Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 *----------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MAGNUS INGIMARSSON + Magnús Ingi- marsson, hljóm- listarmaður og prentsmiður, fædd- ist á Akureyri 1. maí 1933. Hann lést á heimili sínu 21. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Margrét K. Steins- dóttir, f. 10.3. 1896, d. 28.8. 1982, og Ingimar A. Óskars- son, náttúrufræð- ingur og kennari, f. 27.11. 1892, d. 2.5. gift Reyni Kristins- syni, f. 30.7. 1955, d. 8.9. 1987, og eignuð- ust þau tvö börn; Ása, fulltrúi, f. 18.4.1959. Árið 1964 kvæntist Magnús Helgu Finns- dóttur, kennara, f. 9.6. 1942. Þau skildu. Þau eignuðust tvær dætur, Ragnhildi, lækni, f. 17.4. 1965, búsett í Noregi, gift Hirti Kristjánssyni, lækni, f. 20.2.1968, og eiga þau íjögur börn; Margréti, f. 2.4. 1969, 1981. Systkini hans eru Óskar, þýðandi, f. 2.11. 1928, d. 12.2. 1996, og Ingibjörg, full- trúi, f. 12.2.1930. Magnús kvæntist 1953 Gerði Soffíu Einarsdóttur, skrifstofum., f. 13.4. 1934. Þau skildu. Börn þeirra eru Einar Ingi sálfræðing- ur, f. 6.10. 1953, kvæntur Sigrúnu Guðmundsdóttur, sagnfræðingi, f. 3.8. 1955, og eiga Qögur börn; Gunnar, verkfræðingur, f. 28.3. 1953, búsettur í Danmörku, kvæntur Maríu G. Palma Rocha, f. 23.12.1963, og eiga þau þijú börn. Gunnar á eitt barn frá fyrra hjónabandi; Sigrún Greta, deild- arstjóri, f. 19.5. 1957, gift Jóni Helgasyni, vélfræðingi, f. 23.2. 1959, og eiga þau tvö börn; áður d. 20.6. 1979. Árið 1975 kvæntist Magnús eft- irlifandi konu sinni, Ingibjörgu Björnsdóttur, deildarstjóra í fjár- málaráðuneytinu, f. 6.8. 1936. Foreldrar hennar voru Halldóra Guðmundsdóttir, f. 5.10. 1906, d. 14.10. 1985, og Björn L. Jónsson, veðurfræðingur og læknir, f. 4.2. 1904, d. 15.9. 1979. Börn Ingi- bjargar og stjúpbörn Magnúsar eru Halldóra, meinatæknir, f. 10.12. 1958, gift Jóhanni tílfars- syni, umsjónarmanni, f. 27.1. 1955, og eiga þau þrjú börn; Krist- ín, bókmenntafræðingur, f. 15.11. 1960, var gift Garðari Baldvins- syni, bókmenntafræðingi, f. 26.11. 1954, og eru þau skilin. Þau eiga þrjú börn; Björn Leví, fram- kvæmdastjóri, f. 24.6. 1962, kvæntur Astu Láru Sigurðardótt- ur, f. 3.1. 1966, og eiga þau þijú börn. Björn á eitt barn frá fyrra hjónabandi. Barnabörn Magnúsar og Ingibjargar eru 26 talsins. Magnús lauk landsprófi árið 1948. Hann nam prentiðn í prentsmiðjunni Eddu og lauk sveinsprófi í setningu árið 1953. Hann stundaði tónlistarnám hjá ýmsum kennurum á árunum 1943- 1955 og síðar í kennaradeild Tón- listarskólans í Reykjavík. Magnús starfaði sem setjari í prentsmiðj- unni Eddu til ársins 1960 og aftur frá 1978. Hann var yfirverkstjóri 1981-1989 og sölustjóri til ársloka 1994. Hann var píanóleikari og út- setjari í fjölmörgum danshljóm- sveitum á árunum 1955-1972, þar á meðal í hljómsveit Svavars Gests og í eigin hljómsveit. Magnús var stjórnandi Fjórtán fóstbræðra auk þess sem hann stjórnaði fjölmörg- um öðrum kórum. Hann útsetti tónlist fyrir Sinfóníuhljómsveit Is- lands og minni hljómsveitir auk leikhústónlistar, þ.á m. söngleiki Jóns Múla og Jónasar Árnasona. Hann útsetti einnig tónlist fyrir hljómplötur, útvarp, sjónvarp og tónleika og samdi tónlist af ýmsu tilefni. Frá ársbyijun 1995 vann Magnús að tónlistarverkefnum, svo sem píanóleik, útsetningum og upptökustjórn, auk kennslu við Söngskólann í Reykjavík. títför Magnúsar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Kæri vinur, mágur og svili. Eitt af því mikilvægasta á lífsleiðinni er að eignast góða vini, vini sem eru traustir og kærir, vini sem maður getur deilt með gleði og sorgum, leitað ráða hjá þegar á þarf að halda, rætt við um sínar áhyggjur og vandamál eða bara atburði líðandi fstundar og ekki síst skemmt sér með og átt með ánægjulegar samveru- stundir. Þannig vinur varst þú, Magnús, vinur sem við tengdumst sterkum tryggðarböndum strax við fyrstu kynni. Við viljum halda því fram að vinátta og samstaða okkar fjögurra, þín, Ingibjargar og okkar, hafi verið einstök og áttir þú vissu- lega þinn stóra þátt í því. Við spaug- uðum oft með það mágamir að þeg- ar við hittumst hafi það orðið ást við fyrstu sýn. Hvað tengdi okkur svo vel saman er erfitt að benda á með vissu, og þó. Ætli það hafi ekki verið að við sáum oft hlutina með sömu augum, okkur datt oft það sama í hug og sama setningin kom fram á varimar nánast samtímis og oft vor- um við sammála um menn og mál- efni. Þetta í bland við að taka hlutina hæfilega alvarlega og vera rosalega skemmtilegir að eigin áliti. Allavega leið okkur vel saman, öllum fjóram, aldrei fóra styggðarorð á milli eða að skugga bæri á. Þar sem við hjónakomin sitjum hér saman og reynum að setja á blað nokkur kveðjuorð þá hrannast upp minningar enda margs að minnast eftir aldarfjórðungs samvera. Við getum nú þakkað fyrir hve iðin við voram að hittast og að við eigum Qölda góðra minninga frá samvera- stundum í Reykjavík og Keflavík, í Borgarfirði, í Þrastarskógi og víðar. Einn af hápunktum minninganna er ' Cole Porter-konsertinn sem við fluttum saman mágarnir á gamlárs- kvöld 1975. Þetta er í eina skiptið sem við náðum saman í tónlistinni ekki síst vegna þess að ég er alger- lega laglaus, Ingibjörg fékk jú öll tónlistargenin eins og fjöldinn veit, en um þína snilli á því sviði þarf ekki að fjölyrða. í Hraunborgum kom í ljós að þú varst einnig vel frambæri- legur leikari þegar við renndum okkur með góðum aðstoðarmönnum í gegnum nokkur meginverk heims- bókmenntanna, við gífurlegan fögn- iið áhorfenda og vorum fljótir að því. Ófarlega í huga era systkinakvöldin góðu, eins og við kölluðum þau, sem vora sannkölluð sælkerakvöld með léttu ívafi, taflmennsku og stafaspili. Ekki verður komist hjá því að minn- ast á stafaspilið en frá því að við kynntumst því fyrir um 15 áram og þú útbjóst fyrstu íslensku útgáfuna 6 þinn snjalla hátt, fylgdi það þér hvert sem þú fórst og varla hittumst við án þess að taka a.m.k. eitt spil. Minningarnar era nánast endalaus- ar en gífurlega bjart yfir þeim og oftast mikið fjör og gaman, já stund- um alveg ofsalega gaman og þegar mest gekk á kom setningin góða; „What kind of family is this“. Hún verður lengi í minnum höfð. Oft ræddum við um það að fara saman á erlenda grandu og mikið eram við þakklát fyrir að af því varð síðasta sumar. Vikumar tvær á Benidorm í júní vora yndislegar. Það fór ekki á milli mála að þú varst sérlega fjölhæfur maður og margt til lista lagt. Um tónlistargáf- umar þarf ekki að fjölyrða, þú varst afbragðs hljóðfæraleikari, lagahöf- undur, útsetjari, stjórnandi og fræð- ari. íslenskan var þitt mál og þekk- ing á málinu og málfræðinni nær óskeikul, það sýndi sig margoft er við sátum við stafaspilið, ætíð hafðir þú rétt fyrir þér ef upp komu spurn- ingar eða deildar meiningar. Þú varst hagyrtur mjög og nýverið raddist þú fram á völlinn sem smá- sagnahöfundur og nær öraggt að á því hefði orðið framhald ef tækifæri hefði gefist. Við höfum ætíð verið full aðdáun- ar á því hve vel hefur farið á með ykkur Ingibjörgu, þeirri umhyggju sem þið hafið sýnt hvort öðra, hve samstiga þið hafið verið í öllum gjörðum og þá ekki síst hve vel og þétt þið hafið haldið utanum börnin og í seinni tíð einnig tengdabörn og barnaböm. Heimilið hefur ætíð stað- ið þeim opið, þið hafið dekrað við þau, barnabörnin dregist að ykkur og oft verið margt um manninn og mikið um að vera. Síðustu mánuðimir vora þér vissulega erfiðir, kæri vinur, en þú sýndir mikinn styrk, hélst þinni reisn, misstir aldrei móðinn og það sem kannski er mest um vert, hélst áfram að sjá spaugilegu hliðamar á tilveranni, spaugsemin var á sínum stað. Þá naust þú þeirrar gæfu að hafa Ingibjörgu hjá þér til hinstu stundar, hún var og er kletturinn sem aldrei haggast, allt brýtur á. Hún annaðist um þig af meiri kær- leik og betur en nokkur annar hefði getað gert með dyggri aðstoð barna, tengdabarna og bamabama. Kæri Magnús, við þökkum þér 25 ára vináttu og samfylgd og kveðjum þig með trega í hjarta og tár í aug- um. Kæra Ingibjörg. Nú er kvartett- inn okkar orðinn að tríói, en þó ekki alveg. Við vitum að Magnús verður ætíð nálægur og minningin um góð- an dreng mun lifa. Þú og fjölskyldan þín stóra eigið samúð okkar alla. Börnin okkar og tengdabörn kveðja góðan vin og votta ykkur samúð sína. Við tiltekt í skrifborðsskúffum nýverið rákumst við á afrifu af brottfararspjaldi úr Benidormferð- inni sl. sumar. Á hana ritaði Magnús eftirfarandi vísu, sem er mjög í hans anda og sennilega ein af þeim síð- ustu. Efnið þarfnast ekki skýringar fyr- ir innvígða: Á Mánagötu 1952. Guðmundur Bj. spurður: Hvers myndir þú óska ef ósk þín rætast kynni? svar: að Ingibjörg fengi ferlegt kvef eða að fiðlan brynni. Blessuð sé minning Magnúsar Ingimarssonar. Guðmundur og Vilborg. Kynni okkar Magnúsar hófust fyrir tæpum fimmtíu áram. Á þeim áram var framtíðin óráðin eins og gengur. Bjartsýni ungra manna var óheft og í frístundum tókum við fjórir fé- lagar okkur til og æfðum söng heima hjá hver öðram við gítarandirleik Magnúsar eða Ásgeirs Sigurðssonar en auk hans var Sigurður Sívertsen einn fjórmenninganna. í sjálfu sér var þetta ekkert stór- virki sem við fjórmenningar áorkuð- um, en á unglingsáram okkar vora tveir leiðtogar, annars vegar Ásgeir og hins vegar Magnús. Þetta kom m.a. fram í þeirri vinnu sem þeir félagar lögðu af mörkum við raddsetningar. Ásgeir var á þessum tíma í tónlistarskóla en Magnús var enn við nám í prentiðn. Þó tel ég að þær raddsetningar sem urðu til á þessum tíma hafi verið fyrstu verk Magnúsar á tónlistar- sviðinu. Það sem gerði þessi ár svo skemmtileg var hugmyndaauðgin og hiklaus viðleitni til að prófa hvort hugmyndir gætu gengið, hvort þær væra í raun sönghæfar eða ekki. Ég held að þama hafi Magnús mótað sína framtíð að því leyti að tónlist- inni yrði hann að þjóna í framtiðinni. Sú varð og raunin sem landsmenn vita. Þó samskipti okkar Magnúsar hafi verið heldur stopul voru vin- áttuböndin sem urðu til á okkar yngri árum þess valdandi að í hvert skipti sem við hittumst voram við alltaf í mjög góðu sambandi. Mér þótti því vænt um að fá skilaboð um að hafa samband við hann, sem ég og gerði. Ljóst var að Magnús var fárveikur orðinn og óvinnufær. Samt sem áður hafði hann ánægju af að rifja upp atriði frá liðnum áram. Honum þótti vænt um að heyra sögu sem móðir hans sagði undirrit- uðum, Magnús lá lítill drengur í vöggu og var sungið í stofunni, einn falskur tónn traflaði greinilega drenginn í vöggunni og hafði þá við- staddur prestur þau ummæli að þarna færi tónlistarmaður. Af miklu æðraleysi tók Magnús örlögum sínum og naut hann aðdá- anlegrar umönnunar eiginkonu sinnar Ingibjargar Björnsdóttur. Við hjónin þökkum Magnúsi sam- fylgdina og og sendum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur. Vilhjálmur B. Vilhjálmsson. Með söknuði og trega sest ég nið- ur til að færa í letur hinstu kveðju til frænda míns og vinar Magnúsar Ingimarssonar. Það kom mér ekki á óvart þegar Ingibjörg systir hans hringdi til mín að kvöldi 21. mars og tjáði mér að hann væri látinn. Hann hafði undan- farna mánuði barist við illvígan sjúk- dóm sem vonlaust var að vinna bug á og hann gerði sér fulla grein fyrir hvert stefndi. Hann kaus þvi að dvelja síðustu ævidagana á heimili sínu og njóta samvista við ástvini sína. Kynni okkar Magnúsar hófust þegar hann flutti til Dalvíkur með foreldram sínum og systkinum árið 1936 og átti sín æskuár þar, en svo flutti fjölskyldan til Rcykjavíkur ár- ið 1945. Við minntumst síðar þeirra stunda sem við áttum hjá ömmu og afa í Víkurhóli og hve við nutum þess að heyra þau segja frá hvernig lífið gekk fyrir sig á þeirra æskuár- um og hve hörð lífsbaráttan var. Það gleymist aldrei sagan af því þegar svo hart var í búi að gamlir ónýtir sauðskinsskór vora hreinsaðir, soðn- ir og etnir. Það var lærdómsríkt veg- anesti út í lífið að hafa heyrt af vör- um þessa fólks hve mikið það varð að leggja á sig til að komast af. Árin liðu og næst bar fundum okkar Magnúsar saman er ég flutti til Reykjavíkur árið 1953. Hann var þá farinn að spila í danshljómsveit- um og var eftirsóttur píanóleikari enda mjög fær í sínu fagi. Hann varð brátt mjög áberandi í tónlistarlífinu og kom fram bæði í útvarpi og sjón- varpi og vakti óskipta athygli fyrir vandaðan flutning og gott lagaval. Magnús var mjög eftirsóttur út- setjari og leysti mörg slík verk af slíkri prýði að lengi mun lifa. Má þar t.d. nefna lögin sem Fjórtán Fóst- bræður fluttu og svo tónlistina við söngleiki þeirra bræðra Jóns Múla og Jónasar Árnasona. Árið 1973 fékk ég Magnús til að taka að sér að stjórna Lögreglukór Reykjavíkur og gerði hann það af mikilli snilld í 10 ár og fór með kór- inn á lögreglukóramót til Danmerk- ur og Svíþjóðar. Á þessum árum átt- um við mjög gott samstarf og treystum vináttuböndin. Á kveðjustund vil ég þakka þér, kæri frændi, fyrir langa og trausta vináttu og alla gestrisnina og ánægjustundirnar sem við áttum saman. Ástvinum öllum sendi ég og fjölskylda mín okkar innilegustu samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Bjarki Elíasson. Við fráfall góðvinar míns, Magn- úsar Ingimárssonar hljómlistar- manns leita margar góðar minning- ar á hugann um kynni okkar og tengsl, sem hófust fyrir um fimmtíu áram á skólaáram okkar. Urðum við heimagangar á heimilum hvor ann- ars og bundumst traustum vináttu- böndum, sem héldust alla tíð síðan. Minnist ég margra ánægjustunda með Magnúsi um árin sem og með foreldram hans og systkinum en fað- ir hans, sá mikli náttúrafræðingur, Ingimar Óskarsson, var meðal kenn- ara okkar í skóla. Magnús var gædd- ur góðum gáfum og var frábær námsmaður. Ekki varð þó af lang- skólagöngu hjá honum þótt til slíks hefði hann ótvíræða burði, mér er nær að halda á hvaða sviði sem væri. Það var tónlistin, sem fangaði hug hans snemma og að mínum dómi var Magnús gæddur óvenjulega fjöl- þættum tónlistarhæfileikum. Þótt aðrir séu dómbærari en ég um þá hæfileika hans, þá er það sannfær- ing mín að hæfileikar hans og gáfur á því sviði hefði hæglega geta borið hróður hans víða um lönd hefðu að- stæður til slíks verið fyrir hendi. Stenst ég ekki mátið að minnast þess, að það var mér sérstakt gleði- efni að mega hlýða á hljóðfæraleik hans er starfsfélagar undirritaðs komu saman til kveðjustundar við starfslok. Fyrir nokkra kenndi Magnús sér meins í höfði. Er ég leit til hans á Grensásdeild virtist hann vera á góðum batavegi, en síðar reið annað höfuðáfall yfir. Hafði Magnús þá orð á því, að þetta mein yrði sennilega ekki til friðs þrátt fyrir fyrri aðgerð. En nú hvílir annar frið- ur yfir Magnúsi Ingimarssyni, og blessuð sé minning hans. Við Erla sendum Ingibjörgu og öðram ástvin- um Magnúsar Ingimarssonar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hallvarður Einvarðsson. Kæri vinur, Magnús. Nokkur kveðjuorð. Yfirleitt verður manni hverft við að heyra skyndilegt lát einhvers, sem maður þekkir, og einkum, ef hlutaðeigandi er nákominn eða góð- ur vinur. En ég var viðbúinn frétt- inni um lát þitt. Fyrir rúmu ári veiktistu hastarlega, en með miklu viljaþreki og dugnaði varstu búinn að endurheimta heilsu þína ótrúlega vel. En í desember sl. kom áfallið stóra, sem sigraði þig að lokum. Þegar ég hugsa til baka dáist ég að hugrekki og dugnaði ykkar hjón- anna. Þegar ljóst varð, hvað væri framundan, sýnduð þið hvað í ykkur bjó. Þið tókuð ykkar ákvörðun, og þú hófst fljótlega undirbúning þess að ganga frá öllum málum. Þið gátuð rætt um stöðuna róleg og yfirveguð. En þegar ég kom til þín síðast nokkram dögum fyrir andlát þitt, var greinlegt, að hverju stefndi. Ég kynntist þér fyrst kringum ár- ið 1978, þegar þú starfaðir sem yfir- verkstjóri hjá Prentsmiðjunni Eddu. Þá kynntist ég dugnaði þínum og samviskusemi í starfi. Ymis vanda- mál vora að koma upp eins og geng- ur í svona erilsömu starfi, en þú leystir þau jafnóðum með prýði. En síðar kynntist ég þér betur á öðra sviði, þar sem mannkostir þínir og tónlistarkunnátta komu mikið við sögu. Og að mínu mati þróuðust þessi kynni í vináttu, sem ég mat mikils. Þótt ég hafi aðeins þekkt þig í rúmlega 22 ár, var ég raunveralega búinn að þekkja þig miklu lengur. Hljómlistarmaðurinn Magnús Ingi- marsson var löngu orðinn Iands- þekktur, þegar við kynntumst. Þú starfaðir sem píanóleikari og útsetj- ari í fjölmörgum danshljómsveitum frá árinu 1955, þar á meðal eigin hljómsveit. Þú útsettir og stjórnaðir hinum vinsælu Fjórtán Fóstbræðr- um og Silfurkórnum, auk þess sem þú stjómaðir fjölmörgum öðram kóram. Þú varst frábær útsetjari og útsettir m.a. fyrir Sinfóníuhljóm- sveit íslands, minni hljómsveitir, leikhústónlist, tónlist fyrir sjónvarp, útvarp og tónleika og samdir sjálfur tónlist af ýmsu tilefni. Á þennan hátt hefur þú glatt alla þjóðina gegnum árin með tónlist þinni og hæfileikum. Magnús minn. Ég vil að lokum þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér og starfa með þér í Frímúr- arareglunni. Ég óska þér velfarnað- ar á þeirri leið, sem þú hefur lagt út á og Ingibjörgu og ástvinum þínum öllum votta ég innilega samúð. Bruno Hjaltested. Einn ágætasti listamaður og vin- ur er látinn eftir erfið veikindi, langt um aldur fram. Hann bar þau með karlmennsku og æðraleysi sem hon- um vora eiginleg. Að leiðarlokum finnst mér sárt að kynni okkar og samstarf skyldu hefjast svo seint, en hvorutveggja varð að einlægri vináttu sem aldrei brást. Það var síðla hausts árið 1963 að samstarf okkar og kynni hófust með því að okkur var falið að velja í sam- einingu hóp úr Karlakórnum Fóst- bræðram til að syngja í nokkram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.