Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens T -J ÞAt) TÆKIMIG ÞRJA MGA At) KLIFRA NIÐUR1 ^ r AF ÞESSARIBRÚN OG S UPP HINU MEGIN... ÉGSTEKKBARA! <=£££> Grettir Hundalíf Ljóska HyRN FOUNN UST PERBETUR/ BOROJt) SEME6ER Ab SMÍDA; Ferdinand Smáfólk 5URE, ILL TRAPE VOU / I HATE MARCIE FOR LUCV.. UA5EBALL YEAH,I KNOOU MARCIE ISN'T VERV 600P.. Hæ Kalli, ég hringi til að athuga hvort þú viljir skipta um mann á hægri kanti. Ég þoli Ég læt þig fá Möggu ekki í staðinn fyrir Lísu. horna- Jú ég veit að Magga bolta. er ekki mjög göð. Ég þoli ekki horna- bolta. En hún er full áhuga. En hvað ég þoli ekki horna- bolta. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík # Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Minning um menn Frá Hauki Haukssyni: FORSÆTISRÁÐHERRA íslands var spældur nú á dögunum yfir því að grunnskólanemendur voru illa að sér í sögu þessarar aldar og þekktu ekki myndir af forverum hans í stjórnarráðinu. Nú er það svo að sag- an geymir margan manninn, ýmist þekkta að góðu eða illu. Minna er þeim þó hampað sem hafa vond verk framið og sérstaklega þegar nær dregur samtímanum. En hinum er hampað mjög. Afkomendur þeirra sem ill verk frömdu eru trúlega þeirri stundu fegnastir þegar forfeð- urnir hafa fallið í gleymsku. Fyrir hvað ætli stjórnmála- manna á ofanverðri 20. verði helst minnst? Lög um stjómun fískveiða sem standast illa eða ekki stjómarskrá! Hunsa meirihluta þjóðarinnar í mál- efnum NA-öræfanna og sökkva þar landi fyrir stundarhagsmuni! Gagnagmnnsfrumvarpið sem ef- ast má um að standist lög! Pólitískar stöðuveitingar í feitustu og bestu embætti landsins! Að missa stjórn á sér í beinni og hóta uppgjöf og brott- för til heitari landa! Hafna málefna- legum umræðum þegar mikilvæg ut- anríkismál ber á góma! Afkomendur þeirra munu verða mjög fegnir þegar þeir hafa fallið í gleymsku og enginn unglingur veit lengur hver réð Finn í Seðlabank- ann. Eða hver Finnur er. Þegar minnst er á Finn dettur mér í hug að Valgerður frá Lómatjörn væri því meiri maður ef hún væri til í að heita því að láta setja upp styttu af sér við virkjunarlónið fyrirhugaða, þannig að það sé tryggt að ekki falli í gleymsku hver var iðnaðarráðherra þegar Eyjabökkum var sökkt. Og Siv, hún gæti líka fengið styttu við helstu ferðamannastaðina til minn- ingar um umhverfisráðherrann sem leyfði og studdi framkvæmdir án lög- formlegs umhverfismats. Auðvelt er að skilja Austfirðinga um þessar mundir. Eins og Smári Geirsson eru þeir margir fylgjandi stórvirkjun og risaálbræðslu. Og af hverju? Vegna þess að þegar fram- kvæmdir hefjast hefst þenslan og fasteignir sem voru illseljanlegar áð- ur verða söluvara og stórhækka í verði. Og þá munu margir þeirra auðvitað selja húsin sín í snarheitum og flytja burt. í hvelli. Ekki bíða of lengi því tækifærið til að flytja og komast skikkanlega frá því fjárhags- lega kemur trúlega ekki aftur. Og hver kaupir? Það er ekki svo gott að spá í það á þessari stundu en ég hugsa með meðaumkun til þeirra sem það gera. En kannski gerir rík- isstjórnin eitthvað nýtt í byggðamál- um svo þau geti líka selt á viðunandi kjörum. Og framlengt vandamálið um 10-20 ár. Ekki nema þau geti leigt það Pól- verjunum sem þá hafa væntanlega verið fluttir inn til að vinna verka- mannastörf á Austfjörðum, í fiski og áli. í stað þessara fáránlegu fram- kvæmda væri nær að sætta sig við að einhveijir staðir fyrir austan og vestan fari smám saman í eyði og skapa þar með lítt snortnar náttúru- perlur líkt og Hornstrandir, sem þéttbýlingar gætu heimsótt með bakpoka og tjald, sér til slökunar. Og hjálpa þeim sem vilja flytja á brott á annan hátt en nú er fyrirhugað. Alltaf verða nógir til að vera áfram í litlum og mannvænum kauptúnum úti um land. Og fólk verður að velja sér búsetu á eigin ábyrgð. Ekki að það geti sett sig niður hvar sem er og fengið alla þjónustu um leið. Allt hef- ur kosti og galla, búa hér eða þar, það verður hver og einn að velja sér sinn stað. Oft er talað um stressið og lætin í Reykjavík og marga þekki ég , búsetta á landsbyggðinni, sem segj- ast þeirri stundu fegnastir þegar þeir komast aftur burt frá borginni. Austfirðingar lærið að njóta! HAUKUR HAUKSSON, stýrimaður, Stórholti 5, Akureyri. Öfgasinnar í útvarpi Frá Ólafí H. Hannessyni: í SÍÐDEGISÚTVARPI Rásar 2 þann 6. mars spurðu tvímenningarn- ir Ævar Öm og Leifur Hauksson, Hjálmar Arnason spjörunum úr um vetni og hesta. Var greinilegt að þeir ætluðu að sauma að þingmanninum en þeim varð raunar ekki kápan úr því klæðinu þegar upp var staðið. Aðferð þeirra félaga var sú að annar spurði ruddalegra spurninga og þeg- ar Hjálmar ætlaði að svara gjamm- aði hinn fram í og reyndi að trufla fómarlambið. Þegar Hjálmar var að lýsa því hvernig sýna ætti þjóðhöfð- ingjum glæsilega fáka við Flugstöð- ina gjammaði Ævar: „Nú, nú, á bara að sýna þeim fretandi hestsrassa?“ Þegar þingmaðurinn sagði að einnig mætti sýna ferðamönnum, sem væm hér t.d. í hvatarferðum, hvers ís- lenski hesturinn væri megnugur, en allir vita nú að fátt er fallegra en ís- lenskur gæðingur sem tekinn er til kostanna, spurði Ævar: ,Á nú að fara að óvirða íslenska skjaldar- merkið með því að hafa það á sýning- um með erlendum skrifstofublók- um?“ Þennan leik hafa þeir leikið við Ingibjörgu Pálmadóttur, Siv Frið- leifsdóttur, Valgerði Sverrisdóttur og ætluðu að reyna sama leikinn við Kára Stefánsson. Þá spurði Ævar Kára langrar og meiðandi spurning- ar og þegar Kári ætlaði að svara, byrjaði fréttamaðurinn að grípa fram í. Þá sagði Kári af myndugleik: „Bíddu nú aðeins, sá sem spyr ítar- legrar spumingar, setur sjálfan sig í það hlutverk að hlusta á svarið og það skalt þú nú gera.“ Síðan flutti Kári langt og nákvæmt svar og hinn varð að þegja á meðan. Það furðulega er að Framsóknar- fiokkurinn heldur vemdarhendi yfir þessu sjónarspili og þannig launa kálfar nú ofeldið. ÓLAFUR. H. HANNESSON, Snælandi 4, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.