Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 43 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Arvakurhf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MIKILVÆG STEFNUBRE YTIN G VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hefur boðað mikilvæga stefnubreytingu vegna áforma um stórvirkj- un og álver á Austurlandi. í viðtali við Morgunblaðið í gær skýrði iðnaðarráðherra frá því, að í stað Fljótsdalsvirkjunar yrði nú stefnt á Kárahnúkavirkjun til þess að tryggja raforku fyrir stærra álver á Reyðarfirði en aðallega hefur verið rætt um. Lykilatriði í þessum nýju áformum er að Kárahnúka- virkjun fer í hið svokallaða lögformlega umhverfismat í sam- ræmi við lögin frá 1993. Deilurnar um Fljótsdalsvirkjun hafa fyrst og fremst staðið um þá ákvörðun ríkisstjórnar og Al- þingis að ráðast í þá virkjun án þess að fram fari lögformlegt umhverfismat á fyrirhuguðum virkjunarframkvæmdum en sú afstaða hefur byggzt á bráðabirgðaákvæði í lögunum frá 1993. Morgunblaðið hefur barizt fyrir því, að Fljótsdalsvirkjun færi í umhverfismat þrátt fyrir þetta bráðabirgðaákvæði á þeirri forsendu, að breytt viðhorf í umhverfis- og náttúru- verndarmálum hafi komið til sögunnar frá því að Landsvirkj- un fékk leyfi til þess að hefja framkvæmdir við Fljótsdals- virkjun. Tilefni þessarar stefnubreytingar ríkisstjórnarinnar er vilji væntanlegra fjárfesta til þess að kanna hagkvæmni stærra álvers en aðallega hefur verið rætt til þessa en fjár- festarnir vilja ræða byggingu 240 þúsund tonna álvers, sem síðan yrði stækkað í 360 þúsund tonn. Jafnframt hefur komið fram, að Norsk Hydro gæti hugsað sér að eiga allt að 40% í slíku álveri en hingað til hafa þeir viljað takmarka eignaraðild sína mjög. Morgunblaðið fagnar þessari stefnubreytingu ríkisstjórn- arinnar. Með henni er tryggt að mat fer fram á áhrifum nýrr- ar virkjunar á Austurlandi á náttúruna og umhverfið í sam- ræmi við þau lög, sem Alþingi hefur sett. Þau lög marka þær leikreglur, sem ber að fylgja í samfélagi okkar. Verði niður- staða umhverfismatsins jákvæð eru til staðar forsendur fyrir því að byggja virkjunina út frá sjónarmiðum umhverfis- og náttúruverndar. Verði niðurstaða matsins neikvæð eru þær forsendur ekki fyrir hendi. Slíkri niðurstöðu, á hvorn veg sem hún kann að verða, hljóta menn að hlíta. Jafnframt er ljóst að með svo mikilli þátttöku Norsk Hydro er áhætta væntanlegra íslenzkra fjárfesta ekki eins mikil og ella og það er líka skref í rétta átt miðað við þær umræður, sem fram hafa farið. Með þeim hugmyndum, sem Valgerður Sverrisdóttir hefur kynnt eru umræður um byggingu stórvirkjunar og álvers á Austurlandi komnar í alveg nýjan farveg. Það er fagnaðarefni og mun stuðla að meiri sátt í samfélaginu. Það sem skiptir máli er að farið sé að settum leikreglum og með því að setja áform um Kárahnúkavirkjun í lögformlegt umhverfismat er það gert. SAMRUNIÍSLANDS- BANKA OG FBA ÞÆR viðræður, sem nú standa yflr um sameiningu íslands- banka og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hafa að vonum vakið mikla athygli. Hingað til hefur athyglin beinzt að hugsan- legum samruna Landsbanka og íslandsbanka. Ljóst er að for- ystumenn íslandsbanka hafa ekki verið tilbúnir til þess að bíða eftir ákvörðunum stjómvalda í þeim efnum og í stað þess horft til annarra átta. Augljós rök eru fyrir því að hagkvæmt sé að sameina Islands- banka og FBA, þótt þau rök séu annars eðlis en rökin fyrir sam- einingu Landsbanka og Islandsbanka. Með sameiningu íslandsbanka og FBA verður til mjög öflugt fjármálafyrirtæki, hið stærsta á íslandi. Hið sameinaða fyrirtæki hefur möguleika á að fá hagkvæmari lánakjör í útlöndum, jafn- framt því að veita stómm fyrirtækjum á íslandi betri þjónustu. Að auki er margvísleg önnur hagkvæmni í sameiningu þessara banka. Þess vegna verður að ætla, að þær viðræður, sem nú standa yfír, leiði til jákvæðrar niðurstöðu. Jafnljóst er að sameining bankanna tveggja setur Landsbanka íslands og Búnaðarbanka Islands í erfíða stöðu. Hugmyndir um sameiningu þeirra tveggja hafa lengi verið til staðar og möguleik- ar á hagræðingu í rekstri þeirra augljósir. Hins vegar má velta því fyrir sér, hvort sameining þeirra á meðan ríkið er meirihluta- eigandi að báðum bönkunum verður á of pólitískum forsendum. Alla vega má færa rök fyrir því að skynsamlegt geti verið að einkavæða bankana að fullu og láta síðan einkavædda banka um að finna sér farveg í hinu nýja fjármálaumhverfi á Islandi. En hvað sem því líður er ljóst, að íslandsbanki og FBA hafa leikið óvæntum leik á taflborði fjármálafyrirtækjanna og það verður ekki auðvelt íyrir aðra þátttakendur að fínna sannfærandi mótleik. Forsætisráðherra líst vel á viðræður um sameiningu FBA og Islandsbanka Sameining ríkisbank- anna skoðuð rækilega Bankaráð Landsbankans hefur lýst eindregnum áhuga á samruna Lands- bankans og Búnaðar- bankans í kjölfar tilkynn- ingar um sameiningar- viðræður Islandsbanka og FBA. Davíð Qddsson forsætisráðherra segir að sameining Lands- banka og Búnaðarbanka verði skoðuð rækilega. DAVIÐ Oddssyni forsætis- ráðherra líst vel á þær við- ræður sem standa yfir um hugsanlega sameiningu FBA og íslandsbanka. Hann segir jafnframt að ríkisstjómin muni skoða rækilega hvort ekki sé rétt að sameina Landsbankann og Búnaðarbankann. „Mér líst ágætlega á þessar viðræð- ur og held að þetta geti orðið mjög at- hyglisverð sameining, ef hún á sér stað, og jafnvel tiltölulega aðgengileg," sagði Davíð um viðræður stjómenda FBA og íslandsbanka. „Þar með yrði til mjög stór og öflugur einkabanki. Eg tel að þetta geti því verið mjög jákvætt ef vel tekst til og hluthafar beggja verða ánægðir með samninga,“ sagði hann. Davíð sagðist aðspurður vera þeirr- ar skoðunar að hagræðing og samlegð- aráhrif af sameiningu íslandsbanka og FBA yrðu ekki mjög mikil í saman- burði við sameiningu banka sem em í hefðbundnum og svipuðum rekstri. SAMANBURÐUR BANKANNA L "Sé; Eignir Eigið fé Hagnaður Arðsemi 31.12.99 31.12.99 1999 eiginfjár m.kr. m.kr. m.kr. 1999 Hlutafé Nafnverð m.kr. Gengi 29.3.00 Markaös- virði 29.3.00 Markaðs- Gengi virði 30.3.00 30.3.00 FBA 92.338 9.331 1.206 13,6% 6.800 4,72 32.096 5,09 34.612 íslandsbanki 134.038 9.141 1.752 26,4% 3.877 7,85 30.438 8,80 34.122 Búnaðarbankí 117.659 7.072 1.221 20,0% 4.100 5,55 22.755 5,60 22.960 Landsbanki 193.095 11.391 1.520 15,6% 6.500 4,70 30.550 4,70 30.550 „Engu að síður held ég, eins og við- skiptalffið hefur þróast, að sé kostur að hafa mjög öflugan banka, sem getur tekist á við erfið verkefni og þá jafnvel fengið hagstæðari lánakjör á erlendum mörkuðum fyrir vikið vegna stærðar sinnar," sagði Davíð. Má ekki kenna neinu um Davíð var spurður hvort stjómvöld myndu í framhaldi af þessum fregnum snúa sér að sameiningu Landsbankans og Búnaðarbankans og sagðist hann telja að sá kostur lægi einna beinast við. „Ég geri ráð fyrir að á meðan við eram stærsti aðilinn í Landsbanka og Búnaðarbanka, hljótum við að skoða mjög rældlega hvort ekki eigi að sam- eina þá banka. Ég tel eðlilegt að við fór- um að athuga þau skref,“ sagði hann. Davíð sagðist jafnframt telja heppi- legast að þetta yrði gert tiltölulega fljótlega tii að tryggja stöðu þessara banka. Davíð var ennfremur spurður hvort viðræður íslandsbanka og FBA væra ekki til vitnis um að stjómvöld hefðu verið svifasein í ákvörðunum um upp- stokkun og sameiningu í bankakerfinu. „Það held ég ekki,“ svaraði hann. „Það þarf að huga að mörgum hlutum. Þetta er hins vegar miklu einfaldari samein- ing sem þama ásér stað, ef hún gengur eftir, sem ég geri fastlega ráð fyrir og ég held að það megi ekki kenna neinu um það.“ Forsætisráðherra var einnig spurð- ur hvort hann væri þeirrar skoðunar að sú leið hefði verið ófær að sameina Is- landsbanka og Landsbanka vegna ák- væða í samkeppnislögum, eins og við- skiptaráðherra hefur haldið fram. „Því hafði alls ekki verið hafnað en hins vegar vildu menn skoða það ræki- lega hvort það væra einhverjir annm- arkar á því. Það var hins vegar kannski ekki á þeim hraða sem íslandsbanka- mönnum hentaði. Ég held að það sé ekki hægt að kenna því um, enda tel ég ekki ástæðu til að kenna einu eða neinu um. Þetta er atburðarás sem á sér stað og ég held að þó hún komi mönnum kannski frekar á óvart þá sé hún frekar jákvæð," sagði Davíð Oddsson. Valur Valsson bankastjóri íslandsbanka Samlegðaráhrif kæmu fyrst og fremst fram á tekjuhlið VALUR Valsson, bankastjóri íslands- banka, segir að samlegðaráhrif af hugsanlegri sameiningu Islandsbanka og FBA komi fram bæði á kostnaðar- og tekjuhlið, en fyrst og fremst á tekjuhlið. Samlegðaráhrif af samein- ingu viðskiptabanka hafa frekar verið talin koma fram á kostnaðarhlið. Val- ur telur leyfi FBA til viðskiptabanka- starfsemi fremur auðvelda sameining- arviðræður en hitt. Valur segir að í umræðu um það hagræði, sem skapast gæti af samein- ingu íslenskra banka, hafi ekki verið gert ráð fyrir þeim möguleika að Is- landsbanki og FBA myndu sameinast. „Þetta er allt annars konar sameining en sameining tveggja viðskiptabanka. Áhrifin verða með öðram hætti en engar aðrar viðræður era í gangi og því höfum við engar viðmiðanir í þeim efnum,“ segir Valur. Aðspurður segir hann tilganginn með sameiningarviðræðunum að mynda samkeppnishæft fyrirtæki sem geti keppt við alþjóðlegar að- stæður. „FBA er mjög góður banki og við teljum það leiða til styrkingar beggja íyrirtækja að vinna sarnan," segir Valur. Sameinað fyrirtæki verð- ur hið stærsta á VÞI, að markaðsverð- mæti yfir 60 milljarðar. „Fyrirtæki af þessari stærð hefur afl til að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni." segir Valur. Hann segir aðdragandann að við- ræðum forsvarsmanna bankanna skamman. „Svona viðræður byrja með því að menn hittast til að fara yfir stöðu mála og svo fæðast hugmyndir." Þegar viðræður bankastjóranna leiddu til þess að fleiri þyrftu að koma að, hefði tilkynning verið send til VÞÍ. Valur segir að góður andi hafi verið í viðræðunum, niðurstaðna af þeim er að vænta innan fárra daga og að sögn Vals er áætlað að vinna hratt. Gengi hlutabréfa beggja bankanna hækkaði verulega í gær og Valur segir það ekki koma á óvart að fjárfestar telji hugs- anlega sameiningu góð tíðindi. Hann segir of snemmt að ræða eignarhald og fyrirkomulag á samein- uðu fyrirtæki. „Við nálgumst þessar viðræður út frá því að þetta sé á jöfn- um granni gert vegna þess að mark- aðsverðmæti fyrirtækjanna er svip- að.“ Nákvæmt skiptihlutfall hefur ekki verið ákveðið fremur en annað, að sögn Vals. Hann segir ótímabært að ræða hugsanlega markaðshlutdeild sameinaðs banka en telur að hann hefði ekki yfirburðamarkaðshlutdeild á neinum sviðum. Það kæmi honum ennfremur á óvart ef sameiningin skapaði erfiðleika gagnvart sam- keppnisyfirvöldum. ff ■ & * BU; -ll 't ?s& f IL'* 4 ^ - - xmrnm ísw mmM Valgerður Sverrisdóttir HaUddr J. Kristjánsson Stefán Pálsson Steingrímur J. Sigfásson Sverrir Hermannsson Bjarni Ármannsson forstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulífsins Hagkvæmt á alþjóðlegan mælikvarða BJARNI Armannsson, forstjóri Fjár- festingarbanka atvinnulífsins, segir samrana FBA og íslandsbanka fyrst og fremst hugsaðan til að auka tekjur sameinaðs banka. Hann segir að sé lit- ið til rekstrarkostnaðar sameinaðs fyr- irtækis yrði hann hagkvæmur á alþjóð- legan mælikvarða. „Undirrót við- ræðnanna og tilgangur er að sjá hvort hægt er að búa til fyrirtæki sem getur tekist á við þær breytingar sem era að eiga sér stað á fjármálamarkaðnum, hvort sem það er í breyttu hegðunar- mynstri almennings vegna nýrra sparnaðarleiða eða aukinna þarfa fyr- irtækja og atvinnulífs, aukinnar sérf- ræðiþekkingar þar og stækkandi ein- inga,“ segir Bjarni. „Það er ljóst að það verður um uppstokkun að ræða á fjár- málamarkaðnum og markmið hvers og eins er að reka fyrirtæki sem verður samkeppnishæf eining inn í framtíð- ina,“ segir Bjami og telur sameinað fyrirtæki Islandsbanka og FBA geta orðið slíkt fyrirtæki. „Það er mikil alvara í viðræðunum og fullur vilji til þess að þeim ljúki far- sællega,“ segir Bjarni en hann telur þann fyrirtækjabrag, sem ríkir innan Islandsbanka, samræmast FBA vel. Bjami segir of snemmt að tala um efn- isatriði samkomulagsins. Hann telur hækkun á gengi hlutabréfa bæði Islan- dsbanka og FBA gefa til kynna að markaðurinn taki fréttunum vel. FBA veitt starfsleyfí sem viðskiptabanki FBA hlaut í gær starfsleyfi sem við- skiptabanki frá viðskiptaráðuneytinu og telst bankanum því heimilt að stunda alla starfsemi sem viðskipta- bönkum er heimil. Frá sama tíma gilda lög um viðskiptabanka og sparisjóði um starfsemi FBA. Bjami segir þetta í beinu framhaldi af samþykkt aðalfund- ar FBA um að breyta samþykktum fé- lagsins. „Við eram að undirbúa sókn inn í geira eins og einkabankastarfsemi og aukin viðskipti við ákveðna hópa einstaklinga. Þetta er liður í að okkur verði gert það kleift og við eram ánægð með skjót viðbrögð ráðuneytis og fjár- málaeftirlits,“ segir Bjami. Hann segir leyfið ekkert hafa að segja fyrir hugs- anlega sameiningu við Islandsbanka. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra Gdð tíðindi fyrir fjármagns- markaðinn VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra segir að viðræður stjómenda íslandsbanka og FBA um mögulega sameiningu bankanna séu góð tíðindi fyrir fjármagnsmarkaðinn. Valgerður segist hafa fregnað fyrst af þessum viðræðum í gærmorgun þegar henni var tilkynnt að þær stæðu yfír. Einnig kom fram í máli hennar að viðskiptaráðuneytið hefði í gær veitt FBA starfsleyfi til almennrar við- skiptabankaþjónustu. Sameining fslandsbanka og Landsbanka var ófær „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það þurfi að hagræða á markaðinum og það er ákveðin hagræðing fólgin í þessu, þó hún sé kannski ekki eins mik- il eins og ýmsir aðrir kostir hefðu getað leitt af sér,“ sagði Valgerður í samtali við Morgunblaðið. „Sá kostur sem mest hafði verið í umræðunni, um samein- ingu Islandsbanka og Landsbanka, var í sjálfu sér ófær vegna samkeppnis- laga.“ Aðspurð um hvort það hafi verið orð- ið alveg Ijóst sagði Valgerður: „Já, það var svona um það bil ljóst.“ Valgerður var spurð hvort þessi tíð- indi af viðræðum FB A og Islandsbanka væra ekki tO marks um að stjómvöld hefðu verið svifasein til ákvarðana um uppstokkun og sameiningu í banka- kerfinu og misst af strætisvagninum. ,Auðvitað er það þannig að þegar ríkið á í hlut taka hlutimir lengri tíma vegna þess að það þarf að viðhafa lýð- ræðisleg vinnubrögð. Ég vil benda á hvað gerst hefði ef við hefðum gengið að tilboði íslandsbanka í Búnaðarbank- ann fyrir rúmlega hálfu öðra ári síðan en það hljóðaði upp á átta milljarða króna. í dag er Búnaðarbankinn talinn 24 milljarða króna virði. Það er a.m.k. stundum betra að taka sér tíma,“ sagði Valgerður. Aðspurð hvort hugsanlegur samrani íslandsbanka og FBA verði til þess að flýta fyrir mögulegri sameiningu Landsbankans og Búnaðarbankans, sagði Valgerður mikilvægt fyrir ríkis- valdið, sem ætti mikinn meirihluta í báðum þessum bönkum, að átta sig á því hver eigi að vera stefnan til framtíð- ar. „Ef niðurstaðan verður sú að Is- landsbanki og FBA sameinast, sem era að markaðsvirði um 60 milljarðar, og slíkur banki kemur fram á sjónarsviðið, er mikilvægt að hann fái verðugan samkeppnisaðila. Hvemig nákvæm- lega sá samkeppnisaðili verður búinn til er ég ekki tilbúin að segja til um núna en það er vonandi að það verði ekki mjög langt þangað til það verður ljóst.“ Hæpið að ætla að ná fram laga- breytingu fyrir þinglok Þegar Valgerður var beðin um nán- ari svör við því hvenær niðurstöðu yrði að vænta sagði hún að stutt væri eftir af þingtímanum og því væri hæpið að ætla að ná fram lagabreytingum á þinginuívor. „En hveitibrauðsdögunum er lokið og nú er að móta stefnuna,“ sagði hún. Aðspurð að því hvort sjálfgefið sé að þessi þróun mála leiði beinlínis til þess að farið verið að vinna að sameiningu Landsbanka og Búnaðarbankans sagði Valgerður að það væri eitt af þeim mál- um sem aldrei hefði verið útilokað og hefði í sjálfu sér alltaf verið inni í um- ræðunni líka. Stefán Pálsson bankastjóri Búnaðarbankans Fleiri hljóta að hugsa sitt ráð STEFÁN Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbanka íslands hf., segir að ef til sameiningar íslandsbanka og Fjár- festingarbanka atvinnulífsins komi sé ljóst að til verði gríðarlega öflug ein- ing á markaðinum. Stefán segist telja að þessir atburð- ir muni hafa þau áhrif að ýta undir frekari sameiningu fjármálastofnana í bankakerfinu. „Maður getur ekki lok- að augunum fyrir því að þegar svona öflug eining er komin þá hljóta fleiri að hugsa sitt ráð,“ sagði hann. Stefán var spurður hvort hann væri hlynntur sameiningu Búnaðar- bankans og Landsbankans og sagði hann að með slíkri sameiningu yrði einnig til mjög sterk eining á markað- inum. Stefán benti á að eignarhlutur rík- isins í Búnaðarbanka og Landsbanka væri 72%, „og auðvitað fara ekki við- ræður af stað nema í samráði við stærsta eigandann. Það er ekkert far- ið af stað ennþá,“ sagði hann. Aðspurður sagði Stefán að fregnir af óformlegum viðræðum bankastjóra FBA og íslandsbanka um hugsanlega sameiningu hafi ekki komið sér mjög á óvart. „Ég trúi því að það sé ein- hver aðdragandi að þessu, þó það hafi ekki farið hátt,“ sagði Stefán. Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri SPRON Veldur ekki bylt- ingu á markaðnum AÐ mati Guðmundar Haukssonar, sparissjóðsstjóra SPRON og stjómar- formanns Kaupþings, mun sameining íslandsbanka og FBA ekki valda bylt- ingu á fjármálamarkaðnum á Islandi. „Ef hluthafar beggja félaga telja þetta hagkvæmt er auðvitað sjálfsagt að þeir sameini fyrirtækin,“ segir Guð- mundur. Hann segir áhrif sameining- arinnar á sparisjóðina eða Kaupþing ekki umtalsverð. Hann segir jafnframt að sparisjóð- irnir þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða vegna væntanlegrar samein- ingar íslandsbanka og FBA. Guð- mundur segir að sparisjóðimir muni halda áfram umræðu um innbyrðis sameiningar og hlutafélagavæðingu sparisjóðanna en sameining spari- sjóða við viðskiptabanka hafi ekki ver- ið rædd. „Sparisjóðir hafa sameinast undanfarin ár og umræður um mögu- lega breytingu yfir í hlutafélagsform eða annað rekstrarform hafa staðið yf- ir og munu halda áfram en það er allt of snemmt að kveða upp úr um hvern- ig sú umræða þróast," segir Guð- mundur. Bankaráð Landsbanka íslands Við blasir samruni Landsbanka og Búnaðarbanka BANKARÁÐ Landsbanka íslands fundaði í gær og í yfirlýsingu frá bankaráðinu kemur fram að sá kostur blasi við að sameina Landsbanka og Búnaðarbanka, en veralegt hagræði muni leiða af slíkum samrana. Sam- keppni muni aukast veralega með sam- rana íslandsbanka og FBA. í yfirlýs- ingunni segir einnig að nýlegar yfirlýsingar forsvarsmanna stærri sparisjóða um hlutafjárvæðingu þeirra og hugsanlegan samruna gæti einnig skapað nýja möguleika til hagræðingar á markaði. Landsbankinn fagnar því að skriður er kominn á samrana og sameiningar- mál á íslenskum fjármálamarkaði og telur brýnt að stjómvöld greiði fyrir ákvörðunum til að stuðla að frekari hagræðingu í bankakerfinu. „Lands- bankinn sem stærsta fjármálafyrirtæki landsins mun áfram kanna allar leiðir til samstarfs og samrana á innlendum markaði," segir í yfirlýsingunni. í yfirlýsingunni er einnig vísað til nið- urstaðna athugana sérfræðinga bankans á samruna banka á Islandi og hagræð- ingu í bankakerfinu en þær hafa bent til þess að hagræðing af samrana einhverra af viðskiptabönkunum þremur geti num- ið allt að 35% af rekstrarkostnaði minni einingarinnar sem sameinuð er. Hag- kvæmni af sameiningu viðskiptabanka og fjáiíestingarbanka, eins og um ræðir í tilviki Islandsbanka og FBA er minni að því er athuganir Landsbankans hafa leitt í ljós, eða á bilinu 5-10% af rekstrar- kostnaði minni einingarinnar. í yfirlýs- ingunni kemur fram að tveir mjög áhugaverðir kostir til samruna hafi kom- ið til greina fyrir Landsbankann, annars vegar sameining við íslandsbanka, hins vegar við Búnaðarbanka., AUk eru þess- ir bankar líkir að uppbyggingu með úti- búanet um allt land og með áþekka starf- semi,“ segir í yfirlýsingunni. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að bankaráð Landsban- kans telji að sameining Búnaðarbank- ans og Landsbankans blasi við sem mjög vænlegur kostur í kjölfar þess að sameiningarviðræður standi yfir á milli FBA og Islandsbanka. „Það reynir nú hins vegar á viðhorfin í Búnaðarbank- anum og hjá stærsta hluthafa beggja bankanna," segir Halldór og að hans mati er hagsmunum hluthafa bankans best þjónað með því að kannaðar verði forsendur fyrir sameiningu Búnaðar- banka og Landsbanka. Halldór segist ekki ósáttur við gang mála, þar sem Landsbankinn fái tæki- færi til að sameinast öðram viðskipta- banka. „Og sameining tveggja við- skiptabanka er hagkvæmari kostur en t.d. sameining viðskiptabanka og fjár- festingarbanka," segir Halldór. „Ég hafði lýst því sem minni skoðun, að það væri rökrétt að taka tO athugun- ar þá kosti sem vegna stærðarhag- kvæmni skiluðu mesta hagræðinu og það var ljóst að sameining Landsbank- ans og Islandsbanka gæti verið mjög hagkvæm,“ segir Halldór. „Búnaðar- bankinn er stór eining og það munar ekki öllu um hagræðið sem fæst út úr sameiningu Landsbankans við Búnað- arbankann annars vegar eða samein- ingu við íslandsbanka hins vegar. Þetta era áþekkir kostfr og góðir báð- ir.“ Hann segir minni sparnað felast í sameiningu FBA og Islandsbanka en sameiningu Landsbankans og Búnað- arbankans. Þetta er í samræmi við yfir- lýsingu bankaráðs þar sem fram kem- ur það mat að mest hagræði skapist af sameiningu tveggja viðskiptabanka en mun minna í sameiningu viðskipta- banka og fj árfestingarbanka. * Géngi hlutabréfa Landsbankans lækkaði nokkuð fyrrihluta gærdagsins en var undir lokin óbreytt frá fyrri degi eða 4,70. Halldór segir að fjárfestar virðist hafa metið yfirlýsingu bankar- áðs Landsbanka Islands sem jákvætt útspil. Stjórnarandstaðan dæmir ekki um sameiningaráform einkabanka Eðlilegft að huga að sameiningu ríkisbankanna MARGRÉT Frímannsdóttir, tals- maður Samfylkingar, segir að henni finnist eðlilegt að einkabankar sem starfi á fjármagnsmarkaði eigi við- ræður um sameiningu og leiðir til hag- ræðingar. Um leið hljóti hins vegar ríkisstjómin að skoða vel möguleik- ana á því að sameina Búnaðarbanka og Landsbanka í einn öflugan banka. „Það er náttúrlega engin glóra í því að ríkið eigi meirihluta í og reki tvo banka á íslenskum fjármagnsmar- kaði,“ segir Margrét. Segir hún eðli- legt að ríkisstjómin sameini ríkis- bankana tvo og skoði síðan í framhaldi hvort rétt sé að selja hlutafé í bankan- um eða halda honum áfram í ríkiseigu. Er Margrét fremur jákvæð gagn- vart viðræðum Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og íslandsbanka. „Þó að við viljum hafa hér ákveðna sam- keppni þá verðum við að viðurkenna um leið að markaðurinn er tiltölulega lítffl og rúmar kannski ekki mörg stór- fyrirtæki í bankastarfsemi." Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir það ekki í sínum verkahring að dæma um hugs- anlega sameiningu íslandsbanka og FBA enda sé þar um tvo einkabanka að ræða. „Ég hef hins vegar sagt sem svo að ef ég ætti langmestan meiri- hluta í Landsbanka og Búnaðarbanka og hægt er að stórgræða fé á því að sameina þá, þá myndi ég sem eigandi gera það en ekki rétta þann ágóða yfir til íslandsbanka," segir Sverrir. Vissulega verði með sameiningu íslandsbanka og FBA til afar stór ein- ing á bankamarkaðnum en Sverrir telur ekki að menn þurfi svo mjög að óttast fákeppni þar sem erlendir bankar geti vel komið sér fyrir á markaðnum hér á landi. Hins vegar verði að gæta að því að sameining svo stórra banka valdi ekki þenslu í efna- hagslífinu. „Það er búið að einkavæða FBA og„ mér finnst þetta að mörgu leyti eðli- legri þróun heldur en ef Islandsbanki færi að renna saman við annan hvorn ríkisbankann,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs. Kveðst hann ekki sjá ástæðu til að hafa mikla skoðun á því hvað einkaaðilar á fjár- magnsmarkaði í þessu efni en minnir á að hann hafi gert miklar athuga- semdir við hugmyndir um sameiningu íslandsbanka og Landsbanka. „Og ég man að ég svaraði því til að mér þætti það að mörgu leyti eðlileg þróun að hér yrðu þrjár sæmilega öflj. ugar bankakeðjur, þar sem ein væri einkabankakeðja, önnur væri þjóð- banki eða ríkisbanki, og sú þriðja að uppistöðu til sparisjóðirnir, sem ég held að sé mikil þörf á að verði áfram öflugir til að tryggja samkeppni og fjölbrejdni í þessari þjónustu." Éinsýnt sé hins vegar að skoða þann kost að sameina ríkisbankana tvo. ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.