Morgunblaðið - 09.03.2000, Síða 35

Morgunblaðið - 09.03.2000, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 35 LISTIR Kammerkór Tónlistarháskólans í Piteá heldur tvenna tónleika hér á landi í vikunni, Sænskur kammer- kór á Akureyri og í Hallgrímskirkju Sýning’um lýkur Nýlistasafnið Sýningunni Kvikar myndir í Nýlistasafninu lýkur nú á sunnu- dag. A sýningunni má sjá stutt- myndir og tilraunamyndir eða velja sér mynd úr „videótekinu", sem hefur að geyma 39 myndir eftir innlenda og erlenda lista- og kvikmyndagerðarmenn. í Svarta sal safnsins er verkið Flash sem er nútíma myndlistar- og tónlistar; verk eftir 18 erlenda listamenn. I Súm-sal eru gamlir og nýir tölvu- leikir. Björt mey og hrein I Mír-salnum, Vatnsstíg 10, verða myndir eftir Reyni Lyngdal og Kristínu Maríu Ingimarsdóttur í kvöld, fimmtudagskvöld, en sunnudagskvöld verða m.a. stutt- myndirnar „Kvensjúkdómalæknir- inn“ og „Björt mey og hrein“ eftir Ólaf Sveinsson sýndar. Sýningar í Mír salnum hefjast kl. 20.00. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3b, er opið alla daga nema mánudaga kl. 14 - 18. M-2000 Fimmtudagur 9. mars Háskólabió kl. 20. Afmælistónleikar Sinfóniu- hljómsveitar Islands. Þriðja sinfónía Mahlers Þriðja sinfónía Mahlers er ein af meiriháttar hljómkviðum tónlistarsögunnar og því við- eigandi að fagna 50 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitarinnar með slíku meistaraverki. Mahler leit á þriðju sinfóníuna sem sköpun heimsins út frá tónlistarlegu sjónarhorni. Stjórnandi er Petri Sakari, einsöngvari Barb- ara Deaver, mezzósópran og fram koma einnig kvenna- og barnakór íslensku óperunnar. Miðasala hjá Sinfóníuhljóm- sveit Islands. www.reykjavik.2000. KAMMERKÓR Tónlistarháskólans í Piteá í Svíþjóð heldur tvenna tónleika hér á landi í vikunni. Fyrri tónleikarnir verða í Akur- eyrarkirkju kl. 20 annað kvöld en hinir síðari í Hallgrímskirkju laugardaginn 11. mars kl. 17. A efnisskránni eru kórverk eft- ir Sandström, Leijon, Alfén, Britt- en, Kverno og fleiri, ásamt orgel- verkum eftir Bach og Widor. Stjórnandi er Erik Westberg og orgelleikari Robert Pauker. Kammerkór Tónlistarháskólans í Piteá var stofnaður árið 1990 og samanstendur af u.þ.b. 40 söngv- urum sem koma úr ýmsum deild- um skólans. Erik Westberg, próf- essor í kórstjórn við skólann, hefur verið stjórnandi frá upp- hafi. Kammerkórinn hefur farið í tónleikaferðir til Finnlands, Aust- urríkis, Tékklands, Frakklands, Ítalíu, Brasilíu og Englands og í fyrra fór kórinn í ferð til Rúss- lands. í lok síðasta árs kom út geislaplata þar sem kórinn syngur sænska kórtónlist en áður hefur hann sungið inn á tvær safnplötur. Kórinn hefur lagt mesta áherslu á flutning kórverka án undirleiks, frá ólíkum timabilum tónlistarsög- unnar. Einnig hefur kórinn tekið þátt í flutningi stórra verka með Sinfóníuhljómsveitinni í Umeá (Jólaóratoría Bachs) og Norbotten Big Band (Requiem eftir Nils Lindberg) ásamt fjölda tónleika með Sinfóníuhljómsveit Tónlistar- háskólans. Erik Westberg lauk námi í tón- listarkennslu, kórstjórn, hljóm- sveitarstjórn og kórkennslufræði frá Konunglega Tónlistarháskól- anum í Stokkhólmi, þar sem aðal- kennari hans var prófessor Eric Ericson. Robert Pauker er fæddur í Gautaborg árið 1974. Kantors- prófí lauk hann árið 1995 frá Lýð- háskólanum í Oskarshamn og námi við kirkjutónlistardeild Tónlistarháskólans í Piteá vorið 1999. Hann er nú við nám í kons- ertorganistadeild sama skóla hjá prófessor Hans-Ola Ericsson. Leikfélag Siglufjarð- ar sýnir Isaðar gellur LEIKFELAG Siglufjarðar frum- sýnir leikritið ísaðar gellur á morg- un, föstudag, kl. 21 í Nýja bíói. Leikritið er eftir F. Harrison, skrif- að í Hull á Englandi en fjallar á gam- ansaman hátt um það hvernig bresk- ar stúlkur upplifa íslenskt dreifbýli, vinnuna í frystihúsinu og samskipti þeirra við landann. Með hlutverk fara Linda María Ásgeirsdóttir, Sólveig Halla Kjart- ansdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir, Sigurður Hlöðvesson og V. Ingi Hauksson. Leikfélag Siglufjarðar var endur- vakið síðastliðið sumar, eftir nokk- urra ára hlé, með uppsetningu þátt- ar um ævi og störf sr. Bjarna Þorsteinssonar, í þessari byggð, sem sett var upp í Siglufjarðarkirkju í samvinnu við sóknarnefnd kirkjunnar. í byrjun þessa árs hélt félagið síð- an leiklistarnámskeið og í framhaldi af því var hafist handa við uppsetn- ingu leikritsins ísaðar gellur, hvort tveggja undir stjórn Guðjóns Sig- valdasonar. Þegar eru ráðgerðar a.m.k. tvær sýningar til viðbótar. Prím fær góða dóma erlendis PRÍM, geisladiskur Jóels Pálssonar saxófónleikara sem kom nýverið út hjá Naxos-útgáfunni og hefur verið dreift í 40 löndum, fær víða góða dóma hjá djassgagnrýnendum. Sjálfur segir Jóel að sér þyki einna vænst um dóm gagnrýnanda danska dagblaðsins Politiken, Boris Rabion- owitsch, en hann sé jafnan sérdeilis vægðarlaus í dómum sínum og gjarnan kallaður „Slátrarinn". í dómi Rabinowitsch segir m.a.: „Það ætti ekki að koma á óvart að það er spilaður framúrskarandi djass á Islandi, ef maður hefur heyrt í tónlistarmönnum eins og altsaxó- fónistanum Sigurði Flosasyni og píanóleikaranum Eyþóri Gunnars- syni. I báðum má heyra á geisla- disknum Prím, en samt sem áður er diskurinn eins og opinberun, þökk sé aðalpersónu hans, tenór- og sópran- saxófónleikaranum Jóel Pálssyni. Þessi ótrúlega tjáningarríki tónn, sem í sínu ríkidæmi blæbrigða getur ekki annað en hrifið mann. Þar við bætist „fraseringarhæfileiki“ af sjaldgæfri lipurð og víðfeðmir tón- smíðahæfileikar, sem í lögum eins og „Urgur“ og „Gisp!“ vekja ómót- stæðilega rytmíska orku, á meðan þeir í lögunum „Bakþankar" og í úr- vinnslu Jóels Pálssonar á þjóðvísu særa fram hugarheim sem á rætur í íslenskri náttúru.“ Rabinowitsch segir ennfremur að ekki einungis Jó- el heldur hljómsveitin öll sé af hæsta gæðaflokki. í All About Jazz segir að tónlistin á Prím sé öll mjög uppfinningasöm og verulega ánægjuleg áheyrnar. „Jóel Pálsson og félagar hljóma sannarlega eins og þeir skemmti sér vel við að spila frumsamda tónlist Jó- els,“ skrifar gagnrýnandi Cadence, sem kveðst hlakka til að heyra næsta skammt frá Jóel og sjá hvaða stefnu hann tekur. Framkvæmdastjóri Ýmis ÁSDÍS Ingólfsdóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri tónlist- arhússins Ýmis, hús Karlakórs Reykjavíkur, sem vígt var 30. jan- úar sl. í tónlistarhúsinu Ými eru einnig til húsa Kvennakór Reykjavíkur og Nýi söngskólinn - Hjartans mál. Lætur nærri að um sjö hundruð manns æfi söng í húsinu. Ásdís Ingólfsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1958 og starfaði sem framhaldsskólakennari við Menntaskólann við Sund í ellefu ár. Hún var útlitshönnuður og blaðamaður á Morgunblaðinu frá 1985 til 1988 _ og starfaði fyrir Rauða kross íslands 1996-1998. Auk þess hefur hún komið að ýmsu félagsstarfi, m.a. setið í stjórn Búseta og stjórn HIK um tveggja ára skeið. • Hitaöryggi • Súrefnisskynjaii • 4000w • Sjálfkveikja • 3 hil astillmgar • A 4 hjólum Tilboðsverð 12.900 kr. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Tölvunám opnar þér nýjar leiðir! Hagnýtt töluunám Kcnnt tinsvar i viku. Aiorgun- eða kvöidtimar. Hagnýtt tölvunám, 40 stundir Hagnýtt tölvunám, 60 stundir Hagnýtt tölvunám, 100 stundir Hagnýtt tölvunám framhald, 40 stundir Tölvunámskeið Lengd 10 - 15 kennslustundir. Windows Excel 3 Internet Word 2 express PowerPoint Access 1 Excel 2 Heimasíðugerð Access 2 % ***** # * m Hringdu núna og fáðu nánari upplýsingar. Síminn er 561 6699. Tölvuskóli Reykjavíkur Borgartúni 28 • Sími 561 6699 tolvuskoli@tolvuskoli.is • www.tolvuskoli.is Horfðu til framtíðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.