Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Útför eiginkonu minnar og móður okkar, JÓRUNNAR I. GUÐMUNDSDÓTTUR frá Laugarbökkum, verður gerð frá Selfosskirkju laugardaginn 11. mars kl. 13.30. Vilhjálmur E. Einarsson og börn. t Maðurinn minn, JÓN ÚR VÖR JÓNSSON, lést á Landspítalanum laugardaginn 4. mars. Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna þriðjudaginn 14. mars. Bryndís Kristjánsdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma HULDA GUÐBJÖRG HELGADÓTTIR, Brunnum 9, Patreksfirði, lést mánudaginn 6. mars. Minningarathöfn verður í Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 10. mars kl. 15.00. Útförin fer fram frá Patrekskirkju Patreksfirði, kl. 14.00. Björn Jónatan Björnsson, Helgi G. Björnsson, Hjördís Karlsdóttir, Jóhanna Björnsdóttir, Erling R. Ormsson, Eggert Björnsson, Ragnheiður Gísladóttir, Gunnar Óli Björnsson, Jóna Júlía Böðvarsdóttir, Anna Björnsdóttir, Sigurður Ingi Guðmundsson, ömmubörn og langömmubörn. mánudaginn 13. mars t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, MARON PÉTURSSON, Hólavegi 11, 550 Sauðárkróki, sem andaðist fimmtudaginn 2. mars, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 11. mars nk. kl. 15.00. Kristín Bjarnadóttir, Bjarni P. Maronsson, Jórunn Árnadóttir, Sigurlaug H. Maronsdóttir, Lúðvík Bjarnason, Þorbjörg O. Jónasdóttir, Jóhannes Hjartarson, Maron B. Jónasson, Kristín Bjarnadóttir, Kristín H. Jónasdóttir, Arna Björg Bjarnadóttir, Valgerður S. Bjarnadóttir, Friðrik Bjarnason, Ólína Rut Rögnvaldsdóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENEDIKT EGILSSON, Hlff 2, ísafirði, verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju laugar- daginn 11. mars kl. 14.00. Gróa Loftsdóttir, Guðjóna Benediktsdóttir, Páll Ólafsson, Eiður Benediktsson, Egill Benediktsson, Bjarni Benediktsson, Gísli Benediktsson, María Benediktsdóttir, Sævar Benediktsson, Gestur Benediktsson, Kolbrún Benediktsdóttir, Jóhann Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Svanhildur Björgvinsdóttir, Þórlaug Þorleifsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Alrún Kristmannsdóttir, Jón Ægir Guðmundsson, Elísabet Pálsdóttir, Bergljót Pálmadóttir, FRIÐRIK H. SIG URÐSSON + Friðrik Hafsteinn Signrðsson fædd- ist í Reykjavík 11. febrúar 1914. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ 29. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigurrös Benja- mínsdóttir, f. 14. febrúar 1881 í Ási í Hjaltastaðaþinghá, d. 2. janúar 1958 í Reykjavík, og Sig- urður Runólfsson, f. 22. október 1879 í Reykjavík, d. 25. júlí 1925 í Reykjavík. Systkini Frið- riks voru Guðmundur, f. 1. októ- ber 1916, látinn, Benjamín, f. 1. febrúar 1920, látinn, Guðrún Ásta, f. 27. ágúst 1921, og Ragnar, f. 27. ágúst 1921. Friðrik var kvæntur Guðríði Lilju Guðmundsdóttur. Börn þeirra eru: 1) Omar, f. 7. desember 1942, kvæntur Eddu Axelsdóttur, f. 4. apríl 1945. Böm þeirra em: a) Rósa Björk, sfjúpdóttir Ómars, f. 21. ágúst 1965; b) Magnús, stjúp- sonur Ómars, f. 24. september 1968; c) Ómar Arnar, f. 15. mars 1974; d) Helena, f. 11. mars 1978. 2) Ámundi, f. 22. apríl 1946, kvæntur Önnu Elsu Guðmunds- dóttur Breiðfjörð, f. 4. september 1947. Böm þeirra eru: a) Friðrik, f. 18. janúar 1969; b) Agnar Þór, f. í dag er til moldar borinn elsku- legur faðir minn, tengdafaðir og afi eftir löng og erfið veikindi. Þó að við vitum að okkur beri að fagna yfir því að nú eru þrautir þínar liðnar hjá og að þér líður vel núna meðal ástvina þinna, sem á undan eru gengnir og hafa eflaust tekið vel á móti þér, er því þó ekki að leyna að í hugum ástvina þinna hefur myndast tómarúm við fráfall þitt, sem enginn annar fær fyllt. Við munum varð- veita allar góðar minningar um þig í hjörtum okkar. Við kveðjum þig nú með söknuði, elsku pabbi, tengdapabbi og afi, og biðjum þess að þú hvílir í friði og að góður guð varðveiti þig og veiti öll- um ástvinum þínum styrk í sorginni. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Kveðja, Sigurður, Vilborg og böm. Okkur langar í örfáum orðum að kveðja kæran föður, tengdaföður, afa og langafa. Alltaf er dauðsfall jafnmikið áfall þótt séð væri að hverju stefndi. Það tómarúm sem myndast verður ekki fyllt aftur. Við vitum að þrautum þínum er lokið og að þér líður vel núna. En við viljum fyrst og fremst með þessum orðum þakka þér samfylgdina, og allar góðu minningamar geymum við í hjarta okkar. Guð geymi þig. 15. febrúar 1975; c) Agnes, f. 24. ágúst 1981. 3) Guðmundur Hafsteinn, f. 17. júlí 1948, kvæntur Mar- gréti Sigurðardótt- ur, f. 16. júlí 1947. Börn Guðmundar eru: a) Hafsteinn, f. 3. janúar 1972; b) Ey- þór, f. 16. september 1978. Börn Margrét- ar eru: a) Sigurður Jóhann, f. 22. júlí 1969; b) Arnar Már, f. 14. október 1981. 4) Auður, f. 16. sept- ember 1949, gift Jóni Árna Einars- syni, f. 9. júní 1948. Barn þeirra er María Ósk, f. 31. október 1976. 5) Sigurður, f. 16. september 1957, kvæntur Vilborgu Kristínu Gisla- dóttur, f. 8. október 1957. Böm þeirra eru: aj Friðrik, f. 7. júlí 1982; b) ÓlöfYr, f. 1. október 1985. 6) Lilja Guðrún, f. 15. september 1959, skilin. Börn hennar eru: a) Sigurður, f. 11. febrúar 1979; b) Kjartan Daníel, f. 6. janúar 1982; c) Ágúst Rúnar, f. 23. ágúst 1985; d) Rakel, f. 18. febrúar 1988; e) Smári, f. 9. desember 1989; f) Stef- án, f. 16. apríl 1991; g) Guðrún Lilja, f. 27. ágúst 1999. 7) Sigur- rós, f. 17. október 1960, ógift. Útför Friðriks fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Guðmundur, Margrét, synir, tengdadætur og barnaböm. Mig langar í örfáum orðum að minnast ástkærs tengdaföður míns, sem í dag er til moldar borinn. Friðrik var mjög hæglátur maður og ekki allra, en gat engu að síður verið hrókur alls fagnaðar við viss tækifæri. Fyrstu kynni mín af hon- um vora er ég ung og feimin kom á heimili þeirra hjóna með syni þeirra Ámunda og var töluvert kvíðin að hitta foreldra hans. Láðst hafði að láta Friðrik vita af komu minni og var hann nýkominn úr baði og á nærbolnum er ég kom. Brá honum mikið við að sjá mig og var alls ekki ánægður með að ég sæi hann á nær- bolnum, en mér var mikið skemmt og feimnin minnkaði við það. I mín- um huga var Friðrik mér sem nokk- urs konar faðir, en ég missti pabba minn 16 ára gömul. Friðrik hafði alla tíð mikinn áhuga á að eignast sem flesta afkomendur og er mér minnisstætt er hann varð sextugur og ég var að hjálpa til að taka til glösin eftir veisluna, þá segir hann við mig: „Hættu að hugsa um glösin og farðu að hugsa um að eignast fleiri börn.“ Hann eignaðist 18 bamabörn og þar af tvo nafna. Elsku Friðrik, þú munt ávallt + Elskulegur faöir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR F. FRIÐRIKSSON, Birkivöllum 17, Selfossi, lést á Kumbaravogi aðfaranótt sunnudagsins 5. mars sl. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 11. mars kl 15.30. Friðrik Gunnarsson, Guðríður Brynja Hjaltadóttir, Þórir Gunnarsson, Sigurður Ásgeirsson, Ólöf Þorgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. skipa vissan sess í hjarta mínu, ekki síst fyrir alla gullhamrana sem þú varst óspar á við kvenpeninginn í ættinni. Hver á að gefa þá núna? Eg votta öllum aðstandendum innilega samúð. Hvíldu í friði, elsku tengdapabbi. Þín tengdadóttir, Anna Breiðfjörð. Elsku besti afi minn, nú ertu far- inn frá okkur. Hvernig er hægt að minnast afa síns með nokkram orð- um? Þú varst eini afinn sem ég hef átt og áttir þú sérstakan sess í hjarta mínu. Það var alltaf gaman að koma til þín og ömmu í heimsókn en skemmtilegast var um jólin þeg- ar þið komuð til okkar. Eg á ekki margar minningar því þær virðast renna saman í eina stóra minningu. Þakka vil ég guði að eiga þennan mann sem afa minn. Ekki náði ég að kveðja þig, elsku afi minn, og vil ég nota þetta tæki- færi og kveðja þennan elskulega mann. Elsku amma mín, ég votta þér alla mína samúð. Einnig votta ég öllum aðstandendum innilega sam- úð. Blessuð sé minning þín, elsku afi minn. Þín Agnes. Elsku afi eða nafni eins og þú kallaðir mig oft. Nú ert þú farinn og minningarnar hrannast upp. Ég var í pössun hjá þér og ömmu á Lamba- stekk fyrstu sex ár ævi minnar en man þó helst eftir þér um helgar og á öðram frídögum og lýsir það best hverskonar dugnaðarforkur þú varst. Fridögunum eyddir þú í garð- inum eða í fjárhúsunum, því þú varðst alltaf að hafa eitthvað að gera. Oft kom ég með pabba í morg- unkaffi um helgar en þá varst þú alltaf kominn út í garð ef veður leyfði og ég fór alltaf að sniglast í kringum þig. Ég veit ekki hvort ég gerði nokkurt gagn eða þvældist bara fyrir þér en þú kvartaðir a.m.k. aldrei undan mér og oft laumaðir þú að mér smá aur fyrir hjálpina. Mér fannst alltaf gaman að setj- ast niður með þér og ræða málin og var umhyggja þín fyrir fjölskyldu minni mikil og ríkti mikil gleði þeg- ar við komum með strákana okkar til þín því þú varst mikill bamakarl. Núna eiga þeir erfitt með að skilja hvar þú ert og af hverju þú ert far- inn frá okkur. Elsku afi, minningin um þig mun lifa í hjarta okkar allra um aldur og ævi og munum við minna strákana á það hvað þeir áttu góðan afa. Elsku Gugga amma og aðrir ást- vinir, guð varðveiti ykkur á þessum erfiðu tímum. Friðrik Ámunda og fjölskylda. Friðrik móðurbróðir minn hefur nú kvatt þessa jarðvist og er kom- inn til nýrra heimkynna. Þegar ég minnist frænda míns, hans Frikka, eins og hann jafnan var kallaður í fjölskyldunni, streyma minningar bemskuáranna fram. Fjölskyldur hans og móður minn- ar, Guðrúnar Ástu, bjuggu í sama húsi um langa hríð og var samgang- ur því óneitanlega mikill. Á þessum áram vora húsakynni þröng og lítil og barnahópurinn stór. Samt var pláss fyrir alla þó þröngt væri setinn bekkurinn. Það er ekki ofsögum sagt að fyrirvinna moíh ad oflfliii! flo ufl ym íWIDflTOUfl flfllíL flOflC ftliIflUftfltlI (fllt Upplýsingar í s: 5511247
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.