Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 58. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Israelar og Pal- estínumenn ræðast aftur við Ramallah, Jerúsalem. Reuters, AFP. FULLTRÚAR ísraela og Palestínu- manna munu taka aftur upp viðræð- ur í Washington síðar í mánuðinum með það f'yrir augum að undii-rita endanlegan friðarsamning í septem- ber. Þá munu þeir Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, Ehud Bar- ak, forsaetisráðherra Israels, og Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, eiga með sér fund í egypska bænum Sharm el-Sheikh í dag. Dennis Ross, sendimaður Banda- ríkjastjórnar í Miðausturlöndum, skýrði frá þessu í gær að loknum fundi með þeim Barak og Arafat í bænum Ramallah á Vesturbakkan- um. Sagði hann stefnt að því að ljúka sem fyrst drögum að friðarsamningi og undirrita hann ekki síðar en 13. september. Nefndi hann ekki hvort þeir Arafat og Barak tækju þátt í viðræðunum. Palestínumenn slitu viðræðum við ísraela í síðasta mánuði vegna ágreinings um hvaða land skyldi heyra undir það 6,1% sem ísraelar áttu þá að skila þeim. Palestínskur embættismaður sagði í gær að þessu 6,1% yrði nú skilað en sundurgreindi það ekki. Deilt um land og sjálfstæði Ahmed Korei, forseti palestínska þingsins, sagði í gær, að á fundinum í dag í Sharm el-Sheikh myndu þeir Arafat og Barak reyna að greiða úr ýmsum ágreiningsmálum en eitt helsta deilumálið hefur verið hvenær og hve miklu landi Israelar skuli skila Palestínumönnum í þriðja og síðasta sinn. Líklegt er að einnig verði rætt um þá yfirlýsingu Arafats, að lýst verði yfir sjálfstæði Palestínu á þessu ári. ítrekaði hann hana í fyrradag, nokkrum klukkustundum áður en þeir Barak áttu með sér óvæntan fund. Reuters Barak og Arafat takast í hendur að loknum fundi þeirra í Ramallah. Yst til vinstri er David Levy, utanríkisráðherra fsraels. Baráttu- dagur kvenna Alþjdðabaráttudagur kvenna var í gær og minntust konur þess með ýmsum hætti víða um heim. I Genf gengu nokkur þúsund kvenna fyrsta áfangann í heimsgöngu, sem haldið verður áfram á næstu mán- uðum og á að ljúka við aðalstöðvar Sameinuðu þjdðanna í New York í oktdber. Lögðu þær áherslu á að berjast yrði gegn ofbeldi gagnvart konum og fátækt meðal þeirra, og voru svipaðar kröfur hafðar uppi á fundum í tugum borga víða um heim. Martine Aubry, atvinnu- málaráðherra í frönsku stjdrninni, tilkynnti í gær að í hvert sinn sem cinhver léti niðurlægjandi ummæli um konur falla á franska þinginu, myndu allar þingkonur ganga út. Þorskurinn að hrynja í Norðursjó Rányrkja og auk- inn sjávarhiti París. AFP. ÞORSKSTOFNINN í Norðursjó er um það bil að hrynja og það er fyrst og fremst tvennt, sem veldur því; rányrkja og aukinn sjávarhiti. Vegna allt of mikillar sóknar í þorskinn í Norðursjó í fjóra ára- tugi samfellt er svo komið að afl- inn er að mestu fiskur sem er inn- an við þriggja ára gamall eða með öðrum orðum ókynþroska. Af þessum sökum hefur ICES, Al- þjóðahafrannsóknaráðið, lagt til að þorskaflinn verði skorinn niður um allt að 60% en í grein eftir ýmsa sérfræðinga, sem birtist í tímaritinu Nature í dag, segir að ekki sé víst, að það dugi til. Sjáv- arhiti í Norður-Atlantshafi hafi verið að aukast frá 1988 og það hafi komið mjög hart niður á þorskinum og hrygningarstöðv- um hans í Norðursjó. Árgangarn- ir frá 1997 og 1998 séu þeir lang- minnstu, sem nokkru sinni hafi verið mældir. í greininni var engum getum að því leitt hvers vegna sjávarhitinn hefur aukist en ýmsir aðrir sér- fræðingar kenna það gróðurhúsa- áhrifunum svokölluðu. Nokkuð öruggt að Bush og Gore muni takast á í forsetakosningunum Bradley ákveður að hætta og beðið er eftir McCain Washington. Reuters, AP, AFP. BILL Bradley, fyrrverandi öldungadeildarþing- maður, ákvað í gær að játa sig sigraðan í for- kosningabaráttu bandarískra demókrata og mun hann lýsa því yfir formlega í dag. í herbúðum repúblikana er þess beðið að John McCain, öld- ungadeildarþingmaður fyrir Arizona, fari eins að en segja má að vonir þeirra Bradleys um að verða forsetaefni flokka sinna hafi orðið að engu í for- kosningahrinunni í fyrradag. Nokkuð öruggt er, að þeir George W. Bush og A1 Gore muni takast á í kosningunum í haust og er spáð jafnri og harðri baráttu. Búist hafði verið við að línurnar myndu skýrast með „ofurþriðjudeginum“, sem svo er kallaður vegna þess að þá er kosið í mörgum ríkjum og þeim fjölmennustu. Niðurstaðan varð sú að Gore vann Bradley alls staðar með miklum mun og Bush sigraði McCain í níu ríkjum af 13, þ. á m. í Kalif- orníu, New York og Ohio. McCain sigraði í fjórum ríkjum í Nýja-Englandi en það breytir litlu vegna þess hve fáa kjörmenn þau hafa. „Hann sigraði, ég tapaði," sagði Bradley þegar ljóst var orðið á þriðjudagskvöld hvernig forkosn- ingarnar höfðu farið. Sögðu aðstoðarmenn hans að hann ætlaði að tilkynna í dag að forkosningabar- áttunni væri lokið af hans hálfu og jafnframt lýsa yfir stuðningi við Gore. Skilyrtur stuðningur við Bush? McCain hélt í gær til síns heima í Arizona þar sem hann ætlaði að íhuga sín mál. Var haft eftir að- stoðarmönnum hans að líklega myndi hann til- kynna fyrir helgi eða um helgina að hann væri hættur. Búist er við að hann muni lýsa yfir stuðn- ingi við Bush en þó ekki án skilyrða. Hann leggur t.d. mikla áherslu á að Bush heiti að berjast fyrir umbótum og nýjum reglum um fjármögnun kosn- ingabaráttunnar hjá flokkunum. Jafnræði með Bush og Gore Þeir Bush og Gore eru nú farnir að beina spjót- unum meira hvor að öðrum og er því spáð að kosn- ingabaráttan framundan verði mjög hörð og úrslit- in tvísýn. Til þessa hefur Bush ávallt haft betur í skoðanakönnunum en Gore og stundum haft 10-20 prósentustig umfram. I skoðanakönnun sem Wali Street Journal birti í fyrradag eru þeir þó jafnir í fyrsta sinn, hvor með 46%. Leitaði Reiitere-frétta- stofan álits átta stjómmálaskýrenda víðs vegar um Bandaríkin og spáðu þeir allir Gore sigri í kosning- unum í haust. Væri ástæðan fyrst og fremst það efnahagslega góðæri sem væri í Bandaríkjunum. ■ Sækja inn á miðjuna/26 Hull með rík- ustu borgum London. Daily Telegraph. HULL hefur lengi verið meðal fátæk- ustu sveitarfélaga í Bretlandi en ekki lengur. Nú er það komið í flokk með þeim ríkustu. I fyrrasumar var síma- fyrirtæki borgarinnar skráð á al- mennum markaði og í fyrradag var það orðið eitt af 100 verðmestu fyrir- tækjunum í kauphöllinni. Þegar símafyrirtækið, Kingston Communications, fór á almennan markað keyptu 50.000 íbúar í Hull hlut í því og síðan hefur hann sjö- faldast. Það er þó borgarsjóður sem hefur hagnast mest því að hann á enn 43% í fyrirtækinu. Hann á nú rúm- lega 292 milljarða ísl. kr„ a.m.k. á pappírnum. Er Hull eina borgin í Bretlandi, sem á símafyrirtæki. Vonast er til að velgengni fyrirtæk- isins laði að önnur fj arskiptafyrirtæki. MORGUNBLAÐiÐ 9. MARS 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.