið. Þær tillögur sem fjall- að var um á búnaðarþingi og land- búnaðarráðherra talaði um með sælubros á vör eru ekki nema tak- mörkuð bót á því. Þessar tillögur bera hins vegar vitni nýju hugar- fari, sem hlýtur að gleðja alla hina óskráðu keppnismenn í þjóðar- íþróttinni auk þess sem friðarsinn- ar eignast nú nýjan og öflugan bandamann. Þarfasti þjónninn á því í vændum óvænt hlutverk frið- arboða og holdgervings skattsvik- arans. Sauðfjárbeit skaðar ekki gróður á hálendinu Á RÁÐSTEFNU sem haldin var nýlega um beitarfriðun á mið- hálendinu voru rædd hin ýmsu sjónarmið sem uppi eru. Morg- unblaðið birti mjög einhliða grein á bls. 35 í blaðinu 3. mars sl. og fjallaði með svipuðum hætti um málið í for- ystugrein 4. mars sl. Vitnað var í orð þeirra Ólafs Arnalds hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Björns Barkarsonar hjá Landgræðslu rík- isins sem, að mínum dómi, gefa ekki rétta mynd af ástandinu, en ég var, ásamt þeim, meðal frummælenda á ráðstefn- unni og tel brýnt að málin séu rædd af meiri þekkingu og sann- girni. Þar sem sjónarmið sauðfjár- bænda komu ekki fram í umfjöllun blaðsins og erindi mitt fékkst ekki birt í því, vegna þess að það var talið of langt, bendi ég hér á fáein atriði sem þurfa að vera með í um- ræðunni. Beit í afréttum og heimalöndum, sem nýtt eru til sameiginlegrar sumarbeitar, hefur minnkað mikið vegna stórfelldrar fækkunar sauð- fjár og afnáms eða minnkunar hrossabeitar í afréttum. Á undan- förnum 20 árum hefur sauðfé fækkað úr tæplega 900.000 vetrar- fóðruðum kindum í u.þ.b. 490.000. Þó að hrossastofninn hafi nær tvöfaldast á sama tíma, er nú um 80.000 hross, hefur það aukna beit- arálag lent á láglendishögum. Þannig hefur beitarálag minnkað mikið á hálendissvæðum landsins, einkum þeim viðkvæmustu, og end- urspeglast sú staðreynd m.a. í meiri vænleika dilka og breyting- um á gróðurfari. Árferðissveiflur geta haft mikil áhrif, einkum á há- lendinu. Það eru fyrst og fremst kuldi og þurrkar sem draga úr beitarþoli hálendisins. Gera má ráð fyrir að á sum víðáttu- mikil hálendissvæði komi hverfandi fáar kindur, eða alls engar, þó þau séu ekki friðuð og má þar t.d. nefna hálendið norðan Vatnajökuls. f ljósi þessa má leiða að því líkur að girðingafram- kvæmdir til friðunar væru mjög óhag- kvæmur kostur og ekki raunhæfur. Þó að bændur séu minna háðir hálendis- beitinni en áður var, er hún engu að síður verðmæt auðlind sem skiptir verulegu máli í ýmsum sveitum landsins og á einstökum jörðum, jafnvel þótt meirihluti fjár, og flest eða öll hross, séu í láglend- ishögum. Hálendisbeitin er að ýmsu leyti hagkvæm, m.a. vegna Beitarþol Opinberar stofnanir eiga að mati Aðalsteins Jónssonar að vera í ráð- gjafar- og skipnlags- hlutverki og vinna að markvissum rannsókn- um sem leitt geta til framfara. þess að gróður er jafnan næringar- ríkur og féð er dreift og því ekki hætta á ormasýkingu eða öðrum beitarsjúkdómum. Nú er verið að koma á gæðastýr- ingu í sauðfjárræktinni, þar sem gerðar eru kröfur um góða meðferð beitilanda, en rannsóknir skortir á áhrifum beitar á hrjóstrugum há- lendissvæðum. Sömuleiðis vantar aðferðir til að meta beitarþolið. Rofkort nægja ekki í því sambandi. Bændur sýna að þeir taka virkan þátt í ýmiss konar landbótum. Hæst ber verkefnin Bændur græða landið þar sem yfir 500 bændur eru þátttakendur, að meirihluta sauðfjárbændur, og verkefnið Nytjaland. Samvinnuað- ilar í Nytjalandi eru Bændasamtök íslands, Landgræðsla ríkisins og Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Eigi sátt að verða um þessi og önn- ur skyld verkefni þarf fullur trún- aður að ríkja á milli allra þeirra að- ila sem að þeim koma. Við sauðfjárbændur erum vissulega að stuðla að sjálfbærri þróun, gagn- stætt því sem látið er í veðri vaka í áðurnefndri umfjöllun Morgun- blaðsins. Það er beinlínis rangt að halda því fram að ekkert sé að ger- ast í þessum málum. Ég vænti þess að Landbúnaðarráðuneytið muni meta að verðleikum það frumkvæði sem bændur sýna og muni sam- ræma aðgerðir fagstofnana sinna til þess að raunhæfur árangur ná- ist. I viðræðum við ríkið um opinber- an stuðning við sauðfjárrækt til næstu ára er ein meginstefnumörk- unin almenn gæðastýring í sauð- fjáiTækt, sem tekur meðal annars á landnýtingarþættinum, enda telja bændur sjálfír að beina skuli stuðn- ingnum á samningstímanum til þeirra sem hafa næg beitilönd í jafnvægi eða framför. Opinberar stofnanir eiga að mínu mati að vera í ráðgjafar- og skipulagshlutverki og vinna að markvissum rannsókn- um sem leitt geta til framfara í að bæta ásýnd landsins og auka arð- semi til handa þeim sem byggja af- komu sína með einum og öðrum hætti á landsnytjum. Ég hafna lítt rökstuddum áformum um friðun hálendisins fyrir sauðfjárbeit á meðan heiðargæsir, álftir og hreindýr nýta meirihluta þeirrar beitar á hálendinu sem þar er nýtt. Höfundur er formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Aðalsteinn Jónsson MÉR BRÁ heldur í brún þegar ég las í annars ágætri grein í Morgunblaðinu síðast- liðinn laugardag að hvergi í gjörvallri Evrópu væru hjarta- sjúkdómar tíðari en í Grikklandi. Þarna höfðu staðreyndir greinilega eitthvað skolast til því sam- kvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnun eru Grikkir meðal þeirra þjóða sem hafa hvað lægsta tíðni hjarta- sjúkdóma í Evrópu, og það þrátt fyrir að þeir reykja mest allra Evrópubúa. Ástæðan hefur verið rakin til heilsusamlegs mataræðis Grikkja, en þeir borða manna mest af grænmeti í Evrópu og nota ólífuolíu í staðinn fyrir smjör eða smjörlíki. Miðjarðar- hafsfæðið, eins og það er oft kall- að, með gnægð grænmetis og mjúka fitu 1 stað harðrar, veitir slíka vernd gegn hjartasjúkdóm- um, að jafnvel reykingakófið hefur ekki náð að spilla æðum þeirra og hjörtum. Tóbaksreykingar eru mikill heilsuspillir og líklega veldur ekkert eitt uppátæki manna jafn- miklu heilsutjóni. Reykingar valda krabbameini og lungna- sjúkdómum, stuðla að hjartasjúk- dómum, flýta öldrunareinkennum og eiga þátt í þvílíkum fjölda af mannanna meinum að of langt verður upp að telja. Reyk- ingar eru þó síður en svo það eina sem hef- ur áhrif á heilsu, og þegar kransæðasjúk- dómar eru annars vegar valda þær fyrst og fremst skaða þegar kólesteról í blóði er tiltölulega hátt, eins og það er yfirleitt í Norður- og Austur-Evrópu og raunar víðar. Meðal Asíubúa, sem reykja mjög mikið, hafði tóbakið t.d. lengi vel lítil áhrif á þennan sjúkdóm þótt það ylli usla á öðrum sviðum heilsu, og svipaða sögu er að segja meðal annarra þjóða sem hafa borðað lítið af mettaðri fitu. Grikkir og flestar Miðjarðarhafs- þjóðir hafa hingað til talist til þessa hjartavæna hóps þótt ef til vill skipist nú veður í lofti. Hefðbundið mataræði Miðjarð- arhafsþjóða er illu heilli farið að þokast í átt að einhvers konar samevrópskri meðalmennsku með hamborgurum og öðru tilheyrandi. Rjómasósur þekja nú gjarnan ítalska pastarétti í staðinn fyrir kryddaða ólífuolíu og jurtakrydd- sósan víkur fyrir smjöri. Hjarta- sjúkdómar eru því farnir að láta á sér kræla í þessum löndum þótt enn eigi þau langt í land með að ná Norður- og Austur-Evrópu hvað Hjartasjúkdómar Hefðbundið mataræði Miðj arðarhafsþjóða, segir Laufey Stein- grímsdóttir, er farið að þokast í átt að einhvers konar samevrópskri meðalmennsku með hamborgurum og öðru tilheyrandi. það varðar. Samkvæmt nýjustu gögnum Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunar frá 1997 eru Frakkar með lægstu dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma í Evrópu en Spánverjar, Italir, Portúgalar og Grikkir raða sér síðan í neðstu sætin á eftir Frökkum. íslendingar hafa smám saman verið að uppgötva frábæra mat- armenningu Miðjarðarhafsbúa og borða nú meira af grænmeti og ávöxtum en áður og nota gjarnan olíu í stað mettaðrar fitu. Áhrif á heilsu þjóðarinnar hafa ekki látið á sér standa því kólesteról í blóði Islendinga hefur lækkað og hjartasjúkdómum fer fækkandi. Nú er bara að vona að við tökum ekki upp aðra og verri siði þess- ara þjóða - reykingavenjur þeirra eru síður en svo til eftir- breytni. Höfundur er forstöðumaður Manneldisráðs. Mædd hjörtu Laufey Steingrímsdöttir J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.