Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 UMRÆÐAN MORGUNB LAÐIÐ Dugar „Litla gula hæn- an“ til tölvukennslu? FORELDRAR fagna þeim skref- um sem stíga á til að gera íslenska grunnskóla betri, samkvæmt því sem fram kemur í nýju aðalnámskránni og tók gildi um mitt síðasta ár. Foreldrar hafa vissulega haft af því áhyggjur að samkvæmt ýmsum fréttum og frá- sögnum, sem birtar hafa verið á undanfömum piánuðum, virðist sem íslenskir skólar séu ekki jafngóðir og landsmenn hafa hingað til haldið. Arangur íslenskra nem- enda er lakari en nem- enda viða um heim. Samkvæmt nýju aðal- námskránni virðist eiga að bæta þama úr og mikill metnaður virðist vera lagður í að laga námsefni og kennslu að kröfum sem gerðar em til grannskóla í nútíma- þjóðfélagi - eins og ís- land telst væntanlega vera. Því vakti það ugg í brjósti foreldra að heyra á dögunum að fé til námsefnisgerðar í o'ámræmi við nýju aðalnámskrána virtist ekki tryggt. Fé skorið niður veitt úr sjóðum landsmanna í þetta mikilvæga verkefni. Hætt við verkefni Árið 2000 era grannskólabörn 43.900 að tölu og með því að skoða gögn Námsgagna- stofnunar má sjá hversu miklum pening- um er varið í að gera námsefni fyrir grann- skólabörn á ári og þá þróun sem þar heftir átt sér stað. Að fara yf- ir slík talnagögn er flókið og því skiljanlegt að foreldrar almennt hafi ekki sett sig inn í málið. Hvað varðar fé til gerðar námsefnis sam- kvæmt kröfum nýju aðalnámskrárinnar þá fékk Námsgagnastofn- un aukafjárveitingu á árinu 1999 til að hefja það verk. Nefna má að skv. nýju aðal- námskránni á að hefja enskukennslu í 4. bekk, þ.e. ári fyrr en áður. Leggja á Skólar Bryndís Kristjánsdóttir Stjóm SAMFOK ákvað að kanna málið nánar og var undirritaðri falið það verkefni. Þegar farið er yfir þau opinbera gögn sem liggja frammi um fjárveitingu til Námsgagnastofnunar - en það er sú stofnun sem sér um út- gáfu námsefnis fyrir grann- og fram- haldsskóla landsins - og í viðtali við Tryggva Jakobsson, útgáfustjóra hjá Mámsgagnastofnun, kemur í ljós að ástæða er til að óttast. Skólum eru ætluð þrjú ár til aðlögunar að nýrri aðalnámskrá og á þeim tíma á nýtt námsefni væntanlega einnig að vera tilbúið. En nú - strax á öðra ári nýrr- ar námskrár - hefur fé til námsefnis- gerðarinnar verið skorið veralega niður! Eigum við foreldrar að láta okkur á sama standa? Við hjá SAMFOK segj- um auðvitað nei. Vilji foreldrar að námsárangur barna þeirra verði eins og best verður á kosið, verður að tryggja að námsefnið svari kröfum og þörfum námsins. Ljóst er að gamalt námsefni dugar ekki til að kenna ný fög og að það tekur tíma að semja og útvega nýtt námsefni. Foreldrar vilja að hér sé vel að verki staðið - enda mun það væntanlega skila sér í betri námsárangri íslenskra barna - og foreldrar vilja því að nægu fé verði (BIODROGA^ Snyrtivörur Q-10 húðkxemið Þeir sem eru búnir að koma sínum börnum „til manns“ geta samt ekki verið „stikkfrí“, segir Bryndfs Kristjánsdóttir og spyr, hafa þeir hug- leitt hvernig skóla þeir vilja fyrir barnabörnin? mun meiri áherslu á raungreinar og stærðfræði - en eins og allir þekkja sýndu kannanir að íslensk börn komu sérlega Ola út í þessum fögum - nýjar námsgreinar sem koma inn era lífs- leikni og upplýsinga- og tæknimennt. Allt kallar þetta á nýtt námsefni. Til að útbúa námsefni fyrir þessi fög voru veittar 40 milljónir króna árið 1999. Þar sem skólum er ætlaður 3 ára aðlögunartími að aðalnámskránni var talið að sami tími væri ætlaður til að útbúa nauðsynlegt námsefni og á Námsgagnastofnun vora gerðar áætlanir í samræmi við það og þær fjárveitingar sem tU verksins var út- hlutað; mörgum metnaðarfullum verkefnum var hrint úr vör. Þegar 40 mUljónirnar vora skornar niður í 25 mUljónir á þessu ári varð ljóst að ekki var hægt að standa við þessar áætlanir og að stofnunin myndi lenda í verulegum erfiðleikum með að Ijúka verkefnum sem þegar var farið af stað með. Sérstök auka- fjárveiting var til gerðar námsefnis fyrir upplýsingatækni - en á þann þátt leggur menntamálaráðuneytið mikla áherslu. Árið 1999 vora veittar til þessa 43 milljónir króna en 36 árið 2000. Til að gera þennan talnaleik enn flóknari vora árið 1999 teknar 15 milljónir króna af árlegri fjárveitingu til stofnunarinnar (sem stendur straum af rekstri og útgáfu) og þær „lánaðar" undir liðinn „námsefni um upplýsingatækni" (43 milljónimar). Þessar 15 milljónir hafa ekki verið fluttar tilbaka undir almenna fjár- veitingu svo segja má að hún hafi lækkað sem þessu nemur - en fer auðvitað til námsefnisgerðar, þ.e. í upplýsingatækni. (Aukafjárveitingin vegna þess liðs árið 2000 er því í raun 16 mUljónir.) Skiptir íjöldi nemenda ekki máli? Fréttin um að ekki væri nægilegt fé veitt til námsgagnagerðar vegna nýju aðalnámskrárinnar var það sem vakti áhuga SAMFOK á máíinu. Við eftirgrennslan kom margt annað í ljós varðandi starf og fjárveitingar til Námsgagnastofnunar sem vakið hef- ur upp spumingar og veldur áhyggj- um. Fjárveitingu til Námsgagnastofn- unar er t.d. ekki breytt þegar mikill fjöldi nýrra nemenda kemur inn, þ.e. hún byggist ekki á fjölda nemenda. Þegar 10. bekkur varð skólaskyldur árið 1990 var ekki aukið við fjárveit- ingu til stofnunarinnar vegna nám- sefnis fyrir 10. bekk. Hvar varð þá að klípa af tU að fá pening? Kannski af námsefni 3. bekkjar? Sama gilti þeg- ar 6 ára börnin urðu skólaskyld. Finnst foreldram þetta ásættanlegt? Það er alveg öraggt að ef foreldrar bama í 3. bekk væra spurðir, hvort þeim væri sama þó börn þeirra fengju ekki reikningsbók af því að peninga vantaði til að gera lestrarbók fyrir 6 ára börn, þá myndu þeir mótmæla. Tölur Námsgagnastofnunar sýna að nú er verið að veita álíka hárri upp- hæð í námsefni á hvert grannskóla- bam og gert var að meðaltali árin 1985-1989, áður en 10 bekkur varð skólaskyldur, eða um 7.500 kr. Ef aukafjárveitingamar kæmu ekki til væri þessi tala rúmlega 6.000 kr. Finnst foreldram þetta ásættan- legt? Finnst landsmönnum þetta ásættanlegt? Þeir sem era búnir að koma sínum bömum „tU manns“ geta samt ekki verið „stikkfrí" - hafa þeir hugleitt hvemig skóla þeir vilja fyrir bamabömin? Áskorun Stjórn SAMFOK skorar á mennta- málaráðhema að standa vörð um hina metnaðarfullu nýju aðalnámskrá og tryggja að nægUegu fé sé veitt í að út- búa það námsefni sem þarf til að skól- ar landsins geti staðið undir þeim kröfum sem nýja aðalnámskráin ger- ir til þeirra. Þannig að árangurinn verði eins og til var ætlast; þ.e. betri skólar og betri námsárangur ís- lenskra barna. Ennfremur hvetur SAMFOK for- eldraráð og -félög í öllum grannskól- um landsins til að senda áskoran til menntamálaráðherra hvað þetta varðar. Höfundur skrifur fyrir hönd SAM- FOK sem er samband foreldrafélaga og foreldraráða (skólum Reykjavúc- ur á grunnskólastigi. GLERAUGAÐ glodugnavfMlun 568 2662 30% 50% 70% ÚTSALA ■ fLiiSi I Laugavegi 54 - simi 552 5201 Rökþrota forsætisráð- herra ALLT frá því að Davíð Oddsson kom fram á sjónarsviðið í íslenskum stjórnmál- um þótti hann illvið- ráðanlegur í rökræð- um og öllu því sem viðkom orðsins list. Þetta var á þeim ár- um sem Davíð átti ekki innstæðu í pólit- íkinni og var því vel í stakk búinn til að tak- ast á við þá sem höfðu í henni fortíð. Minnis- stæð era ýmis tilvik í sjónvarpi þar sem Davíð rúllaði upp and- stæðingum sínum. Stjórnmálamenn og fréttamenn kviðu því að fara í útvarp eða sjónvarp til að fást við Davíð. Hann var konungur stjórnmálaum- ræðna í sjónvarpi. Svo varð Davíð borgarstjóri Davíð varð borgarstjóri og tók að safna innstæðum í sinn pólit- íska feril. Hann var lengi óum- deildur sem slíkur. Þótti skeleggur og framkvæmdaglaður. Eftir all- mörg ár í embætti fór að bera á Pólitík Enn heldur Davíð áfram, segír Jón Ingi Cæsarsson, að dásama stöðugleikann. umdeildum atvikum í stjórn borg- arinnar. Ráðhúsið, skuldasöfnun, fyrirgreiðslupólitík o.m.fl. Þá þótti andstæðingum Davíðs kominn tími til að takast á við rökræðusnilling- inn. Yiti menn. í stað þess að tak- ast á við málefni borgarinnar á málefnalegan hátt tók Davíð upp nýjan stíl. Hann réðst að andstæð- ingum sínum úr fjarlægð. Hann gaf ekki kost á sér í rökræðuþætti og hann gerði lítið úr andstæðing- um sínum. Að lokum treysti hann sér ekki til að halda áfram í borg- arpólitíkinni því greinileg hætta var á að borgin tapaðist sjálfstæð- ismönnum í næstu kosningum. Það ætlaði Davíð ekki að láta verða frama sínum í pólitík að falli og fann sér nytsamt peð til að fórna og dreif sig í landsmálapólitík. Og svo varð Davíð forsætisráðherra Davíð Oddsson varð forsætisráð- herra. Hann var kominn á tindinn í íslénskri pólitík. Fyrst myndaði hann ríkisstjórn með Alþýðuflokki. Sú ríkisstjórn var við völd í fjögur ár. Fyrri hluti þess tímabils ein- kenndist af samstöðu og ein- drægni. Seinni hlutinn var erfiðari og greinilegt var að ekki var pláss nema fyrir einn kóng í ríkinu. Trúnaðarbrestur var augljós mill Davíðs og samstarfsflokksins. Að því tímabili loknu valdi Davíð sér Framsóknarflokkinn. Það sam- starf hefur nú staðið í bráðum sex ár. Það hefur gengið ágætlega fyr- ir Davíð að sætta sig við Fram- sókn því Halldór formaður hefur látið hann fara sínu fram. Það sem Davíð boðaði í kosn- ingabaráttunni var að stöðugleiki og framfarir í þjóðfélaginu væru ekki trygg nema Sjálfstæðisflokk- urinn, þ.e. Davíð, réði landsmálun- um áfram. Augljóst er öllum sem það vilja sjá að svo er ekki. Hættumerkin eru alls staðar. Verðbólga, offjárfestingar, óráðsía, viðskiptahalli upp á milljarða. Enn heldur Davíð áfram að dásama stöðugleik- ann. Trúverðugleiki hans er þó stórum minni en áður. Mjög ber á taugaveiklun hjá ráðherranum. Hann hefur lagt landsföðurímyndinni. Omálefnalegar árásir hans á einstaklinga, félagasamtök og aðra stjórnmálamenn hafa einkennt framkomu hans síðustu mánuði. Þetta er mjög farið að líkjast munstrinu sem varð aðdragandi brotthvarfs hans úr borgarpólitíkinni á árum áður. Það er hætt að vera gaman. Hætt er við að tindi góðæris sé náð og nú fari að koma að skulda- dögum ríkisstjórnarinnar vegna efnahagsstjórnarinnar. Davíð gæti bráðum þurft að svara fyrir að- gerðaleysi þessarar ríkisstjórnar í fjármálum þrátt fyrir síendurtekn- ar aðvaranir efnahagssérfræðinga. Það er ekki stíll Davíðs að svara slíkum leiðinda spurningum. Það er mitt mat að á næstu mánuðum muni Davíð Oddsson fara að undirbúa brotthvarf sitt úr íslenskri pólitík. Öll hans fram- koma er komin í sama farveg og þegar hann sá fram á að tapa borginni. Það mun með sama áframhaldi og aðgerðaleysi ríkis- stjórnarinnar stefna í fjöldagjald- þrot heimilanna. Afrakstri góðæris og þjóðarauðs hefur verið stýrt á fárra hendur sem hafa í auknum mæli verið að draga það út úr ís- lenska efnahagskerfinu og koma því fyrir erlendis. Það verða ekki þeir fjármagnseigendur sem tapa þegar niðursveiflan kemur. Það verða heimilin í landinu. Það er þetta og fleira sem Davíð Oddsson ætlar sér ekki að svara fyrir í næstu kosningum. Það skýrir að einhverju leyti ótrúlega taugaveiklun og dónalega fram- komu Davíðs upp á síðkastið. Lokaorð: íslenskir forsætisráðherrar hafa í gegnum árin verið heiðursmenn. Margir þeirra hafa verið umdeildir eins og eðlilegt er með menn í áhrifastöðum. Olafur Thors, Bjarni Benediktsson, Steingrímur Her- mannsson og margir fleiri hafa verið umdeildir. Það hefur þó frek- ar verið vegna stjórnmálastefnu eða rangra og misheppnaðra ráð- stafana. Davíð Oddsson hefur markað nýtt framkomumunstur forsætisráðherra. Hann gerið lítið úr fjarstöddum andstæðingum og þeim sem ekki hafa sömu skoðun og hann. Hann svarar ekki spurn- ingum eða gagnrýni efnislega, heldur snýr út úr. Hann mætir ekki andstæðingum sínum auglitis til auglitis heldur notar skot í fréttatímum til að rangfæra, rang- túlka og fara með ósannindi. Fréttamenn hafa verið mjög ódug- legir við að reka til baka eða þjarma að ráðherranum þegar hann hefur komist á flug við iðju sína. Það er kominn tími til að Davíð verði dæmdur af verkum sínum og framkomu og verði tekin af stalli hins óumdeilda goðumlíka leiðtoga. Slíkt gagnrýnileysi er af svipuðum toga og dýrkun leiðtog- anna í kommúnistaríkjunum. Slíkt má ekki eiga sér stað í lýðræðis- ríki á Vesturlöndum árið 2000. Þjóðin á ekki skilið að fá að vita hvar Davíð keypti ölið. Höfundur er ritari í stjórn Jafnaðar- mannafélags Kyjafjarúar. Jdn Ingi Cæsarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.