Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Áratugur frá stofnun Stígamóta - ársskýrslan fyrir síðasta ár kynnt
Alls 2.811 einstaklingar hafa
leitað til Stígamóta á 10 árum
______Á síðasta ári leituðu 20% fleiri
einstaklingar til Stígamóta en árið áður.
Þetta kemur m.a. fram í ársskýrslu Stíga-
móta sem kynnt var á blaðamannafundi
í gær. Arna Schram rýnir í skýrsluna
og segir frá starfí Stígamóta í tilefni
af tíu ára starfsafmæli samtakanna.
Morgunblaðið/Ásdís
Rúna Jónsdóttir, kynningar- og fræðslufulltrúi Stígamóta,
kynnir ársskýrslu Stígamóta í gær.
ALLS 352 fómarlömb kynferðislegs
ofbeldis eða aðstandendur þeirra leit-
uðu aðstoðar Stígamóta á síðasta ári
en þar af voru 213 einstaklingar; 192
konur og 21 karl, að leita sér aðstoðar
í fyrsta sinn. Til samanburðar má
geta þess að alls 178 einstaklingar
leituðu til Stígamóta í fyrsta sinn á
síðasta ári og þýðir það að ný mál hafl
aukist um 19,7% milli ára. Þessar
upplýsingai- má m.a. flnna í nýútkom-
inni ársskýrslu Stígamóta fyrir árið
1999 en hún var kynnt á blaðamanna-
fundi samtakanna í gær; alþjóðlegum
baráttudegi kvenna.
í máli Stígamótakvenna kom fram
að þær töldu að fjölgunina mætti
rekja til þess hve þær hefðu verið
duglegar að taka þátt í fjölmiðlaum-
ræðunni um kynferðisofbeldi á síð-
asta ári. Tóku þær fram í þessu sam-
bandi að þeim sem leitað hefðu árlega
til Stígamóta hefði fækkað allt frá ár-
inu 1994 og fram til 1998 vegna þess
að þá hefði dregið úr uppsafnaðri þörf
þolenda kynferðisofbeldis en sú þörf
hefði verið mest árið 1990 og árin þar
á eftir þegar samtökin hófu starfsemi
sína. „Fjölgunin á síðasta ári getur
auðveldlega hangið saman við það að
við reyndum að vera kraftmiklar og
duglegar við að taka þátt í fjölmiðla-
umræðunni á síðasta ári,“ sagði Rúna
Jónsdóttir, fræðslu- og kynningar-
fulltrúi Stígamóta, og bætti því við að
í hvert sinn sem Stígamótakona
kæmi í fjölmiðla fjölgaði þeim sem
leituðu til samtakanna.
Stígamót eru óformleg grasrótar-
samtök kvenna gegn kynferðislegu
ofbeldi sem tóku til starfa hinn 8.
mars árið 1990. Felst vinnan á Stíga-
mótum í því að gera einstaklinga sér
meðvitandi um eigin styrk og aðstoða
þá við að nota hann til að breyta eigin
lífi og að sjá ofbeldið í félagslegu sam-
hengi en ekki sem persónulega van-
kanta. Þar er m.a. boðið upp á einka-
viðtöl en einnig er þolendum og
aðstandendum þeirra boðið upp á að
taka þátt í svokölluðum sjálfshjálpar-
hópi, þar sem eru að jafnaði fimm til
sex konur og tveir leiðbeinendur sem
sjálfir hafa unnið úr þeirri sáru
reynslu að hafa orðið fyrir kynferðis-
legu ofbeldi.
Ofbeldi algengt
Alls 2.811 einstaklingar hafa leitað
til Stígamóta frá því samtökin hófu
starfsemi sína vegna 4.312 ofbeldis-
manna. „Þessar tölur segja okkur
einfaldlega hve ofbeldi er algengt,"
segir Rúna aðspurð um útskýringar á
þessum tölum en jafnframt bendir
hún á að tölumar sýni að að meðaltali
hafi þolandi orðið fyrir barðinu á fleiri
en einum ofbeldismanni. Rúna og
hinar Stígamótakonumar, þær Berg-
rún Sigurðardóttir, Þómnn Þórarins-
dóttir og Björg Gísladóttir, benda
aukinheldur á að þær hafi í æ ríkari
mæli orðið varar við að klám beri á
góma. Konur lýsi því til að mynda að
ástmenn þeirri hafi farið fram á kyn-
lífsathafnir sem misbjóði þeim eftir
að hafa neytt klámefnis til að mynda
klámmyndar. „Konur hafa talað um
að þegar mennimir þeirra hafa horft
á klámmynd hafi þeir þvingað þær til
að gera það sama og í myndinni," full-
yrða þær. Klámið brengli þannig
hugmyndir manna um kynlíf og ýti
undir kynferðislegt ofbeldi. Nefna
þær annað dæmi um karl sem hafi
nauðgað ókunnugri konu eftir að hafa
verið inni á nektardansstað.
Málin oftast fymd
Stígamótakonurnar benda hins
vegar á að þær hafi ekki fengið neina
einstaklinga til sín; hvorki karl né
konu á síðasta ári vegna vændis en á
hinn bóginn hafi þær í gegnum árin
fengið upplýsingar um vændi á Isl-
andi. Konur sem slíkt stundi eigi það
gjaman sameiginlegt að hafa orðið
fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku og í
flestum tilfellum séu þær að fjár-
magna fíkniefnaneyslu sína sem oft
megi rekja til kynferðisofbeldis.
I ársskýrslunni kemur fram að
17% af þeim 213 einstaklingum sem
leituðu til Stígamóta á síðasta ári hafi
kært mál sín til bamavemdamefndar
eða lögreglu. „Sumir myndu kannski
draga þá ályktun að það væra ekki
fleiri sem kærðu slík mál vegna þess
hve kerfið væri erfitt en málið er ekki
svo einfalt," sagði Rúna og skýrði frá
því að í flestum tilfellum væra málin
fymd, þ.e. of langtværi síðan ofbeldið
hefði átt sér stað. Önnur skýring gæti
verið sú að minna væri um að bama-
verndarmál kæmu inn á borð Stíga-
mótakvenna en áður. „Við tökum ekki
á móti bömum sem orðið hafa fyrir
ofbeldi ef ekki er búið að kæra þeirra
mál. Þau era hins vegar velkomin til
okkar eftir að þeirra mál er komið inn
í kerfið. Til að mynda bjóðum við
unglingsstúlkum að koma inn í sjálfs-
hjálparhópa sem hafa verið ákaflega
árangursríkir."
Rúna bendir á að konur komi yfir-
leitt ekki til Stígamóta fyrr en ofbeldi
sem þær hafi orðið fyiir sé farið að
trufla daglegt líf þeima veralega því
tilhneiging slíkra fórnarlamba væri
að reyna að gleyma því sem gerst
hefði. í skýrslunni kemur fram að nú
sem áður komi konur oft ekki fyrr en
áratug eftir að ofbeldið átti sér stað.
Kemur fram að í flestum tilfellum
hafi ofbeldið hafist innan við ellefu
ára aldur eða í tæplega 60% tilfella og
oftast milli fimm og tíu ára aldurs.
Flestir þeirra sem leita til Stígamóta
era þó á aldrinum 16 til 49 ára eða
rúm 88% þeirra sem leita til samtak-
anna. Annað sem vekur athygli í
skýrslunni er hve ofbeldið stendur
lengi yfir en í 66,5% tilfella hefur
sifjaspell staðið yfir í eitt til sex ár.
Bakgrunnur þolenda
margbreytilegur
í ársskýrslunni kemur fram að
bakgrannur, svo sem starfs- og
menntunarlegur bakgrunnur þol-
enda og gerenda kynferðislegs of-
beldis, er margbreytilegur. Til að
mynda vora 29% þeirra sem komu í
fyrsta sinn til Stígamóta á síðasta ári
við nám en 34% þeirra höfðu hætt
skólagöngu eftir skyldunám. Svipaða
sögu má segja um gerenduma. Þeir
era á öllum aldri, hafa mismunandi
menntun og koma úr öllum stéttum
þjóðfélagsins.
Stígamótakonur vöktu sérstaka at-
hygli á því í gær að um 65% þeirra
sem leituðu í fyrsta sinn til Stígamóta
á síðasta ári hefðu hugleitt að svipta
sig lífi en það væri mun hærra hlutfall
en árið áður. Þá hefðu um 45% þol-
enda lýst slíku sálarástandi. Segir í
skýrslunni að þetta sé til marks um
alvarleika afleiðinga kynferðislof-
beldis að þeir sem fyrir því verði kjósi
jafnvel dauðann fram yfir líðan sína.
Þá kemur fram í skýrslunni að 14,6%
þeirra sem leitað hafi til Stígamóta á
síðasta ári hafi gert eina eða fleiri til-
raunir til sjálfsvíga sem er aðeins
lægra hlutfall en árið áður en þá
höfðu 15,2% gert fleiri en eina tilraun
til sjálfsvíga.
Gerendur ekki karlar í runnum
Að síðustu bentu Sígamótakonur á
að goðsögnin um að konum og böm-
um stafi mest hætta af kynferðisof-
beldi ókunnugra fái ekki staðist sam-
kvæmt sínum tölum. „Þeir sem
nauðga og beita böm sifjaspellum era
ekki karlamir í runnunum heldur ein-
hverjir sem standa þessum einstakl-
ingum næiri,“ sögðu þær og tóku
fram að í 8,1% tilfella hefði ofbeldis-
maðurinn verið ókunnugur fórnar-
lambinu. í 9,5% nauðgunartilfella
væri nauðgarinn hins vegar eigin-
maður eða sambýlismaður og í 66,2%
tilfella vinur eða kunningi. Þá væri of-
beldismaðurinn í 16% sifjaspellstil-
fella frændi eða frænka, í 15,4% til-
fella bróðir, í 14,1% tilfella faðir.
Tetra fjar-
skiptakerfí
Hægt að
skilgreina
afmark-
aða not-
endahópa
TETRA fjarskiptakerfi eru
frábragðin öðram þráðlausum
fjarskiptakerfum, svo sem
GSM-kerfum, að því leyti að
hægt er að skilgreina í þeim
afmarkaða notendahópa sem
geta haft opið samband sín á
milli. Þannig geta þau samein-
að kosti síma og talstöðva og
nýtast því lögreglu og slökkvil-
iði til dæmis vel. Auk þess eru
öryggisreglur vegna rekstrar
kerfisins meiri en 1 öðrum
kerfum, en Tetra-staðallinn er
saminn af staðlastofnun
Evrópu á fjarskiptasviði.
Eins og hvert annað
fjarskiptakerfi
Frá því var skýrt í Morgun-
blaðinu í gær að Lína.Net
hefði keypt Irju ehf., en síðar-
nefnda fyrirtækið hefur gert
samning við Ríkiskaup um
uppsetningu á Tetra farsíma-
kerfi fyrir lögreglu, slökkvilið
og fleiri aðila. Búist er við að
kerfið nái yfir suðvesturhluta
landsins í vor og eru fyrirætl-
anir um að bjóða almennan að-
gang að kerfinu frá júlí nk.
í tilkynningu frá Irju fyrir
nokkrum vikum sagði að Tetra
fjarskiptakerfi væri í raun eins
og hvert annað farsímakerfi,
en þó sérhannað til að mæta
þörfum slökkviliðs, iögreglu
og annarra viðbragðsaðila.
Samtal um Tetra-kerfið gæti
bæði verið eins og talstöðva-
samband eða samtal í venju-
legum síma og kerfið yrði
tengt öðrum símakerfum
heimsins, þannig að hægt yrði
að hringja úr því í síma hvar
sem er í heiminum.
Fullkominn
gagnaflutningur
Jafnframt kom fram að
gagnaflutningur væri mjög
fullkominn í kerfinu, SMS-
skilaboð, gagnaflutningur á
símarás og gagnapakkaflutn-
ingur. Talsamband og gagna-
flutningur væra óháð í kerfinu
og væri þannig hægt að senda
og taka á móti stuttboðum þótt
verið væri að tala í símann,
auk þess sem Tetra-staðallinn
fæli bæði í sér IP- og WAP-
samskiptastaðla.
Pramminn
sem fauk
kominn
aftur heim
Seyðisfírði. Morgunblaðið.
PRAMMINN sem strandaði á
Ölfueyri eftir að hafa fokið
stjórnlaus út Seyðisíjörðinn í fár-
viðri á sunnudaginn var er nú
kominn inn á hafnarsvæði Seyðis-
fjarðar á ný. Björgunarskipið
Hafbjörg frá Norðfírði kom með
það í togi kl 16 í gær.
Til stendur að kanna ástand
prammans nánar og er verið að
gera drög að því að taka hann í
slipp á Seyðisfirði. Ekki hefur
enn spurst til lýsistankanna sem
fuku af prammanum en að sögn
hafnarstjórans á Seyðisfírði, Osk-
ars Friðrikssonar, er leit að hefj-
ast.
• ilti!
Ú' ' J . •
KÍ
■
Morgunblaðið/Pétur