Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Framsal á stuðningi líklega heimilað 2004 EKKI liggur ljóst fyrir hvenær gengið verður frá nýjum sauðfjár- samningi við bændur, en væntan- legur samningur er að mati Ara Teitsson, formanns Bændasamtak- anna, eitt stærsta mál yfirstandandi búnaðarþings. Ari segir að ekki sé búið að ganga fyllilega frá aðferðafræði eða greiðslum í tengslum við þann samning en þó þykir líklegt að heimilað verði framsal á stuðningi ríkisins við bændur árið 2004. Ari segir að viðamesta verkefni þingsins sé þó í raun umfjöllun um skipulag og uppbyggingu samtak- anna. „Við erum að breyta skipuriti og ábyrgð á störfum samtakanna og því tengist uppstokkun á útdeild- ingu fjármuna. Þetta eru í raun stærstu málin núna þótt þau séu ekki fyrirferðarmikil í umræðunni. Einnig erum við mjög ósátt við meðferð á hálendismálunum og það verður örugglega rætt hér af nokk- urri hörku,“ segir Ari. Gæðamál og gæðastýring í land- búnaði er einnig fyrirferðarmikill þáttur á Búnaðarþingi. „Atvinnu- mál í dreifbýli eru okkur náttúru- lega mjög hugleikin. Allir hafa áhyggjur af þessum málum en það hefur engin lausn komið enda erfitt úrlausnar. Það eru engar nýjar til- lögur í þessu máli lagðar fram á þessu þingi en það gera sér allir ljóst að forsenda fyrir því að við- halda dreifbýlinu er að þar sé at- vinnu að hafa og tekjur. Það hafa verið lagðir talsverðir fjármunir í að reyna að viðhalda loðdýraræktinni þótt það hafi ekki gengið alltof vel. Miklir fjármunir hafa farið í uppbyggingu ferðaþjón- ustu sem hefur skilað ágætum árangri víða. Framleiðnisjóður hef- ur stutt það myndarlega á síðast- liðnu ári,“ segir Ari. Hann bendir á að einnig sé í vaxandi mæli verið að leggja land undir skógrækt sem er atvinnusköpun. Sala á hlutabréfum í Hótel Sögu skoðuð Lagt hefur verið fram erindi á þinginu um að metið verði hvort skynsamlegt sé að selja hlutabréf Bændasamtakanna í Hótel Sögu. „Það yrði fyrst og fremst gert í þeim tilgangi að losa fjármuni og hafa ekki öll eggin í sömu körfunni. Hins vegar er óvissa um hversu miklir fjármunir losna því enginn getur fullyrt um það í dag hve mik- ils virði hlutabréfin í Hótel Sögu eru.“ Búnaðarbankinn vinnur nú að mati á verðmæti hlutabréfanna. Er- indið er nú til vinnslu í fjárhags- nefnd Búnaðarþings og er nefnd- inni ætlað að vega og meta hvað skynsamlegt kunni að vera að gera og gera tillögur um það fyrir þingið. Ari segir að komið hafi fram til- laga um embætti umboðsmanns bænda. Hlutverk hans á að vera að taka á móti erindum frá bændum sem eru órétti beittir, jafnt af hinu opinbera sem annars staðar. Ari segir að miklir hagsmunir séu fólgnir umfjöllun þingsins um fast- eigna- og brunabótamat í dreifbýli. „Fasteignamat af íbúðarhúsnæði á landsbyggðinni er mjög ósann- gjarnt. Einnig er útfærsla bruna- bótamatsins algerlega óþolandi því menn eru að greiða mun hærri gjöld af sínum eignum en raunveru- legt verðmætamat er og menn fá til baka ef eitthvað gerist," segir Ari. Tveggja mánaða ferð frámundan hjá norðurpólsförunum Fara út á ísinn á morgun Á MORGUN, föstudag, hefja íslensku pólfararnir Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason fór sína til norðurpólsins frá Ward Hunt-eyju sem er í um 800 km fjarlægð frá sjálfum norðurpólnum. Sama dag leggur þriggja manna sænskur leiðangur af stað frá sama stað en nú þegar eru. tveir norrænir leiðangrar að auki komn- ir út á ísinn og einn breskur. Tveir eins manns leiðangrar hafa hins vegar misheppnast. Norski leiðangurinn ætlar lengst Sá leiðangur sem lengst hefur verið úti á ísnum, eða frá því um miðjan febrúar er norskur tveggja manna leiðangur þeirra Rune Gjeldness og Torry Larsens. Þeir eru 28 ára gamlir og lögðu af stað frá Severnaja Zemla í Rússlandi. Þeir hyggjast ekki aðeins ná norðurpóln- um úr austri heldur ganga um pólinn og enda för sína í Ward Hunt-eyju í júnímánuði. Gönguleiðin er a.m.k. 1750 km löng og sleðar þeirra vógu hvor um sig 175 kg í upphafí ferðar. Að sögn norska blaðsins Aften- posten, sem birti grein 26. febrúar s.l. um þá norrænu leiðangra sem reyna sig úti á ísnum þetta árið, hefur engum tekist að ná takmarki Norðmannanna, þótt níu leiðangrar hafi gert tilraun til þess. í sömu blaðagrein var gerð stutt grein fyrir leið- angri þeirra Haraldar og Ingþórs og sagði ennfremur í henni að þetta árið biðu norrænir pólfarar nánast í biðröð eftir því að komast af stað áleiðis til norður- pólsins, en hins vegar hefði enginn gert út leiðangur í fyrra. Breskir leiðangursmenn á leið á norðurpólinn Breskur norðurpólsleiðangur lagði af stað í gær frá Ward Hunt-eyju og áætlar að ná pólnum á 65 dögum. Ljósmynd/Ólafur Öm Haraldsson Ingþór Bjarnason stendur á fimmtugu og er aldurs- forseti norrænna norðurpólsfara í ár. í hópnum eru sex Bretar og munu fjórir þeirra á al- drinum 27 til 30 ára reyna við pólinn sjálfan en tveir hafa aðsetur í aðalbúðum í Resolute. Bretarnir beita meginatriðum sömu aðferðafræði og íslenski leiðan- gurinn, þ.e. að ganga án utanaðkomandi stuðnings á pólinn og láta sækja sig með flugvél. Bresku leiðan- gursmennirnir höfðu verið hér á landi við æfingar áð- ur en þeir héldu áfram og fréttu þá af fslenska leiðan- grinum. Að Bretunum og norrænu leiðöngrunum fjórum meðtöldum munu því a.m.k. 13 manns reyna að ná pólnum í vor og má til gamans geta að Ingþór Bjarna- son er aldursforseti í hópi pólfaranna, fimmtugur að aldri. Hinir pólfararnir eru á þrítugs- og fertugsaldri. Um 110 milljón rúmmetrar af hrauni runnu úr Heklu Heklugosi talið lokið RAGNAR Stefánsson jarð- skjálftafræðingur segir að bæði sjónarvottum og mælum beri saman um að goshviður í Heklu séu hættar og því sé eðlilegt að telja að gosinu sé lokið. Hann segir að á síðustu sólarhringum hafi komið óróahviður á um tutt- ugu mínútna fresti, en talið sé að sú síðasta hafi orðið um klukkan níu í gærmorgun. Hann segir hugsanlegt að gos- ið taki sig upp aftur, en þessu gosi sem slíku sé lokið. „Við get- um ekki útilokað að gosið taki sig upp aftur, en það er ólíklegra því það hætti svo rólega. Það hefur eiginlega smám saman dottið niður og því finnst mér ólíklegt að það verði eitthvað í framhaldi af því,“ segir Ragnar. Ragnar segir að búast megi við því aðgosið setji einhverja jarð- hreyfingar af stað, en ekki sé ástæða til að búast við stórum jarðskjálftum. „Það komu nokkrir smáskjálft- ar á Hengilssvæðinu svona viku eftir að þetta byrjaði, en þeir voru mjög smáir. Ég er frekar á því að það verði eitthvað meira um smáskjálfta á Suðurlandi en venja er, því það er eins og fari fiðringur um þessi nálægu skjálftabelti eftir gos, segir Ragnar. Heldur minna af hraun en í fyrri gosum Freysteinn Sigmundsson, for- stöðumaður Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar, segir að magn hraunsins úr gosinu sé heldur minna en úr fyrri Heklugosum. Mælingar þeirra sýni að hraunið sem rann í gosinu sé um 18 fer- kílómetrar að flatarmáli og áætl- uð meðalþykkt þess um sex metrar. Samtals er hraunið um 110 milljón rúmmetrar, en til samanburðar má geta þess að í gosunum árið 1991 og 1980-81 runnu um 150 miiljón rúmmetrar í hvoru gosi. Starfar sem forseti allsherj arþings SÞ ÞORSTEINN Ingólfsson, fasta- fulltrúi Islands hjá Sameinuðu þjóðunum, sem kjörinn var einn af varaforsetum 54. allsherjar- þingsins í sept- ember síðast- liðnum, hefur samþykkt til- nefningu Theo- Ben Guriab, for- seta 54. allsherj- arþingsins, um að vera starfandi Forsetinn, sem er utanríkisráð- herra Namibíu, verður fjarverandi frá New York næstu fjórar vikur og er íslenski fastafulltrúinn annar af tveimur varaforsetum sem skipta með sér þessu tímabili sem starfandi forsetar, segir í fréttatil- kynningu. Þorsteinn Ingólfsson forseti þingsins tímabilið 8. til 22. þessa mánaðar. Ræktar þú garðinn þinn? Sameinaðu kosti Heimilislínu og Heimilisbanka Með því að vera í Heimilislínu og Heimilisbankanum á Netinu tryggir þú þér mun hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti og sparar kostnað af færslum, millifærslum og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma. HEIMILISLÍNAN ®BÚNAÐARBANKINN Traustur banki Tildrög snjóflóðs könnuð SNJÓFLÓÐ féll austan meg- in við Flateyri upp úr hádegi í gær og stöðvaðist um 100 metrum fyrir ofan þjóðveg- inn. Talið er að flóðið hafi verið 60-70 metra breitt en snjómælingamaður frá Veð- urstofu á eftir að mæla flóðið. Vélsleðamaður var á ferð á þeim slóðum sem snjóflóðið féll og rannsakar lögreglan á ísafirði hvort hávaðinn í sleð- anum hafi orðið til að koma flóðinu af stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.