Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 63 FÓLK í FRÉTTUM Frá A til O Hljómsveitin Land og synir leika í Stapanum á laugardagskvöld. Hljómsveitin Ensími leikur á tónleikum á Hard Rock Café á fimmtu- dagskvöld. Hljómsveitina skipa Hrafn Thoroddsen söngvari og gítar- leikari, Franz Gunnarsson gítarleikari, Kjartan Róbertsson bassaleik- ari og Jón Om Arnarson trommuleikari. ■ AMIGOS Blúshljómsveitin Centa- ur leikur fimmtudagskvöld en þeir koma saman á u.þ.b. tveggja ára fresti. ■ ÁLAFOSS FÖT BEZT Á fóstu- dags- og laugardagskvöld kemur Eiríkur Hauksson gagngert frá Noregi til að syngja með Gildrufé- lögunum mörg af sínum þekktustu lögum ásamt þeirra bestu lögum. Lög eins og Sekur, Gaggó Vest og IGull. Miðaverð 1.000 kr. ■ ÁSGARÐUR, Glæsibæ Á sunnu- dagskvöld er dansleikur með Caprí- tríói frá kl. 20. ■ BLÁI ENGILLINN Karaoke fóstudags- og laugardagskvöld. Opið frá kl. 17 og fram eftir nóttu. ■ BREIÐIN, Akranesi Hljómsveitin Sixties leikur fóstudagskvöld. ■ BROADWAY Á föstudagskvöld er lokað vegna einkasamkvæmis. Á laugardagskvöld verður haldin Bee Gees-sýning þar sem fimm strákar Iflytja þekktustu lög þeirra Gibb- bræðra. Danssveit Gunnars Þórðar- sonar leikur fyrir dansi ásamt söng- stjörnum Broadway. ■ CAFÉ AMSTERDAM Hljómsveit- in Papar leika föstudags- og laugar- dagskvöld. ■ CAFÉ ROMANCE Breski píanó- leikarinn Frankie Flame leikur öll kvöld. Hann leikur einnig fyrir mat- argesti Café Óperu. ■ CATALINA, Hamraborg Hljóm- sveitin Þotuliðið leikur fóstudags- og laugardagskvöld. ■ FJARAN, Vestmannaeyjum IHljómsveitin Sóldögg leikur laugar- dagskvöld. ■ FJÖRUKRÁIN Fjaran: A fóstu- dags- og laugardagskvöldum leikur Jón Möller rómantíska tónlist fyrir matargesti. Fjörugarðurinn: Vík- ingasveitin leikur í Víkingaveislum. Dansleikur á eftir fóstudags- og laugardagskvöld með Nýju víkinga- sveitinni. ■ GAUKUR Á STÖNG Hljómsveitin Eikin kemur saman aftur eftir ára- tuga hlé og heldur tónleika fimmtu- Idagskvöld og dansiball í anda „hippatímans" föstudagskvöld. Á laugardagskvöld er komið að Atóm #3 í boði Undirtóna. Fram kemur plötusnúðurinn Christian Smith ásamt dj. Bjössa og dj. Exos. Á sunnudags- og mánudagskvöld verð- ur Fusion í húsinu en hana skipa þeir Jói Ásmunds, Eyþór Gunnars, Jóel Páls og Jói Hjöll. Á þriðjudagskvöld er komið að öðrum plasttónleikum og að þessu sinni spilar Kanada ásamt ILO. Á miðvikudagskvöld leikur síðan Jagúar. ■ GRANDROKK, Reykjavík Hljóm- sveitin Úlrik fóstudags- og laugar- dagskvöld. Hljómsveitin sérhæfir sig í hressu rokki og poppi. ■ GRANDROKK, Akranesi Á fóstu- dagskvöld leikur dj. Ingó og á laug- ardagskvöld verður lifandi tónlist. ■ GULLÖLDIN Það eru hinir lands- þekktu Svensen & Hallfunkel sem leika fóstudags- og laugardagskvöld til kl. 3. ■ HARD ROCK CAFÉ Á fimmtu- dagskvöld heldur tónleikaröðin Sítr- óna áfram og þá leikur hljómsveitin Ensími. ■ HÖFÐINN, Vestmannaeyjum Hljómsveitin Buttercup leikur föstudagskvöld á skólaballi Fram- haldsskólans í Eyjum og á almenn- um dansleik á laugardagskvöld. ■ KAFFILEIKHUSIÐ Hinir ást- sælu Spaðar halda samkomu föstu- dagskvöld en hljómsveitin hefur starfað um árabil og er eina hljóm- sveit landsins sem kalla má dogma- sveit. Meðlimir hennar leika ein- göngu á hljóðfæri þegar þeir fremja tónlist sína, þeir leika sjálfir á öll sín hljóðfæri og þeir koma ævinlega ófarðaðir fram. Boðið er upp á kvöld- verð frá kl. 21 og dansleikur hefst kl. 23. ■ KAFFI AKUREYRI Á fimmtu- dagskvöld er jasskvöld þar sem þeir Gunnar Reynir, Pétur Valgarð og Birgir Thorarensen leika þekkt jasslög. Á fóstudags- og laugardags- kvöld leikur hljómsveitin Leynifjé- lagið. ■ KAFFI REYKJAVÍK Á fimmtu- dagskvöld heldur Bubbi Morthens tónleika frá kl. 22-24. Aðgangseyrir 400 kr. ■ KRINGLUKRÁIN Á fimmtudags- kvöld leika þeir Rúnar Guðmunds- son og Geir Gunnlaugsson tónlist frá 7. áratugnum. Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Léttir sprettir og á laugardagskvöld Ieikur GR Lúðvíksson létta og fjör- uga tónlist. ■ LEIKHÚSKJALLARINN A fóstu- dagskvöld verður dömukvöld með Létt 96,7. Húsið opnað fyrir matar- gesti kl. 20. Tískusýning frá Blu di Blu, Kello og Linsunni. Sveinn Waage og Bjarni Arason koma fram. Danssýning frá Grekko og stripp- dans. Geir Flóvent sér um diskótek- ið. Á laugardagskvöld sér Geir Flóv- ent um tónlistina. ■ NAUSTIÐ Opið alla daga. Stór og góður sérréttaseðill. Reylgavíkur- stofa, bar og koníaksstofa, Vestur- götu, er opin frá kl. 18. Söng- og píanóleikarinn Liz Gammon frá Englandi leikur. ■ NAUSTKRÁIN Á föstudags- og laugardagskvöld leikur Hljémsveit Friðjðns Jéhannssonar frá Egils- stöðum. ■ NJALLINN, Helluhrauni 6, áður Kaffi Hafnarfjörður, opnar nú aftur eftir að hafa verið lokaður um nokk- urt skeið. Það er Hafnfirðingurinn Njáll í Holti sem sér um reksturinn. í Njallanum verða þrjú pool-borð, kassar og önnur leiktæki til gamans. Einnig verður myndvarpi svo fólk geti fylgst með íþróttum. Stefnt að þvi að hafa lifandi tónlist um helgar og koma upp karaoke-aðstöðu. ■ NJÁLSSTOFA, Smiðjuvegi 6 Á föstudags- og laugardagskvöld leik- ur Njáll úr Víkingband létta tónlist. Ókeypis aðgangur. ■ NÆSTI BAR Miðvikudaginn 15. mars leika Pollock-bræður blús af bestu gerð frá kl. 22. ■ NÆTURGALINN Þau Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms leika og syngja föstudags- og laugardags- kvöld. Húsið opnað kl. 22. ■ ORMURINN, Egilsstöðum Á föstudagskvöld er diskótek þar sem Pottþétt 19 verður forspiluð og á laugardagskvöld er boxkvöld til miðnættis. Húsið opnað kl. 20. Frítt inn um helgina og gleðistund til mið- nættis bæði kvöldin. ■ PÉTURS-PUB Á föstudags- og laugardagskvöld leikur tónlistar- maðurinn Rúnar Þér. Opið til kl. 3. Boltinn í beinni og stór á 350 kr. ■ RÁIN, Keflavík Hljómsveitin Hafrét leikur fóstudags- og laugar- dagskvöld. ■ SJALLINN, Akureyri Hljóm- sveitin Sigurrés leikur í kvöld frá kl. 21 og á sunnudag verður Sigurrós í Keflavík. Hljómsveitin Skítamérall leikur laugardagskvöld í Sjallanum. Dátinn Diskótek föstudagskvöld. Frítt inn, tveir fyrir einn af Thule. ■ STAPINN Á laugardagskvöld leikur hljómsveitin Land og synir. Húsið opnað kl. 23. ■ STÚDENTAKJALLARINN Hljómsveitirnar Örkuml og Sakt- méðigur leika saman á tónleikum fóstudagskvöld. Má segja að þessir tónleikar séu haldnir í tilefni af því að bráðum verða liðin fimm ár frá því að hljómsveitirnar léku fyrst saman. Aðgangseyrir er 300 kr. og hefjast tónleikamir kl. 23. 18 ára aldurstakmark. ■ VIÐ POLLINN, Akureyri Hljóm- sveitin PPK+ leikur fyrir dansi fóstudags- og laugardagskvöld. Úr myndinni Lokasjéður sem Stfna Maja gerði árið 1993. Kvikar myndir á Nýlistasafninu Filman stendur fyrir sínu Stína Maja sýnir tvær hreyfnnyndir á stuttmyndahátíðinni Kvikar myndir í kvöld. STUTTMYNDAHÁTÍÐIN Kvikar myndir er í fullu fjöri í MÍR-saln- um að Vatnsstíg 10, og í kvöld kl. 20 sýna þrír listamenn verk sín. Þorgeir Þorgeirson sýnir verð- launamynd sína frá Kvikmyndahá- tíðinni í Edinborg 1968; Maður og verksmiðja, Reynir Lyngdal sýnir stuttmyndina Kerfisbundin þrá sem hann gerði við samnefnt lag hljómsveitarinnar Maus og Kristín María Ingimarsdóttir, eða Stína Maja eins og hún er köll- uð, sýnir tvær hreyfimyndir; Keðja (Chain) sem hún gerði árið 1992 og Lokasjóður (Yellow Rattle) sem hún gerði árði 1993. Stína Maja bjó í San Fransisco í 11 ár þar sem hún lærði myndlist og kvikmyndagerð auk þess að vinna í fimm ár við hreyfimynda- gerð í fyrirtækinu Studio Áctual Size. „Mér íinnst þessi hátíð mjög gott framtak, en það hefur einmitt vantað á íslandi vettvang til að sýna óhefðbundnar stuttmyndir," segir Stína Maja um Kvikar mynd- ir. Báðar stuttmyndirnar hennar hafa verið sýndar á hátíðum þar vestra. Lokasjóður var sýnd á Anthology Film Archive- safninu í New York á sýn- ingu sem var kölluð San Fransisco Underground, og í Honolulu School of Art í Hawaii á sýningunni Best of Recent Work at the San Fransisco Art Institute, og í Berkley Museum í kvik- myndasal þeirra: Pasific Film Ai-chive og hét sú sýn- ing Emerging Artist of the Baye Area. Keðja var sýnd á kvik- myndahátíð sem kölluð var Films of Women Animators í Rochester Institute af Technology, í New York- ríki. „Keðja er hálfgerður súr- realískur spuni, nokkurn veginn án söguþráðs, og Lokasjóður er hálf-abstrakt mynd, en formunum svipar til plöntunnar Lokasjóður sem flestir þekkja, og kallast sú planta Yellow Rattle á ensku sem er nafnið á myndinni og á mjög vel við. Myndin fjallar um takt, bæði í hljóði og mynd, og hvernig hægt er að vinna með þá þætti á mismunandi hátt,“ útskýrir Stína Maja. „Eg vann fyrir tíma tölvunnar í Bandaríkjunum, flutti heim 1994 og þá var þessi almenna tölvunotk- un rétt að byrja. Ég gerði þessar myndir á filmu, og klippti bæði mynd og hljóð á filmu. En síðan þá er ég orðin tölvunörd og ég er að vinna að tveimur myndum núna sem ég geri á tölvu.“ - Þér finnst ekkert svindl að vinna á tölvu, eða sérðu það bara sem annað form? „Já, það er annað form. Filman stendur alltaf fyrir sínu, en það er erfitt að vinna filmu á íslandi. Eins eru líka tækniframfarir í tölv- unni það spennandi. Eða eins og einhver sagði þá er útvarpið ekki út úr myndinni þó að sjónvarpið hafi verið fundið upp. Þetta eru bara tveir ólíkir miðlar sem báðir hafa sína kosti og galla. Það sama má segja um tölvuna og filmuna," segir Stína Maja að lokum. NO NAME COSMETICS Fimmtud. 9. mars Föstud. 10. mars FORÐUNARFRÆÐINGUR NO NAME veitir ráðleggingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.