Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 44
 44 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 S---------------------- MORGUNBLAÐIÐ Adalfundur íslandsbanka hf. Aðalfundur íslandsbanka hf. árið 2000 verður haldinn í Súlnasal Radisson SAS Saga Hótel mánudaginn 20. mars 2000 og hefst kl. 14:00. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein samþykkta bankans. 2. Tillaga um heimild til bankaráðs til kaupa á hlutabréfum í íslandsbanka hf. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Atkvæðaseðlar og aðgöngumióar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra i íslandsbanka hf. á Kirkjusandi í Reykjavík, 16. og 17. mars nk. frá kl. 9:00 til 16:00 og á fundardegi frá kl. 9:00 til 13:00. Einnig verða atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar afhentir á fundarstað frá kl. 13:00 til 14:00 á fundardegi. Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningar félagsins fyrir árið 1999 verða hluthöfum til sýnis á sama stað frá og með mánudeginum 13. mars 2000. Framboðsfrestur til bankaráðs rennur út þriðjudaginn 14. mars nk. kl. 17:00. Framboðum skal skila til bankastjóra á Kirkjusandi. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja aðgöngumiða og atkvæðaseðla sinna á Kirkjusandi fyrir kl. 13:00 á fundardegi eða í síðasta lagi milli kl. 13:00 og 14:00 á fundarstað. 7. mars 2000 Bankaráð íslandsbanka hf. www.isbank.is ÍSLANDSBANKI UMRÆÐAN Er þorra fólks alveg sama? Forsætisráðherra of- bauð þjóð sinni með dæmalausu sjónvarps- viðtali í Ríkissjónvarp- inu á þrettándakvöld. Petta hefur áður verið rætt í mínum pistlum og ýmsir aðrú’ urðu til að setja ofan í við þenn- an sameiginlega starfs- mann okkar borgar- anna fyrir þá fram- komu. Forsætis- ráðherra lét þó ekki þar við sitja, heldur hélt uppteknum hætti, þeg- ar honum gafst nýtt tækifæri á viðskipta- þingi á dögunum. Sá málflutningur hefur ekki fengið þá athygli sem hann á skilið: „Þegar hagkvæm fiskveiðistjórn- un leiðir til verðmætasköpunar, sem aftur leiðir til fjárfestingar á nýjum sviðum sjávarútvegs, er það lagt út á versta veg. Þegar hagkvæm fiskveið- istjórnun leiðir til verðmætasköpun- ar, sem aftur leiðir til fjárfestingar á öðrum sviðum en í sjávarútvegi, er það einnig sérstakt umkvörtunarefni. Verst virðist þó vera, ef fé, sem safn- ast hefur fyrir í öðrum atvinnugrein- um, er notað til að fjárfesta í sjávar- útvegi. Hagsmunimir eru svo gagnverkandi og sjónarmiðin svo mismunandi, að svo virðist sem engin sátt geti tekist um eitt eða neitt nema að allir eigi jafnlítið. Sæl er sameigin- leg eymd, var einhvern tíma sagt.“ Hvort sem það er nú áunnið eða aðfengið er eitthvað hólmsteinskt við röksemdafærsluna. Það sem er lofsvert í þessari ívitn- un í ræðu forsætisráðherra er hversu skýrt hún markar sýn hans á stærsta pólitíska vandamál samtímans í ís- lenskum stjómmálum. Hann talar eins og hann trúi því, að sala Þor- steins Vilhelmssonar á hlut sínum í Samherja sé árangur af hagkvæmri fiskveiðistjómun. Bet- ur að satt væri, en allir Islendingar sem á ann- að borð fylgjast með því sem er og hefur verið að gerast í íslenskum sjávarútvegi vita að Þorsteinn var fyrst og fremst að selja hæsta verði, sem honum bauðst, þá hlutdeild í óveiddum fiski á Islandsmiðum, sem íyr- irtæki hans hafði kom- ist yfir innan þess ramma, sem Alþingi ís- lendinga hefur búið honum og hans félög- um. Þetta andvirði eignarhluta hans var því að mestu gjöf frá Alþingi, - gjöf, sem forsætisráðherrann hefur gert að sínu pólitíska markmiði að verja, hvað sem það kostar. Enn hef- ur það ekkert kostað hann í fylgi. Þess vegna sér ráðherrann hlutina ekki eins og þeir era, heldur eins og hann vill að þeir séu. Sú stórkostlega hagkvæmni fisk- veiðistjómunarinnar, sem forsætis- ráðherrann leggur út af sem for- sendu í ræðu sinni, hefur að sönnu gert ýmsum vel séðum skjólstæðing- um hans mögulegt að ganga frá sinni útgerð með hundrað milljóna og milljarða króna. Hún hefur í leiðinni skilið ótaldar sjávarbyggðir eftir á köldum klaka og svipt fólkið, sem þar bjó, ævisparnaðinum í verðlausum eignum. Hún hefur jafnframt náð þeim árangri, að afli sem fræðimenn telja hæfilegan hefur dalað í öllum botnfisktegundum um tugi prósenta, allt niður í 30% af því sem veitt var um 1990. Síðustu fimm árin hefur árangurinn verið svo stórkostlegur, að skuldir útgerðar og fiskvinnslu hafa hækkað um litla 50 milljarða króna eða nálægt 50%. Það er ekki Mtill árangur af hagkvæmninni! Alvara málsins sem felst í grein- Jón Sigurðsson ARSFUNDUR 2000 23. mars 2000, kl. 17:15 í Hvammi, Grand Hótel Reykjavík __________________________Dagskrá:_________________________ 1. Fundarsetning. 2. Skýrsla stjórnar. Brynjólfur Bjamason, formaður stjómar. 3. Ársreikningur 1999, tryggingafræðilegt uppgjör og kynning á fjárfestingarstefnu. Gunnar Baldvinsson, forstöðumaður ALVIB. 4. Tillögur um breytingar á samþykktum ALVÍB. 5. Erindi: „Hvernig getum við ávaxtað eignir okkar? Hlutabréf eru besti kosturinn.“ Sigurður B. Stefánsson, framkvœmdastjóri VÍB. 6. Önnurmál. Þeím sjóðfélögum sem vilja kynna sér tillögur um breytingar á samþykktum ALVÍB er bent á að hœgt er að nálgast þœr á eftirfarandi hátt. 1. Samþykktimar eru fáanlegar hjá VÍB, Kirkjusandi. 2. Hægt er að fá samþykktirnar sendar. Hafið samband við VÍB í síma 560 8900 3. Hægt er að fletta upp á samþykktunum á vefnum www.alvib.is Sjóðfélagar eru hvattir til að mœta áfundinn. REKSTRARAÐILI: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Veffang: vib.is. Netfang: vib@vib,is Fiskveiðistjjórnun Fólk, sem að kvöldi dags hneykslast yfír þremur milljörðunum hans Þorsteins Vil- helmssonar yfir kaffi- bolla, segir Jón Sigurðs- son, segist styðja annan hvorn stjórnarflokkinn, þegar Gallup eða Fé- lagsvísindastofnun hringir næsta morgun. ingunum hér að framan er tvenns konar. Annars vegar er sú staðreynd, að forsætisráðherra þjóðarinnar sér alls ekki vandamálin, sem blasa við honum og þeirri ríkisstjórn, sem hann veitir forstöðu, eins og þau era. Hann er haldinn ranghugmyndum um hagkvæmni gildandi fiskveiði- stjómunar og prédikar í samræmi við það. I þeirri veröld óraunvera- leikans, sem hann býr sér til, finnst honum hann geta óáreittur haldið áfram að gæta þeirra sérhagsmuna, sem hann greinilega hefur selt sálu sína til. í samræmi við þetta lýsti hann því í ræðunni, að ósátt við þjóð- ina væri besti kosturinn, sem hann sæi í stöðunni. Hinn þáttur vandans liggur í því, hversu stór hluti þjóðarinnar lætur þessi úrslitaatriði í íslenskri pólitík sig einu gilda. Fólk sem að kvöldi dags hneykslast yfir þremur millj- örðunum hans Þorsteins Vilhelms- sonar yfir kaffibolla en segist styðja annan hvorn stjórnarflokkinn, þegar Gallup eða Félagsvísindastofnun hringir næsta morgun. Fólkið tengir þannig alls ekki þetta tvennt, eins augljós og sú tenging er. Það era stjórnarflokkamir, sem standa íyrir því, að Þorsteinn og hans líkar geta fénýtt sér framtíðaraðganginn að fiskinum í sjónum með þeim hætti, sem nú viðgengst. Allt er þetta gert í krafti þess fals- málflutnings að fiskveiðistjómunin hafi verið hagkvæm. Hún hefur ekki reynst vera það fyrir magnið af bol- fiski úr sjó, sem talið er óhætt að veiða. Þar er mikið og sífellt undan- hald í öllum botnfisktegundum. Ekki hefur hún heldur reynst hagkvæm fyrir fólkið, sem hefur hrakist utan af landsbyggðinni á suðvesturhomið frá verðlausum húsum sínum. Enn hefur hún heldur ekki verið hagkvæm fyrir þá, sem vildu reyna sig við að fara að gera út og komu að atvinnugrein, sem er með afar virkum hætti lokuð fyrh’ nýliðun. Og ekld hefur hún verið hagkvæm fyrir þjóðarbúið, sem fer á mis við verðmæti þeirra tuga þús- unda tonna af fiski, sem árlega er fleygt aftur í sjóinn, beinlínis vegna reglna fiskveiðistjómarkerfisins. Eða blessað fólkið, sem ennþá berst íyrir lífsbjörg sinni í sjávarbyggðun- um, þrátt fyrir þá bakhlið hag- kvæmninnar, sem að því snýr. Fiskveiðistjórnunin hefur reynst hagkvæm íyrir sumar stórútgerðir, meðan þær fá enn risið undir skulds- etningu sinni, en langhagkvæmust hefur hún verið fyrir þá, sem selja sig frá útgerðinni, eins og Þorsteinn Vil- helmsson hefur gert. Og allt ber þetta að þakka núverandi stjómar- flokkum með því að lýsa eða lýsa ekki stuðningi við þá, eftir því hvað hverj- um finnst, þegar Gallup eða Félags- vísindastofnun hringja næst. Fari nú svo, að Hæstiréttur stað- festi Vatneyrardóminn í grandvallar- atriðum og ríkisstjómin fari svo sem vænta má að reyna að mjaka sér með einhveijum leikbrögðum fram hjá stjórnarskránni, eins og gert var í fyrra, verður fróðlegt að fylgjast með, hvort þjóðin er svo sinnulaus, að hún láti jafnræðis- og atvinnufrels- isákvæði stjómarskrárinnar sig heldur engu máli skipta og haldi áfram að styðja stjómarflokkana í þessari iðju þeirra. Hufundur er fyrrverandi framkvæmdasljóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.