Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 11 FRÉTTIR Iðnaðar- og viðskiptaráðherra gagnrýnir Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins Telur sjóðinn ekki hafa staðið undir nafni VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, segir að Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hafi valdið sér miklum vonbrigðum. Of langan tíma taki að fá svar við um- sóknum úr sjóðnum, hann sinni ekki landsbyggðinni nægilega og um of sé einblínt á kröfur um arðsemi í rekstri hans. Valgerður gagnrýndi Nýsköpunar- sjóðinn á opnum borgarafundi um at- vinnu- og byggðamál í Olafsfn-ði sl. laugardag. Einn fundaiTnanna kvart- aði yfir því hversu erfiðlega fyrirtækj- um á landsbyggðinni gengi að fá láns- fjármagn og tók Valgerður undir það, sagðist vita að þetta væri vandamál og bankakerfið hefði ekki sinnt lands- byggðinni sem skyldi nú í seinni tíð. Það segði sér það að styrkja þyrfti Byggðastofnun með einhverju móti. Taldi hún vel koma til greina að sam- eina Byggðastofnun og Nýsköpunar- sjóð atvinnulífsins, m.a. þar sem kom- ið hefði í ljós eftir ferð starfsmanns iðnaðar- og viðskiptaráðununeytisins í Noregi á dögunum, að Norðmenn hefðu aðstoð við atvinnulífið meira í einum farvegi. Lýsti ráðherra þeirri skoðun sinni að með einfaldara kerfi vissi fólk kannski fremur hvert ætti að leita eftir aðstoð og fjármagni. Einblínt á kröfur um arðsemi „Nýsköpunarsjóður hefur valdið mér miklum vonbrigðum. Hann hefur að mínu mati ekki staðið undir nafni. Yfir honum hefur verið kvartað og það er ekki eitthvað sem ég varð fyrst vör við eftir að ég tók við ráðherraem- bætti. Vissulega voru miklar vænt- ingar bundnar við starfsemi sjóðsins, en ég hef orðið vör við kvartanir yfir löngum afgreiðslutíma og að sjóður- inn hafi ekki sinnt frumstigi atvinnu- rekstrar nægilega, heldur meh'a sinnt almennri þjónustu eins og svo margir aðrh' fjáifestingarbankar. Eg tel ekki að hann hafi sinnt landsbyggðinni sem skyldi og kannski einblínt um of á kröfur um arðsemi," sagði Valgerðm’. Valgerður tekur fram að málið sé ekki komið á neinn rekspöl, hún hafi aðeins viðrað þessar hugmyndir sínai' á fundinum. Hugmyndir séu þó til alls fyrstar, en málin séu alls ekki komin á það stig að hægt sé að tala um breyt- ingar. „Það er ekki að vænta bylting- ai' í þessum efnum á næstunni,“ sagði ráðherra. Stj órnarformaður sjóðsins undrandi „Ég skil ekki þessa gagnrýni ráð- herrans og heyrði fyrst af henni í fjölmiðlum," segh' Arnar Sigur- mundsson, stjómaiformaður Ný- sköpunarsjóðs atvinnuh'fsins. Hann segist síðast hafa rætt við ráðherra um málefni sjóðsins fyrir örfáum dög- um og þá hafi ekki verið vikið einu orði að óánægju með starfsemi hans. Ai-nar segir að sér komi óánægja ráðherrans mjög á óvaif, samstarf við hann hafi hingað til gengið mjög vel og ekkert komið þar upp á. „Mér skilst raunar að þetta hafi verið svar við fyrirspurn tengdri lánafyrir- greiðslu út á land, en Nýsköpunar- sjóður er ekki lánastofnun í þeim skilningi; hann veitir eingöngu áhættulán sem eru tryggð í verkefn- um þeim sem sjóðurinn kemur að,“ segir Amar og telur að málefni sjóðs- ins hafi blandast inn í fyrirspurn fi-á aðila sem fékk styrk frá sjóðnum út á ágætf verkefni sem hann vann að. „Ég átta mig annars ekki á sam- henginu,“ bætir hann við. Arnar segir að til standi að funda með ráðherra aftur á næstunni og þar muni þessi mál eflaust bera á góma, þótt ekki sé boðað til fundarins af þeim sökum. „Viðskiptaráðherra fer með málefni sjóðsins, en Valgerður Sverrisdóttir er einnig iðnaðairáð- hema og því kemur hún mjög að starfsemi okkar. I öllum þeim sam- skiptum hefur aldrei örlað á gagmýni af þessu tagi, síður en svo,og almennt hefur verið litið svo á að sjóðurinn hafi farið sérlega vel af stað.“ Yfír 750 verkefni borist Ai-nar bendir á að Nýsköpunar- sjóður atvinnulífsins hafi formlega tekið til starfa í ársbyi'jun 1998. Samningar hafi þá tekist með ríkis- valdinu og aðilum iðnaðar- og sjávar- útvegs um stofnun sjóðsins og Fjár- festingarbanka atvinnulífsins (FBA) á grunni þriggja sjóða: Iðnþróunar- sjóðs, Iðnlánasjóðs og Fiskveiðasjóðs. í upphafi hafi sumir lýst þeirri skoðun sinni að ef til vill yrðu verkefni slíks sjóðs ekki nægilega mörg og merki- leg. Raunin hefði hins vegar orðið önnur; frá stofnun hefði sjóðnum bor- ist ríflega 750 erindi, stór og smá. „Við höfum verið aðilar að stofnun fjölmargra fyrirtækja, bæði innan- lands og einnig í útrásarverkefnum þai' sem Islendingar hafa tekið þátt í að stofna fyrirtæki erlendis. Eðli málsins samkvæmt hefur hins vegar þui'ft að hafna mörgum erindum og slíkt getur alltaf skapað einhveija óánægju," segir Arnar. Spurður um þá skoðun iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að skoða beri möguleika á að sameina Nýsköpunar- sjóðinn Byggðastofnun, segir Arnar: „Þetta eru í eðli sínu ólík fyi'irtæki. Byggðastofnun er allt öðruvísi stofn- un og hefur allt önnur og afmai'kaðri verkefni en Nýsköpunarsjóður. Milli sjóðsins og Byggðastofnunar hefur verið ágæt samvinna sem heldur hef- ur farið vaxandi.“ Hann bendir enn- fremur á að Alþingi kjósi stjórn Byggðastofnunar, en hlutverk Nýs- köpunarsjóðs sé fremur að taka þátt í stofnun hlutafélaga um góðar hug- myndii’ með fjármagni. Ekki ástæða til að stíga skref aftur á bak „Síðan Nýsköpunarsjóður tók til starfa hefur orðið heilmikil þróun í þessum fjáifestingargeira og valkost- ir eru nú fleiri en nokkru sinni. Sjóð- urinn hefur að mörgu leyti verið í hlutverki brautryðjanda og ég sé ekki nokkra ástæðu til að stíga nú skref aftur á bak og breyta starfsemi sjóðs- ins yfir í einhverja byggðastofnun. Um slíkt þyrfti að nást víðtækt sam- komulag milli margra aðila og ég sé það nú ekki gerast,“ segir Arnar Sig- urmundsson. Ljósmynd/Ólafur Amar Gunnarsson Björgunarsveitarmenn á Langjökli veifuðu blysi til þylunnar, sem kom svífandi utan úr hríðarkóf- inu. Holan sem Guðmundur Skúlason gróf sig niður í á Langjökli var um einn og hálfur meter á lengd. Á myndinni til hægi'i sést holan sem var aðsetur hans í tvo sólarhringa. Einn björgunarsveit- armanna stendur á sama stað og Guðmundur var þegar björgunarmenn komu á vettvang. heimilað í Hekluhafí við Búrfell SKIPULAGSSTJÓRI hefur fallist á að heimilað verði vikurnám á Heklu- hafi austan við Búrfell í Gnúpverja- hreppi, með því skilyrði að mörk vinnslusvæðisins verði ákveðin í samráði við Náttúruvernd ríkisins. Fyrirhugað vikurnám Vikurvara ehf. er samkvæmt séi-vinnsluleyfi útgefnu af iðnaðarráðuneytinu. A námasvæðinu er áætlað að taka allt að 2,8 milljónir rúmmetra af vikri á næstu 20 árum, eða 80-140 þúsund rúmmetra á ári. Fyrirhugað námu- svæði er um 140 hektarar. Að mati skipulagsstjóra mun fyr- irhugað vikurnám ekki hafa í för með sér umtalsverð áhrif á um- hverfi, náttúruauðlindir eða samfé- lag. í fréttatilkynningu frá Skipu- lagsstofnun segir að fram hafi komið að hagkvæmni framkvæmdarinnar eigi að skoða í samhengi við um- hverfisspjöll og hugsanlegan ávinn- ing af stofnun fólkvangs á svæðinu. „í mati á umhverfisáhrifum hlið- stæðra framkvæmda hefur, fram til þessa, ekki verið gerð sú krafa að framkvæmdaraðili sýni fram á hag- kvæmni framkvæmdar í ljósi ofan- greindra atriða og telur skipulag- sstjóri ríkisins að í ljósi jafnræðis sé ekki gnmdvöllur til að krefjast þess í þessu tilfelli." Ekki á náttúruminjaskrá I nágrenni námusvæðisins er fjölfarin ferðamannaleið og sést þaðan yfir á námusvæðið. Vikur- svæðin í nágrenni Heklu að Rangár- botnum eru á náttúruminjaskrá en ekki vestan Þjórsár þar sem námu- svæðið mun verða. Heildaráætlun um verndun og nýtingu vikurs vest- an Heklu hefur ekki farið fram. Fram hefur komið sú tillaga að um 200 metra breitt belti verði skilið eftir meðfram Þjórsá og 100 metra meðfram Bjarnalæk, en það er um fjórðungur af flatarmáli fyrirhugaðs vinnslusvæðis. Skipulagsstjóri telur ekki rök fyrir því að ganga svo langt. Kærunefnd jafnréttismála um veitingu embættis prests á Grenjaðarstað Ai i • Jafnréttislög brotin við veit- ingu embættisins Björgun á Langjökli ÓLAFUR Arnar Gunnarsson úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi var einn af þeim hjálparsveitarmönnum sem fundu Guðmund Skúlason á Langjökli á mánudag. Þá tók hann þessar myndir. Á annarri sést björg- unarmaður í holunni, en þar stóð Guðmundur þegar björgun barst. Ólafur segir að þegar Guðmund- ur var fundinn hafi verið eins og birti yfir mönnunum og náttúrunni því að þá fór að rofa til og eftir að þyrlan var farin var orðið heiðskírt. Guðmundur vildi fyrst ekki fara með þyrlunni og bað um að fá far með björgunarmönnunuin. Ólafur Arnar hvatti hann til að fara með þyrlunni enda væri þetta kannski eina tækifærið sem hann fengi á æv- inni til að fljúga með þyrlu. KÆRUNEFND jafnréttismála tel- ur jafnréttislög hafa verið brotin þegar embætti sóknarprests í Grenj- aðarstaðarprestakalli var veitt nýverið. Fjórir sóttu um, þrír karlar og ein kona, einn karlanna hlaut embættið og kærði konan niður- stöðuna til kærunefndar jafnréttis- mála, sem komst að ofangreindri niðurstöðu. í niðurstöðu kærunefndar segir að nefndin telji kæranda hæfari en þann sem starfið hlaut. Hún hafi meiri menntun ásamt lengri og fjöl- breyttari starfsferli. Jafnframt telur kærunefndin að kynjahlutföll í valnefndinni hafi ekki verið í samræmi við jafnréttisáætlun kirkjunnar, í henni sátu sex karl- menn og ein kona, en samkvæmt jafnréttisáætluninni skulu bæði kyn- in jafnan eiga einn af hverjum þrem- ur fulltrúum í nefndum og ráðum á vegum kirkjunnar. Jafnræðis ekki gætt við að leita eftir hugmyndum umsækjenda í vali sínu lagði valnefndin sér- staka áherslu á verkefni kirkjumið- stöðvarinnar á Vestmannsvatni og þóttu hugmyndir þess sem embættið hlaut um starfsemina þar afar áhugaverðar. Kærunefndin telur hins vegar að valnefndin hafi ekki gætt fyllsta jafnræðis með umsækj- endum í því að leita eftir hugmynd- um þeirra um starfsemina. Einnig segir í niðurstöðu kærun- efndarinnai' að valnefndin virðist hafa dregið þá ályktun að kærandi ætlaði ekki að búa á prestsetrinu á Grenjaðarstað, því hún búi ekki á prestsetri í núverandi prestakalli. Bent er á að henni hafi ekki gefist kostur á því að tjá sig um afstöðu sína til búsetu og kveðst hún aldrei hafa gefið í skyn að hún ætlaði ekki að búa á prestsetrinu. Að auki rökstyður valnefndin val sitt með því að sá sem starfið hlaut sé yngri og með fjölskyldutengsl inn á svæðið og þar af leiðandi séu meiri líkur á því að festa komist á þjónustu prestsembættisins. Kærunefndin bendir á að engin trygging sé fyrir' því og þykir henni þessi forsenda byggð á getsökum. Kærunefndin beinir þeim tilmælum til dóms- og kirkjumálaráðherra að viðunandi lausn verði fundin á málinu, sem kærandi geti sætt sig við, þar sem ráðherrann hafi hið formlega skip- unarvald og beri því endanlega ábyrgð á því að réttrar málsmeðferð- ar sé gætt við val á prestsefni og að farið sé að jafnréttislögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.