Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 25 ERLENT Assad Sýrlandsforseti leysir rfldsstjórnina frá störfum Lofar umbótum á sviði efna- hagsmála og stjórnsýslu Daraaskus, Beirút. AFP, AP. HAFEZ al-Assad Sýrlandsforseti leysti á þriðjudag ríkisstjóm landsins frá störfum og tilnefndi landstjór- ann í Aleppo, Moham- med Mustafa Miro, í embætti forsætisráð- herra í stað Mahmouds el-Zouebis sem gegnt hefur starf- inu í 13 ár. Líkur eru taldar á því að Farouk al- Shara utanríkisráð- herra og allt að fjórir ráðherrar af 37 haldi embættum sínum en ný stjórn tekur senni- lega við á laugardag. Fari svo að al-Shara hafi áfram umsjón með utanríkis- málunum þykir víst að lítil breyting verði á stefnu Sýrlendinga gagn- vart Israel og deilunni um Gólan- hæðir, sem Israelar hafa hersetið síðan 1967. „Nýja stjórnin mun aðeins fást við innanríkismálin og ekki hafa umtalsverð áhrif á utanríkisstefn- una,“ sagði George Jabbour, stjórnmálafræðingur við háskólann í Damaskus, vinur Miros og fyrr- verandi ráðgjafi Assads. „Þegar til kastanna kemur munu æðstu ráða- menn, þ.e.a.s. Assad, ráða þar ferð- inni.“ Fyrir tilstuðlan Bandaríkja- manna reyndu ríkin tvö í janúar að semja um deilumál sín. Það tókst ekki en dagblað- ið As-Safir sem er gef- ið út í Líbanon og er hliðhollt Sýrlending- um, fullyrti í fyrirsögn að líkumar hefðu auk- ist á því að aftur yrði sest við samninga- borð. Stjórnarskiptin væru fyrsta skrefið í þá átt. „Þetta er vísbend- ing um að aftur verði hafnar friðarviðræður milli Sýrlendinga og ísraela,“ hafði blaðið eftir stjórnmálaskýr- endum sínum í Dama- skus, höfuðborg Sýrlands. Líbönsk blöð sögðu að nýir ráð- herrar myndu koma úr röðum „ungra manna, háskólakennara og sérfræðinga í tölvufræðum og sam- skiptatækni". Rætt er um að konur taki við ráðuneytum menningar- mála og æðri menntunar. Orðrómur hefur verið á kreiki um uppstokkun í stjórninni árum saman en hún hefur verið nær óbreytt í átta ár. Er forsetinn var endurkjörinn í fyrra og fékk nær 100% atkvæða flutti hann ræðu þar sem greina mátti óánægju með frammistöðu ríkisstjórnarinnar. Kreppa hefur verið í efnahagslíf- inu undanfarin tvö ár, atvinnulífið er njörvað niður með boðum og bönnum, meðal annars geta menn fengið yfir 20 ára fangelsi fyrir að höndla með erlendan gjaldeyri án leyfis. Sýrlenskir kaupsýslumenn hafa lengi hvatt til umbóta og blöð landsins, sem eru annaðhvort ríkis- rekin eða háð yfirvöldum, birta nánast daglega harða gagnrýni á svifaseina skriffinna, misnotkun á almannafé og aðra spillingu. Líbanska dagblaðið An-Nahar sagði að stjórnin hefði orðið að víkja vegna þess að hún hefði ekki framfylgt þeirri stefnu sem Assad forseti hefði boðað í upphafi fimmta kjörtímabils síns 1999. Hann hefði þá rætt um nauðsyn þess að „gera umbætur á sviði stjórnsýslu og efnahagsmála, ýta undir fjárfest- ingar og efla útflutning". Assad hefur í reynd verið ein- ræðisherra Sýrlands um langt ára- bil en í gær voru liðin 37 ár síðan Baath-flokkur hans náði völdum. Sonur og arftaki tjáir sig Sonur Assads og líklegur arftaki, Bashar Assad, sagði í viðtali á þriðjudag við arabíska dagblaðið A1 Hayat, sem gefið er út í London, að hann hefði sent stjórnvöldum til- lögur um nýja ráðherra og mark- miðið með stjórnarskiptunum væri að bæta stjórnsýsluna. Þörf væri á umbótum á öllum sviðum, hvort sem rætt væri um efnahagsmál, upplýsingaöflun, menntun eða tækni. Auk þess þyrfti að bæta samskipti Sýrlendinga við umheim- inn. „Umbætur í ríkisstjórninni eru lykilatriði í þessu ferli,“ sagði Bashar Assad. Hann sagði að fyrsta verkefnið yrði að draga úr spillingu og gera stjórnsýsluna nú- tímalegri. Nýi forsætisráðherrann er 59 ára gamall, menntaður í hug- vísindum í Damaskus og lauk dokt- orsprófi við háskóla í Armeníu. Hann er sagður vinnusamur og heiðarlegur, hefur undanfarin sjö ár stjórnað Aleppo, sem er næst- stærsta borg Sýrlands og er sagður njóta þar mikilla vinsælda. Er Miro sagður hafa farið að dæmi kalífans sögufræga, Harúns al-Rashíds og dulbúist til að geta fylgst með raunverulegri frammistöðu emb- ættismanna í Aleppo. Á erfitt verkefni fyrir höndum Verkefni Miros verða erfið viður- eignar, er meðal annars bent á að skapa þurfi fjölda starfa vegna þess að reiknað er með að íbúa- fjöldinn muni á næstu 25 árum vaxa úr 18 milljónum í 25. Sýrland á ekki aðild að Heimsviðskiptast- ofnuninni, WTO og enn hefur ekki tekist að semja við Evrópusam- bandið um fríverslun sem ætlunin var að hæfist árið 2010. Mohammed Mustafa Miro, væntanlegur forsætissráðherra Sýrlands. Danmörk Kjara- samning'- ar sam- þykktir Morgunblaðið. Kaupmannahöfn. KJARASAMNINGAR danski-a atvinnurekenda og verkalýðsfélaganna eru nokk- urn veginn í höfn eftir að at- kvæðagreiðslu um þá lauk með því að þeir voru samþykktir með 80.07 prósentum greiddra atkvæða. Undantekning eru samningar flutningaverka- manna sem felldu sína samn- inga. Alls eru því samningar fyrir um sex hundruð þúsund launþega komnii' á hreint næstu fjögur ár því flestir samninganna gilda það tímabil. Auk launahækkana fela samningarnir í sér fimm auka- frídaga, sem flest verkalýðsfé- lögin höfðu sett á oddinn. Eftir verkföllin vorið 1998 var bæði atvinnurekendum og verkalýðs- forystunni í mun að samninga- ferlið gengi sem best fyrir sig og það rættist. Verkalýðsfor- ystan hafði samþykkt samning- ana 1998 en þeir voru þá felldir í atkvæðagreiðslu í félögunum. Á endanum batt danska þingið enda á verkfóllin með lagasetn- ingu. Það er mat manna að samningarnir núna hafi verið vel undirbúnir og árangurinn eftir því. Eftir þessa lotu er því séð fram á rólega tíma á vinnu- markaðnum næstu fjögur árin. www.landsbanki.is Aðalfundur # Landsbanka Islands hf. r Aðalfundur Landsbanka Islands hf. verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, föstudaginn 17. mars 2000 og hefst kl. 14:00. Dagskrá: 1. Aöalfundarstörf samkvæmt 13 gr. samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum. 3. Tillaga um kaup félagsins á eigin hlutum samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga. 4. Önnur mál sem eru löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi skulu hafa borist í hendur stjórnar meö skriflegum hætti, eigi síðar en sjö dögum fyrir aöalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoöenda munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, á Laugavegi 77, Reykjavík, hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aöalfund. Aögöngumiöar aö fundinum veröa afhentir hluthöfum og umboösmönnum hluthafa á skrifstofu Landsbankans, Laugavegi 77, Reykjavík, frá 13. - 16. mars. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn veröa afhent við upphaf fundarins. Bankaráð Landsbanka íslands hf. Landsbankinn Betri banki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.