Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Uppskeruhá- tíð KFUM og KFUK Mismunandi kjör barna og unglinga í heiminum. A laugardaginn, 11. mars, verður uppskeruhátíð á vegum æskulýðsstarfs KFUM og KFUK í aðalstöðvum félaganna við Holtaveg. Yfirskrift hátíðarinnar er þema- verkefni vetrarins „Mismunandi kjör barna í heiminum". Hátíðin hefst kl. 14 og stendur til kl. 16. Flestar æskulýðsdeildir KFUM og KFUK hafa unnið með verkefnið í vetur í tengslum og samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar. Bömin í æskulýðsdeildum félaganna hafa ásamt leiðtogum sínum meðal annars staðið íýrir fjáröflun í tengslum við verkefnið og munu fjármunirnir fara óskiptir til aðstoðar bömum í fjar- lægum löndum sem lifa og búa við aðrar aðstæður og fátæklegri en við, böm Vesturlanda. Á meðal verkefna má nefna stuðning við greiðslu á námskostnaði, svo eitt mikilvægt og augljóst dæmi sé tekið. Listviðburðir. Á uppskerahátíð- inni munu allar æskulýðsdeildir KFUM og KFUK sem taka þátt í vetrarstarfi félaganna koma saman og hver deild mun leggja sitt af mörkum til hátíðarinnar. Um er að ræða margvíslega list- viðburði og sýningaratriði og er það vel við hæfi árið 2000 í sjálfri Reykja- vík, menningarborg Evrópu. Á meðal þess sem boðið verður upp á er: Myndlistarsýning, tónlistaratriði, uppákomur og leikrit. Óll saman. Á uppskerahátíðinni gefst þátttakendum í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK kostur á því að koma saman og sýna og sjá hvað í þeim býr. Hátíðin er einnig upplagt tækifæri til að vekja athygli bam- anna, fjölskyldna þeirra og alls al- mennings á mismunandi kjöram bama og unglinga í heiminum. Fá fólk til að hugsa sinn gang og hugsa til þurfandi náunga í fjarlægum lönd- um eða bara í næsta húsi. Æskulýðsnefnd KFUM og KFUK. Æskulýðsfulltrúar KFUM og KFUK, Helgi Gíslason og Gyða Karlsdóttir, hafa haldið utan um und- irbúning hátíðarinnar og fengið leið- togana í æskulýðsstarfinu, sem era vel yfir hundrað, allt sjálfboðaliðar, til liðs við sig. í æskulýðsnefnd KFUM og KFUK era: Halla Jónsdóttir, settur fræðslustjóri Þjóðkirkjunnar, Magn- ea Sverrisdóttir, kennari og æsku- lýðsfulltrúi Hallgrímskirkju, Tómas Torfason, markaðs-, auglýsinga- og útgáfustjóri og Sigvaldi Björgvins- son verslunarmaður. Þetta ágæta fólk leggur línumar í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK og era þau æsk- ulýðsfulltrúunum Helga og Gyðu til aðstoðar, ráðgjafar og hugmyndaöfl- unar. . Allir velkomnir. Allir era vel- komnir á uppskerahátíð æskulýðs- starfs KFUM og KFUK. Foreldrar, systkini, afar, ömmur og vinir þátt- takenda í æskulýðsstarfinu. Einnig allir þeir sem sýna vilja æskulýðs- starfi KFUM og KFUK áhuga og stuðning og því verkefni sem æsk- ulýðsstarfið hefur unnið að í vetur. Að opna augu, hugsa til og biðja fyrir náunganum. Þeim sem búa við önnur kjör. Þeim sem era ekki eins og við. Það mun kosta hundrað krónur inn á hátíðina fyrir börn og tvöhundrað krónur fyrir fullorðna. Á hátíðinni verður einnig basar sem bömin hafa unnið. Allt þetta er liður í fjáröflun verkefnisins Mismunandi kjör bama og unglinga í heiminum og munu allir fjármunimir fara óskiptir tii Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Komið endilega og sýnið bömun- um í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK áhuga um leið og þið leggið góðu málefni lítilsháttar en mikil- vægt lið.Við hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest á uppskerahátíðinni á laugardaginn. Með góða skapið uppi við að sjálfsögðu. Sigurbjöm Þorkelsson. Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14-17. Ný öld, nýtt ár- þúsund. Fræðslusamvera í safnaðar- heimili Áskirkju í kvöld kl. 20.30. Árni Bergur Sigurbjömsson. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Æskulýðsfélagið fyrir unglinga í 8. bekk í kvöld kl. 19.30 í félagsmiðstöðinni Bústöðum. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-16 í safnaðarheim- ilinu. Æskulýðsféiag Neskirkju og Dómkirkju. Sameiginlegur fundur í safnaðarheimili Neskirkju kl. 20. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, passíusálmalest- ur. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu að stund lokinni. Háteigskirkja. Ljós lífsins, þagn- aríhugun kl. 20. Taize-messa kl. 21. Fyrirbæn með handaryfirlagningu og smuming. Tómas Sveinsson. Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorgunn kl. 10-12. Söngstund með Jóni Stefánssyni kl. 11. Svala djákni les fyrir eldri börn. Langholtskirkja er opin til bæna- gjörðar í hádeginu. Lestur passíus- álma kl. 18. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Kyrrðarstund kl. 12. Orgel- leikur til kl. 12.10. Að stundinni lok- inni er léttur málsverður á vægu verði í safnaðarheimilinu. Neskirkja. Félagsstarf eldri borg- ara nk. laugardag kl. 13. Farið í heimsókn í Holtsbúð, nýja hjúkran- ar- og dvalarheimilið í Garðabæ. Þátttaka tilkynnist í síma 5111560 kl. 10-12 og 16-18 í síðasta lagi á föstudag. Allir velkomnir. Jóna Han- sen. Æskulýðsfélag Neskirkju og Dómkirkju. Sameiginlegur fundur í safnaðarheimili Neskirkju kl. 20. Selljarnarneskirkja. Starf fyrir 6-8 ára börn kl. 15-16. Starf fyrir 9- 10 ára börn kl. 17-18.15. Árbæjarkirkja. TTT-starf fyrir 10- 12 ára í Ártúnsskóla kl. 16.30- 17.30. Breiðholtskirkja. Mömmumorg- unn á föstudögum kl. 10-12. Digraneskirkja. Foreldramorgn- ar ki. 10-12 í umsjá Fjólu Grímsdótt- ur og Bjargar Geirdal. Kl. 11.15 leik- fimi aldraðra. Kl. 145 LLL ráðgjöf um brjóstagjöf. Kl. 18 bænastund. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar í síma 554 1620, skriflega í þar til gerðan bænakassa í anddyri kirkjunnar eða með tölv- upósti (Digraneskirkja@simnet.is). Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11- 12 ára drengi kl.17-18. Grafarvogskirkja. Foreldra- morgnar kl. 10-12. Fræðandi og skemmtilegar samverastundir, heyr- um guðs orð og syngjum með böm- unum. Kaffisopi og spjall. Alltaf djús og brauð fyrir börnin. Æskulýðsstarf fyrir unglinga kl. 20-22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera aldr- aðra í safnaðarheimilinu Borgum kl. 14-16. Seljakirkja. Strákastarf fyrir 9-12 ára á vegum kirkjunnar og KFUM kl. 17.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra kl. 10-12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Op- ið hús fyrir 8-9 ára böm í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Bibl- íulestur kl. 21. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30. Víðistaðakirkja. Foreldramorgn- ar kl.10—12. Opið hús fyrir 10-12 ára bömkl. 17-18.30. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 10 foreldramorgunn. Kl. 17 TTT- starf, tíu til tólf ára krakka. Kl. 18 kyrrðar- og bænastund með Taize- söngvum. Koma má fyrirbænaefnum til prestanna með fyrirvara eða í stundinni sjálfri. Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 kvöld- vaka í umsjón Gistiheimilisins. Happ- drætti og veitingar. Allir hjartanlega velkomnir. Lágafellskirlqa. TTT-starf fyrir 10-12 ára böm frá kl.17-18. Umsjón Hreiðar og Sólveig. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Ilvammstangakirkja. Kapella Sjúkrahúss Hvammstanga. Helgi- og bænastund í dag ld. 17. Fyrirbæna- efnum má koma til sóknarprests. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til fostudags Víkverji fer í frí LEITT er að vita af hrak- förum Víkverja sem hann lýsti í grein sinni í blaðinu 3. mars sl., er hann hugð- ist notfæra sér frípunkta sína hjá ÚrvalLÚtsýn eins og fjölmargir íslendingar hafa gert. Fríkort ehf. hefur kapp- kostað að eiga sem best samskipti við korthafa með því m.a. að upplýsa þá í heimsendum bæklingum og fréttabréfum um leiðir til þess að innleysa frí- punkta sína. Svo vill til að skrifstofa Fríkorts flutti nýlega í Síðumúla 34,2. hæð, geng- ið er inn Fellsmúlamegin, eins og kemur fram í til- kynningu um flutningana í fyrrum heimahögum okk- ar og auglýst var í Morg- unblaðinu. Ef til vill er einhverjum enn tamt að nefna gamla heimilisfang- ið. Er það miður og biðj- umst við að sjálfsögðu vel- virðingar á því. Það tekur svo alltaf einhvern tíma að koma sér fyrir á nýjum stað og framtíðarmerking- ar því ekki fullfrágengnar. Fríkort og viðkomandi innlausnarfyrirtæki gera hverju sinni með sér samning um innlausnar- máta. Þúsundir fríkortsnot- enda hafa nú nýtt sér lið- lega 50 milljónir punkta til þess að mæta ferðakostn- aði sínum. Flestir þeirra höfðu beint samband við skrif- stofu Fríkorts og fengu punktaávísanir sendar heim í pósti. Þessi máti hefur gengið nánast snurðulaust fyrir sig. Hafi það farið fram hjá Víkverja, á rafræn inn- lausn sér nú þegar stað hjá mörgum innlausnarfyrir- tækja Fríkortsins og ráð- gert er að þeim fari fjölg- andi. Fríkort ehf. óskar Vík- verja góðrar ferðar í fríið. Gamli Réttar- holtsbærinn KRISTINN hafði sam- band við Velvakanda og langaði að vita hvort ein- hver ætti mynd af gamla Réttarholtsbænum, sem stóð annað hvort fyrir ofan eða neðan Sogaveg. Hann heldur að bærinn hafi ver- ið reistur í kringum 1930, en er þó ekki viss. Hann er búinn að reyna að útvega sér mynd af bænum í sjö ár, en lítið orðið ágengt. Hann hefur haft samband við Þjóðminjasafnið og höfund bókarinnar Sögu- staður við Sund, ásamt fleiri aðilum, en enginn virðist vita hvar er hægt að nálgast mynd eða hvort hún er til. Ef einhver getur hjálpað honum, er hann beðinn að hafa samband við Kristin í síma 568-5762. Þakklæti til Olís við Álfheima MIG langar til að koma á framfæri þakklæti til starfsmanna Olís við Álf- heima. Eg er eldri borgari og hef oft þurft að leita til þeirra með alls kyns vand- ræði og þeir hafa alltaf leyst úr þeim af einstakri ljúfmennsku. Hafið kærar þakkir fyrir. Eldri borgari. Tapad/fundid GSM-sími týndist GSM-sími týndist föstu- dagskvöldið 4. mars sl.í miðbænum. Síminn er af Nokia 5110 gerð og með grænni Nok- ia-framhlið og hvítum tökkum. Ef einhver hefur fundið hann, vinsamlegast hringið í síma 867-2880. Fundarlaun. Sérstakur gullhringur fannst MJÖG sérstakur gullhr- ingur fannst mánudaginn 28. febrúar sl. við Gullin- brú. Hringurinn hefur vafalaust tilfinningalegt gildi fyrir eigandann. Upp- lýsingar í síma 567-4504. Kvengullúr fannst KVENGULLÚR fannst við raðhúsin við Bolla- garða á Seltjarnarnesi, laugardagsmorguninn 4. mars sl. Upplýsingar gef- ur Gréta í síma 561-1101. Grár jakki týndist GRÁR jakki týndist annað hvort á Café Victor eða á Café Amsterdam föstu- dagskvöldið 3. mars sl. I vasanum var Motorola gsm-sími og leðurbudda með debetkorti. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Guðrúnu í síma 566- 6481. Dýrahald Svangur, svartur köttur SVARTUR köttur, haltur, hefur komið hér inn á lóð- ina undanfarna daga og reynt að snapa sér að éta af því sem við höfum hent út fyrir fuglana. Hann kom hér áðan og við gátum þá séð að hann er með ljós- græna ól með bjöllu um hálsinn og hann virðist vera fótbrotinn á vinstri framlöpp. Sársvangur virt- ist greyið vera því hann var að sleikja margra daga gamla frosna fitu sem fugl- arnir höfðu ekki étið. Vona að þessar upplýs- ingar verði til að eigandi gefi sig fram - við munum að sjálfsögðu reyna að fóðra hann þar til lausn finnst. Hann er mjög styggur og erfitt að nálg- ast hann og við þurfum helst að vakta matinn sem hann á að fá svo að til dæmis okkar eigin akfeiti köttur haldi ekki að þarna sé eitthvað spes spennandi fyrir sig! Við má bæta að ef við skyldum ná kisa þá mun- um við fara með hann á Dýraspítalann til aðhlynn- ingar. Guðrún sími 565 1831. Ég leyfi Lúð- vík stundum að ráða hvar hann situr. Víkverji skrifar... SNJÓR og aftur snjór hefur ver- ið ríkjandi víðast hvar um landið og veturinn því harður og snjóþungur. Harðar lægðir hafa gengið yfir með tilheyrandi roki og úrkomu og sett daglegt líf úr skorðum hvað eftir annað hér og þar um landið. Oftast gengur mest á hér á suðvesturhorni landsins, þar sem þéttbýlið er mest, bílarnir flestir og þar sem allir fyllast streitu ef þeir komast ekki leiðar sinnar á sömu 5 eða 10 mínútunum og á venjulegum degi. Þeir sem búa úti á landi eru öllu vanari hamagangi í veðrinu og kippa sér ekki upp við það þótt snjói hressilega, þá er bara að bíða af sér veðrið og halda áfram leiðar sinnar eða halda verki sínu áfram þegar færi gefst. Það sem Víkverji hefur oft furðað sig á er hins vegar hversu margir halda að veðrið sé þannig að varla sé þörf á að taka það neitt alvarlega. Menn skulu reyna að fara ferða sinna hvernig sem viðrar og gildir einu þótt kom- ið sé fárviðri, bylur, stórrigningar með hættu á grjóthruni eða skrið- um eða hálka og hvað það er nú annað sem getur tálmað för. Menn trúa bara á mátt sinn og megin og láta skeika að sköpuðu. í þessu sambandi má enn láta í ljós nokkra vanþóknun á þeim ökumönnum sem ekki nenna að skafa snjó af rúðum bíla sinna áður en lagt er af stað. Víkverji kemur ekki auga á neina afsökun sem menn geta haft fyrir því að sinna ekki þessari sjálfsögðu og eðlilegu öryggis- skyldu. Nema helst ef viðkomandi ökumenn væru handarlausir! Þeir væra þá uppá aðra komnir með að skafa áður en þeir ækju af stað! En í lokin á vetraramræðunni má líka minna á að þótt veður hafi öðru hverju gerst nokkuð hörð hjá okkur er þessi vetur áreiðanlega langt frá því að vera sá versti sem elstu menn muna. Það er hreint ekki óeðlilegt að það snjói og að við verðum fyrir kuldakasti á þess- um stað á hnettinum yfir veturinn. En hann lætur brátt undan og framundan er jafndægur og vorið og sumarið sem við verðum að vona að verði okkur geðfellt. xxx * UR ÞVÍ farið er að tala um sumarið er ekki úr vegi að fjalla um sumarleyfi. Hvað ætla menn nú að gera í sumar? Á að halda til útlanda? Á sólarströnd? í borgarferð? Taka flug og bíl? Þeir era margir möguleikarnir. Svo er líka hægt að ferðast um eigið land. Þar eru möguleikarnir ekki síður fjölbreyttir. Víkverji leyfir sér að stinga uppá að menn íhugi hvort ekki sé líka hægt að nýta sumar- leyfið hérlendis, þótt vitanlega sé afskaplega notalegt að hverfa til heitari landa og láta líða úr sér. En það er ekki síður hægt að sækja endurnæringu í orlofi á ís- landi. Aka eitthvað með viðlegu- búnað. Fara í nokkurra daga gönguferð. Taka fyrir lítið land- svæði og skoða það almennilega, bæði þéttbýli þess og óbyggð, söfnin og sundlaugarnar. Þeysa hringveginn eða Vestfjarðahring- inn og fara helst ekki út úr bílnum. Ganga Laugaveginn eða hinn Laugaveginn og skoða í búðir. Eða bara vera heima og gera sem minnst. Liggja í raunverulegri leti. xxx ORLOF er með öðrum orðum bráðnauðsynlegur hlutur. Ekki síst hjá vinnusjúkum íslend- ingum sem við erum áreiðanlega of mörg. Stundum heyrist að einhver geti ekki tekið frí, það sé bara svo mikið að gera. Þeir verða bara að fá fríið greitt. Er þetta raunveru- lega rétt ef grannt er skoðað? Vit- anlega er oft mikið að gera en ef menn geta ekki tekið frí og pústað dálítið er þá ekki frekar eitthvað að skipulagi verkefnanna? Gleymst að hugsa fyrir einhverj- um til að hlaupa í skarðið. Það er nú yfirleitt hægt. Nema hjá þeim sem era ómissandi. Það er til einn og einn slíkur. Þeir verða þá bara að sætta sig við að taka ekki ær- legt frí fyrr en þeir komast á eftir- launin. Þá ættu þeir líka að geta notið lífsins fyrir sparnaðinn. Sem væri efni í annan pistil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.