Morgunblaðið - 31.03.2000, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 53
MINNINGAR
drífa sig allir á fætur. Pað eru óskrif-
uð lög; góð lög fyrir unga morgun-
hana eins og mig.
Ferðalög um öræfi og ófærur og/
eða veiðitúrar og alltaf voru Imba og
Toddi með; hluti af ævintýrinu.
Stundum syrti í álinn í sálartetri
stelpukoms sem hristist allan dag-
inn uppi á draslinu aftur í Land Rov-
er eða bílveikin bankaði á dyr. Þá
dró Toddi upp prins póló eða appel-
súmg allt varð gott á ný.
Á meðan Imba og pabbi veiddu
vom mamma og Toddi í heimavarn-
arliðinu og sáu um að elda og stjana í
kring um veiðimennina. Toddi var
alltaf að og alltaf var glatt á hjalla,
uppátækin hin og þessi, t.d. að halda
á jörðinni, vaska upp í klofstígvélum
eða stinga sér á hausinn alveg óvart
ofan í næsta læk og yfirleitt vom
stígvélin full af fiski þegar honum
skaut hlægjandi upp aftur. En þótt
Toddi segðist veiða í stígvélin keypti
hann sér oft veiðileyfi í þeirri á eða
því vatni sem verið var að veiða í
hverju sinni. Hann keypti þau handa
krökkunum sínum ogvið emm mörg
sem viljum telja okkur börn Imbu og
Todda. Svo kastaði hann út fyrir
okkur og óð svo út í miðja á með háf-
inn til að landa þegar beit á. Að sjálf-
sögðu stukku nokkrir fiskar upp í
stígvélin í leiðinni. Já, það var oft líf í
tuskunum hjá börnunum þegar
Toddi var annars vegar.
Seinna þegar ég óx upp úr for-
eldraferðalögum og litla systir tók
við lá leiðin gjarnan inn í Veiðivötn.
Þar liggur vegurinn yfir sandöldur
og hryggi og var aðalfjörið hjá
krökkunum þegar ekið var upp og
niður brekkurnar. Vora þær kallað-
ar magabrekkurnar og vom foreldr-
arnir ekki hálfdrættingar á við
Todda í því að keyra magabrekkurn-
ar. Toddi fór því tvær til þrjár ferðir
á dag með krakkana í magabrekk-
urnar og hafði gaman af ekki síður
en þau.
Eftir að við Hilmar fluttum hingað
austur í Gaulverjabæjarhrepp, á
æskuslóðir Todda, var það ósjaldan
að hann legði leið sína hingað. Ef
okkur vantaði varahlut eða eitthvað
þess háttar var Toddi fljótur að
skjótast eftir honum og renna með
hann austur. Ekkert mál, hefði hvort
sem er þurft að skjótast austur og
viðra Imbu. Svona var það alltaf ef
einhver þurfti einhvers með. Það var
eins og Toddi fyndi á sér þarfir ann-
arra. Þá skaut honum upp alveg
óvart hér eða þar og var tilbúinn að
skreppa í bfltúr eða skutlast eitt-
hvert.
Það era ekki margir sem geta talið
sig jafnoka Todda hvað góðmennsku
og kærleika varðar. Hann var fullur
af hvoru tveggja og sparaði hvoragt
ef til þurfti að taka. Við getum hugg-
að okkur við það að ef einhver hefur
gengið á Guðs vegum beint inn í
himnarfld þá er það Toddi.
Stefanía Geirsdóttir.
Þegar kveður mætur vinur manns,
minningamar ylja í döprum ranni.
Ein af hversdagshetjum Isalands,
öðlingurinn dagsfarsprúði, sanni.
Björt er minning yfir æfi manns,
sem alltaf lagði gott að hverjum vanda.
Það munu fáir fara í sporin hans,
né fylla skarð, sem eftir hann mun standa.
Við þökkum fyrir alla ævi hans,
sem alltaf vildi hjálpa, bæta og laga.
Við þökkum fyrir minningu þess manns,
sem mátti virða og treysta alla daga.
Þú hefur endanlega ýtt úr vör,
samt ertu hér í minninganna safni.
Við biðjum Guð að greiða þína fór.
Góða ferð til himna í Jesú nafni.
(Guðný Jónsdóttir)
Guðný, Geir, Erla Hrönn,
Stefanía og ijölskyldur.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er œskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar
til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netf-
ang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt
er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum-
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
ÞÓRA
BJARNADÓTTIR
TIMMERMANN
+ Þóra Bjarnadóttir
Timmerman
fæddist á Höfn í
Hornafirði 28. aprfl
1912. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ í Reykja-
vík 20. mars síðastlið-
inn og fór útfor henn-
ar fram frá
Dómkirkjunni 27.
mars.
I minningargrein
um Þóru í blaðinu 26.
mars sl. féll niður
texti í eftirfarandi
grein. Hlutaðeigend-
ur eru beðnir velvirðingar á þess-
um mistökum.
27. mars sl. var kær vinkona og
fjölskylduvinur, frú Þóra Timmer-
mann. Fyrstu minningar um Þóru
eru þegar hún ásamt elstu systur
minni, Sigrúnu, kom að aflokinni
bíóferð heim til móður minnar.
Mér eru í barnsminni þessar stór-
glæsilegu ungmeyjar, þar sem þær
sátu og útlistuðu fyrir móður
minni ævintýrin sem þær höfðu
upplifað í bíóferðinni.
Því nefni ég þetta atvik að mér
hefur fundist að frá
þessum árum hafi
Þóra verið eins og ein
af fjölskyldunni.
Það er erfitt í
stuttri grein að koma
að því sem mér finnst
þurfa að nefna um
þessa óvenjulegu
konu, og ekki má
gleyma bónda hennar,
náttúrufræðingnum
Dr. Gúnther Timmer-
mann, sem meðal ann-
ars reit eina merkustu
bók um íslenska fugla,
Die Vögel Islands.
Þá kemur upp í huga mér þegar
hún flyst til Þýskalands með
manni sínum í lok 1939. Þá var
hann kallaður heim sem ræðismað-
ur Þýskalands, þar eð hann var
ekki talinn nógu þægur við sjónar-
mið þáverandi valdhafa í Þýska-
landi. Ég vil geta tveggja mála
sem hann leiddi farsællega til
lykta í ræðismannsstörfum sínum,
en hann var ræðismaður Þýska-
lands á íslandi frá 1934 til 1938. í
bókinni „Götuvísa Gyðingsins” eft-
ir Einar Heimisson segir frá því
þegar gyðingnum Natan hafði ver-
ið neitað um landvistarleyfi á ís-
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takm-
arkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era
nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
+
Systir okkar,
ALMA ELÍSABET HANSEN,
lést miðvikudaginn 22. mars sl. á kvennadeild
Landspítalans.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Anna Hansen,
Halldóra Hansen,
Steinunn Hansen.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
RAGNHEIÐAR JÓNSDÓTTUR,
Aðalgötu 17,
Keflavík.
Hjalti Hjaltason, Poltra Hjaltason,
Marinó Þ. Jónsson,
Sigurður Jónsson,
Álfhildur Ósk Hjaltadóttir,
Eirný Ósk Sigurðardóttir,
Áslaug Dröfn Sigurðardóttir.
landi og hann færður í lögreglu-
fylgd til hins unga ræðismanns og
honum fyrirskipað að koma honum
tafarlaust til Þýskalands. Játti
Gúnther Timmermann því að hann
tæki við honum, en þegar henn sá
að vegabréf mannsins var með
stóru J-i framan á vissi hann hvað
biði júðans ef hann væri sendur til
Þýskalands, svo hann reif vega-
bréfið og aðra pappíra og gaf
manninum jafnframt ráð sem
dugðu til að bjarga lífi hans. Sama
gilti með ungan flugmann sem
sýndi listflug með þýska svifflug-
leiðangrinum sem heimsótti Island
sumarið 1939. Var Gúnther falið að
sjá um að hann sneri til heima-
lands síns, en þá upplýsti ræðis-
maðurinn hann um ástæðu heim-
köllunarinnar og ráðlagði honum
að komast með skipi vestur um
haf, sem með vissu forðaði honum
frá óvissum örlögum. Þessi mann-
úðarverk urðu til þess að þegar
heim kom var hann kallaður í her-
inn og varð að sæta harðræði.
Naut hann á engan hátt þeirrar
stöðu sem menntun hans hefði
kallað á.
Þegar líða tók að lokum styrj-
aldarinnar tókst Þóru að komast
með dóttur þeirra í barnavagni, þá
tveggja ára, um tugi kílómetra leið
úr rústum Hamborgar til bænda-
fjölskyldu og vina, og kom þannig
vannærðu barninu til nokkurrar '
heilsu. Svo er forsjóninni fyrir að
þakka að þau hjón komust heil á
húfi út úr hörmungum styrjaldar-
innar og með meðfæddri ráðdeild
og dugnaði vann Þóra sig upp í að
vera aðalgjaldkeri Landssíma Is-
lands og Gúnther varð prófessor í
fuglafræði við háskólann í Ham-
borg.
Það var svo til mikillar ánægju
að Þóra flutti í sama hús og við
hjónin, og áttum við margra ára
góða tíma saman. Það var aðdáun-
arvert að sjá dugnaðinn í Þóru, .
hvernig hún tókst á við elli kerl-
ingu. Göngutúrar í öllum veðrum
og þátttaka í því félagslífi sem
sambýlið í Efstaleiti bauð upp á.
Lét hún sig aldrei vanta þar svo
lengi sem heilsan leyfði.
Á þessari skilnaðarstundu þakka
ég ævilanga vináttu við þessa
elskulegu fjölskyldu og bið Guð að
blessa minningu Þóru.
Karl Eiríksson.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
DAGMAR MARÍA ÁRNADÓTTIR
frá Teigi,
Grindavík,
sem lést laugardaginn 25. mars, verður
jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugardaginn
1. apríl kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á hjúkrunarheimilið Víðihlíð.
Elvar Jónsson, Margrét Guðmundsdóttir,
Jenný Jónsdóttir, Reynir Jóhannsson,
Svava Jónsdóttir, Benóný Þórhallsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem
vottuðu okkur hluttekningu við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu, móður og ömmu,
SÓLVEIGAR JÓNSDÓTTUR,
Aflagranda 40,
Reykjavík,
er andaðist föstudaginn 10. mars síðastiiðinn.
Geir G. Jónsson, Örvar Omrí Ólafsson,
Marín Sjöfn Geirsdóttir, Jón Örvar G. Jónsson.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GUÐBRANDUR JÓN FRÍMANNSSON
fyrrv. slökkviliðsstjóri,
Grenihlið 28,
Sauðárkróki,
sem lést á Vífilsstaðaspítala mánudaginn
20. mars sl., verður jarðsunginn frá Sauðár-
krókskirkju laugardaginn 1. apríl kl. 15.00.
Hallfríður Rútsdóttir,
Frimann V. Guðbrandsson, Auður Valdimarsdóttir,
Margrét S. Guðbrandsdóttir, Stefán R. Gíslason,
Guðbrandur J. Guðbrandsson, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
og barnabörn.
+
Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
RÖGNU ARADÓTTUR,
Hólmgarði 1,
Reykjavik.
Kristjana Jónsdóttir,
Ari Leifsson, Þuríður Lárusdóttir,
Guðgeir Leifsson,
Kristinn Ingi Leifsson, Ósk Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.