Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 35 LISTIR Kammerkór Tónlistarháskólans í Piteá heldur tvenna tónleika hér á landi í vikunni, Sænskur kammer- kór á Akureyri og í Hallgrímskirkju Sýning’um lýkur Nýlistasafnið Sýningunni Kvikar myndir í Nýlistasafninu lýkur nú á sunnu- dag. A sýningunni má sjá stutt- myndir og tilraunamyndir eða velja sér mynd úr „videótekinu", sem hefur að geyma 39 myndir eftir innlenda og erlenda lista- og kvikmyndagerðarmenn. í Svarta sal safnsins er verkið Flash sem er nútíma myndlistar- og tónlistar; verk eftir 18 erlenda listamenn. I Súm-sal eru gamlir og nýir tölvu- leikir. Björt mey og hrein I Mír-salnum, Vatnsstíg 10, verða myndir eftir Reyni Lyngdal og Kristínu Maríu Ingimarsdóttur í kvöld, fimmtudagskvöld, en sunnudagskvöld verða m.a. stutt- myndirnar „Kvensjúkdómalæknir- inn“ og „Björt mey og hrein“ eftir Ólaf Sveinsson sýndar. Sýningar í Mír salnum hefjast kl. 20.00. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3b, er opið alla daga nema mánudaga kl. 14 - 18. M-2000 Fimmtudagur 9. mars Háskólabió kl. 20. Afmælistónleikar Sinfóniu- hljómsveitar Islands. Þriðja sinfónía Mahlers Þriðja sinfónía Mahlers er ein af meiriháttar hljómkviðum tónlistarsögunnar og því við- eigandi að fagna 50 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitarinnar með slíku meistaraverki. Mahler leit á þriðju sinfóníuna sem sköpun heimsins út frá tónlistarlegu sjónarhorni. Stjórnandi er Petri Sakari, einsöngvari Barb- ara Deaver, mezzósópran og fram koma einnig kvenna- og barnakór íslensku óperunnar. Miðasala hjá Sinfóníuhljóm- sveit Islands. www.reykjavik.2000. KAMMERKÓR Tónlistarháskólans í Piteá í Svíþjóð heldur tvenna tónleika hér á landi í vikunni. Fyrri tónleikarnir verða í Akur- eyrarkirkju kl. 20 annað kvöld en hinir síðari í Hallgrímskirkju laugardaginn 11. mars kl. 17. A efnisskránni eru kórverk eft- ir Sandström, Leijon, Alfén, Britt- en, Kverno og fleiri, ásamt orgel- verkum eftir Bach og Widor. Stjórnandi er Erik Westberg og orgelleikari Robert Pauker. Kammerkór Tónlistarháskólans í Piteá var stofnaður árið 1990 og samanstendur af u.þ.b. 40 söngv- urum sem koma úr ýmsum deild- um skólans. Erik Westberg, próf- essor í kórstjórn við skólann, hefur verið stjórnandi frá upp- hafi. Kammerkórinn hefur farið í tónleikaferðir til Finnlands, Aust- urríkis, Tékklands, Frakklands, Ítalíu, Brasilíu og Englands og í fyrra fór kórinn í ferð til Rúss- lands. í lok síðasta árs kom út geislaplata þar sem kórinn syngur sænska kórtónlist en áður hefur hann sungið inn á tvær safnplötur. Kórinn hefur lagt mesta áherslu á flutning kórverka án undirleiks, frá ólíkum timabilum tónlistarsög- unnar. Einnig hefur kórinn tekið þátt í flutningi stórra verka með Sinfóníuhljómsveitinni í Umeá (Jólaóratoría Bachs) og Norbotten Big Band (Requiem eftir Nils Lindberg) ásamt fjölda tónleika með Sinfóníuhljómsveit Tónlistar- háskólans. Erik Westberg lauk námi í tón- listarkennslu, kórstjórn, hljóm- sveitarstjórn og kórkennslufræði frá Konunglega Tónlistarháskól- anum í Stokkhólmi, þar sem aðal- kennari hans var prófessor Eric Ericson. Robert Pauker er fæddur í Gautaborg árið 1974. Kantors- prófí lauk hann árið 1995 frá Lýð- háskólanum í Oskarshamn og námi við kirkjutónlistardeild Tónlistarháskólans í Piteá vorið 1999. Hann er nú við nám í kons- ertorganistadeild sama skóla hjá prófessor Hans-Ola Ericsson. Leikfélag Siglufjarð- ar sýnir Isaðar gellur LEIKFELAG Siglufjarðar frum- sýnir leikritið ísaðar gellur á morg- un, föstudag, kl. 21 í Nýja bíói. Leikritið er eftir F. Harrison, skrif- að í Hull á Englandi en fjallar á gam- ansaman hátt um það hvernig bresk- ar stúlkur upplifa íslenskt dreifbýli, vinnuna í frystihúsinu og samskipti þeirra við landann. Með hlutverk fara Linda María Ásgeirsdóttir, Sólveig Halla Kjart- ansdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir, Sigurður Hlöðvesson og V. Ingi Hauksson. Leikfélag Siglufjarðar var endur- vakið síðastliðið sumar, eftir nokk- urra ára hlé, með uppsetningu þátt- ar um ævi og störf sr. Bjarna Þorsteinssonar, í þessari byggð, sem sett var upp í Siglufjarðarkirkju í samvinnu við sóknarnefnd kirkjunnar. í byrjun þessa árs hélt félagið síð- an leiklistarnámskeið og í framhaldi af því var hafist handa við uppsetn- ingu leikritsins ísaðar gellur, hvort tveggja undir stjórn Guðjóns Sig- valdasonar. Þegar eru ráðgerðar a.m.k. tvær sýningar til viðbótar. Prím fær góða dóma erlendis PRÍM, geisladiskur Jóels Pálssonar saxófónleikara sem kom nýverið út hjá Naxos-útgáfunni og hefur verið dreift í 40 löndum, fær víða góða dóma hjá djassgagnrýnendum. Sjálfur segir Jóel að sér þyki einna vænst um dóm gagnrýnanda danska dagblaðsins Politiken, Boris Rabion- owitsch, en hann sé jafnan sérdeilis vægðarlaus í dómum sínum og gjarnan kallaður „Slátrarinn". í dómi Rabinowitsch segir m.a.: „Það ætti ekki að koma á óvart að það er spilaður framúrskarandi djass á Islandi, ef maður hefur heyrt í tónlistarmönnum eins og altsaxó- fónistanum Sigurði Flosasyni og píanóleikaranum Eyþóri Gunnars- syni. I báðum má heyra á geisla- disknum Prím, en samt sem áður er diskurinn eins og opinberun, þökk sé aðalpersónu hans, tenór- og sópran- saxófónleikaranum Jóel Pálssyni. Þessi ótrúlega tjáningarríki tónn, sem í sínu ríkidæmi blæbrigða getur ekki annað en hrifið mann. Þar við bætist „fraseringarhæfileiki“ af sjaldgæfri lipurð og víðfeðmir tón- smíðahæfileikar, sem í lögum eins og „Urgur“ og „Gisp!“ vekja ómót- stæðilega rytmíska orku, á meðan þeir í lögunum „Bakþankar" og í úr- vinnslu Jóels Pálssonar á þjóðvísu særa fram hugarheim sem á rætur í íslenskri náttúru.“ Rabinowitsch segir ennfremur að ekki einungis Jó- el heldur hljómsveitin öll sé af hæsta gæðaflokki. í All About Jazz segir að tónlistin á Prím sé öll mjög uppfinningasöm og verulega ánægjuleg áheyrnar. „Jóel Pálsson og félagar hljóma sannarlega eins og þeir skemmti sér vel við að spila frumsamda tónlist Jó- els,“ skrifar gagnrýnandi Cadence, sem kveðst hlakka til að heyra næsta skammt frá Jóel og sjá hvaða stefnu hann tekur. Framkvæmdastjóri Ýmis ÁSDÍS Ingólfsdóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri tónlist- arhússins Ýmis, hús Karlakórs Reykjavíkur, sem vígt var 30. jan- úar sl. í tónlistarhúsinu Ými eru einnig til húsa Kvennakór Reykjavíkur og Nýi söngskólinn - Hjartans mál. Lætur nærri að um sjö hundruð manns æfi söng í húsinu. Ásdís Ingólfsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1958 og starfaði sem framhaldsskólakennari við Menntaskólann við Sund í ellefu ár. Hún var útlitshönnuður og blaðamaður á Morgunblaðinu frá 1985 til 1988 _ og starfaði fyrir Rauða kross íslands 1996-1998. Auk þess hefur hún komið að ýmsu félagsstarfi, m.a. setið í stjórn Búseta og stjórn HIK um tveggja ára skeið. • Hitaöryggi • Súrefnisskynjaii • 4000w • Sjálfkveikja • 3 hil astillmgar • A 4 hjólum Tilboðsverð 12.900 kr. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Tölvunám opnar þér nýjar leiðir! Hagnýtt töluunám Kcnnt tinsvar i viku. Aiorgun- eða kvöidtimar. Hagnýtt tölvunám, 40 stundir Hagnýtt tölvunám, 60 stundir Hagnýtt tölvunám, 100 stundir Hagnýtt tölvunám framhald, 40 stundir Tölvunámskeið Lengd 10 - 15 kennslustundir. Windows Excel 3 Internet Word 2 express PowerPoint Access 1 Excel 2 Heimasíðugerð Access 2 % ***** # * m Hringdu núna og fáðu nánari upplýsingar. Síminn er 561 6699. Tölvuskóli Reykjavíkur Borgartúni 28 • Sími 561 6699 tolvuskoli@tolvuskoli.is • www.tolvuskoli.is Horfðu til framtíðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.