Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Vefleikur Símans Þú getur unnið Ericssi T18 GSM sÚT«a ef þú sk þig á vefverslun .is www.vefverslu'a.is 58 vagn- sljórar SVR ganga í Sleipni 58 VAGNSTJÓRAR Strætisvagna Reykjavíkur hafa sagt sig úr Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar og sótt um aðild að Bifreiðastjórafélag- inu Sleipni. „Við erum búnir að vera óánægðir með Starfsmannafélag Reykjavíkm- lengi,“ segir Marías Sveinsson, vagn- stjóri hjá SVR. „Kornið sem fyllti mælinn var þegar stjóm starfs- mannafélagsins tók völdin úr hönd- um trúnaðarmanna okkar í kjaravið- ræðum við borgina og sömdu um fyrirhugað vaktakerfi og launabreyt- ingar án þess að bera það nokkuð undir okkur.“ Marías segir að einn helsti kostur- inn við að fara yfir í Sleipni sé að fá virkan verkfallsrétt. „Við höfum ekki haft virkan verkfallsrétt. Við erum 200 manns í 4000 manna félagi en þegar við erum komin í Sleipni þá höfum við verkfallsréttinn virkan. Við öðlumst þama réttindi sem við getum beitt og það er deginum ljós- ara að við munum verða harðir í samningum." Marías telur öraggt að fleiri vagnstjórar muni fylgja í kjölfar þeirra 58 sem þegar hafi sótt um að- ild að Sleipni. Nýir félagar koma til með að styrkja félagið Óskar Stefánsson, formaður Bif- reiðastjórafélagsins Sleipnis, segir að félagið muni taka umsóknum vagn- stjóra SVR vel og að nýir félagar muni koma til raeð að styrkja félagið. „Við tökum góðfúslega á móti þeim, enda ber okkur skylda til að gera það samkvæmt lögum félagsins og lögum Aiþýðusambands Islands. Við teljum þetta spor í rétta átt, við eram fagfélag með sérstakan kjara- samning sem nær eingöngu til bíl- stjóra og við teljum að þeir eigi full- komlega heima í félaginu," segir Óskar. ------------------- Rétthyltingar sigruðu í ræðukeppni RÉTTARHOLTSSKÓLI bar sigur úr býtum í Mælsku- og rökræðu- kcppni grunnskólanna í Reykjavík, eftir spennandi úrslitaviðureign við Rimaskóla í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærkvöldi. Atli Bollason úr Réttarholtsskóla var valinn ræðumaður kvöldsins, en umræðuefnið var trúarbrögð. I þriðja til fjórða sæti urðu Tjarnar- skóli og Fellaskóli. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri afhenti verðlaun að keppni lokinni. Þremur mönnum bjargað þegar tvær trillur fdrust út af Selvogi Morgunblaðið/Sverrir Þyrla Landhelgþsgæslunnar, TF LÍF, kom með skipbrot smennina af Doddu til Reykjavíkur um sjöleytið. V eðrið versnaði mjög- skyndilega Snædís SF 4 sökk suður af Selvogi og stuttu síðar sökk Dodda NS 9 á sömu slóðum ÞREMUR mönnum var bjargað er tvær trillur fórast skammt suður og suðvestur af Selvogi um sexleytið í gær þegar veður versnaði skyndilega á þessum slóðum. Tveir mannanna vora hífðir úr gúmbjörgunarbát um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-LÍF sem lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan rúmlega sjö í gær, en þriðja mannin- um var bjargað um borð í trilluna Herborgu SF-69, sem kom með hann til Þorlákshafnar á tíunda tímanum í gærkveldi. Engum þeirra varð meint af volkinu. Þriðja trillan fékk á sig brot Þriðja trillan fékk einnig brot á sig skammt frá Þorlákshöfn og var henni fylgt inn til hafnar af nærstöddum bátum og sama gildir um tvo aðra báta, sem einnig lentu í erfiðleikum á þessum slóðum, að þeim var fylgt til hafnar af öryggisástæðum. Allir bát- arnir vora komnir til hafnar á tíunda tímanum í gærkvöldi. Neyðarkall barst fyrst frá Doddu NS-9, sem er 5,5 tonna trilla, í gegnum radíó upp úr klukkan 18 í gær þaðan sem hún var stödd suðvestur af Sel- vogi. Neyðarkallið barst til Landhelgisgæslunnar klukkan 18.13 og skömmu seinna eða 18.34 var þyrla Landhelgis- gæslunnar komin á loft. 18.45 var hún komin á slysstað og tókst að miða út gúmbjörgun- arbátinn, sem mennirnir vora í, út frá neyðarsendi um borð. Friðrik Höskuldsson, leiðan- gursstjóri um borð í þyrlunni, sagði að vel hefði gengið að ná mönnunum um borð í hana. Þeir hefðu ekki verið í flotbún- ingum en vel á sig komnir. Skömmu eftir að neyðarkallið barst frá Doddu eða klukkan 18.22 kom neyðarsending frá Sædísi SF-4 í gegnum sjálfvirkt tilkynningakerfi Tilkynningaskyldunnar. „Við eram með staðinn á henni ná- kvæmlega, tímann og allt þegar það skeður. Það er kallað strax út á ra- díóinu í nærstadda báta og þeir sigla bara beint á staðinn og tóku upp manninn," sagði Þór Magnússon hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg, sem sér um Tilkynningaskylduna. Morgunblaðið/Jón Sigurmundsson Komið mcð skipbrotsmanninn af Sædisi til hafnar í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Hann sagði að sjálfvirld tilkynn- ingarbúnaðurinn, sem gerir það að verkum að stöðugt er hægt að fylgj- ast með bátum á miðunum, hefði virkilega sannað gildi sitt, eins og björgun skipbrotsmannsins á Sædísi sýndi. Þá hefði verið vont skyggni á svæðinu en þeir hefðu getað leiðbeint stærri bátum til þeirra sem væra smærri og getað fylgst stöðugt með hvernig þeim vegnaði. Þór sagði að búnaður kerfisins gæfi frá sér merki með nokkurra sekúndna millibili. Þeir gætu því fylgst með stefnu og hraða báta og fjarlægð á milli þeirra og nákvæmnin væri upp á nokkra tugi metra. Búnaður- inn væri kominn um borð í eitt- hvað á sjötta hundrað skipa. „Við sjáum þetta sem gífurlegt öryggistæki. Það hefur alveg sýnt sig hér í kvöld,“ sagði Þór. Komnir á landstím Gísli Geir Sigurgeirsson á Herborgu, sem bjargaði skip- brotsmanningum af Sædísi, sagði að hann hefði verið að veiðum um 15 sjómílur úti á Selvogsbanka. Sædís hefði verið um eina og hálfa sjómílu frá honum þegar hjálparbeiðn- in barst, en þá hefðu þeir báðir verið komnir á landstím. Þegar hann hefði komið að Sædísi hefði verið búið að yfirgefa hana og skipbrots- maðurinn kominn í björgunarbát.Vel hefði gengið að bjarga manninum um borð. Gísli sagði að það hefði verið mjög gott veður framan af degi í gær, en versnað skyndilega. Það hefði gengið ágætlega að komast í land með skip- brotsmanninn, en hefði þurft að fara varlega vegna þess að sjógangur hefði verið orðinn mikill. Tjón vegna heilbrigðis- þjónustunnar greitt HEILBRIGÐIS- og tryggingaráð- herra hefur ákveðið að leggja fyrir Alþingi framvarp um sjúklingatrygg- ingu, en tryggingin mun greiða bæt- ur vegna tjóns sem menn verða fyrir í tengslum við heilbrigðisþjónustu. í upplýsingum frá heilbrigðisráð- uneytinu kemur fram að ákvæði um sjúklingatryggingu í almannatrygg- ingalögum frá árinu 1989 hafi verið sett þar til bráðabirgða þar til sett yrðu lög um sjúklingatryggingu, en slík trygging geti ekki talist til hefð- bundinna almannatrygginga og eigi því heima í sérlögum. Einnig vanti allmikið á samkvæmt núgildandi lög- um að sjúklingar hljóti bótarétt sem nálgist að vera fullar fébætur fyrir raunveralegttjón. Samkvæmt kostnaðarmati fjár- málaráðuneytisins er gert ráð fyrir að kostnaður vegna setningar lag- anna geti numið 104-224 milljónum króna á ári, en kostnaðaráhrifin komi ekki að fullu fram fyrr en eftir nokk- ur ár. Fram kemur meðal annars að frumvarpið nái til allrar heilbrigðis- þjónustunnar og rétt til bóta eigi sjúklingar sem verði fyrir geðrænu eða líkamlegu tjóni hér á landi í tengslum við rannsókn eða sjúk- dómsmeðferð á sjúkrahúsi, heilsu- gæslustöð eða á annarri heilbrigðis- stofnun, í sjúkraflutningum eða hjá heilbrigðisstarfsmanni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.