Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 MORGUNBI.AÐIÐ LISTIR Harry Potter útlægur af bókasafninu Hönnunarsafni Islands berst stór gjöf frá fínnskum fyrirtækjum I FRAMHALDI af sýningn á finnskri iðnhönnun sem sett var upp samtímis í Reykjavík og átta öðrum evrópskum borgum sl. febrúar í tilefni af menningarborgarárinu 2000, hafa tuttugu og tveir finnskir framleiðendur og hönnuðir þeirra ákveðið að færa hinu nýja Hönnunarsafni íslands að gjöf sýnishom af nýjustu iðnhönnun sinni. Eru þessar gjafir hugsaðar sem stuðningur finnskra hönnuða og framleiðenda við safnið og íslenska iðnhönnun á þessum tímamótum í íslenskri hönn- unarsögu. Hér er um að ræða margs konar ílát frá kera- míkfyrirtækjunum PII-POT, Seenat Oy og T:mi Studio Amfora, kertastjaka frá Studio Kihlmann, pottasett frá OPA Oy, trefjaskálar frá AJesi Spa/ Strawbius Oy, steypt gler frá Muurla Finland Öy, gleraugnaumgjarðir frá Tiara Fashion Oy, kjóla frá Irja Leimu Oy og Ilona Pelli Oy, veggflísar úr glermulningi frá ABR-Innova Oy, snuð úr sílíkoni og pólúprópani frá Mekalasi Oy, herðatré úr pólýprópíleni og epoxí frá MK-Tresmer Oy, far- símahulstur frá Benefon Oyj, vinnugrímur frá Kemira Safety Oy, dósaupptakara frá Animal Design Factory Oy, hægindastól með skemli frá Avarte Oy, stól frá Vivero Oy, stálstól frá Mobel Oy, stól frá Arvo Piiroinen Oy, stóla frá P.O. Kor- honen Oy og stóla frá Artek Öy. Meðal hönnuða þessara hluta eru Stefan Lind- fors, Yijö Kukkapuro, Irja Leimu, Ristomatti Ratia, Marjaleena Piippo, Páivi Rintaniemi, Kristina Lassus, Vesa Damski o.fl. Fráfarandi sendiherra Finnlands, Tom Söder- mann, heimsótti Hönnunarsafn fslands eftir að tilkynnt hafði verið um gjöfina, og lýsti þá yfir mikilli ánægju með þetta framtak landa sinna í hönnunargeiranum. Stefán Snæbjörnsson, formaður stjórnar- nefndar Hönnunarsafnsins, sagði þessa gjöf bæði höfðinglega og ómetanlega, og bað sendiherrann að koma til skila sérstökum þökkum til þeirra sem komu að málinu úti í Finnlandi, ekki síst Örju Hörhammer, skipuleggjanda áðurnefndrar sýningar. „í uppbyggingarstarfi sem við erum nú að vinna við Hönnunarsafn íslands er mjög mikils virði að geta borið okkar iðnhönnun stöðugt sam- an við iðnhönnun nágrannaþjóðanna, ekki síst Finna, sem eru aðvitað yfirburðaþjóð á þessu sviði,“ sagði Aðalsteinn Ingólfsson, forstöðumað- ur Hönnunarsafnsins. „Með tilkomu þessarar gjafar getum við sett upp sýningar á íslenskri iðnhönnun í marktæku samhengi. Auk þess auð- veldar gjöfin okkur að setja upp sýningar á nor- rænni hönnun í framtíðinni." V ortónleikar Rökkurkórsins úr Skagafírði VORTÓNLEIKAR Rökkurkórsins í Skagafirði hefjast með tónleikum í Miðgarði, Varmahlíð, á morgun, laugardag kl. 21. Þetta er Aðalkon- sert kórsins, en auk kórsins kemur fram, ræðumaður kvöldsins, Agnar Gunnarsson á Miklabæ og hagyrð- ingaþáttur að skagfirskum hætti. Sungið verður í Dalvíkurkirkju sunnudaginn 2. apríl kl 16 og í Laugaborg Eyjafirði kl. 21. Tón- leikar verða haldnir í félagsheimil- inu á Hvammstanga fimmtudaginn 6. apríl kl. 21. Þá heldur kórinn á Suðurland og tekur kórinn þátt í Norðlenski’i sveiflu á Broadway föstudaginn 7. apríl ásamt Skag- firsku söngsveitinni og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Þar verður einnig hagyrðingaþáttur sem Jón Bjarnason alþingismaður stjórnar. Kynnir kvöldsins er Geirmundur Valtýsson. Laugardaginn 8. apríl syngur kórinn í Hveragerðiskirkju kl. 16 og í Selfosskirkju kl. 20.30. Siglfirðingar fá kórinn í heimsókn föstudaginn 14. apríl og mun hann syngja í Siglufjarðarkirkju kl. 21. Kórinn syngur í Bifröst á Sauðár- króki miðvikudaginn 3. maí kl. 21 og verða þar einnig hagyrðingar og ræðumaður. Þessum vortónleikum lýkur svo á kóramóti í Sæluviku Skagfirðinga laugardaginn 6. maí kl. 20.30. I Rökkurkórnum eru 54 félagar og er lagaval kórsins eftir innlenda og erlenda höfunda. Einsöngvarar eru Hallfríður Hafsteinsdóttir, Sig- urlaug Maronsdóttir, Hjalti Jó- hannsson, Birgir Þórðarson og Ein- ar Valur Valgarðsson. Söngstjóri er Sveinn Árnason og undirleikari Pál Szabo. Ný geislaplata með Rökkur- kórnum er væntanlegur í haust. Stói’fj ölsky ldan og sannleikurinn Sigraði í lestrar- keppni SVANFRÍÐUR H. Hallbergsdóttir, nemandi í Rimaskóla, bar sigur úr bítum í Stóru upplestrarkeppninni í Grafarvogi á dögunum, en hún fór fram í Grafarvogskirkju. Tólf þátttakendur, fulltrúar fimm skóla, komust í úrslitakeppn- ina en Iíkt og í öðrum hverfum hafði áður farið fram undankeppni í hverjum skóla, en Rimaskóli tók nú í fyrsta sinn þátt í keppninni. I öðru sæti varð Arnór Pálmi Arnarsson nemandi í Engjaskóla og Sigurður Vignir Jóhannesson frá Húsaskóla hreppti þriðja sætið. Sigrún Magnúsdóttir, formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur, flutti ávarp og afhenti þátttakendum viðurkenningar og verðlaun. Mörg fyrirtæki og félög styrktu keppnina m.a. veitti Landsbankinn vinningshöfum peningaverðlaun. Mál og menning gaf þátttakendum bókaverðlaun og veitingar voru í boði Mjólkursamsölunnar. LEIKLIST LeikféIag Húsavíkur sjnir í Kæjarleikhúsinu UPPSPUNI FRÁ RÓTUM Höfundar: Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson, Þorgeir Tryggvason. Tónlist og söngtextar: Ármann, Sævar og Þorgeir. Leiksljóri: Oddur Bjarni Þorkelsson Tónlistarstjóri: Valmar Valmajots. LEIKFÉLAGIÐ á Húsavík er löngu orðið þekkt fyrir öflugt starf og vandaðar leiksýningar sem mikill metnaður hefur verið lagður í. Á þessu leikári fagnar leikfélagið 100 ára afmæli sínu og leggur til afmæl- ishaldsins tvær sýningar sem báðar eru frumflutningur. Hinn fyrri var Halti Billi frá Miðey sem sýnt var við miklar vinsældir í haust er leið og nú bætir félagið enn um betur með frumflutningi á nýju íslensku leikriti eftir þá þremenninga sem orðnir eru þekktir af skrifum sínum fyrír Hugleik í Reykjavík og víðar. Þeim er reyndar fleira til lista lagt en textasmíðar því tónlistin 'í sýn- ingunni er þeirra verk einnig. Uppspuni frá rótum er fjöl- skyldusaga sem líklega gerist á Húsavík eða einhverjum sambæri- legum stað ef jafningi Húsavíkur fyrirfinnst á annað borð. Altént lýs- ir verkið lífi fjögurra kynslóða sömu fjölskyldu og er útgangspunkturinn fjölskyldufundur að lokinni erfi- Svanfríður H. Hallbergsdóttir bar sigur úr býtum í Stóru upp- lestrarkeppninni í Grafarvogi. drykkju og útför langafans. Þaðan stefnir verkið til fortíðar, með því að rekja viðburði úr fjölskyldusögunni, sýna okkur annars vegar hvernig hlutimir raunverulega gerðust og hins vegar hvemig fjölskyldan hef- ur komið sér upp sinni eigin útgáfu af sannleikanum um sjálfa sig, sem reynist þegar betur er að gáð upp- spuni frá rótum. Langafinn og lang- amman spyrtust saman fyrir hálf- gerða tilviljun í upphafi og síðan bættust nýjar kynslóðir við í fyll- ingu tímans, einn sonurinn fór til Noregs og gekk þar til liðs við and- spyrnuhreyfinguna og sneri heim stríðshetja. Eða svo segir fjöl- skyldusagan. Dóttirin giftist bresk- um hermanni og fluttist til Bret- lands, dóttir hennar kom til baka og fann sér mann á bensínstöðinni í plássinu. Það var í kringum 1970 þegar allir klæddust mussum og lásu kommúnistaávarpið. Bræður tveir af næstu kynslóð fjölskyldunn- ar beijast um eina konu, söngkonu úr Tilveru, sem á dóttur með öðrum og giftist hinum. Stúlkan sú er í dag að velta fyrir sér að fara til útlanda í framhaldsnám í mannfræði en hefur náð sér í gamaldags en elskulegt eintak af manni sem vill hvergi fara og segir matinn vondan í Noregi. Framvindan er öll hin kostuleg- asta, hoppað fram og til baka í ald- arsögu fjölskyldunnar en skilmerki- lega þó og greinilegt að þeir þremenningar hafa náð góðum tök- um á frásagnaraðferðinni sem beitt er. Þeir hafa líka skemmtilega til- finningu gagnvart leikhúsi og hika ekki við að henda persónunum í söng, einsöng, dúett eða hópsöng þegar síst skyldi; jafnvel þegar bræðurnir ætla að berjast þá syngja þeir sig í gegnum átökin. Þannig fær sýningin á sig yfirbragð hins al- þýðlega gamanleiks, revíu og söng- leiks allt í senn án þess að vera beinlínis nokkuð af þessu. Sterkustu hliðar höfundanna eru fólgnar í skýrum persónum, skondnum til- svörum og ólíkindalegum forsend- um að atburðum þó allt geti þetta staðist og stenst þegar nánar er skoðað. Veikasti hlekkur verksins eru hinir alvarlegu samtalskaflar þar sem persónurnar gera kröfur um að vera teknar tilfinningalega alvarlega. Þá verða þær hálfhjákát- legar, líklega fremur af samhenginu en því að þeim sé ekki fullkomin al- vara. En þetta eru hreinir smámun- ir hjá því að sýningin er firna- skemmtileg og leikhópurinn kemur jafnsterkur út, þótt þar séu byrj- endur að stíga sín fyrstu skref í bland við nokkra reyndustu leikara leikfélagsins. Sérstaklega var gam- an að heyra hversu vel söngurinn var æfður og hópsöngsatriðin voru með því skemmtilegasta í sýning- unni. Einsöngsatriði voru misgóð eins og gengur, aldrei slæm og sum verulega góð. Það er satt að segja nánast ótrú- legt hversu mikilli breidd í leikara- vali Húsvíkingar hafa á að skipa. Leikhópurinn er stór, vel á annan tug, og aldursbreiddin er frá rétt um tvítugt og vel yfir sjötugt. Ald- ursforseti sýningarinnar, Svavar Jónsson, var sérlega skemmtilegur í hlutverki langafans og hassreyk- ingaatriðið var með þeim fyndnari. Eina athugasemd við það vil ég þó gera. Það er útjöskuð klisja - ef ekki uppspuni frá rótum - að hass- reykingar hafi aðallega verið í tísku á öndverðum 8. áratugnum. Því miður eru þær enn frekar í tísku nú en þá og slæmt að festa þá hug- mynd í sessi að fyrirbærið tilheyri fortíðinni. Allur leikhópuirinn á jafnt hrós skilið en en þó vil ég nefna að Mar- gréti Sverrisdóttur tókst vel upp í söngatriðunum og reyndar var allur kaflinn frá hippatímanum sérlega London. Morgunbladid. BARNASKÓLI á vegum brezku kirkjunnar í Chatham í Kent hefur gert bækur JK Rowlings um Harry Potter útlægar úr bókasafninu af þvíþær fjalla um galdra og galdramenn með hætti sem stang- ast ú við Biblí- una. Fjölmiðlar hafa eftir Carol Rookwood skóla- stjóra að sú já- kvæða og vinalega mynd, sem dregin sé upp í bókunum af galdra- mönnum, árum og púkum sé hættuleg, þar sem Biblían kenni að þessi illu öfl séu mitt á meðal okk- ar, sterk og hættuleg og andstyggð öllum trúuðum mönnum. Nemend- ur skólans munu eiga þess kost að fjalla um bækurnar um Harry Potter í sérstökum trúfræðitímum. Rookwood viðurkenndi í samtölum við fjölmiðla, að Hobbitinn eftir JRR Tolkien væri þóknanleg bók. í Bandaríkjunum hafa spunnizt umræður um „hin myrku öfl“ í sög- unum um Harry Potter og m.a. setti foreldrafélag í Suður- Karolínuríki fram kröfur um að bækurnar yrðu fjarlægðar úr skól- um. Bækumar um Harry Potter hafa farið mikla sigurför um heiminn; eintökin orðin 30 milljónir, og hann hefur fært höfundi sinum frægð, verðlaun og fé. Fyrsta bók- in um Harry Potter kom út á ís- lenzku hjá bókaútgáfunni Bjarti fyrir síðustu jól og stefnt er að út- gáfu tveggja bóka á þessu ári. JK Rowling situr nú við að skrifa fjórðu bókina, en hún hefur sagt að bækurnar um Harry Potter verði sjö talsins. Warner Brothers hafa keypt kvikmyndaréttinn að Harry Potter og hefjast tökur í sumar. Þá hefur fyrirtækið einnig keypt annan rétt tengdan stráknum og standa nú yf- ir samningaviðræður við fyrirtæki um framleiðslu á alls kyns Harry Potter leikföngum, sem verða þá væntanlega galdrastafir og þess háttar dót. vel heppnaður. Nafnarnir Sigurður Hallmarsson og Sigurður Illugason stóðu vel fyrir sínu og Illugason sýndi kröftugan leik og hafði bráð- skemmtilegt vald á kómískum tíma- setningum. Af bróðurnum Stefáni stafaði veruleg ógn í meðförum Þor- steins Pálmasonar og má ætla að þar hafi leikfélaginu bæst góður liðsauki. Leikstjórinn Oddur Bjarni hefur gott auga fyrir möguleikum hins spaugilega í texta og útfærir hug- myndir sínar ágætlega. Hópatriðin voru vel af hendi leyst og greinilegt að hann hefur lagt sig fram við að gæða þau lífi. Skiptingar á milli at- riði hefðu þó mátt ganga lipurlegar fyrir sig og verða ávallt að hugsast sem hluti af sýningunni. Fyrir kom að leikarar voru „dottnir úr kar- akter“ áður en þeir voru horfnir af sviðinu. Leikmyndin þjónaði sýningunni ágætlega en fremur lítið þótti mér til um litasamsetningu hennar. Ein- kennilega hlutlaus þar sem tæki- færið var augljóst til að skapa verk- inu fjörlegri og „leikhúslegri“ umgjörð. Staðsetning hljómsveitar- innar orkaði tvímælis þar sem hún var ætíð sjáanleg en hljóðfæraleik- ararnir alls ekki þátttakendur í sýn- ingunni hvorki í búningum né lát- bragði. Þessar aðfinnslur skyldi þó frem- ur líta á sem ábendingar um hvern- ig gera hefði mátt þessa ágætu sýn- ingu enn betri og vafalaust munu Húsvíkingar og nærsveitamenn flykkjast í leikhúsið á næstu vikum. Það er vel þess virði. Hávar Sigurjónsson J.K. Rowling
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.