Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Lóð afmörkuð vegna byggingar ráðstefnu- og tónlistarhúss og hótels Tónlistarhúsi valinn staður við Austurbakka Lóðir fyrir tónlistar- og ráðstefnuhús, hótel, skiptistöð SVR, bílastæði o. fl. REYKJAVÍKURHÖFN Stjómar- sj ráðið Á þessum lóðum er ætlunin að koma fyrir: Tónlistar- og ráðstefnuhúsi Hóteli Bílastæðum (600 + 320) Skiptistöð SVR Viðbótarhúsnæði HAFNARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu um af- mörkun lóðar fyrir byggingu tón- listar- og ráðstefnuhúss og hótels við Austurbakka Reykjavíkurhafn- ar. Var hafnarstjóra falið að ganga til viðræðna um sölu Faxaskála og um frekari skilmála við afhendingu lóða gegn greiðslu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir þessa afgreiðslu mjög þýðingarmikla því mikilvægt hafi verið að sjá hagsmunum hafn- arinnar borgið í tengslum við fyrir- hugaða byggingu tónlistarhúss o.fl. mannvirkja á umræddu svæði. Verkefnið boðið út sem einkaframkvæmd Stefnt er að því að allar bygging- arframkvæmdir á lóð- inni, svo og verulegur hluti rekstrarins, verði boðnar út sem einka- framkvæmd. Að sögn borgarstjóra þurfa Reykjavíkurborg og ríkið nú þegar þessi niðurstaða liggur fyrir að semja sín í milli um kostnaðarskiptingu vegna þess hluta verk- efnisins sem ríki og borg munu standa að. Sagðist hún ekki eiga von á öðru en að sam- komulag næðist um það, enda væri báðum aðilum það mikið kappsmál að þessi bygging gæti orðið að veruleika. „Eg hef þá trú að svona tónlist- ar- og ráðstefnumiðstöð og hótel verði mikil lyftistöng bæði fyrir menningarlífið og fyrir atvinnulífið í landinu öllu,“ sagði Ingibjörg Sól- rún, og lagði jafnframt áherslu á að staðsetning mannvirkjanna myndi styrkja miðborg Reykjavík- ur verulega í sessi. Undirbúningur og hönnun getur tekið 1 'h til 2 ár Gert er ráð fyrir að væntanlegir fjárfestar og hönnuðir fái umtals- vert svigrúm til að útfæra hug- myndir um skipulag og uppbygg- ingu þeirra mannvirkja sem reisa á við höfnina. Reiknað er með að undirbúningur og hönnun tónlist- ar- og ráðstefnuhússins taki eitt og hálft til tvö ár og síðan taki tvö til þrjú ár að ljúka byggingunum. Borgarstjóri telur ekki raunhæft að ætla að framkvæmdir geti hafist fyrr en árið 2002, enda segir hún mikilvægt að vanda allan undii’- búning. „Því betur sem þetta er undirbúið, þeim mun líklegra er að vel takist til og að náð verði þeim markmiðum sem allir stefna að, en þau eru að fá hér gott tónlistarhús, góða ráðstefnumiðstöð og fínt hótel sem tengist miðborg Reykjavíkur," sagði Ingibjörg Sólrún í gær. 20 þúsund fermetra lóð norð- an Geirsgötu og 920 bilastæði Lóðin sem ákveðið hefur verið að afmarka vegna tónlistar- og ráð- stefnuhússins er í tveimur hlutum. Annars vegar er um að ræða um 20 þúsund fermetra lóð norðan Geirs- götu, þar sem Faxaskáli stendur, og hins vegar 7.200 fermetra lóð á milli Geirsgötu og Tryggvagötu, en þar eru í dag bíla- stæði, skiptistöð SVR, Zimsen-húsið, Hafnarstræti 21 og hluti húsa á lóðinni Hafnarstræti 17. Reykjavíkurborg ætl- ar að láta flytja eða rífa Hafnarstræti 21 og semja við eigendur Hafnarstrætis 17 um breytingar á húsum og breytt lóðamörk. Gert er ráð fyrir að á þessum lóðum verði byggt tónlistar- og ráðstefnuhús og hót- el, 600 bílastæði í tengslum við bygg- inguna og 320 bíla- stæði til viðbótar vegna miðborgar- innar. Þá er jafnframt gert ráð fyrir skiptistöð fyrir SVR á umræddu svæði og auk þess viðbótarhús- næði, sem getur orðið allt að 15 þúsund fermetrar að stærð, sem ætlað er að styrkja tengsl tónlist- arhússins við miðborgina og skapa betri fjárhagslegan grundvöll verk- efnisins. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið verði 14.000 fermetrar Reiknað er með að tónlistar- og ráðstefnuhúsið verði 14 þúsund fermetrar að stærð og reist verði í tengslum við það a.m.k. 250 her- bergja hótel sem verði 20 þúsund fermetrar að stærð. Skiptistöð SVR mun saman- standa af stæði fyrir vagna í bið- stöðu, biðsal fyrir farþega og þjón- usturými svo og vagnstæði fyrir vagna sem eru að taka við farþeg- um. Þá verður mögulegt að bfla- stæði neðanjarðar geti verið utan lóðar. Er að því stefnt að borgarsjóður kaupi þau mannvirki sem þarf að rífa eða flytja og land hafnarinnar eins og þörf verður á, og láti síðan lóðina af hendi fyrir fast verð. Auk bygginga á lóðinni sjálfri er gert ráð fyrir þeim möguleika að byggt verði yfir Geirsgötu á milli lóðanna tveggja, og að gatan verði hugsanlega lækkuð eða sett í göng. Óvíst hvort Faxaskáli verður nýttur að hluta eða rifínn Reykjavíkurhöfn mun halda af- notum af viðleguköntum í Austur- höfn þrátt fyrir þessar fram- kvæmdir. Þannig er gert ráð fyrir að gerður verði viðlegukantur norðan við hina afmörkuðu lóð tónlistarhússins og gert ráð fyrir mögulegu athafnasvæði þar fyrir höfnina. Ekki er gert ráð fyrir að lönd- un fisks við Austurbakka verði heimil eftir að mannvirkin verða reist, nema sérstaklega sé gerð grein fyrir því að það samrýmist rekstri hótels og ráðstefnumið- stöðvar. Er því talið nauðsynlegt að skapa aðstöðu til löndunar annars staðar. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort Faxaskáli eða hluti hans mun standa áfram og verða nýttur t.d. vegna fyrirhugaðra bflastæða eða hvort mannvirkin verða rifin. Ákveðið var að halda þessum nýt- ingarmöguleikum opnum fyrir væntanlegum fjárfestum. Þó er ráð fyrir því gert að Reykjavíkurhöfn verði áfram eigandi 3.500 fermetra á jarðhæð Faxaskála, sem höfnin nýti sem geymsluhúsnæði. Borgaryfirvöld leggja áherslu á að við uppbyggingu mannvirkjanna verði tryggt að góð göngutengsl verði á milli uppbyggingarsvæðis- ins og miðborgarinnar. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokks sátu hjá Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í hafnarstjórn sátu hjá við atkvæða- greiðslu um þetta mál í gær. I sér- stakri bókun þeirra segir að fund- argögn hafi verið send hafnar- stjórn í fyrrakvöld og ekki komið fram í dagskrá að lögð yfir fram tillaga um afgreiðslu málsins. „Nýjar upplýsingar um löndunar- aðstöðu voru kynntar á fundinum. Ósk um að fundi yrði frestað í nokkra daga til að hægt væri að leggja fram og meta í hafnarstjórn greinargerð varðandi bráðabirgða- aðstöðu eða væntanlega aðstöðu fyrir löndun sem fyrirhuguð er að norðanverðu við hina afmörkuðu lóð TRH var hafnað. Með hliðsjón af því sitjum við hjá,“ sagði í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Getur orðið „viti“ eða tákn miðborgar Reykjavíkur A minnisblaði borgarverkfræð- ings, sem lagt var fram í hafnar- stjórn í gær, segir að staðsetning lóðar tónlistarhússins sé einstök í miðborg Reykjavíkur. „Vegna þessa sjónræna mikil- vægis lóðarinnar og umfangs væntanlegra bygginga er ekki ólík- legt að bygging á lóðinni geti orðið einskonar „viti“ eða tákn miðborg- ar Reykjavíkur. Þess vegna er mikilvægt að byggingarlist á lóð- inni endurspegli byggingarlist í há- um gæðaflokki," segir þar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir V erð á fíkniefnum er sagt hafa farið lækkandi Lögreglan telur SÁÁ búa yfír upplýsingum um söluaðila SAMKVÆMT niðurstöðum könn- unar, sem gerð var í janúar og febr- úar meðal sjúklinga á sjúkrahúsinu Vogi, sem keypt hafa fíkniefni að undanförnu, hefur verð á fíkniefn- um lækkað. Samkvæmt þvi sem fram kemur á vefsetri SÁÁ er verðið orðið svipað því sem það var á síðasta ári þegar hið svokallaða stóra fíkniefnamál kom upp. „Verðlag á hinum ýmsu efnum hækkaði mjög skyndilega þegar smyglarar urðu fyrir skakka- föllum en verðlagið nú bendir til þess að markaðurinn sé kominn í fyrra horf,“ segir á vefsetrinu. Samkvæmt könnuninni hélst verðið á „venjulegum skammti“ af hassi óbreytt fyrstu tvo mánuði árs- ins og kostar skammturinn nú 2.000 kr. Amfetamín lækkaði um 25% þar sem verðið lækkaði úr 4.000 kr. í 3.000 kr. frá janúar til febrúar. 13% verðlækkun varð á kókaínskammti er verðið lækkaði úr 11.500 kr. í 10.000 kr. og e-taflan lækkaði úr 3.000 kr. í 2.500 kr. eða um 17%. Ályktun SÁÁ er sú að vaxandi eftirspurn og stöðugt verðlag gefi til kynna að nægilegu magni sé smyglað til landsins til að fullnægja eftirspurninni á fíkniefnamarkaðn- um. Engin opinber verðskrá til Lögreglan segir að engin opinber verðskrá sé til um fíkniefni hérlend- is og telur það hvorki vera hlutverk lögreglu né SÁÁ að gefa út viðmið- unarverð á fíkniefnum. Lögreglan segir hins vegar að svo virðist vera sem SÁA búi yfir upplýsingum um aðila sem selji fólki fíkniefni hér á landi á því verði sem gefið er upp. „Fulltrúar þess munu væntanlega geta gefið lögreglunni þær upplýs- ingar svo hægt verði að grípa til enn áhrifaríkari aðgerða og minnka þannig líkur á að fleiri verði fíkni- efnunum að bráð,“ segir Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn aðspurður um viðbrögð sín við könnun SÁA. Hann segir staðreyndina vera þá að verð á fíkniefnum ráðist venju- lega af öðru en almennum markaðs- áhrifum. „Það ræðst fremur af því hverjir eiga í hlut, hver tengsl aðila eru, aðgengi að efnunum og öðrum „viðskiptaskilmálum“,“ segir hann. Kannar mannrétt- indamál í Tsjetsjníu LÁRA Margrét Ragnarsdótt- ir alþingismaður tekur þátt í för sérstakrar sendinefndar Evrópuráðsþingsins til Moskvu og Norður-Kákasus- héraðsins dagana 9.-3. mars. Tilgangur fararinnar er fyrst og fremst að afla gagna um ástand mannréttindamála í tengslum við átökin í Tsjetsj- níu en Evrópuráðsþingið sam- þykkti tilmæli um þau á fundi sínum í Strassborg í janúar sl. Þar er m.a. farið fram á að al- menn mannréttindi verði virt á svæðinu, að tafarlaust verði bundinn endi á árásir rúss- neska hersins gegn almennum borgurum og að fjölmiðlum og hjálparstofnunum verði veitt- ur frjáls aðgangur að svæð- inu. I tilmælunum kemur fram að grannt verði fylgst með hvernig rússnesk stjórnvöld bregðast við íframangreind- um atriðum og að áframhald- andi aðild Rússlands að Evrópuráðinu verði óhjá- kvæmilega rædd á fundi þingsins dagana 3.-7. apríl nk. verði rússnesk stjórnvöld ekki talin hafa brugðist við tilmæl- unum á viðunandi hátt. Lára Margrét var tilnefnd í sendinefndina sem einn þriggja fulltrúa stjórnmála- nefndar Evrópuráðsþingsins, en hún er jafnframt einn varaforseta þingsins. Gert er ráð fyrir að sendinefndin snúi heim frá Moskvu mánudaginn 13. mars. Eignir lífeyr- issjóðanna jukust um 108 milljarða HREIN eign lífeyrissjóða lands- manna nam 515,3 milljörðum króna um síðustu áramót, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Is- lands. Tölurnar byggjast á mánað- arlegu úrtaki frá stærstu lífeyris- sjóðunum. Þetta eru því ekki endanlegar tölur. Samkvæmt töl- unum jukust eignirnar um tæplega 21% á síðasta ári. Eignir lífeyrissjóðanna hafa auk- ist hratt síðustu ár. Þær námu 262 milljörðum 1995, fóru í 306 millj- arða árið 1996 og náðu 352 millj- örðum í árslok 1997. í árslok 1998 námu eignir lífeyrissjóðanna 407 milljörðum og um nýliðin áramót námu eignirnar 515 milljörðum. Hækkunin í fyrra er 108 milljarð- ar. , Brotist inn í geymslur fjöl- býlishúss við Grandaveg BROTIST var inn í um 20 geymslur í fjölbýlishúsi við Grandaveg í gær eða fyi-rinótt og ýmsu stolið þar, m.a. verðmætu frímerkjasafni. I húsinu eru 23 geymslur og brotist var inn í nær allar geymslurnar, þær sprengdar upp og lásar eyðilagðir. Auk frímerkjasafnsins var stolið heilum dekkjagangi á felgum ásamt ýmsu öðru dóti. Ekki er vitað ná- kvæmlega hvenær innbrotið átti sér stað en lögreglan vinnur að rann- sókn málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.