Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ nmfflM!W«T3i!lll!i,llllll.l Eikin sem lifnaði við Hljómsveitin Eik er risin upp frá dauðum. Birgir Örn Steinarsson sem var tveggja ára þegar hljómsveitin hætti kynnti sér feril hennar lauslega. FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 FOLKI FRETTUM Morgunblaðið/Sverrir ; ^WTflmmuuoiíio Chinese Red Ginsei# jSO mg Herbal Supplement ®óöCAPSULFS JL Eykur starfsþrek Apótokiö Smáratofgi • Apótokið Spongimii Apótókið Kringlunni • Apótekið Smió]UVOfli Apótekið Suðurstrðnd • Apótekið Iðutoll; Apótekið Hoqkeup Skeifunni Apótekið Hegkaup Akt-reyri Hafnerfjarðar Apótok Apótekið Nýkaupum Mnsíelisba Hljómsveitin Eik endurrisin. FYRIR tuttugu og tveimur árum lagði hljómsveitin Eik árar í bát. Hljómsveitin var kosin hljómsveit ársins árið 1976 og var talin ein sú allra framsækn- asta á landinu á þeim tíma. Eftir þá standa tvær breiðskífur, Spegl- un sem kom út árið 1976 sem er enn ófáanleg á geislaplötu og plat- an Hríslan og straumurinn sem var endurútgefin á geisladiski í fyrra. Þetta er ein af þeim hljómsveit- um sem hefur verið haldið á lífi í minnum manna með sögusögnum frá afar sérstökum upplifunum á tónleikum sveitarinnar. Unaðslegar kvöldstundir í reyk- fylltri Tjarnarbúð þar sem hljóm- sveitin átti það til að spila í klukkustund í svokölluðum spuna áður en þeir tóku sig til og byrjuðu á tónleikadagskránni sjálfri. Hljómsveitin átti sér afar tryggan aðdáendahóp þannig að tónleikar sveitarinnar voru oftast mjög vel sóttir. Þögnin rofin Nú gefst áhugasömum tækifæri til að grípa í halann á gamla galdr- inum því hljómsveitin Eik hefur verið endurvakin og ætlar sér að spila á veitingahúsinu Gauki á Stöng í kvöld og annaðkvöld. Einn- ig ætla þeir að bregða á leik fyrir landsmenn í sjónvarpsþættinum Stutt í spunann á föstudagskvöld- ið. „í upphafi kom þetta til þegar Broadway ætlaði að endurvekja gamlar hljómsveitir og fá þær til að spila,“ segir Lárus H. Gríms- son, hljómborðs- og flautuleikari Eikar. „Síðan fór eitthvað lítið fyr- ir því en við héldum bara áfram að æfa og nú er komið að því að troða upp. Við vorum komnir í gírinn og ekkert hægt að gíra aftur niður, það var bara allt niður í móti.“ Ekki reyndist erfltt að planta niður Eikinni aftur þrátt fyrir tutt- ugu og tveggja ára aðskilnað þar sem leiðir meðlima hafa alltaf ann- að slagið legið saman í spila- mennskunni. Það er eiginlega óhætt að segja að meðlimir Eikar hafi komið við á flestum bæjum tónlistarþjóðarinn- ar síðan að leiðir þeirra skildu. Samt er mjög greinilegt hvert ræt- ur þeirra Eikarmanna liggja. „Ég held því fram að það sé ríkjandi ákveðin samheldni í þessari hljóm- sveit,“ segir Tryggvi J. Húbner gítarleikari sveitarinnar. „Heildin er öflugri en einhver einn meðlim- ur.“ Hverjir eru eftir? Kvöldin tvö á Gauk á stöng ættu að vera ágætis tilraun til þess að hverfa nokkur ár aftur í tímann og bæta ef til vill einhverjum litum við gamlar myndir hugans frá horfnum tímum. Á tónleikadagskránni er að finna nokkur klassísk Eikarlög ásamt gömlu og góðu efni sem þeir spil- uðu á sínum tíma. Lög með hljóm- sveitum eins og Earth, Wind and Fire og Santana fá eflaust að hljóma í þeirra eigin útgáfum. Sú mannaskipan sem Eikin hef- ur valið sér í upprisu sinni er nán- ast sú sama og hún var daginn sem hún lagðist í dvala. Ásgeir Óskars- son trommar, Haraldur Þorsteins- son leikur á bassa, Lárus H. Grímsson spilar á hljómborð og flautu, Pétur Hjaltested leikur einnig á hljómborð, Tryggvi Húbn- er leikur á gítar og Þorsteinn Magnússon gælir einnig við gítar- inn. Eina breytingin er í söngvara- valinu því þar ríður á vaðið Björgv- in Ploder sem ekki hefur sungið áður með sveitinni en ætti að vera ýmsum góðkunnur sem meðlimur Sniglabandsins. En eiga Eikarmeðlimir ein- hverja von á því að endurkalla áð- ur tryggan aðdáendahóp sinn á tónleikana? „Þetta eru allt bara al- þingismenn og ráðherrar í dag, bara góðborgarar," segir Lárus og á vörum hans er bros sem þakkar kærlega fyrir liðnar stundir. Finnst þér ekki óþolandi að sjá í blöðunum að eitthvað lið út í bæ hafi fengið námsstyrk af þvi það tók eftir pinkulitilli auglýsingu? Loksins getur þú slegist í hópinn því þetta er einmitt slík auglýsing. Landsbankinn er að leita að fólki til að fara út og sigra heiminn. Ef þú ert í Námunni sendu þá inn umsókn um Námustyrk fyrir 15. mars nk. Allar nánari upplýsingar á www.naman.is Dagarnir verða bjartari með vor- og sumarlitunum frá LANCÖME Förðun og ráðgjöf. Kynning í dag og á morgun EINFALT ■ AUÐVELT ■ HANDHÆGT 0DEXION APTON SMÍÐAKERFI -Snidið fyrirhvern og einn SINDRI -Þegar byggja skal með málmum Borgartúni 31 ■ 105 Rvík ■ simi 575 0000 ■ fax 575 0010 ■ www.sindri.is Faxið til okkar hugmyndir og við sendum ykkur verðtilboð. L- Gœðavara Gjafavara — matar- oo kaffistell. Allir verðflokkar. ^ /íÍvr/NKVxV verslunin Laugavegi 52, s. 562 4244. Heimsírægir hönnuöir m.a. Gianni Versace. IM V L I T APREINITVEL HÁGÆÐA FILMUÚTKEYRSLA HÖNNUN OG UMBROT FLJÓT OG GÓÐ AFGREIÐSLA OFFSETPRENT FILMUGERÐ: • mjög hraövirk útkeyrsla • stæröir allt aö 550 mm x 609 mm • Rastaþéttni allt aö 200lpi • upplausn allt aö 3000 dpi • útskot I A2 stæröum • útskotnar filmur geta komiö tilbúnar punchaöar • styöur PostScript Level 1 og 2, PostScript 3. PDF 1.2. TIFF 6.0. EPSíif og JPEG * • möguleiki ó útkeyrslu 1 slembirasta PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA EHF. AUÐBREKKU 8 • 200 KÓPAVOGUR • SÍMAR 5B4 6020 - 564 6021 • FAX 564 6022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.