Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 31 NÝJA BÍLAHÖLLIN STEINAR WAAGE ek. ZO þ.km. blár, samL 5-gíra, S-dyra. Verfi 890 þús. ek. 116 b km. silfur, leður. toppl, xenon, II" felgur, einn með öllu. Verð 3.396 |iós, áhv. 1.400 |iús. ek. 24 ti.km. d-blár og grár, 5-gíra, 33" dekk. álfelgur, brenakantar, cd o.fl. Verö 2.656 þús., áhv. lán 1.650 þus. ek. 59 Mm, grænn, r-öllu, leður, toppl. loftpúðar. Verö 5.39D þús. loYflta Carina E 1800, árg. 9?, ek. 68 b.km, siiiur, 5-gíra, r-r, saml. Verð 1.620 þús. ek. 45 ti.km, grænn, 5-gita, vindsk., álfelgur, saml., r-r. Vetö 1.251 þús., áhv. 700 þús. NASAjátar mistök Pasadena. AP. DANIEL Goldin, yfirmaður NASA, bandarísku geimvísindastofnunar- innar, axlaði í fyrradag alla ábyrgð á því, að tvö Marsför hefðu týnst og eyðilagst. Fyrr í vikunni var birt skýrsla um afdrif Marsfaranna og var NASA harðlega gagnrýnd fyrir óstjórn, óraunhæfar væntingai- og fyrir að ráðast í verkefni þó ekki væri nægt fé fyrir hendi. Goldin, sem hefur gert orðin „hraðari, betri og ódýrari“ að einkunnarorðum sínum, viðurkennir nú, að of mikið hafi verið sparað við gerð geimfaranna, Mars Climate Or- biter og Mars Polar Lander. Richard Cook, verkefnisstjóri beggja Marsáætlananna, viðurkenndi einnig, að margt hefði farið úrskeiðis en sagði, engum einum um að kenna. Fjármagnið hefði verið skammtað úr hnefa og því hefðu tilraunir ekki verið nægar, en Mars Polar Lander kostaði um 12 milljarða ísl. kr. Frá 1993 hafa 10 geimskot misfarist og er kostnaður við þau sagður um 38 milljarðar kr. IC Metall slakar á kröf- um í kjarasamningum Nýkomnir dömuskór www.notadirbilar.is Boðuðu syndlaust líferni en myrtu folk á laun Ný fjöldagröf fundin í Uganda Schröder í smiðju hjá Blair Berlín. The Daily Telegraph. GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, reynir nú ákaft að ýta undir umbætur í anda markaðsvæð- ingar í efnahagi landsins. Vill hann m.a. að milljónum launþega verði gert kleift að eignast hlut í fyrirtækj- um sem þeir vinna hjá og er sagt að hann voni að í kjölfarið muni áhrif stéttarfélaga á þróun efnahagsmála minnka. Schröder þykir hafa fengið aukið sjálfstraust eftir að stuðningur við helstu andstæðinga flokks jafnaðar- manna, Kristilega demókrata, hrundi. Þeir urðu uppvísir að því að brjóta árum saman lög um fjármögn- un stjórnmálahreyfinga. Kanslarinn er sagður hafa farið í smiðju til Tony Blairs og Verka- mannaflokksins breska með hug- myndum sínum um að launþegar fái aukið ráðrúm til lífeyrisspamaðar og verður beitt skattaafslætti í þessu skyni. Kosturinn er ekki síst að þá verða launþegar síður háðir greiðsl- um úr almannatryggingakerfinu sem þegar er talið ofhlaðið. Bent hef- ur verið á að það rísi vart undir skyldum sínum á næstu áratugum. Eignist launþeg- ar hins vegar í auknum mæli hlutabréf í fyrir- tækjunum minnki líkur á verkföllum Gerhard og framleiðni Schröder aukist. Aform kanslarans fengu byr í seglin er stærsta stéttarfélag Þýska- lands, IC Metall, með um 750 þúsund félaga, slakaði nýlega mjög á kröfum sínum um launahækkanir og sætti sig við að hækkunin yrði 2,6% næstu tvö árin. Krafan var 5,5%. Auk þess var aflýst fyrirhuguðum verkföllum í allmörgum fyrirtækjum. IC Metall fékk þó ekki fullnægt kröfum um að eftirlaunaaldur yrði lækkaður úr 65 árum í 60. Hins vegar samþykkti þýska stjómin í gær að foreldrar gætu tekið sér launalaust leyfi frá vinnu í allt að þrjú ár og fengið tryggingu fyrir því að störfin biðu þeirra að því loknu. Fulltrúar atvinnurekenda sögðu samninga IC Metall merki um nýja stefnu í málefnum vinnumarkaðarins hjá þýskum stéttarfélögum. Hóflegir samningar væru nú taldir liður í bar- áttu gegn atvinnuleysi og verðbólgu. Subaru Impreza 2.0 STW. árg. i, ek. 27 b.ktn. 5- gfra, saml, r-r. Vei Rushojwa. Reuters, AP, AFP. SAMRÆÐUR, kynlíf og jafnvel notkun sápu vom óheimil hjá dóms- dagssöfnuðinum Endurreisn boðorð- anna tíu, en hátt á fjórða hundrað safnaðarmeðlimir brannu inni í kirkju sinni í nágrenni við þorpið Kanungu fyrir um hálfum mánuði. Þó safnaðarmeðlimir kynnu að reyna að forðast hvaðeina það sem talist gæti syndsamlegt kom það ekki í veg fyrir að þeir væra myrtir af leiðtog- um safnaðarins. í gær var fjöldi lát- inna kominn á áttunda hundrað eftir að lögi’egla fann enn eina fjöldagröf- ina, að þessu sinni á landi Joseph Nyamurinda, eins safnaðarmeðlima. Æðsti leiðtogi Endurreisnar boð- orðanna tíu var fyrrum stjórnmála- maðurinn og sjálfskipaði spámaður- inn Joseph Kibwetere. Hann kvaðst vera í beinu sambandi við Krist, en var af öðram lýst sem ofbeldis- hneigðum manni sem oft fengi ofsa- fengin köst. Með Kibwetere störfuðu Gredonia Mwerinda, fyrram gleði- kona, sem sagði Maríu mey hlýða á sig, og loks „faðir“ Dominic Kat- aribabo, kaþólskur prestur með meistaragráðu í guðfræði sem svipt- ur hafði verið hempunni. Sagður guðhræddur og námfús Kataribabo hefur verið lýst af bæði nágrönnum sínum og ættingj- um sem námfúsum og trúuðum manni. Kataribabo virðist þó hafa lumað heldur á óhugnanlegu leynd- armáli, því eftir að lögregla hafði lok- ið rannsókn sinni á landareign hans í fyrradag, hafði hún grafið upp 155 lík úr tveimur fjöldagröfum. Annarri gröfinni hafði verið komið fyiir inn- an dyra en hinni í garði prestsins og virðist sem margir hinna látnu hafi verið kyrktir á undanförnum mánuð- um. Vitað var að Kataribabo hafði ver- ið að grafa í garði sínum en engum datt í hug sú ástæða sem þar lá að baki. „Hann var góður maður og reyndist safnaðarmeðlimum vel, hann var góður við fjölskyldu sína og kom almennt vel fram við fólk,“ sagði Bagambe Apex, frændi Kat- aribabo. ,Að þetta ætti eftir að ger- ast hvarflaði aldi’ei að okkur.“ Ættingjar prestsins era því sann- færðir um að upphafsmennirnir hafi verið þau Kibwetere og Mwerinda. Kataribabo sást engu að síður kaupa 40 lítra af brennisteinssýra nokkrum Afdrif Marsfaranna AP Fangar draga lík upp úr íjöldagröf á landareign Joseph Nyamurinda, eins meðlima sértrúarsafnaðarins Endurreisn boðorðanna tíu. dögum fyrir eldsvoðann í kirkjunni í Kanungu og granar lögreglu að brennisteinssýran hafi verið notuð til verksins. Núverandi dvalarstaður prestsins er hins vegar óþekktur. I fyrstu var talið að Kataribabo hefði farist ásamt safnaðarmeðlimum í kirkju- brunanum, en nú telur lögregla prestinn hafa flúið ásamt hinum leið- togum safnaðarins. Strangur agi og sjálfsafneitun Ströngum aga var haldið uppi inn- an safnaðarins og hittust menn og konur einungis á bænastundum, jafnvel þegar um hjón var að ræða. Þá vora samræður bannaðar og tjáði fólk sig þess í stað með látbragði. Notkun sápu var einnig á bannlist- anum og þvoðu safnaðarmeðlimir sér með þvottalegi ætluðum til fata- þvottar. Allt lífemi einkenndist þannig af sjálfsafneitun og var m.a. fastað tvo daga í viku. Lunganum úr deginum var síðan varið til bænahalds og vinnu, auk þess sem fólk var vakið upp á nóttunni til klukkutíma bæna- lesturs. Öll samskipti við nágranna vora enn fremur í lágmarki og olli guð- sótti safnaðarmeðlima hræðslu sumra. „Eftir því sem tíminn leið ótt- uðumst við þá meira og meira,“ sagði Kisembo Didas, bóndi í Rugazi. „Við héldum að þetta fólk væri hættulegt, að það væri djöfladýrkendur. Það hegðaði sér afbrigðilega og átti það til að lamast úti á miðri götu og tala síðan tóma vitleysu.“ Hinn strangi agi sem haldið var uppi virðist þó hafa riðlast þegar endalok heimsins, sem Kibwetere hafði spáð, létu á sér standa í lok síð- asta árs. Margir safnaðarmeðli- manna höfðu verið beðnir um að selja eigur sínar og gefa Endurreisn boðorðanna tíu ágóðann þegar þeir gengu í söfnuðinn. Þegar heimsendir lét hins vegar á sér standa fóra sum- ir að æskja endurgreiðslu og er það talin möguleg ástæða fjöldamorðs- ins. Faðir Paul Ikazire var, að eigin sögn, meðal leiðtoga safnaðarins þar til hann yfirgaf söfnuðinn árið 1994. Ikazire lýsti Kibwetere sem ofbeld- ishneigðum manni sem oft hefði fengið ofsafengin köst. Hann sagði raunveralegan leiðtoga hópsins þó hafa verið Gredonia Mwerinda. „Hún kom oft á tíðum með skilaboð frá Maríu mey og erkienglinum Mi- kjáli,“ sagði Ikazire. „Hún kom þá og sagði hluti á borð við, María mey vill að þið færið söfnuðinum meira fé.“ Æ fleiri lík hafa fundist síðan kirkjan í Kanungu brann 17. mars sl. og í gær grófu fangar upp 81 lík, flest af konum og börnum, í hæðunum á landareign Nyamurinda. Að sögn nágranna hans „hvarf' fólk reglu- lega þai’ í hæðunum. „Hópar frá ýmsum landshlutum komu þangað og eftir nokkra daga hurfu þeir,“ sagði Kensi Ntuaydubale nágranni Nyamurinda. Rannsókn lögreglu á þó enn eftir að beinast að fimmtu landareign dómsdagssafnaðarins og því ekki ólíklegt að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Langur laugardagur Opið iaugardag 10-16 Teg. 136 Litir: Hvítir og svartir Stærðir: 36-41 Verð kr. 3.995. Teg. 401 litir: Hvítir og svartir Stærðir: 36-41 Verð kr. 3.995. Teg. 97710 Litur: Svartir Stærðir: 36-41 Verð kr. 2.995. OOMUS MEDICA við Snorrabraut - Reykjavík - sími 551 8519
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.