Morgunblaðið - 09.03.2000, Page 43

Morgunblaðið - 09.03.2000, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 43 UMRÆÐAN V etrarfrí og kj arasamningar kennara ALLIR sem eru eldri en sex ára hafa reynslu af starfi í grunnskóla enda er skólaskylda á íslandi. Síðar á ævinni tengjast foreldrar og aðiir for- ráðamenn nemenda gi-unnskólanum aftur og hafa þá gjarnan í huga þann tíma sem þeir sjálfir voru í skóla. For- eldrar bera umhyggju fyrir börnum sínum, vilja þeim allt hið besta og gera að sjálfsögðu sömu kröfur til skólanna. Málefni grannskólans snerta stærstan hluta þjóðarinnar og því eðlilegt og æskilegt að um þau sé fjallað á opinberum vettvangi. Um þessar mundir virðist kjara- samningur grunnskólakennai'a vera Kjarasamningar Hvorki í lögum um grunnskóla né í kjara- samningi, segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, er fjallað um vetrarfrí. stórum hluta landsmanna óþijótandi umræðuefni. Fjöldi sérfræðinga tjáir sig um hin flóknu ákvæði kjarasamn- ingsins jafnvel þótt fæstir þeirra hafi komið að sjálfri kjarasamningagerð; inni eða séu aðilar að samningnum. I ljósi þessa er rétt að vekja athygli á nokkrum atriðum og gefa skýringar á ýmsu sem flýgur manna á milli, ekki síst í fjölmiðlum. Hverjir semja? Samningsumboð fyrir kennara og skólastjóra er hjá Kennarasambandi íslands og samkvæmt lögum þess gerir Félag grunnskólakennara kjarasamninga fyrir þá sem kenna í grunnskólum. Samningsumboð vinnuveitandans er hins vegar hjá sérhverju sveitarfélagi sem rekur grunnskóla. Eftir flutning grunnskól- ans til sveitarfélaga hafa tvisvar verið gerðir kjarasamningar og í bæði skiptin við Launanefnd sveitarfélaga sem hafði þá umboðið fyrir öll sveitar- félögin. Ekki er vitað á þessari stundu hvemig sveitarféiögin ætla að standa að næstu samningagerð. Vetrarfrí Hvorki í lögum um grunnskóla né í kjarasamningi er fjallað um vetrarfrí. Aiþingi setur lögin en það er samn- ingsaðila að semja um greiðslur og fyrirkomulag vinnutíma kennara með hliðsjón af fyrirmælum laganna. Lög- in kveða á um 9 mánaða starfstíma nemenda í skóla og ekki færri en 170 kennsludaga. Árið 1995 var síðasti kjarasamningurinn gerður við Samn- inganefnd ríkisins fyrir hönd fjár- málaráðherra. Samið var um 170 nemendadaga og 5 bundna vinnudaga kennara (starfsdaga) að auki á skóla- árinu. Þá þegar var ljóst að ekki væru 175 virkir dagar öll skólaárin, þeir gætu ýmist verið færri eða fleiri. Við yfirtöku sveitarfélaganna á öllum rekstri grunnskóla haustið 1996 gerðu kennarafélögin þeim grein fyr- ir því. Það má því segja að nægur tími hafi verið til stefnu til að bregðast við þegar slíkt gerðist eins og raunin varð í ár þegar virkir dagar eru alls 178 á skólaárinu eða þremur fleiri en samið var um. Ef vilji hefði verið fyrir hendi hefðu sveitarfélögin getað farið fram á yfirvinnu kennara til að fella ekki niður kennslu. Það er skiljanleg krafa for- eldra yngstu bamanna að sveitarfélögin bjóði upp á gæslu þessa daga en það er að sjálfsögðu algjörlega óháð kjara- samningi og virmutíma kennara. Foreldradagar Á hefðbundnum for- eldradögum boðar skól- inn foreldra til viðtals og hin síðari ár er það nán- ast regla að nemendur séu boðaðir með. Menntamálaráðuneytið hefur úrskurðað að sé nemendum gert skylt að mæta í skóla tiltekinn námsmatsdag/foreldradag og starfa þar svipaðan tíma og gert er ráð fyrir á stundaskrá teljist hann hluti af 170 dögunum. Margir draga í efa að foreldra- dagar uppfylli þessi skilyrði. Menntamála- ráðuneytið túlkar lög- in en ekki kjarasamn- ing grannskóla- kennara, enda á það ekki aðild að honum. Foreldi’adagar falla ekki undir undirbún- ingsdag kennara (starfsdag) samkvæmt kjarasamningi. Vilji skóli koma til móts við óskir fjölmargra for- eldra um foreldradaga verður að taka þá af 170 dögunum eða semja sérstaklega um greiðslur fyiir þá. Skoðanakönnun meðal kennara Við höfum að undanfömu heyrt að margir foreldrar hvetja samnings- aðila til að breyta kjarasamningi kennara. Sveitarstjórnarmenn finna-' vinnutíma kennara ýmislegt til for- áttu og skólastjórar kvarta yfir því að vinna kennara skuli ekki vera meira bundin í skólanum. En hvað finnst kennurunum sjálfum? Félag grann- skólakennara gengst nú fyrir viðam- ikilli skoðanakönnun meðal allra fé- lagsmanna, sem era tæplega 4.000. Það verður athyglisvert að sjá hvort og þá hvaða breytingar kennar- amir sjálfir telja nauðsynlegt að gera á vinnutíma sínum, sem þeir þekkja vissulega betur en nokkrir aðrir. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara íKennarasam- bandi Islands. Einfaldara og þægilegra! Skiptu yfir í nútímalegra greiðsiuform! Frá og með mánaðamótunum mars-apríl hætta blaðberar að innheimta áskriftargjöld. Þess í stað geta áskrifendur valið um að greiða áskriftina að Morgunblaðinu með greiðslukorti eða beingreiðslu. Þannig verður innheimtan einfaldari og þægilegri fyrir áskrifendur. Vinsamlegast hafðu samband við okkur fyrir 21. mars í síma 800 6122. Við hlökkum til að heyra í þér. p0r0ttti(k3it!) ÁSKRIFTARDEILD Sími: 569 1122 • Bréfasími: 569 1115 • Netfang: askrift@mbl.is Áskriftardeildin er opin kl. 8-20 mánudaga, 6-20 aðra virka daga, 6-21 á laugardögum og 8 -14 á sunnudögum. Starfsmenn okkar munu hafa samband á næstu dögum við þá áskrifendur sem ekki hafa hringt inn. Best er að breyta greiðsluforminu með einu símtali í gjaldfrjálst númer 800 6122 Guðrún Ebba Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.