Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ STEINAR VILHJÁLMUR JÓHANNSSON + Steinar Vilhjálm- ur Jóhannsson fæddist í Reykjavfk 6. febrúar 1967. Hann lést hér í borg 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri Tímaritsins Skákar, f. 21. október 1941, d. 2. maf 1999, og Sigríður Vilhjálms- dóttir, kennari og skrifstofumaður, f. 13. september 1941. Systkini Steinars eru 1) Kristín María Kjartansdóttir, skrifstofumaður á Akureyri, f. 21. janúar 1961, maki hennar er Ingólfur Hauksson, endurskoð- andi. 2) Hannes Jóhannsson hag- fræðingur, háskólakennari í Bandaríkjunum, f. 5. júní 1964. Hann er kvæntur Beth Marie Moore kennara. Steinar var fæddur og upp- alinn í vesturbænum í Reykjavík og gekk í Melaskóla, Haga- skóla, Menntaskól- ann í Reykjavík og Menntaskólann á Egilsstöðum, en þaðan iauk hann stúdentsprófi árið 1987. Eftir stúdentspróf stundaði hann um tíma nám við Há- skála Islands í sálar- fræði og fleiri grein- um, en sneri sér síðan að ritstörfum. Eftir hann liggja fimm bækur, ljóðabækurnar „Lýsingarháttur nútíðar" frá 1988, „Skrítin blóm ljótar myndir og önnur ljóð“ frá 1990, „Bítlar" frá 1994 og „tíran- os“ frá 1997, og skáldsagan „Hljóð nóta“ frá 1995. títför Steinars fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Það er óneitanlega tregt tungu að hræra þegar kær frændi fellur í val- inn svo löngu fyrir aldur fram. Minn- ingamar leita á hugann um margs konar ánægjulegar samverustundir á árum áður, minningar um dreng sem var hvers manns hugljúfi í æsku, stæltur og hraustur, skýr og athug- ull. Hann var sérstaklega hændur að Vilhjálmi afa sínum, föður mínum. Það var auðvitað ekki tilviljun því að afinn sá að ýmislegt merkilegt bjó í þessum dóttursyni sínum, og þeir áttu vel skap saman. Það yljaði oft um hjartarætur að fylgjast með sam- skiptum þeirra. Þannig var það í rauninni táknrænt að Steinar vildi síðar meir bæta nafni afa síns við skírnarnafn sitt. Og samrýndir voru þeir jafnaldra frændur, Steinar og Björn, á þessum árum. Við sem eldri erum vitum hve mikils virði það er í lífinu að hafa átt slíka vináttu þó að hún hafi kannski ekki fengið að vaxa áfram í óbreyttri mynd. Varla gat meiri sælustundir í gervallri fjöl- skyldunni en þegar þeir frændurnir fengu að vera með afa sínum og ömmu austur í sveitum eins og eina orlofsviku. Þessar stundir voru því- líkar að öll fjölskyldan naut góðs af, .jafnvel þeir sem höfðu alls ekkert komið á staðinn. Þær gleymdust nefnilega ekki með tímanum. En ský dró fyrir sólu fyrir 10-15 árum þegar sjúkdómurinn fór að skjóta upp kollinum; sjúkdómurinn sem er lódega einhver versti vágest- ur í hópi sjúkdóma á Vestuiiöndum nú um stundir. Hann hrífur til sín mannvænlegt fólk á unga aldri, ræn- ir það starfsorku, lífsgleði og tengsl- um við annað fólk, og veldur aðstan- dendum ómældum þjáningum. Og oftar en tárum taki fær hann mann- inn með ljáinn í lið með sér innan tíð- ar, án þess að spurt sé um lengd þeirrar ævi sem liðin er. Getur það kallast ofmetnaður að gera sér vonir um að takast megi að lækna slíka meinsemd? Við Sigrún vottum Siggu systur minni og fjölskyldu hennar samúð okkar. Við biðjum og óskum að allt sem gott er leggist á eitt til að létta þeim byrðarnar. Þorsteinn Vilhjálmsson. Steinar frændi er allur. Einu sinni vorum við smápollar í Vesturbænum að sparka bolta í bakgarðinum hjá ömmu og afa. Við vorum vinir og lék- um okkur saman. Steinar var alltaf stærri en ég í fleiri en einum skiln- ingi. Ég var ekki alltaf viss um að ég skildi hvað hann var að fara. Hann var óútreiknanlegur og það var eins og hann skynjaði hlutina á annan hátt - og betur - en ég. Þegar ég nam staðar við yfirborðið og lét mér það nægja hélt hann áfram. Stundum spann hann upp sögur eða greindi mér frá ýmsum stórmerkjum og ég trúði honum alltaf af því að ég leit upp til hans. Það var eins og hann hefði innsýn í eitthvert dularfullt innra lögmál - óræðara og háska- legra en hin meinleysislega ytri + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN VALFRfÐUR ODDSDÓTTIR, frá Sælingsdal, verður jarðsungin frá Hvammskirkju í Dölum, laugardaginn 1. apríl kl. 14.00. Rútuferð verður frá BSl kl. 10.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, SÓLRÚNAR EIRÍKSDÓTTUR frá Krossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahússins Egilsstöðum fyrir góöa umönnun. Börn hinnar látnu. ásýnd. Við erum staddir í fjörunni við Hreðavatn og Steinar opinberar fyr- ir mér leyndardóm skotfastasta knattspyrnumanns heims, Johans Neeskens: skothörkuna átti hann að þakka því að hann gekk á hveijum degi um í stígvélum fullum af ísköldu vatni. Sólin skein þennan dag en engu að síður hljóp ég heim í sumar- bústað og náði í stígvélin mín og fyllti þau af vatni. Þannig göslaðist ég um kjarri vaxna brekkuna nokkra hríð, eða þar til það rann upp fyrir mér að líklega þyrfti Neeskens ekki á þess- ari óþægilegu aðferð að halda - eða hafði einfaldlega ekki dottið hún í hug. Svo komu fullorðinsárin sem svo eru kölluð og Steinar fór til Indlands og dvaldi þar um þriggja mánaða skeið. Þegar hann sneri heim kom hann til mín í kjallarann við Brávalla- götu og sýndi mér myndir úr ferð- inni. Hann hafði gert víðreist í þessu landi hinna óviðráðanlegu and- stæðna. I Delhí var gerður aðsúgur að honum, hvíta manninum sem gnæfði upp úr mannhafinu, og hann átti fótum fjör að launa. Hann ferð- aðist um eyðimerkur Rajasthans og dvaldi báðum megin við hina gleymdu víglínu í fjöllunum í Kasmír. Hann dvaldi í húsbát og fjallakofum. Hann var reynslunni ríkari. Steinar var skáld. Ljóðin hans eru skrítin blóm sem tala til mín. Ég sagði honum það oftar en einu sinni að ég væri hans mesti aðdáandi. Hendingar úr Ijóðum hans gerðu sig heimakomnar í hugskoti mínu. „Það er bjart í veðri / þennan annars kalda dag í nóvember / Við ræðum ferð til Tælands / og Esjan blaktir við hún / handan verksmiðjuþakanna". Steinar var skáld og hann var vin- ur minn og frændi. Nú er hann horf- inn á braut. Enginn getur með réttu fyllst slíku drambi að fullyrða að handan við orsök og afleiðingu og fá- fengilegt yfirborð hlutanna sé ekkert annað en tómið að finna. Ég kýs að trúa því að þarna hafi Steinar nú fundið sér stað. Björn Þorsteinsson. Mágur minn og vinur Steinar Jó- hannsson hefur kvatt þennan heim aðeins 33 ára gamall. Ég kynntist Steinari þegar hann var á unglings- aldri, fyrir rúmlega tuttugu árum. Þá var ég tíður gestur á heimili foreldra hans er ég heimsótti Kristínu Maríu systur Steinars. Við Steinar urðum brátt bestu vinir og áttum á þeim ár- um nokkur sameiginleg áhugamál. Við vorum báðir miklir áhugamenn um íþróttir, en Steinar var góður íþróttamaður, stundaði bæði fótbolta og handbolta með KR. Með KR spil- aði hann í öllum yngri flokkum. Þá áttum við það sameiginlegt að styðja sama lið í ensku knattspyrnunni, Leeds United, en báðir fylgdumst við jafnan með ensku knattspyrn- unni og gengi okkar liðs. Þegar við hittumst hin síðari ár spjölluðum við ævinlega um þetta sameiginlega áhugamál okkar, fótboltann, og hve- nær kæmi að því að KR-ingar yrðu íslandsmeistarar. Annað áhugamál sem við áttum sameiginlegt var að spila kotru, en við sátum oft fram á nætur í miklum einvígum sem Hann- es, bróðir Steinars, og Jóhann Þórir tengdafaðir minn tóku jafnframt þátt í. Einnig áttum við Steinar það til að sitja bara tveir jrfir spili, annað- hvort kotru eða einhverju öðru, fram á rauða nótt. Þegar við Kristín María bjuggum í Reykjavík var Steinar tíður gestur á heimili okkar. Var hann jafnan aufúsugestur og alltaf jafn gaman að fá þennan góða dreng og húmorista í heimsókn. Minnisstæðar eru skemmtilegar uppákomur hjá Stein- ari þegar hann tók upp jólagjafirnar sem hann fékk frá Hirti Hjartar. Hjörtur Hjai-tar átti það nefnilega til að gefa Steinari akkúrat þá plötu eða geisladisk sem Steinar langaði í þá stundina. Steinar einn þekkti Hjört Hjartar. Á menntaskólaárum Steinars fór að bera á áhuga hans á skáldskap, og minnisstæð eru úr heimsóknum hans gullkom sem hann lét eftir sig í gestabók okkar hjóna. Kvittaði hann jafnan fyrir sem Raniets konungur og var það ekki fyrr en löngu seinna að ég uppgötvaði að Raniets var ein- faldlega Steinar skrifað aftur á bak. Steinar skrifaði einar fimm ljóða- bækur sem faðir hans gaf út. Sú fyrsta, Lýsingarháttur nútíðar, kom út 1988 og sú fimmta, Uranos, árið 1996. Eftir að við fjölskyldan fluttum búferlum til Akureyrar fækkaði fundum okkar, þó svo að endrum og sinnum hafi hann komið í heimsókn til okkar norður, og oft hittumst við þegar við komum til Reykjavíkur. Þá er mér ofarlega í huga heimsókn til hans, þegar hann stundaði nám við Menntaskólann á Egilsstöðum. Var ég veðurtepptur á Egilsstöðum og dvaldi þá hjá Steinari dagspart þai- sem hann bjó á heimavistinni og spjölluðum við þá um heima og geima. Nú hefur Steinar Jóhannsson kvatt þennan heim, en hann glímdi við ei'fiðan sjúkdóm í mörg ár. Alltaf var vonin sú að hann gæti lifað með þessum sjúkdómi og að hægt væri að halda honum niðri. Við huggum okk- ur við það að Steinar hafi öðlast frið og dvelji nú á æðri stað ásamt föður sínum Jóhann Þóri. Megi þeir hvíla saman í friði. Ingólfur Hauksson. Það er þyngra en tárum taki að setjast niður og skrifa minningarorð um hann Steinar okkar. Ótal minn- ingar koma upp í hugann, bæði ljúfar og sárar. Minningin um yndislegt og glaðvært barn sem vann hug og hjarta okkar allra kemur fyrst upp. Minningin um tápmikinn og fjörugan strák sem ávallt var í góðu skapi og hreif alla með sér kemur einnig fram í hugann. Hann þótti mjög efnilegur íþróttamaður á sínum yngri árum, bæði í handbolta og fótbolta. Hann var mikill KR-ingur, enda alinn upp í Vesturbænum í Reykjavík. Sumarið 1977 tókum við að okkur sumarvinnu í þjóðgarðinum í Skafta- felli. Steinar dvaldist hjá okkur þetta sumar, þá tíu ára gamall. Þessi tími varð okkur öllum mjög dýrmætur. Hann naut sín á þessum fallega stað og þar mynduðust sterk bönd milli okkar sem aldrei slitnuðu. Hann gerði sig oft heimakominn hjá okkur eftir þetta og var alltaf aufúsugestur. Hann hafði mikinn áhuga á tónlist og áttum við þar samleið. Enda kom hann alla tíð síðan oft í heimsókn til að hlusta á gömlu plötumar okkar. Steinar var svo sannarlega hvers manns hugljúfi, prúðmannlegur í framkomu, rólegur og yfirvegaður. Hann var sérstaklega hnyttinn í til- svörum. Hann fór líka sínar eigin leiðir. Að loknu stúdentsprófi hóf hann nám í Háskóla Islands en festi ekki rætur þar. Hann átti sér þann draum að heimsækja Indland og lét hann verða af því eftir að hafa lesið sér vel til um land og þjóð. Þar dvaldi hann í nokkra mánuði og hafði frá mörgu að segja þegar heim kom. Eftii' það fór að bera nokkuð á veik- indum hjá Steinari sem síðar kom í ljós að reyndust ei'fið viðureignar. Steinar lagði fyrir sig ritstörf og gaf út sögur og ljóðabækur. Þar fann hann vettvang til að koma hugsunum sínum á framfæri. Hann hlaut góða dóma fyrir ritstörf sín, enda var hann hugmyndaríkur og hafði gott vald á íslenskri tungu. Nú kveðjum við góðan vin og frænda sem var okkur og börnunum afar kær. Minningin um góðan dreng mun lifa með okkur um alla framtíð. Guð blessi minningu hans. Svanlaug og Halldór. Við, sem komin crum á fertugs- aldurinn, teljum okkur stundum vera svo lífsreynd að fátt geti lengur kom- ið okkur á óvart. Gagnvart einum hlut er maður þó algerlega ber- skjaldaður og máttvana þegar á hólminn er komið, en það er skyndi- legt fráfall vinar og samferðamanns. Á þetta var ég minntur þegar mér bárust tíðindi af fráfalli Steinars Jó- hannssonar, góðs vinar og fyrrver- andi skólafélaga. Fyrstu kynni mín af Steinari voru í Melaskóla en góður kunnings- skapur tókst með okkur í Haga- skóla þar sem við vorum sessunaut- ar um hríð og brölluðum margt saman, sem ekki var alltaf í þökk skólayfirvalda. Tókst þar með okk- ur vinátta sem hefur haldist óslitin síðan. Steinar var hávaxinn svo af bar, þrekvaxinn og stórskorinn. Hann var því gjaman nefndur Steini stóri en þegar í barnaskóla bar hann höfuð og herðar yfir jafnaldra sína. Á þessum aldri þekkja drengir fátt skemmti- legra en að tuskast á og þótt Steini hefði sannarlega krafta í kögglum hafði hann orð á sér fyrir það að nota þá ekki nema hann ætti hendur sínar að verja eða til að hjálpa minni mátt- ar. Hann var einstaklega friðsamur og seinþreyttur til vandræða en fann kröftum sínum viðnám í hinum ýmsu íþróttum. Æfði hann m.a. handknatt- leik og knattspyrnu með barna- og unglingaflokkum Knattspyrnufélags Reykjavíkur með góðum árangri. Á Menntaskólaárunum hneigðist hugur Steina til skáldskapar og sát- um við m.a. saman í ritnefnd Skóla- blaðsins þar sem hann steig íyrstu skref sín á ritvellinum. Fór ekki á milli mála að hann hafði mikla rithöf- undarhæfileika og ljóð hans báru því glöggt vitni að þar fór viðkvæm sál, sem lét vel að láta pennann tjá til- finningar sínar. Steini var einnig gæddur gamansemi í ríkum mæli og hún fékk breiðan farveg í ritverkum hans. Stundum er sagt að maður geti um fátt valið í lífi sínu af því sem máli skiptir en allir njóti þó þeirra for- réttinda að geta valið sér vini og það val sé svo sannarlega dýrmætt. Víst er að vinátta er fljót að takast með mönnum á hinum hrifnæmu skólaár- um og verður hún þá gjarnan svo ein- læg og óbrotgjörn að endist lífið á enda. Slík vinátta tókst með okkur Steina, enda þótt leiðir skildi eftir Menntaskólann. Þótt sambandið dofnaði og ár liðu jafnvel á milli þess sem við hittumst trosnuðu vináttu- böndin ekki og þegar fundum okkar bar saman var þráðurinn tekinn upp eins og við hefðum nýslitið talinu. Hin síðari ár gekk Steinar ekki heill til skógar og átti það vafalaust sinn þátt í því að við félagarnir urð- um minna varir við hann en áður. Ég minnist þó góðviðrisdags fyrir nokkrum árum þegar Steini slóst í för með nokkrum okkar í gönguferð upp á Esju. Sagði hann okkur þá m.a. frá mikilli reisu sinni til Indlands og ýmsum ævintýrum sem hann lenti í þar. Síðasti fundur okkar varð á sl. hausti þegar samfelld sigurhátíð ríkti í Vesturbænum vegna frábærs árangurs KR á afmælisárinu. Þetta gladdi Steina og það var greinilegt að gamla KR-hjartað sló á sínum stað. Og hvaða minningar skyldu nú standa upp úr að leiðarlokum? Eru það gamanyrðin og spjallið í kennsiustundum, prakkarastrikin í frímínútum eða heimspekilegar sam- ræður í „Skáldakjallaranum" Sól- vallagötu 30 um bókmenntir, tónlist, sætar stelpur og æðstu rök tilver- unnar? Sennilega einhver blanda af þessu öllu saman. Að endingu sendi ég fjölskyldu Steinars innilegar samúðarkveðjur fyrir hönd okkar félaganna. En minningu um góðan dreng mun ég halda í heiðri meðan mér endast dag- ar. Kjartan Magnússon sáþig áhominu sem við kölluðum kveðjuhornið okkar langaði að hlaupa til þín hverfaífaðmþinn ogheyraþigsegja einusinnienn að égværiallt ogalltværifrábært en éggatekkihreyftmig vegna orðanna þinna umljósiðogmyrkrið og svovarstuhorfinn égstóðeftir Iengi, lengi oggrét blóðugum hjartatánim Elsku Steinar. Þú verður alltaf hjá mér í hjartanu. Þín Ragna Sól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.