Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Fækkun um ferðarslysa MARGIR munu sjálfsagt velta fyrir sér eftir hin alvarlegu um- ferðarslys og hinn mikla fjölda umferð- aróhappa sem orðið hafa hér á landi undan- farnar vikur hvað sé að og hvað þurfi að gera til úrbóta. Eitt af því JVrsta sem kemur í ' hugann er ökuhraðinn. Pó að við höfum ágæta vegi og mikið af bundn- um slitlögum á þeim eru þeir yfirleitt svo mjóir að ekki er hægt að mætast á þeim þar sem ökutæki er kyrr- Karl Gústaf Ásgrímsson stætt á vegkantinum. Á langflestum vegum er akbrautin á bilinu 5-7 metrar á breidd og litlar eða engar axlir á þeim og sjá því allir að ekki er mikið pláss afgangs þegar stórir bíl- ar, 2,50-2,60 m á breidd, eru á ferð og þurfa að mæta öðrum. í dreifbýli er hámarkshraði á bundnu slitlagi 90 km en sagt er að ríkislögreglu- stjóri hafi ákveðið að hafa ekki af- 'iPtópti af eða stöðva ökutæki nema þau séu á meiri hraða en 14 km yfir löglegum hámarkshraða. Er þetta rétt? Af hverju er ekki farið að lög- um? Ég tel fulla ástæðu til að fram- fylgja lögum, en vitað er að því al- varlegri verða slysin við árekstur eftir því sem hraðinn er meiri. Full ástæða er til að lækka hámar- kshraða hér á landi því við íslend- ingar virðumst ekki ráða við þennan mikla hraða á svo mjóum vegum. Pað virðist sem við getum ekki haft .-r^Ugann við aksturinn og sjáum ekki aðra í umferðinni þótt gott skyggni sé. I umferðarlögum og reglugerð- um eru ákvæði um það hvernig skuli aka og ef allir fara eftú- þeim verða ekki slys eða óhöpp. í 36. gr. um- ferðarlaga eru ákvæði um að akstur skuli miða við aðstæður, færð, veð- ur, umferð, ástand vegar o.fl. Og að enginn megi aka hraðar en svo að hann hafi fullt vald á bifreiðinni og geti stöðvað á þeim hluta vegar sem hann sér yfir hindrunarlausan. I 37. gr. er getið um hámarkshraða og er hann miðaður við bestu aðstæður og ber ökumönnum að draga úr hraða ef aðstæður versna, t.d. færð, veður, ástand vegar, umferð o.fl. Þetta virðast ökumenn almennt ekki gera. Oft heyrist það þeg- ar slys hefur orðið að bílar hafi í-ekist saman þegar annar fór yfir á rangan vegarhluta eða ökumaður hafi ætlað að aka framfyrir ann- an. Þarna eru töluverð- ar vísbendingar um or- sakir slysa á vegum í dreifbýli, þær eru ekki vegurinn heldur öku- menn. Það eru öku- menn sem fara ekki að lögum eða aka ekki eft- ir aðstæðum. Kyrr- stæður hlutur veldur ekki árekstri heldur sá hlutur sem er á hreyf- ingu og því er ekki hægt að kenna vegi eða vegakerfi um árekstra eða slys. Ekki er það vegurinn sem fer undan bílnum þegar ekið er útaf, ekki er það umferðarmerkið sem Umferð Þetta virðingarleysi fyr- ir reglum um ökuhraða, segir Karl Gústaf Ás- grímsson, skapar virð- ingarleysi fyrir öðrum greinum umferðarlaga eins og víða má sjá. hleypur í veg fyrir bílinn þegar ekið er á það, og svona mætti lengi telja og má því fullyrða að það er oftast ökumaður, einn eða fleiri sem gera eitthvað rangt eða ráða ekki við hraðann ef slys, árekstur eða annað umferðaróhapp verður, en slys á vegum vegna náttúruhamfara, svo sem flóða og hvassviðris, ræður eng- inn við. Bílar geta staðið ólöglega en kyrrstæðir aka þeir ekki á þó að þeim sé oft kennt um þegar óhapp verður í nágrenni þeirra. Ég hef mestan hluta starfsævi minnar verið í eða við umferð og er sannfærður um það að flest óhöpp eða slys sem verða í umferðinni megi rekja til of mikils hraða, miðað við aðstæður. Nú liggur fyrir Al- þingi, eða verður lagt fram, frum- varp um að allir bílar megi aka á sama hraða á vegum í dreifbýli, en núna mega stórir vörubílar og bílar með eftirvagn aka á 80 km hraða þar sem aðrir mega vera á 90 km. Ætl- ast er til að stærstu bílarnir megi þá aka á 90 km hraða því ekki er lagt til að lækka hraða. Hafa menn gert sér ljóst hvað gerðist ef bíll lenti á eða utaní stórri vagnlest sem vegur milli 40 og 49 tonn eins og stærstu öku- tækin eru núna? Gera menn sér ljóst hvað höggið verður mikið við árekstur ef bæði ökutæki eru á 90 km hraða eða meiri og hvað höggið yrði miklu minna ef hraðinn væri milli 70 og 80 km. Ef einhver vilji er til að fækka al- varlegum umferðarslysum þarf að lækka hámarkshraða og beita viður- lögum og fjársektum við brotum á umferðarlögum. Lækkun hraða þýðir að verið er aðeins lengur á milli staða en er það ekki tilvinnandi ef hægt er fækka dauðaslysum og örkumla fólki eftir umferðarslys? Er ekki betra að vera aðeins lengur á milli staða og sleppa með minni- háttar áverka ef lent er í óhappi í stað þess bíða bana eða örkumlast eins og likur eru á þegar ekið er á yf- ir hundrað km hraða. Við eigum ekki að bera saman ökuhraða á hraðbrautum erlendis þar sem ekið er á aðskildum brautum og ekki er umferð á móti og á okkar mjóu veg- um þar sem umferð er alls staðar á móti og mikið af brúm einbreiðar. Eitt má nefna til viðbótar sem mælir með lækkun hraða, það er að vegir endast skemur ef hraði er mikill og þá sérstaklega á stórum ökutækj- um, eða af hverju er Vegagerðin að takmarka hraða á þungaflutningum og er þá oft miðað við 30 km og jafn- vel allt niður í 5 km hraða. Margir hafa talað um að bæta ökukennslu, sem ráð til fækkunar slysa, en nær það tilgangi eins og nú er háttað. Ökunemi lærir að aka ná- kvæmlega eftir umferðarreglum og er prófaður samkvæmt því, en svo þegar hann kemur einn út í umferð- ina ræður hann ekki við bílinn því hraðinn er miklu meiri en hann er vanur. Ef við viljum fá nýliða til að falla inn í umferðina þarf að kenna þeim að aka ólöglega, þ.e. að aka mun hraðar en lög segja til um. En er það gott veganesti fyrir nýliða ef þarf að kenna honum að brjóta um- ferðarlögina? Þetta virðingarleysi fyrir reglum um ökuhraða skapar virðingarleysi fyrir öðrum greinum umferðarlaga eins og víðamásjá. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrverandibifreiðaeftirlitsmaður. Afmælistónleikar Drengja- kórs Laugarneskirkju DRENGJAKÓR Laugameskirkju hélt upp á tíu ára afmæli sitt með glæsilegum tónleikum í Langholts- kirkju þann 18. mars sl. Stofnfélagar kórsins voru 15 talsins en í dag eru félagar hans 32 á aldrinum 8 til 15 ára. Einnig er starf- ■ifrækt deild eldri félaga á aldrinum 17-20 ára og eru þeir 9 sem fylla þann hóp kórsins. Friðrik S. Kristinsson hefur stjómað kórnum frá árinu 1994 en á und- an honum var stjómadi hans Ronald V. Tumer. Á þessum afmælis- tónleikum söng kórinn andleg verk írá barokk- tímabilinu, verk eftir Mozart og verk frá 20. öldinni. Meðal höfunda nefna þá Sigvalda Kaldalóns, Jón Ásgeirsson og Rod- gers/Hammerstein. Þá fékk kórinn til liðs við sig einvala lið einsöngvara og einleikara. Þóra Einarsdóttir sópransöng- kona söng einsöng og gerði það með miklum glæsibrag. (Hún skartaði fal- gum rauðum flauelskjól sem var í stfl við rauðar slaufur drengjanna). Þá söng Tryggvi K. Valdimarsson, 12 ára gamall, aríu fyrir sópran úr Requiem eftir Gabriel Fauré ein- staklega fallega og af miklu öryggi. Tveir eldri félagar kórsins bættust einnig í hóp einsöngvaranna. Jónas Guðmundsson tenór sem söng Pieta, Sign- ore eftir Stradella en það gerði hann mjög vel. Loks kom Jóhann Ari Lárasson tenór og söng Gia il sole dal Gange eftir Scarlatti mjög vel og músikalskt. Gott er til þess að vita að sú reynsla að syngja með Drengjakórnum skuli nýtast jafn vel og raun bar vitni um hjá þeim Jónasi og Jóhanni Ara til áframhaldandi tónlistamáms. Þá spiluðu tveir valinkunnir trompet- leikarar með kómum, þeir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Páls- son. Lenka Mátéová var orgelleikari og Peter Máté píanóleikari. Radd- þjálfari kórsins er Björk Jónsdóttir. Óhætt er að segja að mikill hátíð- Tónleikar Mikill hátíðarsvipur var á þessum tónleikum, segir Jóhanna G. Linn- et, og öllum til mikils sóma er að stóðu. arsvipur hafi verið á þessum tónleik- um og öllum til mikils sóma er að stóðu. Þrátt fyrir að aldur kórsins sé ekki hár og ýmsir hafi spáð því í upp- hafi að lífdagar hans yrðu ekki marg- ir, sýndu tónleikarnir að starfsemi kórsins er með miklum blóma og verður fróðlegt að fylgjast með starfi hans í framtíðinni. Einkunnarorð kórsins eru að (1) syngja eins og englar, (2) hegða sér eins og herrar og (3) leika sér eins og strákar. Óhætt er að segja að kórinn hafi gert gott betur en standa undir þessum einkunnarorðum. Að síðustu vil ég óska þeim hjartanlega til ham- ingju með glæsilega tónleika. Höfundur er söngkona. Tillaga um nýskipan og lækkun iðgjalda í bifreiðatryggingum FRÉTTIR um boðaða hækkun ið- gjalda bifreiðatrygginga eru mér eins og fleirum áhyggjuefni, ekki síst vegna þess að þær staðfesta að við höfum ekki náð nógu miklum árangri í þeirri baráttu okkar að koma í veg fyrir slys í umferðinni. I þessu sambandi finnst mér full ástæða til að leita nýrra lausna. Við hljótum að geta breytt þessu kerfi og um leið minnkað tjóna- greiðslur. Um það snýst málið. Við blasir að nýr tryggingataki þarf að greiða jafnvel upp í 175 þúsund krónur í iðgjald á fyrsta ári fyrir ábyrgðartryggingu bif- reiðar. Afleiðing þessa er m.a. sú að bflar ungs fólks eru í mörgum til- vikum á nafni foreldranna og við- komandi fær alltof litla hvatningu til þess að standa sig og skapa sér strax nafn hjá tryggingafélaginu. Bónus- kerfi félaganna er að mínu mati gall- að og tiltölulega auðvelt er fyrir menn að fá betri kjör hjá nýju trygg- ingafélagi. Ég sé fyrir mér algjörlega nýja stefnu, sem miðast við að allir standi Bílatryggingar Tillaga mín leiðir til minnkandi þenslu í þjóðfélaginu, segir Oli H. Þórðarson, og eykur sparnað. jafnir þegar trygging er keypt, þar með taldir ungir, óreyndir ökumenn. Mér finnst út í hött að nýútskrifaðir ökumenn séu fyrirfram dæmdir óhæfir og sé gert að greiða miklu hærri iðgjöld vegna þess að ein- hverjir úr þeirra hópi hafa staðið sig illa. Þessi hugsun er einfaldlega röng og brýnt úr að bæta. Nýjum tryggjendum á að taka opnum örm- um hjá félögunum og þau að keppast um að fá þá til sín. I stað núverandi fyrirkomulags komi stóraukin eigin ábyrgð hjá hverjum og einum og þar með aukin hvatning um að valda ekki tjóni. Hjá þeim hins vegar, sem oft valda tjón- um, hækki iðgjaldið verulega og í réttu hlutfalli við fjölda og alvarleika tjóna. Komi í Ijós að þeir valda ítrek- að tjónum verði þeim gert að skyldu að fara í viðbótarökunám og ökupróf að nýju. Hjá þeim sem gjörsamlega óhæfir reyndust kæmi fljótt að því að þeir hefðu hreinlega ekki efni á að eiga bfl og hættu því akstri. Það yki umferðaröryggi í landinu. Þessi til- högun verði til reynslu, tii dæmis í 10 ár og þá endurmetin. Þessar hugrenningar mínar gera því ráð fyrir að ábyrgðartryggingar bifreiða lækki, takið eftir lækki tals- vert í verði, væntanlega svo um munar. I staðinn verði lögum breytt og tfl dæmis 100 þúsund króna sjálfsábyrgð verði gerð að skyldu við kaup nýrrar tryggingar og við næstu endurnýjun hjá okkur öllum, óháð því hve vel eða illa við höfum staðið okkur í umferðinni á undan- förnum áram. Mjög takmarkaðar undanþágur verði frá þessari tilhög- un, en þar er ég fyrst og fremst að hugsa um hreyfihamlaða og ef til vill örfáa aðra sem af læknisfræðilegum ástæðum fengju undanþágu frá reglunní. Allir aðrir þyrftu að sæta þessum breyttu reglum og greiða sjálfir fyrstu hundrað þúsundin í hverju tjóni, sem svo til öll nema miklu hærri fjárhæð. Meðaltjón þeg- ar enginn meiðist mun vera um 160 þúsund krónur. Þegar meiðsl verða á fólki era hundrað þúsund krónur lítil fjárhæð en virkar þó sem dálítill refsivöndur á þann sem slysi veldur. Verið getur að einhverjir spyrji, til hvers tryggingar ef svona mikil sjálfsábyrgð á að tíðkast og svarið er einfaldlega að aðkall- andi er að auka vitund sérhvers ökumanns fyrii- því að með ábyrgri hegðun og til- litssemi fái hann umb- un og fyrst og fremst sé það hann sjálfur sem áhrif hafi þar á. Svona átti bónuskerfið að virka en gerir ekki nema að takmörkuðu leyti í dag. En áfram með hug- myndina. Um leið og tryggingar lækka í verði þyrftu trygging- artakar að opna ábyrgðarreikning í bankastofnun sinni og leggja þar inn 100 þúsund krónur á bundinn reikning. Fyrir efnalitla mætti það gerast á 2 til 3 áram og kæmi ekki illa við þá þar sem iðgjöld lækka á móti. Reikningurinn verði í eigu og á nafni viðkomandi, en þann- ig um hnúta búið að tryggingafélag hans geti sótt þangað, með lögform- legum hætti, andvirði eigin áhættu í tjóni sem tryggjandinn lendir í og greiðir ekki. Þeir sem standa sig vel, valda ekki tjónum og láta aldrei reyna á ábyrgðina fá að sjálfsögðu meira í vexti af bankareikningnum. Miðað við 7% vexti tvöfaldast höfuðstóllinn næstum því á 10 árum og hundrað þúsund krónurnar verða orðnar að 197 þúsundum. Farsæll ökumaður sem aldrei lætur reyna á þessa ábyrgð getur átt talsverða fjárhæð til ráðstöfunar þegar hann ákveður að hætta akstri á fullorðinsárum og sú vitneskja gæti jafnframt verið hvatning fyrir fullorðið fólk að hætta akstri. Það út af fyrir sig getur verið heilmikil forvörn hjá sumum. Tillaga mín leiðir til minnkandi þenslu í þjóðfélaginu og eykur sparnað. Menn munu jafnvel sjá sér hag í að komast af með færri bif- reiðir á heimili og umferð minnkar. Með minnkandi þenslu fækkar slys- um þannig að margfeldisáhrifin verða víðtæk. Vegna stóraukinna innlána sem koma munu inn i pen- ingastofnanirnar verði samið við þær um að sérstakur 2% vaxtaauki af fjárhæðinni renni í umferðarör- yggissjóð sem styrki fyrirbyggjandi aðgerðir í umferðarmálum. Bankar og sparisjóðir verða þar með verð- ugir þátttakendur í forvörnum sem brýnt er að auka. Miðað við að 170 þúsund bifreiða- eigendur leggi 100 þúsund krónur hver inn á ábyrgðarreikning um- ferðartjóna nema innlánin eftir árið 17 milljörðum króna. 7% vextir af því skila eigendum um 1,2 milljörð- um króna í vexti og í umferðarör- yggissjóð kæmu 340 milljónir króna á ári. Fyrir þá upphæð, að viðbættu mótframlagi ríldssjóðs og ýmsum breytingum sem samhliða yrðu gerðar, get ég lofað slíkri bót á um- ferðarmálum landsmanna að allar viðmiðanir trygginga myndu breyt- ast til mikils batnaðar á fáum árum. Við bættist að aukin sátt myndi ríkja um þessi mál í þjóðfélaginu. Ég vænti þess að þeir sem hlut eiga að máli taki þessar hugleiðingar til rækilegrar skoðunar. Ef til vill er þetta ekki nákvæmlega sú leið sem fara þarf, en breytingu á þessu víta- hringskerfi verðum við að gera. Spurningin um það er í mínum huga ekki hvort heldur hvenær. Mér finnst það þurfa að gerast nú þegar með vinnu við breytingar á lögum, samhliða kerfisbreytingu hjá trygg- ingafélögunum. Áform um hækkun iðgjalda bíði. Höfundur er framkvæmdastjóri Um- ferðarráðs. Óli H. Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.