Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 72
 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 VERÐILAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK. Líkur taldar í gærkvöldi á samkomulagi um launaþátt og samning til hausts 2003 milli Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins Jlækkunin 12-13% og lág- markslaun 91 þúsund kr. LÍKLEGT var talið í gærkvöldi að samningar næðust um launaliði í við- ræðum Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins um nýjan kjara- samning. Þegar Morgunblaðið fór í prentun stóð enn yfir fundur samn- inganefndanna. Bæði Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, og Halldór Björnsson, fonnaður Eflingar, töldu mjög líklegt að af samningum yrði. U: íengi M eftir myndi ekki taka lang- an tíma að hnýta aðra lausa enda og ganga frá heildarsamningum sem giltu til haustsins 2003. Fulltrúar samningsaðila hittust í húsnæði ríkissáttasemjara eftir há- degi í gær. Undir kvöldmat var gert hlé á viðræðunum svo fulltrúar Flóa- bandalags gætu fundað með stóru samninganefnd bandalagsins. A þeim fundi voru kynnt drög að samkomu- lagi og samþykkt að vinna áfram eftir þeim. Seinni lota samningafundarins hófst síðan um kl. 22 í gærkvöldi. Lokahnykkurinn eftir „Ég er mjög bjartsýnn á að gangi saman. Það er aðeins lokahnykkurinn eftir; við höfum náð fram kröfú okkar um 91.000 króna lágmarkslaun á samningstímabilinu og 12-13% al- mennar hækkanir fram til hausts 2003. Enn á eftir að ganga frá endan- legum útfærslum en ég fæ ekki annað séð en af samningum verði,“ sagði Halldór Björnsson fyrir fundinn. Ari Edwald var einnig mjög bjartsýnn á að samkomulag tækist um launaþáttinn. Hann mat það svo að ef það gerðist tæki ekki langan tíma að ganga frá öðrum liðum í Morgunblaðið/Arni Sæberg Boðin gengu milli samningsaðila í húsakynnum sáttasemjara í gærkvöldi. Halldór Björnsson, formaður Efling- ar, gengur til sinna manna eftir að hafa rætt við Ara Edwald, Arnar Sigurmundsson og Finn Geirsson frá SA. kjarasamningum. „Náist samkomu- lag er ljóst að stigið hefur verið afar mikilvægt skref til að viðhalda stöð- ugleikanum í íslensku efnahagslífi og þeirri sókn til aukinna lífskjara sem átt hefur sér stað á seinustu árum. Um leið er ljóst að atvinnurekendur eru að teygja sig til hins ítrasta svo samkomulag megi nást. Þessir samn- ingar yrðu afar dýrir fyrir fyrirtækin í landinu, en við teljum þá engu síður nauðsynlega til að raska ekki stöðug- leikanum. Það yrði þjóðinni afar dýrt,“ sagði Ari. Ari bætti því við að lengd hugsan- legra samninga, þ.e. ríflega þrjú ár, væri afar mikilsverð og engum vafa væri undirorpið að þeir yrðu stefnu- markandi fyrir komandi kjaraviðræð- ur annarra hópa. „Við höfum lagt mikla vinnu í samningsgerðina og viljum teygja okkur til hins ítrasta. Frekari hækkanir yrðu aðeins til þess fallnar að ógna gengi krónunnar og auka verðbólgu. Með slíkum samn- ingum væri launafólki enginn greiði gerður; samningar af því tagi myndu ekki leiða til ávinnings heldur verð- bólgu og verri lífskjara," sagði Ari. Búist var við að fundur samninga- Tónlistar- og ráðstefnuhús fær löð við Austurbakka Framkvæmdir gætu hafíst árið 2002 HAFNARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu um afmörk- un lóðar fyrir byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss og hótels við Austur- bakka Reykjavíkurhafnar. Reiknað er með að undirbúningur og hönnun mannvirkisins taki eitt og hálft til tvö ár og síðan taki tvö til þrjú ár að Ijúka byggingunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir afgreiðslu hafnarstjórnar hafa mikla þýðingu en telur ekki raunhæft að ætla að framkvæmdir geti hafist fyrr en árið 2002 enda segir hún mikil- vægt að vanda allan undirbúning. Stefnt er að því að allar bygging- arframkvæmdir á lóðinni, svo og verulegur hluti rekstrarins, verði boðin út sem einkaframkvæmd. Lóðin, sem ákveðið hefur verið að Þú smellir og seöillinn er greiddur ® BÚNAÐARBANKINN Traustur banld afmarka vegna tónlistar- og ráð- stefnuhússins, er í tveimur hlutum. Annars vegar er um að ræða um 20 þúsund fermetra lóð norðan Geirs- götu, þar sem Faxaskáli stendur og hins vegar 7.200 fermetra lóð á milli Geirsgötu og Tryggvagötu. Gert er ráð fyrir að á þessum lóð- um verði byggt tónlistar- og ráð- stefnuhús og hótel, 600 bflastæði í tengslum við bygginguna og 320 bflastæði til viðbótar vegna miðborg- arinnar. Þá er jafnframt gert ráð fyrir skiptistöð fyrir SVR á umræddu svæði og auk þess viðbótarhúsnæði, sem getur orðið allt að 15 þúsund fermetrar að stærð, sem ætlað er að styrkja tengsl tónlistarhússins við miðborgina og skapa betri fjárhags- legan grundvöll verkefnisins. Reiknað er með að tónlistar- og ráðstefnuhúsið verði 14 þúsund fer- metrar að stærð og reist verði í tengslum við það a.m.k. 250 her- bergja hótel sem verði 20 þúsund fermetrar að stærð. ■ Tónlistarhús/6 nefndanna stæði fram á nótt, enda var sterkur vilji fyrir því að Ijúka launaþættinum í þessari lotu. Einn fulltrúi atvinnurekenda orðaði það svo við Morgunblaðið að sér virtist sem báðir samningsaðilar hefðu met- ið það svo að stríð við núverandi að- stæður yrði miklu dýrkeyptara en friður. Rætt við stjórnvöld í dag Gangi eftir að samkomulag náist um launaþáttinn má búast við að rætt verði við aðila rfldsstjómarinnar um breytingar á skattkerfinu strax í morgunsárið. Halldór Bjömsson staðfesti þetta og sagði ljóst að útspil ríkisstjómarinnar væm afar mikil- væg í þessu tilliti. Halldór hitti ráð- herra að máli á þriðjudag ásamt Grét- ari Þorsteinssyni, forseta ASI. Grétar segist leggja þann skilning í fundinn að þar hafi komið fram frekari árétt- ing á því að rfldsstjómin ætli að leggja eitthvað af mörkum til að auð- velda samningsgerð þótt þeir væm ekki tilbúnir að tíunda hvemig staðið yrði að því fyrr en Ijóst sé hvemig gengið verður frá samningnum. „Við höfum á vettvangi ASÍ verið að ganga eftir að ríkisstjómin tíundi hvað þeir ætla að gera strax þannig að menn gætu hagað sér í samræmi við það en ég hef skilið það þannig að ef t.d. Flóabandalagið og Samtök at- vinnulífsins ná saman muni rflds- stjórnin spila út sínum tillögum," sagði Grétar. Framkvæmdastj óri Sinfóníunnar Yill að laun hljóð- færaleik- ara hækki ÞRÖSTUR Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Islands, segir að hækka verði laun hljóðfæraleikai-a við hljómsveitina umtalsvert eigi hún að halda áfram að vaxa og dafna. Vonast hann til að þessu markmiði verði náð um næstu áramót en þá eru kjarasamning- ar lausir. Hljómsveitin er fimm- tug í dag og verður efnt til hátíð- artónleika af því tilefni í Háskólabíói í kvöld. Að mati Þrastar em kjör hljómsveitarmeðlima ekld nógu góð og almennt séð þurfa þeir að vera í annarri vinnu með Sinfón- íunni til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum. „Það er mikið í húfi. Þetta er okkar eina sinfóníuhljómsveit og við höfum lagt mikla vinnu og peninga í uppbyggingu hennar. Hljómsveitin hefur góðan með- byr og hér á að fara að reisa tónlistarhús. Það er þvi brýnt að Mjómsveitinni sé gert kleift að rísa undir væntingum. Það verð- ur erfitt fyrir hana að óbreyttum kjömm og vinnutímaákvæðum," segir Þröstur. I samtali við blaðið kveðst framkvæmdastjórinn einnig stefna að því að fjölga tónleika- ferðum hljómsveitarinnar til út- landa og auka geislaplötuútgáfu. ■ Sinfóníuhljómsveit/29-33 ■ Forystugrein/36 Morgunblaðið/Kristján Á öskudegi Ungur, einbeittur Akureyringur gerir harða atlögu að „kettinum" í tunnunni í miðbæ Akureyrar á öskudegi, sem var í gær. Sexföldun hagn- aðar SPRON HAGNAÐUR Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis, SPRON, á ár- inu 1999 nam 301 milljón króna sem er nær sexföldun frá árinu áð- ur en þá var hagnaðurinn 51 millj- ón króna. Hagnaður fyrir skatta nam 427 milljónum króna árið 1999 en var 72 milljónir króna árið áður. Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri SPRON, segist afar ánægður með niðurstöðuna enda sé hér um að ræða bestu afkomu af rekstri félagsins allt frá stofnun sjóðsins árið 1932 en auk þess sýni afkoman mikinn bata frá árinu á undan. „Það er einkar ánægjulegt að gífurlega mikill vöxtur er í öll- um þáttum starfseminnar á sama tíma og næst að skila góðum hagn- aði.“ ■ Styrkum stoðum/Cl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.