Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 51 árin. Við áttum það sameiginlegt að búa bæði ein með börnunum okkar og stundum, þegar einmanakenndin bankaði upp á, var svo yndislegt að geta slegið á þráðinn og spurt: „Hvernig hefur þú það?“ Síðustu tvö árin hafa að mörgu leyti verið Jóni erfið. Veturnir hafa verið venju fremur erfiðir og ýmis- legt komið upp á. Samt fannst mér hann vera farinn aftur að líta björt- um augum til framtíðarinnar. Hann var stoltur af börnunum sínum. Óli Skúli og Erla voru dugleg að líta inn til hans. Guðný komin í hjónaband og með litlu börnin sín, sem hann var svo stoltur af. Böðvar, sem búinn var að vera svo veikur, var á svo góðum batavegi og hann var svo ánægður með hvað Böðvar væri bjartsýnn og duglegur. Gunna var komin í góða vinnu og stóð sig svo vel og Þórður orðinn svo myndarlegur. Oft sagði Jón við mig: „Mundu það, Guðrún mín, að það er jafnvíst og að sólin sest að kveldi, að hún kemur aftur upp að morgni.“ Nú þegar sólin kemur upp kemur hún ekki upp á sama stað hjá mér og þér, Nonni minn. Ég trúi því að Steinunn þín hafi beðið þín á ströndinni hinum megin og nú séuð þið sameinuð á ný. Börnunum ykkar sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið Guð að hjálpa þeim að standa saman og hjálpa hvert öðru í þessum miklu raunum. Guðrún Júlíusdóttir. Með djúpum harmi kveðjum við kæran fjölskylduvin, sem verið hef- ur hluti af lífi okkar frá fyrstu tíð. Með sviplegum hætti var brottför hans gerð, við stöndum sem högg- dofa eftir. Hæglátur, ljúfur og kiminn, þann- ig mun þessi góði vinur lifa í minn- ingu okkar um ókomin ár. Einasta huggun er fyrirheit trúar um sameining þeirra er unnast, í annarri tilvist. Drottinn gefi dánum ró, hinum líkn er lifa. Systkinin Ystahvammi. Elsku vinur. Nú er „skottunum" þínum brugðið, og það mun seint renna upp fyrir okkur sú staðreynd að geta ekki skrafað um lífið og til- veruna við þig heima í Bláhvammi. Við áttum svo yndislegar stundir saman í sundlauginni þinni að spá í stjörnur og norðurljós, eða inni í eld- húsi að spá í spil og bolla. Hvað þá um fastan lið, rúgbrauðsbaksturinn. Við vorum sammála um að vinátta væri okkur mikils virði og þar varst þú gæfumaður. Ég held að við hér í Skógahlíð tölum fyrir alla í hverfinu að það sé engin leið að lýsa þeim hanni sem fólkið hefur orðið fyrir að missa þig. Við erum svo aum þegar kemur að því að veita öðrum hjálp því við erum sjálf að bresta. En elsku vinur, ef samúð okkar, vinar- þel, hugarorka og kærleikur geta létt fjölskyldunni þinni þessar þungu stundir þá erum við hér. í guðs friði, elsku Nonni okkar. Alice, Agnes og Björn. Kæri Jón. Okkur langar að þakka þér fyrir ómetanleg kynni og yndis- legar samverustundir á undanförn- um árum. t>ú varst alltaf til staðar og gafst okkur ónískur af tíma þínum, enda skipti tíminn ekki öllu máli í Bláhvammi. Þar voru önnur og mik- ilvægari gildi í hávegum höfð: ein- lægni, hjartahlýja og glettni, sem ætíð skein í gegn í öllum samræðum. Aldrei urðum við varar við að þú bærir kala til nokkurs manns, heldur virtist náungakærleikur þinn ná jafnt til allra, manna sem músa. Ógleymanlegar eru allar stundimar sem við áttum með þér yfir kaffi- drykkju og kremkexáti og urðu þá jafnvel hversdagslegustu bókmennt- ir okkur til aðhláturs og skemmtun- ar, t.d. markaskráin, lyfjahandbókin „Búkollur" og „Blýkolla". Það bera gestabækur vitni um. Við létum ekki óblítt veðurfar aftra okkur þegar förinni var heitið í Bláhvamm, enda sögðum við oft: „Ferð í Bláhvamm borgar sig“ og áttum þá ekki síst við að þaðan komum við alltaf glaðari og betri manneskjur fullar ótrúlegustu visku úr fróðleiksbrunni þínum sem virtist ótæmandi. Glöggt mátti sjá að vinsældir þínar voru miklar því gestagangur var stöðugur og skipti þá aldur og búseta engu máli því margir komu um langan veg til að njóta samvista við þig í afslöppuðu andrúmslofti sveitarinnar. Við telj- um okkur ríkari eftir kynni okkar af þér. Skarð þitt verður seint fyllt, jafnvel aldrei. Börnum þínum og öðrum aðstan- dendum sendum við samúðarkveðj- ur. „Góðum manni getur ekkert grandað, hvorki lífs né liðnum.“ (Sókrates.) Ingunn, Selma, Ingveldur og Sigríður. „Undir bláhimni" kemur í hug minn er ég minnist fyrrverandi sveitunga, frænda og vinar, Jóns Frímanns í Bláhvammi. Af mörgu er að taka, mörg voru símtölin sem við áttum eftir að ég flutti á mölina og aldrei kom ég svo norður í mína heimabyggð að ég kæmi ekki í Blá- hvamm. Margir voru kaffibollarnir sem úr var drukkið og rædd voru heimsmálin stór og smá enda leystar margar þrautir í gleði og sorg, fram- tíð var íhuguð og tunglið óð í skýjum. Seinast sá ég þig er ég fór norður í haust og voru þá annir miklar hjá ykkur bændunum. Var þá gott að slaka á í sundlauginni hjá þér á kvöldin eftir erilsama daga. Stjömu- bjart var og norðurljósin dönsuðu, karlsvagninn á sínum stað ásamt sjöstirni og fjósakonum á himni og er ég kvaddi þig brostirðu eins og þér einum var lagið. Skepnuvinur varstu og voru kind- ur í þínu uppáhaldi enda áttirðu fal- legt fé, fjárglöggur og markglöggur og var landsmarkaskráin þín önnur Biblía. Öðru má ég ekki gleyma en það er að aldrei nefndirðu tvær ær sama nafni öll þín búskaparár og átt- ir þú orðið mjög stór æmafnasafn. Réttirnar vom þín önnur jól og minnist ég sérstaklega einnar ferðar er við vomm samferða yfir Reykja- heiði í réttir í Kelduhverfi ásamt fleiri bændum. Áð var sunnanvert við svonefndan Áfanga til að hressa uppá sálina og fá sér frískt fjallaloft til að fylla lungun. Þar settumst við niður á móabarð og ræddum málin. Upp frá því urðum við sálufélagar og hughreystum hvort annað er storm- ur lék um byggðir. Guðhiðytra,Guðímér, ég efa ei tilvist þína hér hvar sem ég lít og áður leit ásjónu Guðs ég sé og veit að ég er miðill augna þinna. Svo í uppskeru ára minna sáðmaður sjálfur fræ Guðs í mér sjálf Guðs að verða, eign hans er. (Höf.ók.) Ég votta ástvinum þínum dýpstu samúð. Sigurveig Buch. Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. + Örn Ingólfsson fæddist á Seyðis- firði 7. september 1930. Hann lést 17. mars siðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 24. mars. Ég var að keyra heim til mín eftir vinnu hinn 17. mars þegar pabbi minn hringir í mig í farsímann. Það hefur alltaf verið gam- an að fá símtal frá hon- um. Því það er alltaf eitthvað skemmtilegt og jákvætt sem þau símtöl innihalda. Nei, nú var það sko ekki á þann veg farið: Siggi minn, ég vildi láta þig vita að Eddi bróðir var að deyja í dag. Og sagði mér nán- ar um þann atburð. Ég hlustaði og gat lítið sagt á móti. Eg fór beint heim til pabba og mömmu þar sem við sátum og vorum agndofa því við vorum ekki búin að átta okkur á þessari staðreynd. Eddi frændi, sem ég hef alla mína ævi fundist sjálfsögð persóna í tilverunni, var bara allt í einu farinn. Ég man eftir því þegar ég átti heima á Sauðárkróki, þá var von á ömmu minni, Sigríði Ámadóttur, ásamt Edda og Gerðu. Ég man að ég var alltaf spenntur þegar von var á þeim. Þá var ég 5-6 ára gamall. Og það var þannig að þegar þau komu fór ég sennilega í minn fyrsta veiði- túr. Því að þegar Eddi frændi var að ferðast mátti ekki vanta eitthvað vatn eða á þar sem var hægt að fara í veiði. Þegar ég flutti svo í Kópavoginn, ári seinna, þá fór ég oft með pabba mínum í heimsókn í prentsmiðjuna hans Edda frænda, þar sem vakti mestan áhuga minn fluguhnýtinga- græjumar sem vom þar í einu hom- inu. Þar var afi minn, Ingólfur, oft að hnýta flugur. Enda vora hjá þeim feðgum veiðitúrar, og allt sem sner- ist í kringum það, þeirra hjartans mál. Þetta var þeim í blóð borið því að ég fór margsinnis með pabba mín- um í veiðitúra þar sem ég lærði und- irstöðuatriðin við að veiða lax. Enda hef ég ekki veitt lax nema á flugu, sem þykir toppurinn á laxveiðinni, held ég. Ég hef að vísu veitt mjög fáa laxa. Þegar ég var 9 ára fór ég ásamt vini mínum í göngutúr í fjöranni í Kópavogi sem endaði í Hafnarfirði. Þá ákváðum við að það væri vænleg- ast að heimækja Edda og Gerðu, frændfólkið mitt í Hafnarfirði, sem ég var alltaf svo stoltur af. Það var eins og við manninn mælt að þegar við komum þangað var strax farið að elda ofan í okkur beikon og egg, við voram nefnilega orðnir ansi svangir eftir þetta mikla ferðalag. Yið gerð- um okkur ekki grein fyrir því að við voram að valda fjölskyldum okkar áhyggjum með þessu athæfi. Þegar þessum höfðinglegu og skemmtilegu móttökum var lokið var Nonni frændi látinn keyra okkur heim á bronco-jeppanum, hann var nýkom- inn með bílpróf þá. Og vinur minn talaði um það hvað þetta hefðu verið frábærar móttökur. í okkar barns- lega sakleysi töluðum við oft um að við ættum að endurtaka þetta ferða- lag því það væri svo gott að geta end- að ferðina hjá Edda og Gerðu. Svo líða árin og alltaf eru sam- skipti mín við þau hjónin á þeim nót- um sem ofan er skrifað, þó að oft hafi verið rætt um það að það þyrfti að vera tíðari samgangur og hefði ég viljað það. Það var alltaf þannig að það var hægt að leita til Edda og Gerðu eftir aðstoð og ekki lágu þau á því að veita hana. Svo undir það síðasta voram við Eddi farnir að hittast oftar vegna þess að hann var farinn að prenta fyrir vinnustaðinn minn, Geðhjálp. Hann kom nefnilega alltaf til okkar í heimsókn með prufur og það sem lýt- ur að verkefnum. Þá var það segin saga að hann gaf sér alltaf tíma til að spjalla við okkur þar, um daginn og veginn. Það sem við urðum strax vör við var að hann vissi gríðarlega mikið um sögu hússins sem við hjá Geðhjálp eignuð- umst að Túngötu 7 fyrir rúmu ári. Það var nefnilega þannig að Eddi var hafsjór af fróðleik um fyrri tíma íslandssögunnar og þá sérstaklega í kringum stríðsárin. Samstarfs- fólk mitt hjá Geðhjálp varð felmtri slegið þeg- ar það frétti um fráfall Edda enda var talað um það hversu þægilegur maður hann væri. Og gott að eiga viðskipti við hann og hans fyrirtæki. Ennþá semsagt get ég borið höf- uðið hátt vegna þess að ég á gott frændfólk í Hafnarfirði. í þessum anda minnist ég Edda frænda míns og eins og glöggt má sjá fór þar um höfðingi og mikilmenni, og það mikilvægasta, „góður dreng- ur“. Ég, bömin mín og samstarfsfólk, viljum votta ættingjum, Gerðu og fjölskyldu innilegar samúðarósldr. Sigurður Arni Gunnarsson. Elsku bróðir minn, nú ertu dáinn. Það er svo ótrúlegt að þú sért ekki lengur hjá okkur, ótrúlegt að það er enginn Eddi brós sem kemur og hringir þrisvar sinnum á dyrabjöll- una og segir svo hæ, hæ og kyssir mig lauslega á kinnina um leið og hann gengur inn hröðum skrefum inní eldhús, opnar ísskápinn og spyr ,Áttu ekki rúgbrauð og kæfu? Mamma átti alltaf rúgbrauð og kæfu handa mér.“ Vanalega var þetta það fyrsta sem gerðist eftir að ég kom heim frá Bandaríkjunum, þar sem ég bý. Hann settist síðan niður og talaði um allt milli himins og jarðar. Svo spurði hann mig spjöranum úr, hvemig stelpumar hefðu það (dætur mínar) og Siggi, maðurinn minn. Eddi hafði brennandi áhuga á öllu sem var að gerast, hvort sem það var hjá mér og fjölskyldunni eða annars staðar í heiminum. Ég man eftir því að þegar að dætur mínar vora yngri þá kom Eddi frændi alltaf út á flug- völl að ná í okkur. Hann var afskap- lega bamgóður og vildi allt fyrir frænkur sínar gera. Eddi og Gerða mágkona keyrðu okkur oft til Þing- valla og Hveragerðis og var mjög gaman að heyra hann segja frá öllu sem fyrir augu bar. Var hann manna fróðastur um alla helstu sögustaði landsins. Til dæmis sýndi hann okkur hvar kvikmyndin „Síðasti bærinn í dalnum“ var tekin og var ævintýra- ljómi yfir frásögn hans um tröllin sem urðu að steini við sólarapprás. Hann var mjög músíkalskur og hafði mjög gaman af að spila á gítar og syngja. Þegar hann var 16 ára gamall keypti hann sér gítar og lærði að spila. Þegar hann kom með gítar- inn heim þá vildum við Gunnar bróðir líka fá að spila á gítarinn. Okkur var þá sagt að við fengjum ekki að snerta á honum nema við lærðum gripin. Mig minnir að fyrsta lagið sem ég lærði hafi verið „Komdu og skoðaðu í kistuna mín.“ Það var oft gaman hjá okkur systkinunum þegar við hitt- umst héma heima og var þá stundum dreginn fram gítarinn og sungið og spilað. Allar þessar góðu minningar koma upp í huga mér þegar ég hugsa til þín, elsku brósi minn, „frumburður- inn“ eins og ég kallaði þig stundum. 'T Hluti af mínu lífi fer með þér, þú hafðir jú þekkt mig lengst af þeim sem eftir lifðu í fjölskyldunni. Siggi, maðurinn minn, var farinn að hlakka til þess að koma heim til Islands í sumar og fara með þér í einhveija ána. Þú tókst hann einu sinni með þér og gleymir hann því aldrei hvað þú varst natinn við að kenna honum að ná „þeim stóra“. Nú þegar þú ert farinn frá okkur þá langar mig til þess að þakka þér fyrir allt það góða sem þú gafst okkur á lífsleiðinni. Guð faðir varðveiti þig og gefi þér frið, ró og hamingju. Elsku Gerða, Nonni, Ingólfur, Anna Vala og þið öll, guð gefi ykkur styrk og frið í hjarta á þessari erfiðu stundu. Þín systir Valgerður. Föstudaginn 17. mars tilkynnti faðir minn mér að Eddi bróður sinn væri látinn. Eddi frændi dáinn! Eitt- hvað sem ég átti ekki von á að heyra þann daginn. Það er svo stutt síðan við voram úti að borða á Grand hótel á afmæli systur minnar. Þar söng og spilaði faðir minn sína rómantísku tónlist fyrir okkur, matargesti og ég tala nú ’ ekki um Edda bróður sinn, þetta vora jú allt uppáhalds lögin hans Edda frænda. Það var gaman að fylgjast með þér hvemig þú horfðir með aðdáun á litla bróður syngja og leika af fingram fram, tónlistin var svo stór þáttur í þínu lífi og mikill bróðurkærleikur á milli þín og pabba. Það var svo gaman hjá okkur og við töluðum saman um allt milli himins jarðar, en þó einna mest um það hvað fjölskyldumar hittust sjald- an og að við ættum að stefna að því að slá upp einhverskonar ættarmóti á Merkurgötunni. Ég kom oft í heimsókn til þín í prentsmiðjuna með pabba og hafði gaman af. Þú sýndir mér öll tækin og tólin í smiðjunni og sérstaklega var ég spenntur fyrir skurðarhnífnum ógurlega. Þú kenndir mér réttu handbrögðin á skurðarhnífinn svo ég gæti skorið niður afgangs renninga og búið til skissu- og minnisblöð sem ég mátti eiga og fara með heim. Ég man eftir því þegar ég var 12 ára, þá fóram við saman í sumarbústað, ég, mamma, pabbi, þú og Gerða og vina- fólk ykkar. Ég var að dást að Malibu bílnum þínum, 8 cylindra eðalsport- vagni. Þú fórst með mig að bílnum og sagðir mér að setjast í bílstjórasætið, réttir mér lyklana og sagðir að ég mætti keyra aðeins um svæðið. Þessu gleymir strákpjakkurinn aldrei og ekki heldur veiðiferðunum sem við fóram saman, ég, þú og pabbi. Þegar ég fékk bílprófið og fyrsta bílinn minn, var alltaf hægt að stóla á Edda frænda ef bíllinn klikkaði. Það var þá minnsta mál að fá bílskúrinn uppi í prentsmiðju lánaðan. Er ég hugsa til þín sé ég glaðbeitt andlit þitt og dugmikinn mann sem vildi allt fyrir alla gera og gott betur. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig, kæri frændi, og þakka þér fyrir allt saman. Elsku Gerða og fjölskylda, megi Guð vera með ykkur og styrkja um ókomna tíð. Amar Freyr. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR SIGURÐSSON, Kópavogsbraut 1A, Kópavogi, lést á Landspítalanum, Fossvogi, miðviku- daginn 29. mars sl. Mikael Ragnarsson, Emil Ragnarsson, Bima Bergsdóttir, Gunnlaug Hanna Ragnarsdóttir, Gísli Guðjónsson, Brynja Ragnarsdóttir, Ragna Kristín Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ÖRN INGÓLFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.