Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 37
36 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 37 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HLJOMKVIÐUR f HÁLFA ÖLD EITTHVERT gleggsta merkið um aukinn þrótt í menningarlegri framsókn hins unga lýðveldis var stofnun Sinfóníuhljómsveitarinnar hinn 9. marz árið 1950. Allt frá fyrstu tíð hefur Sinfóníuhljómsveitin verið merkisberi í íslenzku tónlistarlífi og hún hefur vaxið og dafnað í takt við þá byltingu, sem orðið hefur í tónlistarkennslu í landinu með stofnun fjölda tónlist- arskóla og síðar með tónlistarkennslu í grunnskólum. Óhætt er að fullyrða, að í engri listgrein eru virkir þátttakendur fleiri en í tónlistinni, auk þess sem flest- ir landsmenn njóta tónlistar sem áheyrendur á degi hverjum. Kveikjuna og aðdragandann að stofnun sinfón- íuhljómsveitar hér á landi má rekja alllangt aftur í tímann, en þó ber sérstaklega að nefna þær miklu breytingar sem urðu í tónlistarlífinu um og upp úr al- þingishátíðarárinu 1930, en það ár var Ríkisútvarpið stofnað, svo og Tónlistarskólinn í Reykjavík og loks Tónlistarfélagið árið 1932. Þar komu að brautryðjend- ur og eldhugar, bæði innlendir og erlendir, sem seint verður þakkað að hafa með eldmóði sínum kveikt þann tónlistaráhuga meðal þjóðarinnar, sem borið hefur svo ríkulegan ávöxt í lok aldarinnar. Mikill fjöldi tón- listarmanna er nú starfandi heima og heiman, jafnt hljóðfæraleikarar sem söngvarar, og íslenzk tónskáld njóta æ meiri viðurkenningar. Og frami íslenzkra hljómlistarmanna er ekki aðeins á sviði sígildrar tón- listar heldur einnig dægurtónlistar. Mikil umskipti hafa því orðið í tónlistarlífi íslend- inga frá því brautryðjendurnir hófu baráttu sína og frá því Sinfóníuhljómsveitin hélt sína fyrstu tónleika 9. marz 1950. Fyrstu ár Sinfóníuhljómsveitarinnar var hún fálið- uð og fjárskortur háði starfseminni árum saman. En hún naut áhuga og ósérhlífni ágætra tónlistarmanna og í upphafi réðust erlendir hljóðfæraleikarar til starfa hjá henni. Margir þeirra hafa sezt að í landinu og auðgað tónlistarlífið með hæfni sinni og störfum. Enn í dag starfa erlendir hljóðfæraleikarar við hlið hinna íslenzku, þótt þeim hafi fækkað hlutfallslega eftir að tónlistarskólunum óx fiskur um hrygg. Hljóm- sveitarstjórarnir hafa flestir verið erlendir og eiga margir drjúgan þátt í mótun Sinfóníuhljómsveitarinn- ar, sem síðustu árin hefur notið æ meiri viðurkenning- ar fyrir leik sinn, jafnt hér heima og á tónleikaferðum erlendis. Nægir þar að nefna sigurför hljómsveitar- innar til Bandaríkjanna snemma árs 1996, þar sem hún hlaut frábæra dóma gagnrýnenda. Á hálfrar aldar afmæli hljómsveitarinnar væri eðli- legt að rifja upp nöfn þeirra fjölmörgu, sem hafa átt svo mikinn þátt í að tryggja starfsemina og stuðlað að listrænum þroska hennar. Sá nafnalisti er langur og nær yfir hljóðfæraleikara, einleikara, hljómsveitar- stjóra, framkvæmdastjóra og annað starfslið. Tveggja nafna verður þó aðeins getið, Jóns Þórarinssonar tón- skálds, sem var, ásamt Páli ísólfssyni og Ragnari í Smára, einn helzti frumkvöðullinn að stofnun Sinfón- íuhljómsveitarinnar og um tíma framkvæmdastjóri hennar, og Róberts A. Ottóssonar, sem stjórnaði fyrstu hljómleikunum og margsinnis fyrstu þrjá ára- tugina og er jafnframt verðugur fulltrúi þeirra er- lendu tónlistarmanna, sem settust hér að og helguðu íslandi ævistarf sitt. Á þessum tímamótum í starfi Sinfóníuhljómsveitar- innar er ástæða til að ætla, að ákvörðun um byggingu tónlistarhúss, sem mun ekki sízt verða umgjörð um starfsemi hljómsveitarinnar, sé á næsta leiti. Raunar má segja, að grundvallarákvörðun um að tónlistarhús verði byggt hafi þegar verið tekin, en unnið hefur ver- ið að nánari útfærslu á grundvelli þeirrar stefnumörk- unar. Ohikað má fullyrða, að nýtt og veglegt tónlistar- hús í höfuðborginni muni hafa mjög hvetjandi áhrif, bæði á starf Sinfóníuhljómsveitar íslands og allt tón- listarlíf í landinu. Að því ber að stefna. Umfanffsmiklar breytingar á sýningaraðstöðu og geymsluhúsnæði Þjóðminjasafns Islands standa nú yfír Morgunblaðið/Sverrir Guðný Gerður Gunnarsdóttir safnstjóri í nýju geymsluhúsnæði Þjóðminjasafnsins við Vesturvör. Á bak við hana sér í Halldóru Ásgeirsdóttur forvörð, en bylting hefur orðið í vinnuaðstöðu starfsfólks í þessu nýja húsnæði. Morgunblaðið/Þorkell Á neðstu hæð safnhússins við Suðurgötu standa yfir stórfelldar breytingar og endurbætur. Nýr inngangur verður í endanum fjær og þar fyrir innan verður safnbúð. Út úr hliðinni vinstra megin verður byggð kaffistofa, en myndin er tekin frá þeim stað þar sem ætlunin er að hafa fyrirlestrasal. Nútímalegri sýningar og öruggari varsla muna Málefni Þjóðminjasafns Islands hafa verið í brennidepli undanfarið vegna frásagna um rekstrarerfíðleika. Á meðan hafa fallið í skuggann umfangsmiklar framkvæmdir við uppbyggingu safnsins, sem miðast að því að bæta innra starf þess og ásýnd. Eiríkur P. Jörundsson kynnti sér þær framkvæmdir sem nú standa yfír. Morgunblaðið/Þorkell Gunnar Jóhann Birgisson, formaður þjóðminjaráðs og Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt framan við viðbyggingu safnhússins. ENDURBÆTUR sem nú standa yfir á húsi Þjóð- minjasafnsins við Suður- götu munu, ásamt nýju geymsluhúsnæði við Vesturvör í Kópa- vogi, gerbreyta bæði ásýnd safnsins út á við og innra starfí þess. Nú þegar hefur verið lokið við geymsluhúsnæðið og flestir munir safnsins fluttir í nýjar hirslur, þar sem ýtrustu kröfum um öryggi og aðbúnað er mætt. Aætlað er að opna sýningar að nýju við Suðurgötu á seinni hluta ársins 2002, þar sem tekið verður mið af nú- tímalegustu hugmyndum um fram- setningu og efnistök. Þessi umbylting á safninu er ein viðamesta framkvæmd á sviði menningarmála síðustu árin, en gert er ráð fyrir að heildarkostnaður vegna framkvæmdanna verði um einn milljarður króna þegar upp verði stað- ið. Gunnar Jóhann Birgisson, formaður þjóðminjaráðs, segir það miður að Þjóðminjasafnið skuli eiga í rekstrar- erfiðleikum, þegar yfír standa jafn metnaðarfullar framkvæmdir og hér um ræðir. Hann segir að þeir erfiðleik- ar séu ekki tilkomnir vegna þessara framkvæmda, heldur sé um að ræða rekstrarvanda sem hafi orðið til innan safnsins. Þau mál eru núna í skoðun í menntamálaráðuneytinu og segist Gunnar Jóhann vera viss um að sá vandi verði leystur. Safnhúsið endurbætt með tilliti tiljarðskjálftahættu Hús Þjóðminjasafn Islands við Suð- urgötu var reist eftir seinni heims- styrjöld, eftir að ákvörðun var tekin á Þingvöllum 1944 um byggingu minja- og listasafns, og var húsið tekið í notk- un og sýningar opnaðar þar árið 1952. Guðný Gerður Gunnarsdóttir, safn- stjóri Þjóðminjasafnsms, segir að þjóðin hafi í raun gefið sér húsið í til- efni af stofnun lýðveldisins og tengi Þjóðminjasafnið á áþreifanlegan hátt við þann atburð. Helstu foiráðamenn Þjóðminjasafnsins lögðu því áherslu á að endurgera húsið og nota það áfram undir sýningar, í stað þess að hanna og byggja nýtt hús með tilliti til nútíma- sýningahalds og safnastarfs. Önnur ástæða sem vó þungt í þeirri ákvörðun er staðsetning hússins, sem er miðsvæðis í borginni þar sem safnið hefur skapað sér ákveðinn sess í gegn- um árin. Þar er safnið jafnframt í sam- hengi við aðrar menningarstofnanir, sem mynda ákveðinn kjarna á háskóla- svæðinu. Ögmundur Skarphéðinsson, arki- tekt og hönnuður að endurbótum húss- ins, segir að ekki hafi verið nógu vel vandað til steypu og frágangs á húsinu í upphafi, auk þess sem viðhald hafi verið takmarkað. Á áronum 1992-93 var húsið allt tekið í gegn að utan- verðu. Skipt var um glugga og húsið allt endursteinað að utan, steypu- skemmdir lagfærðar og er því húsið í góðu lagi sem bygging, að mati Ög- mundar. Eitt af þeim stóru vandamálum sem við blöstu þegar ákveðið var að nota húsið undir sýningar, var hve illa húsið virtist þola álag af völdum jarðskjálfta. Það hefur því haft forgang að endur- bæta húsið með tilliti til þessarar hættu. Hluti af þeirri lausn felst í boga- dreginni viðbyggingu við suðurenda hússins, því suðurhluti hússins er í dag laus í rásinni og viðbyggingin verður sem akkeri komi til jarðskjálfta. Ög- mundur segir þá lausn jafnframt ganga vel saman við hugmyndir um nýtingu hússins að öðru leyti, í við- byggingunni sameinist bæði nútímaleg jarðskjálftahönnun og hagnýtt nota- gildi fyrir starfsemi hússins. Bylting í möguleikum safnsins á sérsýningum Safnhúsið verður eingöngu notað undir sýningar eftir breytingar, en undanfarna áratugi hefur húsið rúmað bæði skrifstofur og vinnuaðstöðu starfsfólks, geymslur og sýningar. Fasth- sýningarsalir verða á um 2.000 fermetrum, sem er ríflega tvöföldun á því sem verið hefur. Geymslur safnsins verða í Kópavogi og áætlað er að skrifstofur safnsins, rannsóknasvið, þjóðháttafræði, forn- leifadeild, húsverndardeild og bóka- safn verði staðsett í Jarðfræðihúsi Há- skólans. Upphaflega var áformað að byggja viðbyggingu við Jarðfræðihús- ið og undirgöng yfir í safnahúsið, en eftir að geymslu- og vinnuaðstaða við Vesturvör var tekin í notkun hefur sú þörf minnkað verulega, að sögn Ög- mundar. Ekki hefur þó ennþá verið tekið ákvörðun um þá framkvæmd. Nýr inngangur í húsið verður í nýju viðbyggingunni í stað gamla inngangs- ins frá Hringbraut. Við nýja inngang- inn verður aðgengi safnsins talsvert rýmra og þægilegra. Reiknað er með að svæðið á milli Háskólans og safns- ins verði í framtíðinni bílastæði, sem safnið geti nýtt sér utan hefðbundins skólatíma Háskólans seinni part dags, urn helgar og að sumarlagi. Á neðstu hæð hússins standa veru- legar endurbætur yfii- og þar verður bylting í möguleikum safnsins á að setja upp og taka á móti sérsýningum, en erfitt hefur verið um vik vegna þrengsla að setja upp viðamiklar sérsýningar. Ut úr austurhliðinni verður byggð kaffistofa sem rúma mun 70 manns og safnbúð verður skammt innan við innganginn. í enda sýningarsalarins á neðstu hæð er gert ráð fyrir fyrirlestr- arsal sem tekur 80 manns í sæti og í tengslum við hann verður komið upp aðstöðu fyrir safnakennslu. Hönnun og uppsetning sýninga boðin út Á efrí hæðunum tveimur verða fastar sýningar og var farin sú nýstár- lega leið að bjóða út hönnun og upp- setningu þeirra. Guðný Gerður Gunn- arsdóttir segir það markmiðið að sýningarnar verði samkvæmt þeim hugmyndum sem eru ferskastar og nýjastar um sýningar af þessu tagi, hvað varðar efnistök, innihald og út- færslu. Kjarninn verður þó alltaf fólg- inn í safngripunum og þeirra sögu. Ný margmiðlunartækni, sem verið hefur að ryðja sér til rúms í söfnum, verður notuð til stuðnings við hefð- bundnar sýningar. í því skyni' mun nýja skráningarkerfið Sarpur koma að góðum notum og auka möguléika og hagræði við sýningarhald. Gunnar Jóhann segir að undirbún- ingur að samkeppni um hönnun sýn: inganna hafi verið afar vandaður. í samkeppnina bárust sjö tillögur, sem dómnefnd er nú að fara yfir og verða úrslit úr samkeppninni tilkynnt bráð- lega. Tillögurnar eru byggðar á hand- riti sem Lilja Árnadóttir, deildarstjóri munadeildar, hafði veg og vanda af, ásamt fleira starfsfólki safnsins. Að mati þeirra Gunnars Jóhanns og Ögmundar er endurbygging Þjóð- minjasafnsins og flutningur í framtíð- argeymslur eitt stærsta verkefnið á sviði menningarstarfsemi sem ráðist hefur verið í á síðari áram. Verkefnið spannai’ tíu ára skeið, allt frá því að endurbætur hófust 1992 og þar til að safnið verður opnað að nýju eftir tvö ár. Með fjárveitingu fyrh’ árið 2000 er kostnaður við verkið kominn upp í 571 milljón króna og áætlað er að leggja 520 milljónir í að ljúka framkvæmdum á næstu tveimur árum. Inni í þeim út- reikningum er hönnun, gerð og upp- setning sýninga, ásamt lokafrágangi hússins og 1003140031’ við Suðurgötu. Verklokum frestað um 2 ár I desember 1997 var tekin ákvörðun um að opna sýningar í húsinu 17. júní á þessu ári, en um sumarið 1998 varð ljóst að flutningar safnsins úr Suður- götu myndu ganga hægar en áætlað var. Afráðið var að fresta opnun um eitt ár, en það tengdist ekki síðui’ þeirri ákvörðun að ákveðið var að fara í samkeppni um hönnun nýrra sýninga, sem kallaði á ákveðinn undh’búnings- tíma. Þær tafir sem valda því að opnun safnsins dregst fram á seinni hluta árs- ins 2002 orsakast annars vegar af nið- urskurði á framkvæmdafé sem Alþingi ákvað í haust og hins vegar af því að hluti af framkvæmdafé bygginga- nefndar á síðasta ári fór í að fullgera nýja geymsluaðstöðu í Kópavogi. Gunnai’ Jóhann segir áætlanir varð- andi kostnað við endurgerð hússins við Suðurgötu hafa staðist, að teknu tilliti til aukningar á umfangi framkvæmda. í upphafi verksins var samkvæmt venju stofnuð bygginganefnd sem haldið hefui’ utan um framkvæmdh’ með sérstökum fjárveitingum, sem koma úr endurbótasjóði menningar- bygginga. Nefndin hefur jafnframt staðið straum af kostnaði við ílutninga stai-fsfólks í Garðabæ og muna í nýjar geymslur við Vesturvör. Nokkrar deil- ur hafa spunnist um það hvort rekstr- arvandi safnsins stafi af þessum fram- kvæmdum og flutningum, en Gunnar Jóhann segir að þær fjárhæðir sem þar beri í milli útskýri á engan hátt rekstrarvanda Þjóðminjasafnsins, og að bygginganefnd hafi þegar lagt fram mun hærri fjárhæðir til flutninganna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Endurbætur og breytingar á Jarð- fræðihúsinu eru þá eftir, en í framtíð- inni mun innri starfsemi safnsins verða þai’ til húsa. Fyrsta varanlega geymslu- húsnæði Þjóðminjasafnsins Við Vesturvör í Kópavogi hefur Þjóðminjasafn íslands nú eignast fyrsta flokks geymsluaðstöðu og vinnuaðstöðu undir stóran hluta af starfsemi safnsins. Gunnar Jóhann segir að nú hafi safnið í fyrsta skipti í sögu þess eignast sérútbúið geymslu- húsnæði, sem taki fullt tillit til þarfa við geymslu muna og minja. Guðný Gerður segir að mjög þröngt hafi verið orðið um alla aðstöðu í safna- húsinu við Suðurgötu og að safnið hafi orðið að leysa þau mál með því að leigja geymsluhúsnæði utan safnsins. Fyrir nokkrum árum var tekið á leigu 1.000 fermetra húsnæði í Holtagörð- um, en árið 1997 var safninu sagt upp því húsnæði. Um svipað leyti var ákveðið að fara í framkvæmdir við end- urnýjun safnhússins og því var komin upp sú staða að nauðsynlegt var að finna nýtt geymsluhúsnæði. Þá ákveð- ið var að ráðast í að kaupa húsið við Vesturvör. Húsið er rúmlega 2.000 fermetrar og eru um 1.600 fermetrar geymslur, en aðrir hlutar eru vinnustofur starfs- fólks. I húsinu er aðsetur muna- og myndadeildar safnsins og forvörslu- verkstæði og ljósmyndavinnustofa. Leitast hefur verið við að gera húsið eins öruggt úr garði gert og mögulegt er. Fyrir viðkvæmustu hlutina hefui’ verið sérútbúinn klefi og sá aragrúi af ljósmyndaplötum sem er í eigu safns- ins er varðveittur í herbergi sem er sérkælt. Þá er sérstakt rými fyrir fatn- að og textíla. Slökkvikerfí eru í öllu húsinu, úðarakerfi sem bæði sprauta vatni eða úða kæfigasi þar sem vatn myndi skemma eða eyðileggja munina. Flutningarnir voru afar flókið ferli Að sögn Guðnýjar Gerðar var lögð gríðarleg vinna í að flytja dýrgripi þjóðarinnar í geymsluna, og öllum gripum vandlega pakkað niður til flutnings. í öryggisskyni voru gerðar mjög nákvæmar flutningsskrár. Gerð var skrá yfir hvern einasta grip sem pakkað vai’ niður og tíundað hvai’ grip- urinn vai’, í hvaða kassa hann fór og síðan vai- hverjum kassa gefið ákveðið númer. Þeir voi-u síðan setth- á bretti og hverju bretti gefið númer. Merkt var við hvert bretti sem fór og síðan aftur þegar það kom í hús, þar sem að allt var tekið upp og raðað í hillur og skráð niður hvar hver einasti hlutur væri staðsettur. „Þetta var gríðarlega flókið ferli og var mjög vel leyst af starfsfólki sem vann við flutningana. Nú hefur orðið mikil framför í því hvernig er búið að munum safnsins og óhætt að segja að það fari eins vel um þessa gripi og nokkur kostur er. Það er einnig alger bylting fyrir starfsmenn safnsins að vinna við þessar aðstæður og aðgengi að öllum gi’ipum safnsins er orðið allt annað,“ segir Guðný Gerður. V öxtur og þekking fylgjast að A ráðstefnu á vegum Norðurlandaráðs um vöxt og vísindi heyrði Sigrún Davíðsdóttir að Norðurlöndin eiga góða möguleika í tæknibyltingu nútímans. ÁÐSTEFNA um vöxt og þekkingu er mjög tímabær og talar beint til samtím- ans,“ sagði Sigríður Anna Þórðardóttir, forseti Norðurlandaráðs, á ráðstefnu um þessi efni, sem haldin var í Kristjánsborgarhöll, danska þing- húsinu, í byrjun vikunnar. „Efnið brennm’ á öllum, jafnt stjómmála- mönnum, fólki í atvinnulífinu og ein- staklingum almennt og þá hvemig nýta megi tæknina í þágu betra samfélags." Gleymist að líta á Norðurlöndin sem heimamarkað í menntun „Það er auðvelt að sjá að ríkjandi vindátt í menntamálum er ekki norræn, heldur blása vindarnir frá Brussel," sagði Tove Bull, rektor við háskólann í Tromso, er hún ræddi um Norðurlönd- in sem heimamarkað á sviði framhalds- menntunar. Hún benti á að skólar á há- skólastigi ynnu að ýmsu leyti vel saman, en enn væra þó ýmsar hindran- ir í vegi fyrir að stúdentar gætu farið á milli norrænna háskóla. Að mati Bull eru skólarnh- líka alltof lítið vakandi fyrir að sækja sér nem- endur til annarra landa og gera lítið af því að reyna til dæmis að lokka stúd- enta í nám, þar sem fáir era fyrir. ,Á norrænum menntunarsýningum era fulltrúar háskóla í Ástralíu, á Nýja- Sjálandi, Bretlandi og Bandaríkjunum, en frá háskólum í næstu nágrannalönd- um koma engir.“ Þetta sýndi betur en margt annað að háskólamir væru fjam því að líta á Norðurlöndin sem heimamarkað í menntamálum, jafnvel þótt það væri að mörgu leyti mjög nærtækt sökum líkra aðstæðna í löndunum. Tove Bull nefndi að þegar að námi í sjávarútvegsfræðum var komið á stofn í Tromso hefðu marg- ir íslendingar sótt það. Þetta framtak hefði verið gott dæmi um hvernig há- skóli gat í raun sett saman nám, sem hentaði öðram en heimamönnum. Að- sókn Islendinga hefði hins vegar snai-minnkað eftir að tekið var upp hlið- stætt nám við Háskólann á Akureyi. Erasmus áhugaverðara en Nordplus „Jafnvel þó að góðir styrkjamögu- leikar séu fyrir Norðurlandabúa til að stunda nám á Norðurlöndum, annars staðar en heima hjá sér, era þeir mögu- leikar ekki nýttir,“ sagði danski þing- maðurinn Jeppe Kofoed. Hann benti einnig á að þessir styrkir væra lítið kynntir, meðan að styi’kjum til náms innan Evrópusambandslandanna væri mjög haldið á lofti. „Það þykir óspennandi að fara í nám til nágrannalandanna og lítið er gert til að breyta þeim hugsunarhætti,“ sagði Kofoed og undir það tók Tove Bull. „Erasmus er áhugaverðara en Nord- plus,“ og átti hér við evrópska og nor- ræna námsstyrki. í þessu tilfelli eru ís- lendingai’ nokkur undantekning, því íslenskir námsmenn sækja mjög í nám til Norðurlandanna, fyrst og fremst til Danmerkur, en einnig til Svíþjóðar og Noregs. í umræðum kom fram að kannski væri ekki úr vegi að háskólarnir tækju sér samstarf og samrana atvinnufyrir- tækja til fyrirmyndar. Þannig mætti hugsa sér að tveir eða fleiri háskólar biðu í sameiningu upp á nám, sem hægt væri að stunda með því að fara á milli skólanna eða bættu stöðu sína með sér- hæfingu í stað þess að hver skóli biði upp á sem flest fög. Bent var á að Kali- forníuháskóli væri í raun samtenging skóla um allt ríkið og sú þróun gæti væri hugmyndauppspretta fyrir nor- ræna svæðið. Vísir að þessu er í uppsiglingu á Eyr- arsundssvæðinu, þar sem ellefu skólar á háskólastigi mynda í sameiningu Eyrarsundsháskólann. Þetta er á byij- unarstigi og óvíst hversu langt það mun ganga. Bæði danska og sænska stjórn- in styðja þetta samstarf. Einnig var bent á að háskólar hefðu enn sem kom- ið er lítið lagt sig eftir fjarkennslu yfir Netið, sem væri því enn óplægður akur. - Óskir Marx loksins að rætast „Orð Karls Marx um að framleiðslu- tækin ættu að vera í eigu verkamann- anna era nú loksins að rætast," sagði Erkki Ormala, yfirmaður hjá finnska farsíma- og hátæknifyrirtækinu Nokia, með bros á vör og lagði áherslu á að nýjar aðstæður biðu upp á nýja mögu- leika. „Við eram í miðri nýrri iðnbylt- ingu. Sú gamla stóð í hundrað ár, en sú sem stendur nú yfir mun aðeins taka tíu ár.“ Sem dæmi um öra þróun sagði hann að markaðsverðmæti sjö stærstu-w símafyrirtækjanna næmu því sem graf- ið hefði verið úr jörðu af gulli frá upp- hafi. Ormala benti á að litlu löndin í Evrópu, Finnland, írland, Danmörk og Holland, hefðu verið dijúg við að nýta sér tækniframfarir til aukins hagvaxtar meðan stóra löndin eins og Þýskaland, Frakkland og Italía ættu í eifiðleikum með það. Litlu löndin hefðu sveigjanlegt kerfi og vel menntað fólk og það væri þeirra styrkur til að nýta sér möguleika upp- lýsingatækninnar. Hin löndin þyi-ftu að slást við ósveigjanlegan vinnumarkað og óheppileg skattkerfi. „Efnahagslegir sviptivindar fara vaxandi og það felui’ í sér bæði hótanir og möguleika,“ sagði Onnala. Hann lagði áherslu á að í Nokia hefðu þeir byggt upp stjómunarkerfi, sem hvíldi á ábyrgð einstakra starfsmanna, meðan stjómendur fyrirtækisins litu á það sem hlutverk sitt að vísa veginn og búa í haginn fyrii’ starfsfólkið svo það gæti leyst starf sittvel af hendi. „Hið opinbera getur sótt innblástur í þessar stjórnunaraðferðir. Við eram mitt í byltingu, sem á eftir að standa í fimm ár og eftir það verður of seint að ætla að vera með. Upplýsingatækni styttir leiðirnai’ í ákvarðanatöku," sagði Ormala og hnykkti á að enginn tími væri til að ætla sér stöðugt að leysa mál í nefndum og ráðum. Um leið yrði líka að átta sig á að ákvarðanir á tímum breytinga þyrftu ekki að gilda um aldur ogævi. Hliðstæður við blómatíma víkingaaldar „Rauði þráðurinn hér á ráðstefnunni og almennt í umræðum nú er að það þurfi að mennta fólk vel, gera það fært um að tileinka sér nýja þekldngu og nýta tækifæri," sagði Sigríður Anna Þórðardóttir í samtali við Morgunblað- ið. „Breytingarnar gerast svo hratt að einstaklingai’ verða að kunna að nýta tæknina." Sigríður Anna sagði það umhugsun- arvert að íslensk menning á fyiri tím- um hefði blómstrað þegar samskiptin við umheiminn voru mikil. „Núna eiga Norðurlönd mikla möguleika, því þau standa framarlega í nettengslum og fai’símanotkun. Það gildir að nýta það sem lærist af öðram til að blása lífi í eig- in menningu án þess að glata sérkenn- um sínum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.