Morgunblaðið - 31.03.2000, Page 70

Morgunblaðið - 31.03.2000, Page 70
MORGUNBLAÐIÐ 70 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 Dýraglens BREF TTL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hundalíf Ljóska Handknattleikur, hvað er til ráða? Frá Sigurði Sigurðarsyni: SIGMUNDUR Ó. Steinarsson skrif- aði í Morgunblaðið miðvikudaginn 29. mars og kvartaði sáran yflr þeirri hugmynd handknattleiksmanna að færa 2. deildarliðin í karlaflokki upp um deild og hafa eina deild með 16 lið- um. Svo hefst skrípaleikur hans að tölum. Hann telur upp leiki í hand- knattleik eftir þessa breytingu, 1. deild kvenna í handbolta og úrvals- deild karla og kvenna í körfubolta og leggur saman alla leiki í þessum deildum og fær út 522 leiki. Hann ber þetta saman við 1. deild í knattspyrnu og bendir á að þetta jafngildi 6 Is- landsmótum í knattspymu. Hann miðar þá væntanlega við 90 leiki í 10 liða deild en 90 * 6 eru 540 leikir. Sig- mundur, hvar eru konurnar núna? Af hverju leggur þú ekki kvennaboltann við? Hefði ekki verið betra að miða þetta við jafnmargar íþróttagreinar og í báðum kynjum? Er eðlilegt að bera vetraríþróttir sem stundaðar eru og keppt er í 9 mánuði ársins við íþrótt sem er í fullum gangi 4-5 mán- uði? Hverslags fréttamennska er þetta? Ég er aftur á móti sammála Sig- mundi um að það sé ekki rétt að steypa öllum meistaraflokksliðum karla saman í eina deild. Það eru breyttir tímar núna og fjöldi íþrótta- húsa með löglegan handknattleiksvöll er meiri en nokkum tíma áður. H.S.I. á að sjálfsögðu að blása til sóknar og nýta þessi hús. Hvemig væri t.d. að koma upp svæðaskiptri annarri deild haustið 2001? Austurland og Vestur- land hafa ekki riðið feitum hesti frá handknattleik í gegnum tíðina en með svæðaskiptingu og auknum fjölda liða hafa nemendur grunnskóla markmið til að stefna á. Það er ansi hæpið að Homafjörður myndi taka þátt í 1. deild karla á sínu fyrsta ári í deild. Það vex eflaust einhverjum í augum að takast á við landsliðsmenn í fyrsta opinbera leik sínum. Að vísu er nú lag þar sem handknattleikurinn í 1. deild virðist á afar lágu plani og verður brátt bannaður með lögum enda flokkast hann meira og meira undir box. Handknattleikur kvenna er hins vegar á góðu róli en það er sama vandamál þar með útbreiðslu! Handboltinn sem þær eru að sýna landsmönnum er á hærra plani en hjá körlunum og það var gott framtak hjá Rafiðnaðarsambandinu að styrkja þær þó svo að það megi alltaf deila um hversu rétt það er hjá verkalýðs- félagi að gera slíkt. Ég tel að handknattleiksforystan eigi að vakna af væmm blundi, íþróttahúsin em til staðar en það vantar neistann og hann verður að koma frá forystu íþróttarinnar. Það þýðir ekkert að ætla að leggjast í dvala og bíða og sjá til. Ef liðin í deild- unum núna em skoðuð sést að þau era flest úr Reykjavík eða nágrenni eða úr bæjarfélögum sem era í beinu flugsambandi við Reykjavík. Blak- íþróttin er til vitnis um það sem er að gerast hjá handknattleiknum, það er annað hvort að spyma við fótum, skipta um forystu eða gera samband- ið uj)p hið snarasta. Eg útskrifast sem íþróttakennari í vor og ætla mér að fara út á land að kenna. Ég hafði hugsað mér að koma af stað handknattleik, ef hann er ekki til staðar, þar sem ég kem til með að kenna en ef öll lið era í einni deild þá er ekki eins freistandi að hefja íþrótt- ina upp og vera einhvers konar upp- eldisstöð fyrir Aftm-eldingu eða önn- ur kaupglöð lið. Ég vil geta boðið iðkendum upp á eitthvað til að stefna á eins og þátttöku í íslandsmóti full- orðinna með sínu félagi og þá án þess að til þurfi að koma mikill kostnaður vegna ferðalaga. Sigmundur, það þýðir ekki enda- laust að gagnrýna án þess að koma með tillögur til úrbóta. Ástandið eins og það er núna er út í Hróa og það verður eitthvað að gerast. Ég og þú vonumst að minnsta kosti eftir því að komi fram tillaga um eina deild þá verði hún felld en umræða um úrbæt- ur lifi. SIGURÐUR SIGURÐARSON, Torfufelli 25, Reykjavík. Ferdinand Smáfólk UJHAt'5 tws neui piece THEY'RE PLAVlNé? l'VE NEVER HEARP 0FIT... S0ME C0NPUCTOR5 LIKE TO PERF0RM NEU) MU5ICTO CHALLEN6E THEIR LI5TENER5.. Hvaða nýja lag er þetta sem verið er að spila. Ég hef aldrei heyrt það áður. Sumir tánlistarmenn flytja nýja tónlist til að ögra hlustendum. J Leiðinleg tónlist er ögrandi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. f borðskreytingar: Borðar, tjull, organza og fóðurefiii V/RKA Mörkin 3, sími 568 7477. Opið Mánud.-föstud. kl. 10-18, laugard. kl. 10-14. Vinalínan er opin á huerju kuöldi frá kl. 20-23 - Ókeypis símaþjónusta -100% trúnaður - Sími 800 6464 - Vinalína Rauða krossins þegar þú þarft á uini að halda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.