Morgunblaðið - 09.03.2000, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 09.03.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 29 SINFONIUHLJOMSVEIT ISLANDS 50 ARA Sinfóníuhljómsveit íslands er fímmtug í dag. Verður þess minnst á afmælistónleikum í samvinnu við Reykjavík - menningarborg Evrópu 2000 í Háskólabíói í kvöld, þar sem flutt verður Þriðja sinfónía Mahlers. Orri Páll Orm- -------------------------7--------------------------------------------- arsson ræddi af þessu tilefni við Þröst Olafsson, framkvæmdastjóra hljómsveitarinnar, og Jón Sigurðsson Ara- son sem lék á fyrstu tónleikunum fyrir réttum fímmtíu árum, en hann starfar enn við hljómsveitina. Morgunblaðið/Ásdís Sinfóníuhljómsveit íslands og kórar á æfingu í Háskólabíói í gær. Stjórnandi er Petri Sakari ,Á ÞESSUM tímamótum er mér efst í huga þakklæti til hljóðfæra- leikara og annars starfsfólks Sinfón- íuhljómsveitar Islands í fortíð og nú- tíð fyrir það hvað allir hafa lagt mikið á sig til að ná þeim árangri og þeim gæðum sem hljómsveitin er nú þekkt fyrir langt út fyrir landstein- ana,“ segir Þröstur Olafsson, fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhijómsveitar Islands, í tilefni af hálfrar aldar af- mælinu í dag. Honum er jafnframt ofarlega í huga þakklæti til rekstraraðila hljómsveitarinnar sem staðið hafi dyggilega við bakið á henni í gegnum tiðina. Það sé síður en svo sjálfgefið að menn haldi út hljómsveit af þessu tagi í litlu samfélagi eins og á Islandi. Þröstur kveðst bjartsýnn á fram- tíð Sinfóníunnar. „Það verða, ef að líkum lætur, áherslubreytingar frá því sem verið hefur. Ég hef til dæmis áhuga á að fjölga ferðum hljómsveit- arinnar til útlanda á næstu árum og misserum, en það er afar mikilvægt fyrir hana að sýna sig og sanna víðar en hér heima og bera sig saman við aðrar hljómsveitir. Það er sama hvað menn berja sér á brjóst, við erum einangruð hér á íslandi. Það getur því bara styrkt hljómsveitina að leika fyrir nýja áheyrendur og fá dóma hjá erlendum gagnrýnendum sem ekki hafa tækifæri til að hlýða á leik hennar í hverri viku.“ Þröstur leggur líka áherslu á að viðhalda og auka útgáfu á geislaplöt- um í samvinnu við erlend útgáfuíyr- irtæki, en sem kunnugt er hafa plöt- ur sem Sinfónían hefur gert í sam- vinnu við Chandos, Naxos og BIS fengið lofsamlega dóma og vakið mikla athygli erlendis. „Geislaplötur eru besta kynningin á getu hljómsveitarinnar sem hægt er að hugsa sér, fyrir utan auðvitað tónleikahald. Hún hefur fengið mjög góða dóma fyrir þessar upptökiu' og það hefur eflt sjálfstraust hennar Landi ogþjóð til sóma - hvar sem hún kemur enn frekar. Það er líka greinilegt á öllu að menn erlendis eru farnir að þekkja hljómsveitina betur en áður var - hvá ekki lengur þegar nafnið ber á góma. Fyrir vikið er mun auð- veldara að koma henni á framfæri. Sinfóníuhljóm- sveit Islands er óðum að skapa sér nafn erlendis.“ Þriðja málið sem Þröstur leggur áherslu á er kjaramál hljómsveitarmeðlima. „Þau mál þarf að taka föstum tökum en samningar eru lausir um næstu áramót. Það verða vafalaust snúnir og erfiðir samningar en ef hljómsveitin á að halda áfram að vaxa og dafna þarf að semja um mun meiri sveigjanleika í starfsemi hennar og vinnutíma. Það þarf að breyta uppbyggingu launakerfisins og bæta kjör meðlima hljómsveitar- innar. Það er lykilatriði ef halda á inn í nýja öld þöndum seglum." Að mati Þrastar eru kjör hljóm- sveitarmeðlima ekki nógu góð og al- mennt séð þurfi þeir að vera í ann- arri vinnu með Sinfóníunni til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum. Hann er bjartsýnn á að unnt verði að stokka upp launakerfið sem leitt geti til bættra kjara hljóðfæraleik- aranna í næstu samningum. „Ég verð að vera bjartsýnn á að það tak- ist. Það er svo mikið í húfi. Þetta okkar eina sinfón- íuhljómsveit og við höf- um lagt mikla vinnu og peninga í uppbyggingu hennar. Hljómsveitin hefur góðan með- byr og hér á að fara að reisa tónlistar- hús. Það er því brýnt að hljómsveit- inni sé gert kleift að rísa undir vænt- ingum. Það verður erfitt fyrir hana að óbreyttum kjörum og vinnutíma- ákvæðum. Ég myndi vilja sjá meðlimi í Sin- fóníuhljómsveit Islands geta sinnt störfum sínum heilshugar og lifað af laununum sínum á sama tíma. Auka- störfin verði ekki lengur lífsnauð- synleg til að framfleyta sér og sínum. Auðvitað er gott fyrir tónlistarlífið í landinu að þetta fólk komi víðar við, kenni, spili kammermúsík og fleira. Það hefur getuna til þess. En það verður að búa svo um hnúta að það sé því ekki lífsnauðsynlegt. Sinfón- íuhljómsveitin verður að ganga fyrir. Alþingi hefur sýnt skilning á þörfum hljómsveitarinnar, meðal annars höfum við fengið að fjölga um átta manns í hljómsveitinni frá því ég tók við starfi framkvæmdastjóra haustið 1998. Ég vænti þess að Alþingi muni horfa til breytinga á kjörum og vinnutíma með sama skilningi. Menning er dýr ef menn vilja halda uppi háum gæðum.“ Þegar Þröstur talar um vinnutíma á hann meðal annars við að hljóm- sveitin hafi metnað og þörf til að end- urtaka alla áskriftartónleika í rauðu og grænu áskriftarröðunum á laug- ardögum, en núverandi kjarasamn- ingar hljóðfæraleikara gera það ókleift. Að sögn Þrastar er að fleiru að hyggja, meðal annars sé hljómsveit- in komin í ógöngur með húsnæði, sem setji starfseminni allmiklar skorður. „Við erum leigjendur í Háskóla- bíói og bíóið hefur þurft að nota aðal- salinn meira í vetur en áðm-. Það hef- ur þrengt að okkur. Þetta er auð- vitað vandi sem þarf að leysa.“ Eina varanlega lausnin er vita- skuld tónlistarhús og Þröstur kveðst vongóður um að það rísi innan fárra ára. „Það verður kannski ekki árið 2004 eins og vonast var til í upphafi en ég efast ekki um að af þessu verð- ur. Aðilunum sem að málinu koma er alvara og menn munu standa við þetta. Ég sé ekki betur en undirbún- ingsvinnan sé unnin á viðráðanleg- um hraða. Það er að mörgu að hyggja.“ Að glæða skilning manna Það var 7. febrúar 1950 að sam- þykkt var tillaga í útvarpsráði frá Jónasi Þorbergssyni útvarpsstjóra og tónlistardeild útvarpsins (Páli Is- ólfssyni og Jóni Þórarinssyni) um starfrækslu sinfóníuhljómsveitar í tilraunaskyni í þeirri von „að glæða skilning manna á nauðsyn sinfón- íuhljómsveitar hér á landi“. 25 hljóð- færaleikarar vou ráðnir á hálfan samning og Ríkisútvarpið lagði fram vinnu fastráðinna hljóðfæraleikara sinna til starfa í hljómsveitina. Ein- um mánuði og tveim dögum síðar, 9. mars 1950, efndi hin nýstofnaða 39 manna hljómsveit til fyrstu tónleika sinna og hefur sá dagur verið talinn stofndagur Sinfóníuhljómsveitar Is- lands. Enginn sem fram kom á fyrstu tónleikunum undir stjórn dr. Rób- erts A. Ottóssonar fyrir réttum fimmtíu árum í Austurbæjarbíói leikur enn með hljómsveitinni en einn, Jón Sigurðsson Arason horn- leikari, betur þekktur sem Jón horn, er enn viðloðandi hljómsveitina, sem umsjónarmaður, 85 ára að aldri. Segir hann mikla spennu og eftir- væntingu hafa ríkt fyrir tónleikana, bæði í röðum hljómsveitarinnar og áheyrenda sem troðfylltu leikhúsið. „Þetta var mikil hátíðarstund og allir lögðu sig fram um að gera sitt besta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.