Morgunblaðið - 31.03.2000, Page 66

Morgunblaðið - 31.03.2000, Page 66
66 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Skjól fyrir öll útigangs- hross fyrir árslok Landbúnaðarráðuneytið hefur með auglýs- ingu vakið athygli bænda og annarra hrossaeigenda á því að frestur til að koma upp sérstöku skýli fyrir útigangshross _____rennur út í lok þessa árs. Asdís_ > ■ Haraldsdóttir rifj ar upp nokkur ákvæði reglugerðar um aðbúnað hrossa. SAMKVÆMT reglugerð um að- búnað og heilbrigðiseftirlit hrossa nr. 132/1999 skulu hross sem ganga úti að vetri til geta leitað skjóls í sérstöku húsi, eða skýli sem hefur þrjá veggi hið minnsta „nema nátt- úrulegt skjól sé fyrir hendi að mati eftirlitsaðila. Þar skal vera nægi- legt fóður og vatn. Umhverfi, hönn- un og viðhald húsa og skýla skal vera þannig að ekki valdi slysum og gripir haldist hreinir," eins og segir í reglugerðinni. Að sögn Halldórs Runólfssonar yfirdýralæknis var mönnum veittur frestur til að ganga frá fullnægj- andi skýlum fyrir útigangshross til loka árs 2000. Því var ákveðið að birta auglýsingu þess efnis nú svo hestamenn og bændur hefðu suma- rið til að ganga frá byggingu þeirra. Hann sagði að að öðru leyti hefði reglugerðin tekið gildi þegar hún var gefin út 1999. Halldór sagði að ekki væri um það að ræða enn sem komið er að eftirlitsmenn færu til allra sem halda hross til að kanna ástandið. Hins vegar gæti komið til þess síðar ef þörf verður talin á því. Sem dæmi má nefna um ákvæði reglugerðarinnar að skylt er að veita útigangshrossum aðgang að rennandi vatni allt árið. Eins og gefur að skilja getur reynst erfitt að fylgja þessum ákvæðum að vetri til hér á landi. Halldór sagði að í raun hefði það sýnt sig hve nauð- synlegt þetta ákvæði er þegar víða hefðu komið upp salmonellusýking- ar í hrossum. Hann sagðist þó gera sér grein fyrir að þetta gæti reynst erfitt á sumum stöðum. Reglugerð- in hlyti þó að knýja á um að fólk reyndi til hins ítrasta að uppfylla ákvæði hennar. Einnig segir í reglugerðinni að á vetrum skuli fylgjast daglega með hrossum í girðingum í heimalönd- um og vikulega á sumrum. Enn- fremur: „Þar sem hross eru í haga- göngu, skal eigandi þeirra tilkynna viðkomandi sveitarstjórn skriflega um nafn þess aðila innan sveitarfé- lagsins, sem er ábyrgur fyrir eftir- liti og umsjá hrossa hans og skal sá aðili vera samþykktur af sveitar- stjórninni. Sveitarstjórn er heimilt að fengnum tillögum búfjáreftirlits- manns og héraðsdýralæknis að banna útigöngu á svæðum þar sem framangreind skilyrði eru ekki uppfyllt." Þá eru ákvæði um hvernig um- hverfi hesthúsa skuli vera, um stærð stía og bása, loftræstingu, hávaða og að á öllum húsum skuli vera gluggar sem tryggi að þar gæti dagsbirtu, hversu lengi hafa megi hross í gróðurlitlum eða gróð- urlausum hólfum, útigang, flutning, beit og landvernd, rekstur og flutn- ing og fleira. Vísa umsóknum um styrki til sumarex- emrannsókna frá STJÓRN Framleiðnisjóðs hefur ákveðið að vísa frá tveimur um- sóknum um styrki til rannsóknar á sumarexemi í hrossum. Báðar umsóknir voru taldar jafn hæfar og hljóðuðu hvor um sig upp á 8 milljónir króna. Framleiðnisjóði barst tvær umsóknir um styrki til rannsókna á sumarexemi. A fundi stjómar sjóðsins nú í vikunni var ákveðið að vísa báðum umsóknum frá. Að sögn Bjarna Guðmundsson- ar, formanns stjórnar Framleiðni- sjóðs, var um að ræða umsóknir frá Birni Steinbjörnssyni annars vegar, en hann sækir um styrk til rannsókna við dýralæknaháskól- ann í Hannover í Þýskalandi sem stjórnað er af dr. Leibold og hins vegar frá Tilraunastöðinni á Keld- um og yfirdýralæknisembættinu. Bjami sagði að rannsóknirnar hafi átt margt sameiginlegt og var talið að æskilegra hefði verið að hópunum hefði verið steypt sam- an þrátt fyrir að rannsóknirnar nálgist verkefnið á ólíkan hátt. Rannsóknin við dýralæknahá- skólann leggur áherslu á að finna aðferð til að greina þau hross sem em viðkvæm fyrir sumarexemi, en rannsókn Keldna og yfirdýra- læknis leggur áherslu á að þróa bóluefni til að lækna sjúkdóminn. Matsmenn frá Framleiðnisjóði og Rannsóknarráði Islands vora sammála um að hvorag rannsókn- in gerði ráð fyrir nægilegri þekk- ingaruppbyggingu í ónæmisfræð- um hér innanlands. Bjarni sagði að matsmenn litu svo á að það væri afar mikilvægt því ljóst væri að sumarexem í hrossum væri ör- ugglega ekki eini ónæmissjúk- dómurinn sem glímt verður við í búfé hér á landi. „Það stendur eftir sem áður óhaggað af hálfu Framleiðnisjóðs að vilji er til að styðja við bakið á sumarexemrannsóknum af fullum þrótti og verða þannig við óskum hrossabænda," sagði Bjarni. „Við viljum hins vegar að sú áætlun sem unnið verði eftir sé líkleg til árangurs og viljum frekar sitja undir skömmum um að fara of hægt í sakirnar heldur en að gera vitleysu." Báðar umsóknir hljóðuðu upp á um 8 milljónir króna, en búið var að úthluta rúmlega þeirri upphæð til allra umsækjenda sameigin- lega í fyrra. Hins vegar slitnaði upp úr samstarfinu og styrkurinn var því aldrei greiddur út. Elizabeth Arden kynning í Lyf&heilsa Melhaga í dag (föstudag ). Kynntur verður nýi varaliturinn LIP LIP HOORAY. Ath. Glæsilegur kaupauki fylgir ef þú kaupir Arden-vörur fyrir 3.500 kr. Ný)‘l S hreinsunin gsm 897 3634 Þrif á rimlagluggatjöldum. Dilbert á Netinu ý§> mbl.is _ALLTA/= erTTHX^AO NÝTT Nr. Knapl Hestur Aldu r Fæðlngarstaður Litur Faðir Móðlr 1 Sigurbiörn Bárðarsson Markús 7v frá Langholtsparti brúnn Orri frá Þúfu Von frá Bjamastöðum 1 Kristinn Valdimarsson Birta 7v frá Hvolsvelli bleikálótt Orri frá Þúfu Björk frá Hvolsvelli 1 Sævar Haraldsson iGÍóð 9v frá Hömluholtum rauðql.fext Kolfinnur frá Kjarnholtum Glóð frá Hömluholtum 2 Guðmundur Einarsson Felix 9v frá Stóra-Sandfelli brúnskjóttur Bjartur fá Eqilsstöðum Sýn frá Laugarvatni 2 Raqnar Hinriksson Þór 6v frá Litlu-Sandvík bleikálóttur Hrannar frá Litlu-Sandvík Sunna frá Egilsstöðum 2 Hafliöi Halldórsson Von 6v frá Bakkakoti bleikálótt ófeiqur frá Fluqumýri Lukka frá Bakkakoti 3 Sveinn Raqnarsson Hrinqur 6v frá Húsev Skaqaf. rauðurtv.st. Snúður frá Húsey Döqg frá Húsey 3 Páll Braqi Hólmarsson Brúnhildur 7v frá Minni-Borq Grím. brún Filiphus frá Syðribrún Kolbrún frá Gölt 3 Gylfi Gunnarsson Gvðia 6v frá Hólabaki iðrp Safír frá Viðvík Skaq. Lísa frá Hólabaki 4 Siqurður Siqurðarsson Skuqqabaldur 6v frá Litla-Dal Eyjaf. svartur Baldur frá Bakka Salía frá Litla-Dal 4 Tómas Snorrason Skörunqur 7v frá Braqholti Eyjaf. bleikblesóttur Brúnblesi frá Brimnesi Ljósbrá frá Braqholti 4 Will Covert Diákni 10v frá Litla-Dunhaqa brúnn Garður frá Litla-Garði Tinna frá Möðruvöllum 5 ísólfur Þórisson Jarlhetta 8v frá Neöra-Ási Skaq. rauð Sókrón frá Hóli Bland frá Neöri-Ási 5 Sölvi Siqurðsson Stiömunótt 11v frá Bólstað brúnstjörnótt Ábóti frá Bólstað Krumma frá Bólstað 5 Lena Zielinski Fljóö 5v frá Auösholtshjálequ móálótt Orri frá Þúfu Fjöður frá Inqólfshvoli 6 Siquroddur Pótursson Hvllinq 7 v frá Hjaröarholti Borq móálótt Óríon frá Litla-Berqi Nótt frá Hiarðarholti 6 Páll Bjarki Pálsson Reqína 6v frá Fluqumýri rauð Kjarval frá Sauðárkróki Rimma f rá Fluqumýri 6 Marijolin Tíepen Álfheiður Biörk 8v frá Lækiarbotnum grá Bliki frá Höskuldsstööum Hekla Miðll frá Lækjarb. 7 Höskuldur Jónsson Sölvi 8v frá Syðra-Garðshorni brúnn Rommel frá Syðra-Garðs. Von frá Litla-Dunhaqa 7 Gunnar Arnarson Vænqur 6v frá Auðsholtshiálequ iarpskióttur Orri frá Þúfu Rán frá Flugumýri 7 Snorri Dal Harpa 9v frá Gljúfri Ölfusi rauðgl.fext Þokki frá Gljúfri Blíða frá Bjarnastöðum 8 Þórður Þorqeirsson Þenqill 6v frá Kiarri í Ölfusi rauðbl.glóf. Stiörnugnýr frá Kiarri Þruma frá Gunnarsholti 8 Maqnús Amqrímsson Filma 8v frá Reykjavík brún Toppurfrá Eyiólfsstöðum Berta frá Vatnsleysu 8 Guömar Þór Pótursson Ýmlr 7 v frá Feti Rang. qráskjóttur Gáski frá Hofsstöðum Míla frá Akurgerði 9 Ásqeir Svan Herbertsson Orða 8v frá Víðivöllum Fremri rauð Orri frá Þúfu Madonna frá Víðivöllum Fr. 9 Hallarímur Birkisson Maqni 10v frá Búlandi brúnn Sörli frá Búlandi Snælda frá Búlandi 9 ? Levnihestur 5-12v af Suöurlandi einlitur Þekktur hestur Minna bekkt Uppselt á ístölt 2000 í Skautahöllinni MÖRG þekkt hross verða í eldlínunni á ístöltsmóti Töltheima í Skautahöll- inni í Laugardal laugardagskvöldið 1. aprfl. Hestamenn sýna þessari keppni gífurlegan áhuga og komast færri að en vilja, því uppselt er í 1400 sæti í Skautahöllinni. Keppnin hefst kl. 20.00 laugardag- inn 1. apríl með forkeppni, en húsið verður opnað kl. 19.00. Eftir for- keppnina verður boðið upp á ýmis skemmtiatriði svo sem listdans á skautum og tískusýningu á skautum og fyndnasti maður íslands, Pétur Sigfússon, kemur fram. Að loknum skemmtiatriðum verður útsláttar- keppni átta efstu hestanna. Eftir tuttugu mínútna hlé munu áhorfendur ákveða með klappi hvaða tveir hestar af þeim fjóram sem eftir standa keppa saman. Sá sem fær mesta klappið og sá sem fær það minnsta keppa sín á milli og svo hinir tveir sem fá meðalklappið. Dómarar munu síðan dæma um röðina á þeim. Töltheimar ætla að kynna nýjar vörur, t.d. nýjan hnakk, hannaðan af heimsmeistaranum Sigurbimi Bárð- arsyni, sem ber heitið 21:16 og verð- ur slíkur hnakkur einn af happdrætt- isvinningum kvöldsins. Auk hans verða folatollar hjá Svarti frá Una- Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Páll Bragi Hólmarsson vann sér rétt til þátttöku á ístölti 2000 þegar hann sigraði á Barkamótinu á dögunum á Brúnhildi frá Minni-Borg. læk, Núma frá Þóroddsstöðum og Þengli frá Kjarri, en þeir koma allir sérstaklega fram. Keppninni lýkur með einvígi tveggja efstu hestanna, en fimm efstu hestamir fá verðlaun. Dregið hefur verið í riðla og fer hér á eftir listi yfir röð keppenda. Þeir era 26 talsins auk leynigests og skiptast niður á níu riðla. Engar upp- lýsingar er að fá um leynigestinn aðr- ar en þær að knapinn er þekktur. Hesturinn, sem heimildir herma að sé kolsvartur, er undan vel þekktum föður, en móðirin er minna þekkt, eins og kemur fram neðst í töflunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.